Blogg

Sundkuldatilraunir

Ég stóð þarna í útisturtunni í sundlaug Kópavogs og horfði á manninn í kalda pottinum. Hann lá allur í kafi nema höfuðið að hluta og á vinstri hendinni hafði hann úr, sem hann leit á í sífellu.

Hann hlýtur að vera á leiðinni upp úr hugsaði ég, þar sem heita vatnið rann af mér í niðurfallið.

Og svo hreyfði hann sig, en hann stóð ekki upp með venjulegum hætti, heldur skrönglaðist hann upp úr, rétt komst upp úr ísköldu vatinu.

,,Búinn að vera í hálftíma,“ tókst honum að koma með hálfum hljóðum upp úr sér og röddin skalf og titraði.

,,Hálftíma“, sagði ég með undrun röddinni og spurði hvort hann virkilega héldi að þetta væri hollt fyrir hann að vera svona lengi í ísköldu vatninu? Það var heldur fátt um svör þar sem manngreyið staulaðist fram hjá mér og í áttina að innisturtunum við eimbaðið.

 Á þetta að vera eitthvað sniðugt eða hollt hugsaði ég. Þ.e. að dýfa sér ofan ískalt vatn og dúsa þar í einhvern tíma? Flokkast þetta ekki undir masókisma?

Hjá íslenskum sjómönnum hefur það í gegnum tíðina verið einn mesti ótti þeirra að falla útbyrðis og verða kulda hafsins að bráð. Enda vitað að lendi menn í sjónum (2-4 gráður á celsius) þá lifa þeir ekki nema í mjög takmarkaðan tíma. Flestir að minnsta kosti (sund Guðlaugs í Vestmannaeyjum er undantekning, enda einstakt á heimsvísu).

Þetta atvik minnti mig á alræmdar tilraunir í Þýskalandi nasismans.

Í seinni heimsstyrjöld gerðu nasistar Hitlers fjölmargar hryllilegar tilraunir á föngum. Meðal annars gerði Luftwaffe, flugher Hitlers, tilraunir á kuldaþoli manna. Aðallega til þess að rannsaka hvað flugmenn þeirr gætu vænst þess að lifa lengi, væru þeir t.d. skotnir niður yfir Norðursjónum. Þessar tilraunir fóru meðal annars fram í Dachau þrælkunabúðunum, sem voru þær fyrstu sem nasistar opnuðu, árið 1933.

Í þessar tilraunir, sem stóðu fyrir frá ágúst 1942 til maí 1943, voru fangar neyddir til þáttöku, meðal annars rússneskir stríðsfangar, sem og menn frá fleiri þjóðum og þjóðernishópum. Margir fangar létu lífið í þessum tilraunum og á Wikipedia má finna gögn úr rannsóknum nasista sem bandamenn komust yfir þegar þeir frelsuðu Dachau. Fjölda gagna var þó einnig eytt.

Í grein í New England Journal of Medicine er sagt frá þessum ósiðlegu og hryllilegu tilraunum, sem vísindaheimurinn hefur fordæmt síðan þetta kom í ljós.

En er nú eitthvað svipað orðið að tískufyrirbæri hér á landi? Í sundlaugunum sem eru með svona potta eru yfirleitt einhverskona viðvörunarmiðar, þar sem meðal annars er sagt að börn undir ákveðnum aldri eigi ekki að nota þá og ekki hjartveikir. En eiga börn yfir höfuð erindi í þessa potta? Eru til einhver vísindaleg gögn sem segja að þetta sé hollt? Rétt eins og það er t.d. ekki talið hollt fyrir hjartveika að fara ekki í of heita potta?

Það er sagt að menn eigi ekki að vera lengi í þessu vatni (2-5 mín max), en í þessu tilfelli var um 30 mínútur að ræða. Greinlegt er að ekkert eftirlit var með kalda pottinum þarna. Hvað ef viðkomandi hefði fengið hjartaáfall? Myndi sundlaugin bera einhverja sök/ábyrgð? Eða er þetta alfarið á ábyrgð viðkomandi? Það kemur ekki beint skýrt fram á viðvörunarseðlinum í t.d. Kópavogslaug.

Ég vona hinsvegar að „ísmaðurinn“ hafi náð sér, en miðað við þau gögn sem sjá má á Wikipedia um tilraunir nasista, má fastlega reikna með að líkamshiti mannsins hafi lækkað á þessum hálftíma sem hann var í ísköldu vatninu. Jafnvel um nokkrar gráður. Fyrirgefið - en ég held að þetta sé ekkert sniðugt. 

Mynd: Prófessorinn Ernst Holzlöhner (t.v.) og Dr. Sigmund Rascher gera kuldatilraun á fanga í Dachau, en fanginn er í flugbúningi frá Luftwaffe. Myndin til vinstri er af látnum fanga, en fjöldi fanga lét lífið í þessum tilraunum. Sigmund Rascher var sjálfur tekin af lífi í kjölfar ásakana um morð, barnarán og fjármálamisferli, af eigin mönnum í Dachau-búðunum(!), aðeins þremur dögum áður en Bandamenn frelsuðu þær í lok apríl 1945.

 

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Aðsent

Góðærið gengur aftur

Pistill

Hversu sannreynd eru meðferðarúrræði hefðbundinna lækninga?

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Pistill

Túristi í eigin landi

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Flækjusagan

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar