Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Sturlaður og tapsár forseti sigar trylltum lýð á eigið þing

Sturlaður og tapsár forseti sigar trylltum lýð á eigið þing

Hinn ofurtapsári Trump skilur Bandaríkin eftir sem rjúkandi rúst, þegar hann yfirgefur Hvíta-húsið þann 20.janúar næstkomandi.

Hollywood hefði ekki getað gert þetta betur, þetta tók nánast öllu samanlögðu ímyndunarafli Hollywood-höfunda fram. 

Að vísu er til sjónvarps og kivkmyndaefni sem er á þessum nótum, t.a.m þættirnir,,Designated Survivor" með Kiefer Sutherland, þar sem hann verður forseti eftir að bandaríska þingið hefur verið sprengt í loft upp. Reyndar fundust einhverjar rörasperngjur við þinghúsið, sem voru eyðilagðar.

Einnig er til kvikmynd sem ber heitið ,,White House Down" og fjallar um hryðjuverkaárás á Hvíta húsið. Channing Tatum leikur hetjuna þar.

Nú, ef Donald Trump hefur afrekað eitthvað, þá er það einmitt að taka hlutina ,,down". Aðgerðir hans eru svo makalausar að nánast allur heimurinn varð kjaftstopp. Maður bara nuddaði augun og kleip sig; er þetta virkilega að gerast, þegar menn , sem meðal annars voru klæddir loðfeldum og hornum ruddust inn í þinghúsið. Hvaða sýra var þetta eiginlega?

Trump hefur tekið embætti forsetans ,,down", hann hefur tekið bandarískt lýðræði ,,down" og tekið allt bandarískt samfélag með sér ,,down" - nánast niður á botninn, í svaðið.

En þetta var samt líka pínu grátlega kómískt, því það helsta sem þessi sturlaði skríll gerði, sem þessi sturlaði forseti sendi til þingsins, eftir að hafa ,,kveikt í þeim" á bakvið skothelt gler, fyrir framan Hvíta-húsið, var  að taka af sér sjálfur, setjast í stóla og jú, auðvitað stela og eyðilegga. Það eru helstu kennimerki skrílsláta. Sorglegt vissulega að fjórir létu lífið í þessari árás og eftirköstum hennar, kona skotinn til bana og þrír létust með öðrum hætti.

Svo voru menn klifrandi upp eftir veggjum öskrandi og gargandi, þetta var bara brjálæði!

Allt þetta vegna þess að Trump tapaði heiðarlegum kosningum fyrir sér eldri manni. Þetta er tilfelli fyrir geðlækna!

Sjálfur hef ég komið inn í húsakynni bandaríska þingsins, sem túristi, og þetta er með flottari stöðum til að fara á.

Vanvirðing hins tryllta-Trump-skríls var því algjör, en þetta sýnir okkur einnig hverskonar skrímsli nútíma samfélagsmiðlar eru orðnir. Það er kannski efni í annan pistil.

En Trump, já vonandi verður hann sóttur til saka fyrir valdaránstilraun, því þetta var ekkert annað. En fór út um þúfur, sem betur fer. Við teljum niður til 20.janúar.

Mynd: Einn ,,aðalleikaranna" í þessari nýjustu leiksýningu Trumps, sagður vera fylgimaðus QAnon-samsærishreyfingarinnar. Mynd: Getty.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni