Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Bloggfærslur höfundar munu snúast bæði um málefni líðandi stundar og þeirra sem liðnar eru. Bæði innanlands og erlendis. Höfundur hefur frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á sögu og kennir efnið, ásamt fleiri samfélagsgreinum við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Gunnar er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk MA prófi i Austur-Evrópufræðum frá háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð, árið 1997.

Far vel Bretar

Vorið 2019 yfirgefa Bretar ESB. Þeim leið aldrei vel þar og vilja nú spjara sig sjálfir. Brexit var rekið á Evrópuandúð, lygum og bjöguðum staðreyndum. Eitt virtasta dagblað heims, Financial Times (FT), birti fyrir skömmu mjög áhugaverða grein sem tengist Brexit - þeirri ákvörðun hluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa Evrópusambandið. Í henni FT kemur fram að þegar Bretland fer úr...

Sumarið sem sakleysið hvarf?

Stundum- reyndar svolítið oft, er mjög sérkennilegt hvernig hlutirnir gerast á Íslandi. Við bara ,,skellum okkur í þá“ – já, bara svona einn, tveir og þrír. Og allt í einu eru þeir bara staðreynd. Eins og þetta með byssurnar. Allt í einu var löggan bara alvopnuð, meira að segja á 17.júní, fyrir framan Fjallkonuna, og fólk vissi varla hvaðan á...

Þessvegna er Donald Trump fyrsti ,,póst-móderníski“ forseti Bandaríkjanna

Um miðja síðustu öld komu franskir félagsfræðingar fram með hugtakið ,,póst-módernismi“ – eitthvað sem kalla mætti ,,eftir-nútímahyggja“ - ,,síð-nútímahyggja“ eða álíka. Jean Francois Lyotard sagði að þetta fyrirbæri fæli í sér tortryggni gagnvart öllu því sem kalla mætti æðri eða óumdeilanlegan sannleika og með þessu á Lyotard við að ekki sé til nokkuð sem kalla mætti algildan sannleika og sem...

Stera-KIM er með stæla

Fyrir þá sem hafa áhuga á alþjóðamálum er "þriller" í gangi í kringum Kóreu og á Japanshafi. Þar er furðulegasti furðufugl alþjóðastjórnmálanna að hegða sér sérstaklega furðulega í furðulegasta landi heims. Og furðufuglinn í Washington svarar. Ekki veit ég hvort "unglingurinn" Kom Jong Un er á sterum, en hann hegðar sér þannig. Næstum eins og hann sé búinn að taka...

Sundkuldatilraunir

Ég stóð þarna í útisturtunni í sundlaug Kópavogs og horfði á manninn í kalda pottinum. Hann lá allur í kafi nema höfuðið að hluta og á vinstri hendinni hafði hann úr, sem hann leit á í sífellu. Hann hlýtur að vera á leiðinni upp úr hugsaði ég, þar sem heita vatnið rann af mér í niðurfallið. Og svo hreyfði hann...

Eftirlitsiðnaðurinn og S-hópurinn

Hér á landi hafa verið uppi raddir á hægri væng stjórnmálanna sem stöðugt hafa hamrað á því að minnka þurfi það sem kallað hefur verið ,,eftirlitsiðnaðurinn“. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrum formaður SUS (Sambands ungra sjálfstæðismanna) og núverandi utanríkisráðherra hefur verið einni ötulasti talsmaður þess að ganga til atlögu við ,,eftirlitsiðnaðinn" eins og sjá má hér. Fáir mótmæla því að...

Kremlarbóndinn sem hlær

Kremlarbóndinn, Vladimír Pútín, hlýtur að veltast um af hlátri þessa dagana. Honum hefur tekist hið ómögulega; að setja bandaríska stjórnkerfið á hvolf, og það með nánast sem engri fyrirhöfn og engum stríðskostnaði. Um þessar mundir eru stjórnvöld í Washington upptekin við það að a) rannsaka hvort og þá með hvaða hætti Rússar blönduðu sér í forsetakosningarnar síðastliðið haust, sem Donald...

Sjúklingurinn er útskrifaður

Það er búið að útskrifa sjúklinginn. Sem næstum gaf upp öndina fyrir rúmum átta árum síðan og hefur allt frá því verið meira eða minna á gjörgæslu. Hann hefur verið að hressast og sumir vilja í raun meina að hann sé nú við hestaheilsu. Aðrir hafa hinsvegar áhyggjur og telja að mögulega geti hann fallið aftur í fyrra horf og...

Stöðvum túrismann - krónunnar og okkar vegna - eða öfugt?

Undanfarin misseri hafa þenslueinkennin hrúgast upp í íslensku samfélagi: Gríðarleg eftirspurn eftir vinnuafli - allir sem vilja vinna - geta unnið Erlent vinnuafl streymir inn sem aldrei fyrr, mest Pólverjar, til að vinna störf sem Íslendingar annað hvort vilja ekki vinna eða eiga ekki starfsfólk í. Túristasprengjan tútnar úr (um 10 ferðafyrirtæki verða til á mánuði). Hótel spretta upp eins...

Myrkrahöfðingjar í Hvíta húsinu?

Donald Trump ætlar að gefa skít í hinn fræga blaðamannadinner sem haldinn verður í lok apríl næstkomandi. En Trump er fórnarlamb eigin hroka og vitleysisgangs í málinu. Hvernig þá? Jú, Trump tók nefnilega upp á því rugli á sínum tíma að ásaka Barack Obama fyrir það að vera ekki fæddur í Bandaríkjunum. Þetta var upphafið af því sem "tryllta-villta-hægrið"...

Hverskonar hópur eru útgerðarmenn?

Nokkur af nýjustu og flottustu fiskveiðiskipum heims eru í íslenskri eigu og á undanförnum mánuðum hefur fjöldi skipa verið keyptur til landsins. Kannski ekki nema von, því að hagnaður útgerðarinnar hefur verið með ólíkindum frá hruni, eða um 400-500 milljarðar króna, eins og sést hér. Þess vegna er það óskiljanleg staðreynd að sjómenn hafi verið samningslausir í á sjötta...

Forseti Bandaríkjanna: Stríð í pakkanum

Bandaríkin eru stríðsóð þjóð, enda fædd í stríði. Allir forsetar frá FDR, Franklin D. Roosevelt, nema Gerald Ford (1975-77) og Jimmy Carter (forseti frá 1977-1980) hafa verið stríðsforsetar. Meira eða minna. ,,Ég er stríðsforseti," sagði George Walker Bush og undir hans stjórn réðist her Bandaríkjanna inn í Írak árið 2003 og setti Mið-Austurlönd á hvolf undir því yfirskini að verið...

Hrokagikkur og öskurapi verður forseti

Í dag, á bóndadaginn 2017, tekur 45. forseti Bandaríkjanna við völdum í þessu öflugasta ríki heims. Hinn 70 ára gamli "tístari", Donald Trump. Hrokagikkur af verstu gerð. Maður sem talar niður til venjulegs fólks, fatlaðra, kvenna, minnihlutahópa og hefur kallað alla Mexíkana morðingja og nauðgara. Maður sem elur á hatri og hræðslu, enda hafa árásir á fólk úr minnihlutahópum aukist...

Ríkisstjórn hinna ríku – fyrir hina ríku

Eftir aðeins rúmar þrjár vikur tekur 45. forseti Bandaríkjanna við völdum. Donald J. Trump, auðkýfingur og "silfurskeiðungur" frá Nýju Jórvík. Síðustu vikurnar hefur Trump verið að setja saman ríkisstjórn sína, ,,kabinettið“ – sem á að stjórn með honum. Svo er það spurning hvort og hvernig það gangi, því sú mynd sem maður hefur af Trump er sú að hér sé...

ALDARFJÓRÐUNGUR FRÁ ENDALOKUM SOVÉTRÍKJANNA

Um þessar mundir eru liðin 25 ár, aldarfjórðungur, frá því að Sovétríkin liðu undir lok og á annan dag jóla (að okkar tímatali) árið 1991 var sovéski fáninn dreginn niður í Kreml, í síðasta sinn. Sumir segja að þar með hafi kommúnisminn, ein áhrifamesta hugmyndafræði stjórnmálanna, lent á ruslahaugi sögunnar. Og muni aldrei koma aftur. En hvað voru Sovétríkin og...

HITNAR Í NÝJU KÖLDU STRÍÐI STÓRVELDANNA

Margt bendir til þess að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu á milli Rússlands og Bandaríkjanna/Vesturveldanna, já og það sé jafnvel hafið. Sjaldan hefur eftirspil eftir kosningar í Bandaríkjunum valdið eins miklu fjaðrafoki og nú. Donald Trump vann kjörmannavalið, en Hillary vann kosningarnar á landsvísu og er með um tæpum þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump. Ekki skrýtið að raddir...

Stóru fjölmiðlarnir brugðust litlu flokkunum í kosningunum

Stóru fjölmiðlarnir brugðust litlu flokkunum í kosningunum. Var samsæri í gangi gagnvart litlu flokkunum, með hinni óréttlátu 5% reglu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Í því sem kallast lýðræði eru nokkrar grundvallarreglur, sem ríki sem vilja kalla sig lýðræðisríki ættu að fara eftir. Ein þeirra er til dæmis að öll sjónarmið frá öllum aðilum eigi rétt á því að heyrast. Í...

Áslaug Arna: Skipta peningar meira máli en menntun?

„Ég held að það sé nauð­syn­legt að stytta tím­ann sem við erum í skól­an­um, við erum búin að stytta hann um eitt ár og ég held að við megum stytta hann um fleiri ár. Af því að heim­ur­inn er fullur af fólki og pen­ingum og alls­kon­ar, en við eigum ekk­ert alveg nógan tíma. Og það er bæði gaman að vera...

Gamma(r) og innviðir - einkakapítalið hérlendis vill komast í innviðina og sér þar feita möguleika

Nú í vikunni kom út skýrsla frá fyrirbæri sem heitir GAMMA og ku vera verðbréfafyrirtæki. Í skýrslunni er verið að fjalla um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum á Íslandi, því sem á ensku er kallað ,,infrastructure“. Með því er átt við öll helstu burðarkerfi samfélagsins, vegir, rafmagns og orkudreifing og þess háttar. Rómaveldi og Járnfrúin Í skýrslunni, sem...

Um listina að gera alla dýrvitlausa í íslensku samfélagi

Stundum eru teknar svo afspyrnuvitlusar ákvarðanir í íslensku samfélagi að það mætti halda að þær séu teknar af hálfvitum, sem eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Ákvörðun Kjararáðs er frábært dæmi um slíka ákvörðun. Hún hefur hreinlega sett allt á annan endann, enda ekkert annað en blaut tuska framan í almenning og í raun gróf tilraun til þess að...

...OG RÉTTLÆTI FYRIR ALLA - einkennislög flokkanna fyrir kosningarnar 2016

Uppáhaldslög flokkanna: Hér er listi yfir einkennislög flokkanna fyrir kosningarnar 2016, listinn er saminn af mér og tek ég ábyrgð á honum. Alþýðufylkingin: https://www.youtube.com/watch?v=lteomt5CWq4 Björt framtíð: https://www.youtube.com/watch?v=DsdAnYLvGe4 Dögun: https://www.youtube.com/watch?v=lfg0_FbIqqw Flokkur fólksins: https://www.youtube.com/watch?v=12AcglZ2xGw Framsókn: https://www.youtube.com/watch?v=UqlsVZ1zxMk Húmanistaflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=aYcwI5cW7pE (John Merrick) Píratar: https://www.youtube.com/watch?v=cBojbjoMttI Samfylkingin: https://www.youtube.com/watch?v=UtKADQnjQmc Sjálfstæðisflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=zGYVjGN8zNQ VG: https://www.youtube.com/watch?v=8D56eqR-qiM&list=PLA4854F2395B73F2A Viðreisn: https://www.youtube.com/watch?v=2tmc8rJgxUI Þjóðfylking:...

ÁLYKTUN DÖGUNAR VEGNA KAUPÞINGSLÁNSINS ÞANN 6.OKTÓBER 2008

Kæri kjósandi. Vegna umfjöllunar Kastljóss um síðustu helgi hafa stjórnmálasamtökin Dögun sent frá sér eftirarandi ályktun: Stjórnmálasamtökin Dögun fordæma harðlega þá ákvörðun tveggja æðstu yfirmanna efnahagsmála á Íslandi, sem tekin var þann 6. október árið 2008. Þá var Kaupþingi veitt neyðarlán upp á 80 milljarða króna, en vitað var fyrirfram að þessir fjármunir myndu tapast að fullu. Þarna var...

Gull og grænir skógar í boði LOFORÐAFLOKKSINS

Kæri lesandi og kjósandi. Mig langar fyrir hönd Loforðaflokksins að kaupa þig núna rétt fyrir kosningar og þar með þitt atkvæði. Það sem ég býð þér er eftirfarandi: Enga skatta á öll laun. Ókeypis heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu Rosalega flottan lífeyri, svo þú getir lifað eins og greifi síðustu árin - innifalið; ókeypis jarðarför að æviskeiði loknu, að sjálfsögðu með...

Mannúð í móttöku - forðumst ljótu dæmin

Eins og flestir vita að þá geisar flóttamannaskrísa í Evrópu og víðar. Helsta ástæða hennar er hið grimmilega borgarastríð í Sýrlandi, sem nú hefur staðið í um hálfan áratug og kostað um 300.000 manns lífið. Nú glímir alþjóðakerfið við alvarlegasta flóttamannavanda sem um getur síðan 1945 og milljónir manna eru flótta, bæði í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Áhrifa alls þessa og...

Bananakassinn

Óhætt er að segja að landflótti hafi brostið á þegar litlum hópi manna hafði næstum því tekist að kollkeyra íslenskt samfélag á haustdögum 2008 og Geir H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Þá fékk litla eyþjóðin heldur betur skell, sem aðeins er sambærilegur við endalok fullveldis Íslands í kjölfar Sturlungaaldar árið 1262, þegar Þjóðveldið sundraðist vegna græðgi og...