Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Bloggfærslur höfundar munu snúast bæði um málefni líðandi stundar og þeirra sem liðnar eru. Bæði innanlands og erlendis. Höfundur hefur frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á sögu og kennir efnið, ásamt fleiri samfélagsgreinum við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Gunnar er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk MA prófi i Austur-Evrópufræðum frá háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð, árið 1997.
Hagsmunir framhaldsskólakennara

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hagsmunir framhaldsskólakennara

·

Í tilefni af formannskjöri í FF - Félagi framhaldsskólakennara: Dagana 17. til 23. september fer fram kosning til formanns Félags framhaldsskólakennara. Þar er ég í framboði sem áskorandi á starfandi formann, en hann tók við fyrr á þessu ári, þegar Guðríður Arnardóttir fyrrum formaður lét af embætti. Eftir jákvæða hagsveiflu frá 2010/11 (einnig nefnt ,,góðæri”) má kannski segja að það...

Hugleiðingar um menntamál

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hugleiðingar um menntamál

·

Kæri lesandi Með þessari grein langar mig að tilkynna framboð mitt til formennsku í Félagi framhaldsskólakennara (FF) í þeim kosningum sem standa fyrir dyrum nú um miðjan september. Það hefur töluvert gengið á í framhaldsskólakerfinu á undanförnum misserum; stytting náms, nýtt vinnumat og fleira. Nú er staðan sú að FF er með lausa kjarasamninga og skiptir miklu máli að ljúka...

Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·

Það hefur í raun mjög lítið verið fjallað um þetta, umræðan um 3ja orkupakkann er held ég ,,sökudólgurinn“, en á næstu misserum fara fram í raun mjög umfangsmiklar framkvæmdir á vegum bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Fyrir allt að 10 milljarða króna. Um er að ræða fyrstu alvöru framkvæmdirnar frá því að fór herinn fór héðan árið 2006. Þá ætlar...

Fasismi í 100 ár

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Fasismi í 100 ár

·

Í byrjun júní á þessu ári var landgöngu Bandamanna á ströndum Normandí í Frakklandi árið 1944 fagnað. Um var að ræða stærstu og mestu landgöngu stríðssögunnar. Ekki eru liðin nema 75 ár frá þessum atburði, sem er stutt í sögulegu samhengi. Þúsundir ungra manna óðu á land undir vélbyssuhríð Þjóðverja. Hverju voru hinir ungu hermenn að ganga (og berjast) gegn?...

Að elska harðjaxla

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Að elska harðjaxla

·

"Inni í mér dvelur lítill einræðisherra, sem er að reyna að brjótast út."  Halda mætti að það sé það "prinsipp" sem sjónvarpsmaðurinn (og forsetinn) Donald Trump hugsar og vinnur eftir. Enn og aftur er hann búinn að sleikja einræðisherrann (og morðingjann) Kim Jong Un upp eins og íspinna (sjá mynd). Og honum fannst greinilega nauðsynlegt að stíga fæti inn í...

Gerðu það, Lilja!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gerðu það, Lilja!

·

Sæl Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra! Verið er að fjalla um „leyfisbréfamálið“, frumvarp þitt, í Allsherjar og menntamálanefnd þingsins, en mér sýnist að eigi að keyra þetta í gegn á þessu laaanga (og umtalaða) þingi. Það fjallar um um að innleiða eitt leyfisbréf fyrir leikskóla, grunn og framhaldsskóla þessa lands. Eins og þú veist, þá hefur frumvarpið mætt MJÖG mikilli andstöðu meðal...

Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

·

Um fátt er meira rætt þessa dagana en loftslagsmálin og er það af hinu góða. Allir þurfa að vera vakandi yfir því hvernig við göngum um plánetuna okkar, sem er jú einstök og bara til eitt stykki af (svo langt sem þekking okkar nær). Um þessar mundir búa rúmlega sjö milljarðar manna á henni, en spár telja að allt að...

Miðflokksmenn á orkudrykkjum - eyða orkunni til einskis

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Miðflokksmenn á orkudrykkjum - eyða orkunni til einskis

·

Að horfa Miðflokksmenn fjalla um 3ja orkupakka ESB er eins og að horfa á lélegustu tegund af sápuóperu. Undanfarið hafa Miðflokksmenn, sem allir fara væntanlega fram í skjóli ,,skynsemishyggju" leiðtogans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, bókstaflega tekið Alþingi í gíslingu og talað linnulaust í nokkra sólahringa. Dettur manni í hug að þeir séu allir í einhverri hvínandi orkudrykkjavímu, jafnvel í bullandi koffínfráhvarfi!...

Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

·

Páskarnir 2019 voru síðustu páskarnir sem Íslendingar gátu eldað sér sína páskasteik í friði og ró – og etið nægju sína. Nokkrum vikum síðar samþykkti nefnilega Alþingi 3ja orkupakka ESB og eftir það fór allt fjandans til. Hingað til lands voru lagðir sæstrengir í alla fjórðunga og það voru vondir menn frá Brussel sem gerðu það – menn sem hefur...

Bosníu-böðullinn fékk þyngdan dóm

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Bosníu-böðullinn fékk þyngdan dóm

·

Þeir eru kallaðir ,,böðlarnir frá Bosníu“ og saman báru þeir ábyrgð á mestu þjóðernishreinsunum  í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þær fóru fram í smábænum Srebrenica í Bosníu á heitum sumardögum árið 1995. Þar voru allt að 8000 karlmenn, allt múslímar, á aldrinum 14-70 ára aðskildir frá konum sínum og mæðrum og leiddir til aftöku í skógunum í kringum bæinn....

Sextíu þúsund milljónir í veggjöld?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Sextíu þúsund milljónir í veggjöld?

·

Veggjöld hafa verið heitt umræðu­efni að und­an­förnu og sýn­ist sitt hverj­um. Segja má að umræðan um veggjöldin séu í raun afleið­ing efna­hags­hruns­ins 2008 og afleið­inga þess; bæði gríð­ar­legs halla sem skap­að­ist á rekstri rík­is­ins (um 150 millj­arðar þegar mest lét) og eins ferða­manna­bólunnar sem skap­að­ist um og upp úr 2010 og gríð­ar­legs vaxtar í þeirri grein. Ástand margra vega hefur...

Eiga allir að grauta í öllu?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eiga allir að grauta í öllu?

·

Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til.En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta-...

Bannorðið:Samfélagsbanki

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Bannorðið:Samfélagsbanki

·

Fyrir skömmu var haldinn athyglisverður fundur í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn bar yfirskriftina „Framtíð íslenska fjármálakerfisins.“ Raunveruleg ástæða fundarins var kannski hinsvegar að ræða fyrirhugaða sölu tveggja stóru bankanna á Íslandi; Landbankans og Íslandsbanka, en einnig var rædd ítarleg og vönduð skýrsla um þessi málefni, svokölluð ,,Hvítbók“ enda má segja að hún sé snævi þakin, með mynd af fallegu íslensku...

Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

·

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi, segir í frægum fornsögum okkar Íslendinga, en þessi orð má kannski heimfæra á síðustu aðgerðir Donald Trumps í Sýrlandi. Hann ákvað fyrir skömmu,  að því er virðist upp á sitt einsdæmi, að draga alla bandaríska hermenn frá Sýrlandi, þar sem þeir og fleiri hafa verið að glíma við hryðjuverkasamtökin ISIS, eða...

Brexit: Hvers vegna eru allir á taugum vegna Írlands?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brexit: Hvers vegna eru allir á taugum vegna Írlands?

·

Það líður að einni markverðustu dagsetningu í sögu Bretlands, 29.mars 2019, þegar landið ætlar að yfirgefa Evrópusambandið, ESB. ,,Brexit“ kallast það, en Bretland gekki inn í ESB árið 1973 ásamt Írlandi. Um er að ræða einn frægasta ,,skilnað" fyrr og síðar. Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með þessu ferli, hvernig það hefur bókstaflega tætt í sundur bresku þjóðina og...

,,You ain‘t seen nothing yet"

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

,,You ain‘t seen nothing yet"

·

  Hugleiðing um hrun, kreppu, bólu, eða hvað sem skal kalla þetta! Það hefur ekki dulist neinum að nú er haldið upp á, en eki fagnað, að áratugur er frá því að íslenska þjóðarskútan fór svo kyrfilega á hliðina að næstum ekki var aftur snúið. Já, það má líkja því sem gerðist á haustdögum 2008 við hrikalegan brotsjó sem keyrir...