Bloggfærslur höfundar munu snúast bæði um málefni líðandi stundar og þeirra sem liðnar eru. Bæði innanlands og erlendis. Höfundur hefur frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á sögu og kennir efnið, ásamt fleiri samfélagsgreinum við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Gunnar er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk MA prófi i Austur-Evrópufræðum frá háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð, árið 1997.
Fasistar, nasistar og kommúnistar voru meistarar í áróðurstækni á 20.öldinni. Hvað eiga þessar stefnur sameiginlegt? Jú, þetta eru allt saman alræðisstefnur, þar sem almenn mannréttindi voru fótum troðin. Samtals hafa þessar stefnur kostað líf tuga milljóna manna. Fremstur meðal jafningja í áróðursfræðum var Dr. Jósef Göbbels, Áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, fyrirbæris sem nasistar, undir forystu Adolfs Hitlers ætluðu sér að stofna....
Ráðist á þinghúsið - í Moskvu
Skrílslætin og djöfulgangurinn í stuðningsmönnum Donald Trump, þegar þeir réðust til inngöngu í þinghús Bandaríkjanna, þann 6.janúar síðastliðinn gefur tilefni til þess að líta í baksýnisspegilinn. Það hefur nefnilega verið ráðist á fleiri þinghús gegnum tíðina og í þessari grein verður sagt frá atburðum sem áttu sér stað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, haustdögum 1993. Það hús er kallað ,,Hvíta húsið"....
Sturlaður og tapsár forseti sigar trylltum lýð á eigið þing
Hinn ofurtapsári Trump skilur Bandaríkin eftir sem rjúkandi rúst, þegar hann yfirgefur Hvíta-húsið þann 20.janúar næstkomandi. Hollywood hefði ekki getað gert þetta betur, þetta tók nánast öllu samanlögðu ímyndunarafli Hollywood-höfunda fram. Að vísu er til sjónvarps og kivkmyndaefni sem er á þessum nótum, t.a.m þættirnir,,Designated Survivor" með Kiefer Sutherland, þar sem hann verður forseti eftir að bandaríska þingið hefur verið...
Baneitraðir Rússar
Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar Í Rússlandi er komin af gjörgæslu á sjúkrahúsi í Berlín. Þangað var hann fluttur eftir að hafa veikst snarlega á leiðinni frá Síberíu til Moskvu og þýskir læknar fullyrða að honum hafi verið byrlað eitrið Novichok, sem er með þeim eitraðiri í heiminum. Þetta gerðist þann 20.ágúst síðastliðinn. Það virðist eins og Rússar séu með eitthvað...
Myndir þú vilja búa í Egyptalandi?
Í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International um Egyptaland fyrir árið 2019 segir í yfirlitskafla (lauslega snarað): "Yfirvöld hafa beitt margvíslegum kúgunaraðgerðum gegn mótmælendum og stjórnarandstæðingum. Þær fela meðal annars í sér; mannshvörf, fjöldahandtökur, pyntingar og aðra slæma meðferð, ofur-valdbeitingu og harkalega beitingu skilorðs í refsingum. Öryggissveitir handtóku að minnsta kosti 20 blaðamenn í mótmælum gegn forsetanum þann 20 september (2019,...
Lúkasjénkó sýnir klærnar þegar Hvít-Rússar rísa upp
Einræðisherrar eru alveg sérstök tegund manna að því leyti að þeim er skítsama um alla aðra en sjálfa sig og völd sín. Eitt besta dæmið um það er Adolf Hitler, sem undir lok seinni heimsstyrjaldar vildi í raun draga alla þýsku þjóðina með sér í hyldýpið. Örlög hans voru sjálfsmorð. Í litlu landi í Evrópu, Hvíta-Rússlandi, berst nú síðasti einræðisherra...
Kyrkingartakið
Það er kallað ,,kyrkingartakið“ (e. ,,The Chokehold“) en þetta hugtak vísar til þeirrar meðferðar sem margir svartir í Bandaríkjunum telja sig verða fyrir af hendi lögregluyfirvalda og þar sem félagslegt óréttlæti gagnvart svörtum virðist vera að aukast frekar en hitt og orðið ,,bakslag“ kemur upp í hugann. Persónuleg reynsla ,,Kyrkingartakið“ er einnig nafnið á bók sem kom út árið 2017...
