Þessi færsla er rúmlega 3 mánaða gömul.

Rafmagnaðar kosningar í Svíþjóð 11.september?

Rafmagnaðar kosningar í Svíþjóð 11.september?

Rafmagnskosningarnar? Kannski verður það nafnið sem þingkosningarnar árið 2022 í Svíþjóð verða kallaðar í sögubókum framtíðarinnar, sem fara fram næsta sunnudag, 11. september.

Það er að sjálfsögðu vegna stríðsins í Úkraínu og þeirra hrikalegu hækkana á orkuverði sem nú tröllríða Evrópu. Margir Svíar eru komnir að sársaukamörkum varðandi raforkuverð og það mikið rætt í kosningabaráttunni.

En það er fleira sem Svíar þurfa að hafa áhyggjur af, til að mynda aukið ofbeldi og hugmyndir fólks um öryggi. Það er sláandi staðreynd, en það sem af er ári hafa um 47 manns verið skotnir í Svíþjóð, til og með 1.september. Alls hafa 74 slasast í skotárásum fram að sama tíma, samkvæmt tölum frá sænsku lögreglunni.

Þetta er grafalvarlegt mál, en niðurskurður í löggæslu hefur löngum verið mikill í Svíþjóð. Um 200 löggur eru pr.100.000 íbúa í Svíþjóð, en voru 216 árið 2010. Aðeins Finland og Danmörk eru með færri löggur pr. 100.000 íbúa.

Þetta ástand hafa Svíþjóðardemókratar nýtt til hins ítrasta, en þeir eru nú orðnir annar stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum. Þeir græða á óánægju fólks. Margt bendir til þess að Hægriflokkurinn (Moderaterna) muni fá slæma kosningu og eru spekúlantar þegar farnir að ræða um eftirmann í staðinn fyrir Ulf Kristerson. Stefnir í verstu kosningu þeirra síðan 2002, þegar flokkurinn fékk aðeins um 15% fylgi. Fylgið er nú um 17% samkvæmt könnunum.

Magdalena Anderson, forsætisráðherra, hefur lofað 10.000 nýjum löggum á götur landsins vinni hún kosningarnar. Hún er formaður flokks, sem er vanur að stjórna í Svíþjóð, en á síðustu öld voru sænskir jafnaðarmenn í ríkisstjórn um 80% af öldinni. Það var nánast ekki mynduð ríkisstjórn á síðustu öld í Svíþjóð, nema ,,Sossarnir“ væru þar við völd.

Þeir eru núna með um 29% fylgi samkvæmt könnunum, en það fór hæst í júní á þessu ári í 33,7%. Hefur heldur dalað. Stjórnin þarf 50% eða meira til að fá meirihluta og er það æskilegast, þó svo að oft hafi minnihlutastjórnir verið í Svíþjóð, þar sem Jafnaðarmenn hafa t.d. reitt sig á stuðning Vinstriflokks eða Umhverfisflokksins, til að ná málum í gegn. En þetta hefur oft ekki gengið andskotalaust fyrir sig.

Ástandið í orkumálunum og umrót vegna ofbeldismála hefur sett önnur hefðbundnari mál út á jaðarsvæði kosningabaráttunnar. Mál á borð við skólamál, heilbrigðismál, málefni barna og aldraðra. Sem og umhverfismálin. Þetta er óvenjulegt.

Eitt sem fræðimenn telja sig líka sjá er að flokkshollusta virðist vera á stöðugu undanhaldi í Svíþjóð. Kjósendur virðast vera reiðubúnari að skipta um flokk og jafnvel kjósa ,,taktískt“. Þetta sagði stjórnmálafræðiprófessorinn Henrik Oscarsson frá Gautaborg í samtali við Sænska ríkisútvarpið á dögunum. Flökt kjósenda er nú meira en áður.

Alls eru átta flokkar sem bjóða sig fram; Jafnaðarmenn, Hægriflokkurinn, Svíþjóðardemókratar, Frjálslyndi flokkurinn, Miðflokkurinn, Kristilegir demókratar, Umhverfisflokkurinn og Vinstriflokkurinn.

Þrír þessara eru ,,stórir“: Jafnaðarmenn(turninn), Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn. Hinir eru allir undir 10% í fylgi og sumir hafa verið tæpir í könnunum að komast yfir 4% þröskuldinn, sem þarf til að ná inn á sænska þingið, þar sem eru 349 þingmenn í einni deild. Eins og staðan er núna virðast þó allir þessir flokkar komast á þing.

Blokkirnar, sú vinstri og sú hægri, eru nánast jafnar að stærð og er staðan tvísýn. Mestu skiptir hvort Jafnaðarmenn nái að gera góða kosningu og hversu mikið fylgi Svíþjóðardemókrata verður.

Hvort þeir nái að næla sér í fleiri óánægjuatkvæði, t.d. vegna aukinnar morðtíðni og himinhás orkuverðs kemur í ljós á næstu dögum. Orkuverðið kemur við budduna hjá fólki og það skiptir máli í pólitík. Eða eins og einhver sagði; ,,it‘s the economy, stupid.“

Ps. Myndin er auðvitað af sænskum kjötbollum. Hver verður stærsta kjötbollan eftir kosningarnar? Jú, sennilega ,,jafnaðarmannakjötbollan.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...

Nýtt á Stundinni

Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.
Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Fréttir

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir upp vegna fjár­svelt­is stofn­un­ar­inn­ar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.
Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Flækjusagan

Ír­an: Stór­veldi í bráð­um 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.
Rithöfundar eru auðlind – en hvað með ágóðann?
Menning

Rit­höf­und­ar eru auð­lind – en hvað með ágóð­ann?

Ljóst að er lands­lag­ið í út­gáfu er sí­breyti­legt og jörð­in álíka óstöð­ug fyr­ir rit­höf­unda. Eitt er þó víst og það er gildi jóla­bóka­flóðs­ins, bæði fyr­ir höf­unda og út­gef­end­ur.
,,Hérna fæ ég frið“
Fólkið í borginni

,,Hérna fæ ég frið“

Omel Svavars sæk­ir í for­dóma­leys­ið og frið­inn á barn­um Mónakó við Lauga­veg.
Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Hvenær byrjarðu að hugsa sjálfstætt?
Viðtal

Hvenær byrj­arðu að hugsa sjálf­stætt?

Natasha S. er al­in upp í Moskvu og mennt­að­ur blaða­mað­ur. Hún kom fyrst til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um síð­an, dvaldi hér á landi um ára­bil og hélt því næst til Sví­þjóð­ar þar sem hún bjó um skeið. Hún rit­stýrði og átti verk í ljóða­safn­inu Póli­fón­ía af er­lend­um upp­runa, en ljóð­in voru eft­ir fjór­tán höf­unda af er­lend­um upp­runa, bú­setta á Ís­landi, og verk­ið þótti marka tíma­mót í ís­lensk­um bók­mennt­um. Þeg­ar stríð­ið braust út í Úkraínu byrj­aði Natasha að skrifa – á ís­lensku. Og hlaut bók­mennta­verðlun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar fyr­ir bók­ina Mál­taka á stríðs­tím­um.
Íslendingar eru ekki villimenn!
Menning

Ís­lend­ing­ar eru ekki villi­menn!

Jón Þorkels­son: Sýn­is­bók þess að Ís­land er ekki barbara­land held­ur land bók­mennta og menn­ing­ar Hér er kom­in — að mín­um dómi — ein skemmti­leg­asta bók­in í jóla­bóka­flóð­inu þó það verði kannski ekki endi­lega sleg­ist um hana í bóka­búð­un­um. Höf­und­ur er Jón Þorkels­son (1697-1759) sem var um tíma skóla­meist­ari í Skál­holti og síð­an sér­leg­ur að­stoð­ar­mað­ur danska bisk­ups­ins Ludvig Har­boe sem kom...
Lítil en samt stór bók eftir Nóbelsverðlaunahafa ársins
GagnrýniStaðurinn

Lít­il en samt stór bók eft­ir Nó­bels­verð­launa­hafa árs­ins

Nú má vona að Nó­bels­verð­laun­in verði til þess að fleiri framúrsk­ar­andi verk Annie Ernaux reki á fjör­ur ís­lenskra les­enda.
Fréttaritari í jólabókaflóðinu
Menning

Frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu

Bóka­blað­ið fékk Kamillu Ein­ars­dótt­ur, rit­höf­und og bóka­vörð á Þjóð­ar­bók­hlöð­unni, til að ger­ast sér­leg­ur frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu og fara á stúf­ana. Hún skrif­ar um hinar og þess­ar bæk­ur sem verða á vegi henn­ar og slúðr­ar um bókapartí og höf­unda.