Þessi færsla er rúmlega 6 mánaða gömul.

Barbarossa Pútíns

Barbarossa Pútíns

Það er alþekkt staðreynd að það þarf ekki marga villinga til að gera allt vitlaust. Ef við horfum á Evrópu sem íbúðahverfi þá eru Vladimír Pútín og Alexander Lúkasjénkó, forseti Hvíta-Rússlands ,,vitleysingarnir í hverfinu“ sem skapa ógn og skelfingu með framferði sínu.

Sænski sagnfræðingurinn Kristian Gerner sagði í samtali við sænska ríkisútvarpið um Pútín; ...,,hann hegðar sér eins og klassískur gangster, notar hótanir og ofbeldi, skapar skelfingu í kringum sig.“ 

Gerner, sem er prófessor við háskólann í Lundi í Svíþjóð og höfundur margra bóka um Rússland sagði einnig að það væri ekkert plan í gangi, hvað ætti að verða um þá rússnesku þjóð sem sæti uppi með þennan leiðtoga og bætti því við að rússneska þjóðin þyrfti einfaldlega að losna við Pútín.

Innrásin í Úkraínu er ,,Barbarossa“ Vladimírs Pútíns en greinilegt verður að teljast að allt hjal hans um bræðralag og að Rússar og Úkraínumenn væru ,,sama þjóð“ var bara yfirvarp og reyktjöld. Um er að ræða bæði árásar og landvinningastríð (,,war of conquest“).

Með innrás sinni og þeim áætlunum sem í henni felast, t.d. að bola löglega kosnum yfirvöldum frá völdum í Úkraínu, sýnir Pútín að hann fer fram með ítrustu fordómum gagnvart leiðtogum Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Markmiðið er að sundra Úkraínu sem ríki, mylja það í sundur og gera óstarfhæft. En með þessu fær hann auðvitað nánast alla úkraínsku þjóðina á móti sér.

Pútín þolir ekki núverandi valdhafa landsins. Hann þolir ekki að strengjabrúðan hans, hinn spillti Viktor Janúkóvits, var hrakinn frá völdum árið 2014, eftir fjögur ár á valdastóli. Hann, og fleiri í hans kreðsu eru taldir hafa rænt jafnvel milljörðum dollara.

Rússar segja að innrás þeirra sé ekki innrás, heldur ,,sérstök hernaðaraðgerð“ til að afvopna og ,,af-nasistavæða“ Úkraínu. Skýringar Rússa eru beinlínis hlægilegar, en í ,,innrásaræðu“ sinni sagði Pútín t.d. að Úkraína væri ekki þjóð og svo framvegis. Það var reiði og botnlaus heift sem einkenndi ræðuna, sem sjá má á Jútúb. Orðfæri sem þessu var einnig beitt af Rússum í blóðugum átökum í Téténíu á árunum 1994-2009.

Það eru engir nasistar við völd í Úkraínu, heldur er þetta stimpill sem á rætur til seinni heimsstyrjaldar. En þar eru til hægri-sinnaðir öfgahópar, rétt eins og í mörgum öðrum ríkjum Evrópu. Þeir hafa hins vegar engin völd. Forseti Úkraínu, Volodimyr Selenskí, fyrrum leikari, hefur aldrei verið tengdur neinu sem kallast gæti nasismi, enda erfitt um vik fyrir hann, þar sem hann er af gyðingaættum.

Þá fullyrti Pútín að ,,þjóðarmorð“ (genocide) væri í gangi gagnvart Rússum í A-hluta Úkraínu, en ekkert bendir hins vegar til þess. Varla er hægt að saka þjóðarleiðtoga um alvarlegri glæp.

Hegðun og framferði Pútíns er gott dæmi um einstakling sem er búinn að vera allt of lengi við völd, eða um 22 ár. Valdið spillir og gagnrýnisleysi og aðhaldsleysi eitrar út frá sér.

Heimssýn og hugmyndir Pútíns einkennast af þráhyggju og ,,nostalgíu“ og hann reynir með aðgerðum sínum að breyta sögulegri þróun handvirkt og með yfirgengilegu hervaldi.

Pútín hefur látið breyta lögum og stjórnarskrá Rússlands þannig að hann getur setið í 14 ár í viðbót, eða til 2036, ef heilsa hans leyfir, sem sumir eru reyndar farnir að efast um, sérstaklega þá andlegu.

Það er skelfileg tilhugsun, bæði fyrir Rússa, sem og alla heimsbyggðina. Hann er hreinlega hættulegur gaur, reiður, vondur og pirraður, sem sættir sig ekki við einfaldar staðreyndir á borð við að Úkraínu er sjálfstætt og fullvalda ríki.

Myndin sýnir átökin í Úkraínu, meðal annars látinn karlmann sem féll í árás Rússa. Skjáskot frá SVT.se

 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.