Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Eftirlitsiðnaðurinn og S-hópurinn

Eftirlitsiðnaðurinn og S-hópurinn

Hér á landi hafa verið uppi raddir á hægri væng stjórnmálanna sem stöðugt hafa hamrað á því að minnka þurfi það sem kallað hefur verið ,,eftirlitsiðnaðurinn“.

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrum formaður SUS (Sambands ungra sjálfstæðismanna) og núverandi utanríkisráðherra hefur verið einni ötulasti talsmaður þess að ganga til atlögu við ,,eftirlitsiðnaðinn" eins og sjá má hér.

Fáir mótmæla því að skortur á skilvirku og eðlilegu eftirliti var einn af þeim þáttum sem settu Ísland nánast hausinn á haustdögum 2008. Þá hafði þeirri skepnu sem heitir græðgi verið sleppt lausri í anda þeirrar ný-frjálshyggju, sem kröftuglega hefur verið boðuð og iðkuð innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum þremur áratugum.

Skýrsla um einkavæðingu Búnaðarbankans og kaup hins svokallaða S-hóps árið 2003, virðist svo ennfremur staðfesta það að eftirliti þar var einnig stórkostlega ábótavant, þó svo að það virðist líka vera stór þáttur í þessu að menn beitt vísvitandi svikum og blekkingum í þeim kaupum. Það er, viðhaft einbeittan brotavilja.

Andstæðingar eðlilegs eftirlits og skilvirks eftirlits með t.d. græðgisöflum í viðskiptalífinu ættu því að hugsa sig tvisvar um næst þegar þeir fara að kyrja aftur sönginn um að draga þurfi úr umsvifum eftirlitsiðnaðarins.

Ps. Hvað stendur eða stóð annars þetta S fyrir í S-hópnum? Siðvillti-hópurinn? Siðspillti-hópurinn? Svikara-hópurinn? Svindlara-hópurinn? Er nema von að spurt sé?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu