Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Bloggfærslur höfundar munu snúast bæði um málefni líðandi stundar og þeirra sem liðnar eru. Bæði innanlands og erlendis. Höfundur hefur frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á sögu og kennir efnið, ásamt fleiri samfélagsgreinum við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Gunnar er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk MA prófi i Austur-Evrópufræðum frá háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð, árið 1997.
Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB

Í umræðunni um útgöngu Breta úr ESB eru þreyttar klisjur dregnar fram.  Það er merkilegt hvernig hægt er að snúa út úr og snúa á haus hlutum sem eru svo augljósir. Eitt skýrasta dæmið um það er pistill fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmis Gunnarssonar um Brexit, útgöngu Bretland úr ESB í Morgunblaðinu 1.febrúar síðastliðinn (Frelsun Bretlands).Þar eru dregnar fram allar gömlu...

Braskað í brimi

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Braskað í brimi

Borðspilið Matador gengur út á að braska með eignir og verða ríkur. Það er eitt vinsælasta spil í heimi og allir geta spilað með. Í því er best að sölsa undir sig sem mest af eignum, og þegar andstæðingarnir lenda á þinni eign, þá þarf að borga gjald. Svipað virðist vera uppi á teningnum í því kvótakerfi sem þróast hefur...

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Allt í einu fór orðið Úkraína að glymja í fréttunum. Hversvegna? Jú, Donld Trump, forseti Bandaríkjanna hafði hringt í nýkjörinn forseta Úkraínu, Valdimar Selenskí (Volodymyr Zelensky), en hann er einskonar ,,Jón Gnarr“ þeirra Úkraínumanna, grínisti sem á mettíma kleif til æðstu metorða. Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur, Selenskí fór skrefinu lengra og velti úr sessi ,,súkkulaðikónginum“ Petro Porósjenkó í forsetakosningum...

Lúkasjenkó þaulsetinn á valdastólnum

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Lúkasjenkó þaulsetinn á valdastólnum

Þess hefur verið minnst að undanförnu að 30 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins, eða hins ,,and-fasíska-veggs“ sem Austur-þýsk yfirvöld hófu að reisa í miðjum ágústmánuði árið 1961. Þar með reis ein helsta táknmynd kúgunar í Evrópu eftir seinna stríð. Tveimur árum síðar, á jóladag 1991 var svo fáni Sovétríkjanna dreginn niður í virkinu í Moskvu (Kreml) og þar með...

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Það er nauð­syn­legt fyrir hvern kaptein að hafa vind í segl­um. Þetta veit Sig­mundur Dav­íð, for­maður Mið­flokks­ins. Og hann veit líka að það er lífs­nauð­syn­legt að sigla ekki með storm­inn í fang­ið. Í þessu ljósi má skoða nýjasta útspil flokks­ins um bákn­ið, þar sem flokk­ur­inn aug­lýsir eftir reynslu­sögum fólks sem hefur orðið illa úti í sam­skiptum sínum við kerf­ið. Hér...

Hagsmunir framhaldsskólakennara

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hagsmunir framhaldsskólakennara

Í tilefni af formannskjöri í FF - Félagi framhaldsskólakennara: Dagana 17. til 23. september fer fram kosning til formanns Félags framhaldsskólakennara. Þar er ég í framboði sem áskorandi á starfandi formann, en hann tók við fyrr á þessu ári, þegar Guðríður Arnardóttir fyrrum formaður lét af embætti. Eftir jákvæða hagsveiflu frá 2010/11 (einnig nefnt ,,góðæri”) má kannski segja að það...

Hugleiðingar um menntamál

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hugleiðingar um menntamál

Kæri lesandi Með þessari grein langar mig að tilkynna framboð mitt til formennsku í Félagi framhaldsskólakennara (FF) í þeim kosningum sem standa fyrir dyrum nú um miðjan september. Það hefur töluvert gengið á í framhaldsskólakerfinu á undanförnum misserum; stytting náms, nýtt vinnumat og fleira. Nú er staðan sú að FF er með lausa kjarasamninga og skiptir miklu máli að ljúka...

Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

Það hefur í raun mjög lítið verið fjallað um þetta, umræðan um 3ja orkupakkann er held ég ,,sökudólgurinn“, en á næstu misserum fara fram í raun mjög umfangsmiklar framkvæmdir á vegum bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Fyrir allt að 10 milljarða króna. Um er að ræða fyrstu alvöru framkvæmdirnar frá því að fór herinn fór héðan árið 2006. Þá ætlar...

