Þessi færsla er rúmlega 3 mánaða gömul.

Stunda Rússar þjóðernishreinsanir í Úkraínu?

Stunda Rússar þjóðernishreinsanir í Úkraínu?

Slobodan Milosevic, leiðtogi Serbíu í borgarastríðinu á árunum 1991-1995 í gömlu Júgóslavíu (og síðar forseti Serbíu) átti sér draum um Stór-Serbíu.

Þessi draumur hans byggðist meðal annars á atburðum sem gerðust árið 1389 þar sem nú er Kosovo. Þar börðust Serbar við Ottómana (Tyrki). Fyrir meira en 600 árum síðan.

Í stríðinu í Júgóslavíu var beitt grimmilegum þjóðernishreinsunum (,,ethninc cleansing“), sem fólust í því að sprengja upp híbýli fólks í sundur, hrekja það á flótta og myrða. Sterkari birtingarmynd fordóma er ekki hægt að hugsa sér.

Vukovar lögð í rúst

Þetta sást meðal annars vel í árás Serba og Alþýðuhers Júgóalvíu á króatísku borgina Vukovar árið 1991. Alþýðuher Júgóslavíu var einn stærsti og öflugasti her Evrópu á þessum tíma. Á um 90 dögum sundursprengdu liðsmenn hans Vukovar og hröktu íbúana, sem flestir voru Króatar, á brott. Um 1800 borgarbúar féllu.

Í framhaldi af stríðinu var Milosevic handtekinn og kærður fyrir þjóðarmorð (genocide), glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi af sérstökum dómstól í Haag. Hann lést hins vegar árið 2006 í varðhaldinu, áður en dómur var kveðinn upp. Tekið skal fram að aðilar frá bæði Króötum og Bosníu (Bosníu-múslimar) voru einnig handteknir og ákærðir fyrir stríðsglæpi. Flestir voru þó Serbar frá serbneska lýðveldinu í Bosníu, Republika Srbska.

Slátrun í Srebrenica

Alvarlegustu stríðsglæpirnir í þessu stríði voru þó á nokkurs efa framdir þegar Bosníu-Serbar, undir stjórn Radko Mladic slátruðu um 7-8000 múslimskum drengjum og körlum í bænum Srebrenica sumarið 1995. Fóru með þá út í skógana í kringum bæinn og myrtu þá.

Önnur dæmi um þjóðernishreinsanir má nefna; Þjóðernishreinsanir Serba (aftur!) í Kosovo árið 1999, sem leiddu til loftárása NATO á Belgrad, sem og framferði hersins í Myanmar (áður Burma) í Asíu, þar sem þúsundir Róhingja (múslimar) hafa verið myrtir og um 700.000 hafa flúið heimili sín.

Mér detta þessir atburðir í hug þegar ég sé myndir frá framferði Rússa í Úkraínu og ég fæ ekki betur séð en þetta sé sama aðferðafræði; að sprengja allt í tætlur og hrekja íbúana þannig á brott. Og þar með ,,hreinsa“ viðkomandi svæði af Úkraínumönnum. Er það þá ekki það sem kallast ,,þjóðernishreinsanir“?

Grozný lögð í rúst

Miskunnarleysi Rússa virðist vera algert og þetta minnir mjög á aðferðir þeirra í Téténíu í tveimur styrjöldum sem þeir áttu í þar við íbúa þess héraðs, sem vildi kljúfa sig frá Rússlandi. Þetta var á árunum 1994-1996 (fyrra Téténíustríðið) og frá 1999-2009 (það seinna). Þá bókstaflega sprengdu þeir höfuðborg Téténíu, Grozny, í tætlur. Myndir af henni minna helst á Stalíngrad, og ýmsar borgir í Þýskalandi, í seinni heimsstyrjöld. Hörmuleg mannréttindabrot fylgdu þessu; rán, nauðganir og aftökur án dóms og laga.

Snilldarplan Pútíns?

Er þetta virkilega snilldarplan Pútíns? Að ráðast á almenna borgara, sjúkrahús, skóla, fæðingarheimili? Ætlar hann að taka sundurspengja Úkraínu inn í ,,heimsveldi“ sitt sem hann er að reyna að ,,byggja“ með þessum ömurlega hætti? Ætlar hann síðan að stuðla að uppbyggingu Úkraínu? Því eins og segir í hinni frægu Víetnam-stríðsmynd, Apocalypse Now, eftir Francis Ford Coppola; ,,..one day, this war is going to end,“ eða ,,dag einn mun þessu stríði ljúka.“ Eða ætlar hann bara að skilja eftir sig sviðna jörð? Manni dettur það í hug.

Að hlusta á ræður ráðamanna Rússa um fasista, efnavopnaverksmiðjur og fleira slíkt er eins og að horfa á leikhús fáránleikans. Rússar eru búnir að tapa Úkraínu um fyrirsjáanlega framtíð. Hafi þeir einhvern tímann átt einhverja sameiginlega þræði og góðvilja Úkraínumanna, er nánast gulltryggt að það er endanlega farið út á hafsauga. Pútín er maðurinn sem fékk alla Úkraínu upp á móti sér, nema helst þá íbúana í Donetsk og Luhansk, í svokölluðum ,,alþýðulýðveldum" sem klufu sig frá Úkraínu árið 2014, sama ár og Pútín innlimaði Krímskaga. Þá hófst fyrsti fasi þessara átaka og í honum hafa um 14.000 manns látið lífið.

