Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

Meðlimir hinna ýmsu umbótahreyfinga hafa undanfarna áratugi spurt sig: Af hverju gengur okkur svona illa að ná árangri? Oftast er fátt um svör. Sjaldnast er þó rætt um hvernig umbótahreyfingar nútímans hafa ekki sameiginlega framtíðarsýn um hvernig megi leysa margvíslegan vanda okkar tíma — jafnvel þótt slíkri framtíðarsýn megi púsla saman, og öll púslin séu bæði þekkt og aðgengileg. Sama fólk spyr sig reyndar oft af hverju umbótahreyfingarnar eyði svona mikilli orku í að rífast innbyrðis, sem veikir hreyfingarnar sem ættu þó þess í stað að reyna að hjálpa hvor annarri, enda sammála um ýmislegt — svarið við því á líklega eitthvað skylt við skort á framtíðarsýn.

Alvarlegustu vandamál samtímans eru: Í fyrsta lagi ójöfnuður, sem gerir minna efnuðu fólki mun erfiðar fyrir með að lifa, dregur úr trausti í samfélaginu og lífsgæðum, ýtir undir líkamleg vandamál (offitu og háan blóðþrýsting, t.d.). Í öðru lagi, loftslagsbreytingar, sem þegar eru byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks (t.d. með skógareldum og þurrkatíð). Í þriðja lagi stöðugt meira álag á óendurnýjanlegar auðlindir jarðar, sem munu verða uppurnar ef ekkert verður að gert, með miklum afleiðingum fyrir mannkyn. Í fjórða lagi, veikt og sífellt veikara lýðræði

Að auka jöfnuð, stöðva loftslagsbreytingar, gera mannkynið sjálfbærara og styrkja lýðræðið — þetta ættu íslenskar umbótahreyfingar að geta sameinast um, enda koma þessi vandamál okkur við: Við búum á jörðinni. Til þessa þarf framtíðarsýn.

Fyrst þó þetta: Fólk úr ólíkum stjórnmálahreyfingum, sem þó deilir vissum meginstefum, t.d. um jöfnuð, þarf beinlínis að grafa stríðsöxina og hugsa um hitt umbótafólkið sem jafnoka sína og bandamenn, jafnvel þótt það sé ósammála um einhver misstór atriði eða hafi einhverntíma deilt um eitthvað á netinu. Með stríðöxina grafna má taka til óspilltra málanna: Fólk úr ólíkum hópum getur myndað framtíðarsýn sem það er sammála um, framtíðarsýn sem það deilir, framtíðarsýn sem það útvarpar. Þetta ólíka fólk, sem er í ólíkum stjórnmálaflokkum, getur auðvitað átt sín tilbrigði við framtíðarsýnina og getur áfram búið við ólíkt skipulag sinna flokka, enda sjálfsagt: Það þarf ekki að sameinast til að ná árangri, en það þarf sameiginlega framtíðarsýn og halda stríðsöxinni í jörðinni.

Með þessu á ég við að forðast að efna til ítrekaðra átaka sem veikja hreyfingarnar, og á endanum ganga að þeim dauðum. Fólk getur verið ósammála og ætti að vera það ef það eru góð rök til, en það skiptir máli hvernig gagnrýni er komið á framfæri og oftast má hún vera á vinalegu nótunum — ekki öll gagnrýni þarf að vera opinber, heldur. Ítrekuð, hörð, opinber átök grafa undan trausti.

Eina hugmynd að stefi stærri framtíðarsýnar má þó benda á strax. Á Íslandi er mikið af fólki sem vill vinna minna, en getur það ekki — launin fyrir fulla vinnu hrökkva varla fyrir nauðsynjum, hvað þá ef það ákveður að minnka starfshlutfallið sitt og tekur á sig launaskerðingu þess vegna. Margir geta heldur ekki valið starfshlutfall! Stefið er: Gerum fólki kleift að velja sitt eigið starfshlutfall, aukum samtímis efnahagslegan jöfnuð, og þannig getur fólk valið að fá lægri laun, neyta minna og vinna skemmri vinnudag. Hvetjum fólk samtímis til að neyta minna. Þannig, þökk sé minni neyslu og auknum frítíma fólks, þá drögum við úr nýtingu auðlinda, losum minna af gróðurhúsalofttegundum og lífsgæði fólks aukast.

Þetta er eitt stef af mörgum sem þarf. Umbótahreyfingarnar verða að mynda stefin.

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, býður umbótahreyfingum aðstoð við mótun framtíðarsýnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?