Þessi færsla er meira en ársgömul.

Ráðist á þinghúsið - í Moskvu

Ráðist á þinghúsið - í Moskvu

Skrílslætin og djöfulgangurinn í stuðningsmönnum Donald Trump, þegar þeir réðust til inngöngu í þinghús Bandaríkjanna, þann 6.janúar síðastliðinn gefur tilefni til þess að líta í baksýnisspegilinn.

Það hefur nefnilega verið ráðist á fleiri þinghús  gegnum tíðina og í þessari grein verður sagt frá atburðum sem áttu sér stað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, haustdögum 1993.  Það hús er kallað ,,Hvíta húsið".

Þá voru tæplega tvö ár liðin frá því að annað mesta heimsveldi tuttugustu aldarinnar, Sovétríkin, sem samanstóðu af 15 lýðveldum, molnuðu í sundur, en því ferli lauk endanlega 25.desember 1991, eftir tæplega 70 ára tilveru. Upplausn þeirra fór að mestu leyti friðsamlega fram, nema í Vilníus, Litháen, í janúar 1991, þegar þetta litla ríki lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.

Skriðdrekar gegn Litháum

Michail Gorbachev (fæddur 1931), þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, greip til gamalkunnugs ráðs Rússa og sendi skriðdreka og brynvarin farartæki gegn almenningi. Sömu aðferð var beitt í Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968, til að brjóta frelsisþrá landanna á bak aftur. Allt létust 15 Litháar í þessum átökum í Vilnius þessa janúardaga 1991. En Rússar drógu sig síðan til baka. Ísland varð síðan fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði landsins að nýju, þann 4.febrúar 1991.

Að lokinni valdaránstilraun harðlínumanna í Moskvu í ágúst 1991, sem rann út í sandinn, molnaði smám saman undan Gorbachev. Honum var ekki bolað frá, en allur vindur var farinn úr honum sem leiðtoga og var hann í raun úr leik eftir þetta.

Fram á sjónarsviðið var kominn Boris nokkur Jeltsín (1931 – 2007), sem var kjörinn forseti Rússlands, eftir að Sovétríkin voru endanlega leyst upp í desember 1991. Sviðið var nú hans.

Gríðarleg átök um stefnu og aðgerðir

Við tóku hinsvegar gríðarleg samfélagsátök, sem kannski blikna að mörgu leyti í samanburði við það sem er í gangi í Bandaríkjunum núna. Almennt efnhagsástand í Rússlandi (og fyrrum 14 lýðveldum þess) varð enn verra en það hafði verið og lækkaði meðalaldur Rússa um nokkur ár á þessu tímabili. Til að mynda var efnahagssamdrátturinn tæp 15% árið 1992.

Gríðarleg átök urðu á milli fylgismenna Jeltsín og andstæðinga hans, m.a. gamla Kommúnistaflokksins. En völd Jeltsín urðu sífellt meiri og hann stjórnaði sífellt meira með forsetatilskipunum (,,dekret“).

Þessi átök náðu hámarki í dagana 21.september til 4.október árið 1993 þegar til mikilla átaka kom á milli Jeltsín og andstæðinga hans á rússneska þingi, þar sem Rúslan Kasbúlatov og Alexander Rutskoi, varaforseti, voru í aðalhlutverki. Hann hafði snúist gegn forseta sínum.

Deilurnar snerust að mestu leyti um hvernig skyldi bregðast við hörmulegu efnahagsástandi landsins, efnahagurinn var í frjálsu falli, en einnig var um að ræða mikla valdabaráttu á milli einstaklinga og á milli forsetans og þingsins. Þann 21.september leysti Jeltsín þingið upp og boðaði til nýrra kosninga.

Þingmenn lokuðu sig inni í Hvíta húsinu, sem þá var aðsetur þingsins, sem ennþá var kallað ,,æðsta ráðið“ (Supreme Soviet) og héldu þar eldfimar ræður gegn forsetanum. Nú kallast rússneska þingið ,,Dúma.“

Jeltsín kallar á skriðdrekana

Að lokum fékk Jeltsín nóg og skipaði hernum þann 4.október að ráðast á þinghúsið til að fjarlægja (svæla út) þá þingmenn sem þar höfðu lokað sig inni. Skriðdrekar og brynvarin farartæki umkringdu þinghúsið og létu sprengikúlunum rigna. Jeltsín hafði ráðist á eigið þing.

Segja má að Moskva hafi logað á þessum tíma og barist var á götum borgarinnar, þar sem stuðningsmönnum og andstæðingum forsetans laust saman og glímdu einnig við öryggissveitir.

Þegar skriðdrekar Jeltsíns höfðu lokið sér af og eldar loguðu í Hvíta húsinu í Moskvu, týndust þingmenn út, enda ekki vært í húsinu, húsið brann ill. Jeltsín hafði brotið alla andstöðu gegn sér á bak aftur, með hervaldi.

Í heildina létust um 150 manns í þessum átökum, samkvæmt opinberum tölum, en mun hærri tölur hafa verið nefndar, allt að 2000. Í kjölfarið var svo samþykkt ný stjórnarskrá með miklum völdum forsetans. Þess nýtur Vladimír Pútín nú.

Árið eftir braust svo út stríð í Téténíu, í S-Rússlandi, sem stóð út valdatíma Jeltsíns, út árið 1999 og kostaði tæplega 6000 rússneska hermenn lífið, en mun fleiri íbúa Téténíu. Krafa þeirra var sjálfstæði. Reyndar kom svo til annars stríð á valdatíma Pútíns, sem stóð til 2009, en þá var búið að ,,friðþægja“ Téténíu að mati yfirvalda.

Efnahagur Rússlands hélt áfram að að vera mjög slæmur en tók að skána um og eftir 2000, þegar Pútín komst til valda.

Samsett mynd: Boris Jeltsín og Hvíta húsið í Moskvu eftir meðferð hans á því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.