Lítið um bræðralag

Úkraínumenn eru um 44 milljónir og nú eru meira en 2 milljónir þeirra á flótta. Úkraína gekk í gegnum ólýsanlegar hörmungar í seinni heimsstyrjöld, ásamt Rússum, en gjarnan er talað um þessar tvær þjóðir sem bræðraþjóðir, enda skyldleikinn mikill. Saman áttu þær stóran þátt í að brjóta nasismann á bak aftur. Nú er allt tal um bræðralag horfið.

Og nú er það svo að ,,stóri aðilinn“ í þessu sambandi, Rússar, virðist ætla að ganga á milli bols og höfuðs á hinum minni, með aðgerðum sem ég get ekki betur séð en að flokkist undir ,,þjóðernishreinsanir“ og því sem kalla mætti ,,hin sviðna jörð“-stefnu Pútíns. Hendur hans eru nú ataðar úkraínsku blóði og það án nokkurrar ástæðu. Umræða um stríðsglæpi er þegar hafin.

Öllum aðferðum lyga og svika er beitt, þetta er líka mikið áróðursstríð. Ekki má tala um ,,stríð“ eða ,,innrás“ í Rússlandi, við því liggur fangelsi allt að fimmtán árum samkvæmt nýlega settum lögum. Rússland er nánast orðið algert einræðisríki undir stjórn Pútíns og tökin eru í sífellu hert.

Mesta innrás frá seinna stríði

Það sem Vladimír Pútín (ber sama fornafn og forseti Úkraínu!) kallar ,,sértækar hernaðaraðgerðir“ er ekkert annað en mesta innrás i Evrópu frá lokum seinna stríðs. Pútín hefur kastað álfunni út í stríðsátök og auki gríðarlega á spennu í alþjóðasamskiptum. Það er sannleikur málsins, en sannleikurinn er eitthvað sem virðist skipta Pútín litlu máli.

Í hans huga er það vald, algert vald, yfirráð og draumur um endurreist heimsveldi, sem einu sinni var til, en ekki lengur. Og að ætla sér að endurreisa það með sprengjuregni og ofbeldi er vægast sagt einkennilegt, sú aðferð virkar einfaldlega ekki lengur. Þú sprengir ekki fólk til hlýðni.

Greinin birtist fyrst á www.kjarninn.is

Mynd (samsett): Vladimír Pútín, Vukovar 1991, grafreitir í Srebrenica, Slobodan Milosevic: Wikimedia Commons 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Af samfélagi
2
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....

Nýtt á Stundinni

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
ÞrautirSpurningaþrautin

791. spurn­inga­þraut: Picasso mál­aði portrett af ... hvaða konu?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þetta fjall? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða vin­sæla hljóm­sveit sendi frá sér plöt­una Their Satanic Maj­esties Requ­est ár­ið 1967? 2.  Hver var þá að­al gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar?   3.  Dönsk yf­ir­völd og sér í lagi for­sæt­is­ráð­herr­ann hafa nú feng­ið skömm í hatt­inn hjá op­in­berri rann­sókn­ar­nefnd í Dan­mörku vegna fram­göngu sinn­ar í máli sem sner­ist um ákveðna dýra­teg­und. Hvaða dýr voru...
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
MenningHús & Hillbilly

Myndi ör­ugg­lega aldrei fara neitt ef hún vissi allt

Covid-far­ald­ur­inn birt­ist ljós­lif­andi á nýj­asta lista­verki lista­kon­unn­ar Eirún­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, Raun­tím­ar­efl­in­um, sem var saumað­ur með­an á far­aldr­in­um stóð. Ref­ill­inn tók mið af stöðu far­ald­urs­ins á hverj­um tíma og var loka­út­kom­an því ekki fyr­ir­fram ákveð­in.
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Þeg­ar full­orð­ið fólk ger­ir sig að fífli

Rétt eins og flokk­ur­inn hef­ur þeg­ar sann­að að hann er ekki leng­ur vinstri­hreyf­ing með þjónk­un sinni við efna­hags­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þá er nú morg­un­ljóst að hann er ekki held­ur grænt fram­boð, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um Vinstri græn.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
790. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru skjáskotin?
ÞrautirSpurningaþrautin

790. spurn­inga­þraut: Úr hvaða kvik­mynd­um eru skjá­skot­in?

Þema­þraut dags­ins snýst um er­lend­ar kvik­mynd­ir. Auka­spurn­ing­arn­ar eru um ís­lenska sjón­varps­þætti. * Fyrri auka­spurn­ing: Hér fyr­ir of­an er aug­lýs­ing fyr­ir ís­lenska sjón­varps­þætti sem nefnd­ust ... ? Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Úr hvaða bíó­mynd er þetta? 2.  Úr hvaða mynd er þetta? * 3.  Kannski hafa ekki marg­ir séð þessa mynd núorð­ið. En þið ætt­uð samt að þekkja hana með nafni....