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Ímyndaðu þér, lesandi góður, að þú búir í parhúsi. Allt í einu kemur nágranninn og segir; ,,ég ætla að taka af þér stofuna og eldhúsið.“ Þú yrðir væntanlega ekki sáttur og myndir sennilega grípa til ráðstafana. Einmitt svona hegða Ísraelsmenn með Benjamin Nethanyahu, fremstan í flokki, sér gegn Palestínumönnum og hafa gert lengi. Netanyahu, sem sakaður hefur verið um spillingu,...
Fellir ellikerling Pútín?
Hinn alkóhólíseraði Boris Jeltsín, þáverandi forseti Rússlands, var að niðurlotum kominn í embætti þegar hann birtist landsmönnum í sjónvarpsræðu um áramótin 1999/2000 og tilkynnti Rússum að hann hygðist láta af embætti. Það var, að því er virtist, gamall og þjakaður maður sem birtist landsmönnum á skjánum, þó var hann ekki orðinn sjötugur (fæddur 1931, látinn 2007). Jeltsín var fyrsti...
Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB
Í umræðunni um útgöngu Breta úr ESB eru þreyttar klisjur dregnar fram. Það er merkilegt hvernig hægt er að snúa út úr og snúa á haus hlutum sem eru svo augljósir. Eitt skýrasta dæmið um það er pistill fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmis Gunnarssonar um Brexit, útgöngu Bretland úr ESB í Morgunblaðinu 1.febrúar síðastliðinn (Frelsun Bretlands).Þar eru dregnar fram allar gömlu...
Braskað í brimi
Borðspilið Matador gengur út á að braska með eignir og verða ríkur. Það er eitt vinsælasta spil í heimi og allir geta spilað með. Í því er best að sölsa undir sig sem mest af eignum, og þegar andstæðingarnir lenda á þinni eign, þá þarf að borga gjald. Svipað virðist vera uppi á teningnum í því kvótakerfi sem þróast hefur...
Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals
Allt í einu fór orðið Úkraína að glymja í fréttunum. Hversvegna? Jú, Donld Trump, forseti Bandaríkjanna hafði hringt í nýkjörinn forseta Úkraínu, Valdimar Selenskí (Volodymyr Zelensky), en hann er einskonar ,,Jón Gnarr“ þeirra Úkraínumanna, grínisti sem á mettíma kleif til æðstu metorða. Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur, Selenskí fór skrefinu lengra og velti úr sessi ,,súkkulaðikónginum“ Petro Porósjenkó í forsetakosningum...
Lúkasjenkó þaulsetinn á valdastólnum
Þess hefur verið minnst að undanförnu að 30 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins, eða hins ,,and-fasíska-veggs“ sem Austur-þýsk yfirvöld hófu að reisa í miðjum ágústmánuði árið 1961. Þar með reis ein helsta táknmynd kúgunar í Evrópu eftir seinna stríð. Tveimur árum síðar, á jóladag 1991 var svo fáni Sovétríkjanna dreginn niður í virkinu í Moskvu (Kreml) og þar með...
Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)
Það er nauðsynlegt fyrir hvern kaptein að hafa vind í seglum. Þetta veit Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins. Og hann veit líka að það er lífsnauðsynlegt að sigla ekki með storminn í fangið. Í þessu ljósi má skoða nýjasta útspil flokksins um báknið, þar sem flokkurinn auglýsir eftir reynslusögum fólks sem hefur orðið illa úti í samskiptum sínum við kerfið. Hér...
Hagsmunir framhaldsskólakennara
Í tilefni af formannskjöri í FF - Félagi framhaldsskólakennara: Dagana 17. til 23. september fer fram kosning til formanns Félags framhaldsskólakennara. Þar er ég í framboði sem áskorandi á starfandi formann, en hann tók við fyrr á þessu ári, þegar Guðríður Arnardóttir fyrrum formaður lét af embætti. Eftir jákvæða hagsveiflu frá 2010/11 (einnig nefnt ,,góðæri”) má kannski segja að það...
Hugleiðingar um menntamál
Kæri lesandi Með þessari grein langar mig að tilkynna framboð mitt til formennsku í Félagi framhaldsskólakennara (FF) í þeim kosningum sem standa fyrir dyrum nú um miðjan september. Það hefur töluvert gengið á í framhaldsskólakerfinu á undanförnum misserum; stytting náms, nýtt vinnumat og fleira. Nú er staðan sú að FF er með lausa kjarasamninga og skiptir miklu máli að ljúka...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.