Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Vinnuvikan á Íslandi og málflutningur Viðskiptaráðs: Vafasamur málflutningur rýndur

Ígær birtust nokkrar fréttir um að vinnuvikan á Íslandi gæti í raun verið skemmri en talið hefur verið hingað til (sjá hér, hér og hér), jafnvel að hún sé ein sú stysta í Evrópu. Er í þessu sambandi vísað til fréttatilkynningar Hagstofu Íslands frá því fyrr á árinu, þar sem er lýst nýjum tölum frá stofnuninni um vinnustundir og framleiðni. Í fréttum gærdagsins er meðal annars dregin sú ályktun að Ísland sé ekki lengur birt í gagnabanka OECD um vinnutíma, vegna þess að Hagstofan sé að endurskoða sínar tölur og aðferðir, jafnvel þótt merki þessa sé ekki að finna í sjálfum gagnabankanum.

Þessar fréttir eiga sér rætur í málflutningi hagfræðings sem starfar hjá Viðskiptaráði Íslands, eins helsta hagsmunagæsluaðila í íslensku samfélagi og á íslenskum vinnumarkaði – fyrr og síðar. Ýmsir fjölmiðlar gripu í gær málflutning hagfræðingsins, Konráðs S. Guðjónssonar, á lofti og birtu sem staðreyndir, án gagnrýni, og án þess að ræða við Hagstofu Íslands um áreiðanleika gagnanna. Þó er full ástæða til að véfengja áreiðanleika gagnanna, sem og málflutning hagfræðingsins.

Svolítið um gögnin

Hingað til hafa gagnabankar um vinnustundir gefið til kynna að meðalfjöldi vinnustunda á hvern vinnandi mann á Íslandi sé um 1883 stundir á ári, en nýju gögnin gefa til kynna að fjöldinn gæti verið um 1487 stundir. Þarna munar um 396 stundum, sem jafngildir um átta stundum á hverja vinnuviku (miðað við fjögurra vikna sumarfrí), sem er umtalsvert.

Hagstofan segir sjálf í fréttatilkynningu sinni, að mismunurinn á fjölda vinnustunda gæti skýrst af ýmsum þáttum, meðal annars þessum hér:

„Jafnframt gæti umfang ólaunaðrar vinnu eða svartrar starfsemi skýrt mismuninn að hluta, en svör þeirra sem spurðir eru með beinum hætti í vinnumarkaðsrannsókninni taka einnig til vinnuframlags vegna slíkrar starfsemi. Aðferðafræði við útreikning nýju talnanna tekur hinsvegar ekki á svartri starfsemi eða ólaunaðri vinnu enn sem komið er þó svo að þjóðhagsreikningastaðlar geri ráð fyrir slíku.“

Áreiðanleiki þessara gagna er þannig á engan hátt hafinn yfir vafa, því gögnin ná ekki til svartrar atvinnustarfsemi né til ólaunaðrar vinnu. Það er vel þekkt að á Íslandi er mikil ólaunuð yfirvinna unnin, meðal annars af fólki sem er á föstum launum, en slíkt er algengt í ýmiss konar sérfræðistöðum, störfum í heilbrigðiskerfinu og á fleiri sviðum hagkerfisins. Svört atvinnustarfsemi er líka vandamál, sem ekki er búið að útrýma á íslenskum vinnumarkaði. Í ofanálag, þá byggja þessar nýju tölur á upplýsingum sem koma frá íslenskum fyrirtækjum, og það er vel þekkt að fyrirtæki hérlendis eru oft ekki skilvís á gögn til opinberra stofnana.

Það má því segja að gögnin hafi veigamikla vankanta sem ber að taka alvarlega, ekki síst vegna þess að sjálf Hagstofa Íslands leggur áherslu á þessa vankanta.

Hagfræðingurinn, samhengið og túlkun

Þetta er þó ekki allt, því í fréttunum er haft fyrir því að setja töluna, 1487 stundir, í mjög vafasamt samhengi: Hún er borin saman við gögn OECD, sem eru með öllu ósambærileg, því þau taka einmitt til yfirvinnu, greiddrar sem ógreiddrar, svartrar atvinnustarfsemi, aukinheldur sem þau eru aðallega unnin úr því sem launþegar segja sjálfir (sjá hér). Þetta er því eins og að bera saman epli og appelsínur.

Þetta gerði hagfræðingurinn í fyrstu, og fjölmiðlar höfðu síðan eftir, þrátt fyrir að öllum hafi mátt vera ljóst, einnig fjölmiðlafólki, að gögnin eru algerlega ósambærileg. Hefði samanburðurinn átt að ganga upp, þá hefði þurft að bera töluna saman við önnur sambærileg gögn – ekki ósambærileg!

Það má því segja að málflutningurinn sé nánast sjálfdauður, þegar málið er skoðað nánar.

Þetta upphlaup allt hefði líklegast ekki orðið að veruleika, hefðu vankantar gagnanna verið teknir alvarlega, hefði verið haft samráð við Hagstofu Íslands um gerð fréttanna og rætt við félagsvísindafólk. Það færi betur á því, að slíkt yrði gert næst.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.