Fasismi í 100 ár

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Fasismi í 100 ár

Í byrjun júní á þessu ári var landgöngu Bandamanna á ströndum Normandí í Frakklandi árið 1944 fagnað. Um var að ræða stærstu og mestu landgöngu stríðssögunnar. Ekki eru liðin nema 75 ár frá þessum atburði, sem er stutt í sögulegu samhengi. Þúsundir ungra manna óðu á land undir vélbyssuhríð Þjóðverja. Hverju voru hinir ungu hermenn að ganga (og berjast) gegn?...

Að elska harðjaxla

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Að elska harðjaxla

"Inni í mér dvelur lítill einræðisherra, sem er að reyna að brjótast út."  Halda mætti að það sé það "prinsipp" sem sjónvarpsmaðurinn (og forsetinn) Donald Trump hugsar og vinnur eftir. Enn og aftur er hann búinn að sleikja einræðisherrann (og morðingjann) Kim Jong Un upp eins og íspinna (sjá mynd). Og honum fannst greinilega nauðsynlegt að stíga fæti inn í...

Gerðu það, Lilja!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gerðu það, Lilja!

Sæl Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra! Verið er að fjalla um „leyfisbréfamálið“, frumvarp þitt, í Allsherjar og menntamálanefnd þingsins, en mér sýnist að eigi að keyra þetta í gegn á þessu laaanga (og umtalaða) þingi. Það fjallar um um að innleiða eitt leyfisbréf fyrir leikskóla, grunn og framhaldsskóla þessa lands. Eins og þú veist, þá hefur frumvarpið mætt MJÖG mikilli andstöðu meðal...

Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

Um fátt er meira rætt þessa dagana en loftslagsmálin og er það af hinu góða. Allir þurfa að vera vakandi yfir því hvernig við göngum um plánetuna okkar, sem er jú einstök og bara til eitt stykki af (svo langt sem þekking okkar nær). Um þessar mundir búa rúmlega sjö milljarðar manna á henni, en spár telja að allt að...

Miðflokksmenn á orkudrykkjum - eyða orkunni til einskis

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Miðflokksmenn á orkudrykkjum - eyða orkunni til einskis

Að horfa Miðflokksmenn fjalla um 3ja orkupakka ESB er eins og að horfa á lélegustu tegund af sápuóperu. Undanfarið hafa Miðflokksmenn, sem allir fara væntanlega fram í skjóli ,,skynsemishyggju" leiðtogans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, bókstaflega tekið Alþingi í gíslingu og talað linnulaust í nokkra sólahringa. Dettur manni í hug að þeir séu allir í einhverri hvínandi orkudrykkjavímu, jafnvel í bullandi koffínfráhvarfi!...

Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

Páskarnir 2019 voru síðustu páskarnir sem Íslendingar gátu eldað sér sína páskasteik í friði og ró – og etið nægju sína. Nokkrum vikum síðar samþykkti nefnilega Alþingi 3ja orkupakka ESB og eftir það fór allt fjandans til. Hingað til lands voru lagðir sæstrengir í alla fjórðunga og það voru vondir menn frá Brussel sem gerðu það – menn sem hefur...

Bosníu-böðullinn fékk þyngdan dóm

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Bosníu-böðullinn fékk þyngdan dóm

Þeir eru kallaðir ,,böðlarnir frá Bosníu“ og saman báru þeir ábyrgð á mestu þjóðernishreinsunum  í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þær fóru fram í smábænum Srebrenica í Bosníu á heitum sumardögum árið 1995. Þar voru allt að 8000 karlmenn, allt múslímar, á aldrinum 14-70 ára aðskildir frá konum sínum og mæðrum og leiddir til aftöku í skógunum í kringum bæinn....

Sextíu þúsund milljónir í veggjöld?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Sextíu þúsund milljónir í veggjöld?

Veggjöld hafa verið heitt umræðu­efni að und­an­förnu og sýn­ist sitt hverj­um. Segja má að umræðan um veggjöldin séu í raun afleið­ing efna­hags­hruns­ins 2008 og afleið­inga þess; bæði gríð­ar­legs halla sem skap­að­ist á rekstri rík­is­ins (um 150 millj­arðar þegar mest lét) og eins ferða­manna­bólunnar sem skap­að­ist um og upp úr 2010 og gríð­ar­legs vaxtar í þeirri grein. Ástand margra vega hefur...