Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Umbótasinnar: Stýrum umræðunni, látum ekki eingöngu stjórnast af henni

Eitt það sem hefur einkennt stjórnmálaumræður umbótafólks á Íslandi undanfarinn áratug hið minnsta, er að umbótafólk lætur samfélagsumræðuna stjórna sér og sinni orðræðu, með því fyrst og fremst að gagnrýna hugmyndir sem koma frá öðrum, aðallega hægrinu, og raunar einnig sérhagsmunaöflum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Gagnrýnin er nauðsynleg, enda er einn kjarni allrar siðaðrar menningar gagnrýni á hugmyndir, helst í átt til betrumbóta.

En umræður umbótafólks því miður eiga sterka tilhneigingu til að ná ekki til betrumbóta: Mestmegnis ná umræður þeirra til gagnrýni og þar er látið staðar numið, sérstaklega þegar kemur að efnahagsmálum. Sárlega vantar að umbótahreyfingar leggi til sínar eigin hugmyndir, rökstyðji og haldi lifandi í umræðunni. Stjórnmál fjalla nefnilega ekki bara um galla í hugmyndum annarra, heldur líka um hvernig heim maður vill líka sjá verða til, og ekki nóg með það: Hugmyndunum verður að halda til streitu.

En af hverju þessi áhersla á efnahagslegu hlið mannlífsins? Vegna þess að það eru efnahagsmálin sem marka stefnuna í samfélaginu, það eru þau sem ákvarða hvernig gæðunum er skipt, hver fær að njóta auðsins af verðmætasköpuninni, auk þess sem af öllu þessu stafa ýmisleg áhrif á lýðræðið og valdakerfi samfélagsins. Efnahagsmálin, þótt drepleiðinleg séu á köflum, skipta verulegu máli, því þau smitast yfir á flestar hliðar samfélagsins á einhvern hátt.

Vandinn er fólginn í því að umbótasinnar fjalla sjaldan og lítið um sínar eigin hugmyndir um hvernig hagkerfið og efnahagsmálin eiga að ganga fyrir sig, þó með einni undantekningu: Á undanförnum árum hefur verið fjallað allnokkuð um ójöfnuð og að draga megi úr honum með breytingum á skattkerfinu. Það er vel, en umræðan mætti fjalla mun meira um tilteknar breytingar á skattkerfinu.

Mun minna er t.d. fjallað um lýðræði á vinnustöðum, eignarhald starfsmanna á fyrirtækjum sem þeir starfa fyrir, samfélagsbanka og lýðræðislegt aðhald gagnvart fjármálakerfinu. Þetta eru allt mikilvæg atriði sem varða gang hagkerfisins og geta haft mikilvæg áhrif á samfélagið. Þetta verður að breytast: Vinstrisinnuð umbótaöfl verða að fjalla mun meira og af festu um efnahagsmál og hagkerfið, út frá sínum hugmyndum og heimssýn – ekki bara sín á milli, heldur líka í fjölmiðlum sem ná til fjöldans.

Hugmyndir, gildi og fjöldinn – framtíðarsýn

Vandanum sem blasir við umbótahreyfingunum má lýsa þannig að þeim skorti framtíðarsýn, en nóg er af óánægju með stefnuna sem rekin er í samfélaginu, stefnu sem löngu er orðið ljóst að er innantóm og verður að breytast. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að þessari stefnu, eðlilega.

En hvað er átt við með framtíðarsýn? Framtíðarsýn er stefna og hugmyndir sem fólk vill sjá settar í framkvæmd, og framtíðarsýnin er lifandi í orðum og hugsun stjórnmálamanna, félagasamtaka, og hagsmunasamtaka. Framtíðarsýnin er þannig tjáð að allir skilja við hvað er átt og að allir átta sig á hvernig samfélag viðkomandi vill. Framtíðarsýninni er þó ekki eingöngu ritað plagg á einhverri vefsíðu sem er veifað rétt fyrir kosningar: Framtíðarsýnin er lifandi, samanstendur af auðskildum hugmyndum og röksemdum, og er flutt í fjölmiðlum sem nær til fjöldans. Hún byggir á gildum sem höfða til fjöldans. Og framtíðarsýnin verður að stórum hluta að ná til hagkerfisins og virkni þess, enda hefur það svo mikil áhrif á samfélagið í heild sinni, sem fyrr segir.

Sem stendur, á Íslandi í dag, er helsta vísbendingin um framtíðarsýn að finna í stefnuskrám þeirra flokka sem mætti kalla umbótasinnaða. Stefnuskrárnar á vefsíðum þeirra eru prýddar að mörgu leyti ágætis hugmyndum: Einn flokkur leggur áherslu á lýðræði á vinnustöðum í sinni stefnuskrá, en slíkt er þó aldrei nefnt í ræðu né riti frá fulltrúum flokksins. Annar flokkur nefnir að auka jöfnuð í gegnum skattkerfið, m.a. með breytingum á tekjuskattinum, en hvergi eru fjármagnstekjur nefndar í stefnuskránni, né breytingar á skattlagningu þeirra, þótt svo að fjármagnstekjur séu ein helsta orsök ójöfnuðar á Íslandi. Þriðji flokkurinn talar um lýðræðisvæðingu lífeyrissjóðanna, en fulltrúar flokksins og stuðningsmenn minnast aldrei á þetta í opinberri umræðu.

Stefnuskrárnar vísa allar í rétta átt, en þeim vantar allar ferskar hugmyndir um efnahagskerfið, auk þess sem flokkunum vantar að gera þær að orðræðu þeirra sjálfra.

Tvær hugmyndir að framtíðarsýn

Skoðum tvær hugmyndir sem umbótasinnaðir flokkar gætu auðveldlega gert að sinni framtíðarsýn.

Enginn áðurnefndra flokka minnist einu orði á að breyta bönkum landsins í samfélagsbanka – stefnuskránar fjalla eitthvað um notendagjöld bankanna, en ekki mikið meira. Að umbreyta bönkunum í samfélagsbanka væri ein mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að framkvæma í efnahagskerfinu, enda væru bankar landsins þá reknir með það fyrir augum að gagnast samfélaginu með því að veita sem skilvirkustu og ódýrustu þjónustuna, en jafnframt stunda siðleg og heilbrigð viðskipti. Hagnaður væri ekki aðalatriðið né hámörkun hans, en þeir væru þó reknir með hagnaði til að tryggja tilvist þeirra til framtíðar. Þetta væri stefnubreyting frá þeim bönkum sem við búum við í dag, sem hafa það markmið eitt að hámarka hagnað, á kostnað notendanna og jafnvel samfélagsins í heild. Samfélagsbankar eru til í öðrum löndum, eins og t.d. Þýskalandi, þar sem bankinn Sparkasse er öflugur.

Önnur hugmynd væri að innleiða löggjöf sem gerir fólki kleift að stofna lýðræðisleg fyrirtæki. Sem stendur er engin löggjöf til um slík fyrirtæki á Íslandi og því erfitt að stofna þau. Lýðræðisleg fyrirtæki eru fyrirtæki í eigu starfsmanna þeirra, þar sem þeir stjórna ferðinni í ákvarðantöku um stór mál og stefnu almennt, t.d. í gegnum aðalfundi, en stjórnendur sjá um dagsdaglega ákvarðanatöku. Markmiðið með slíkum fyrirtækjum er að tryggja eigendunum – starfsmönnunum – atvinnu og ef svo ber undir, ágóða af starfseminni. Slík fyrirtæki eru t.d. til í þúsundavís á Spáni og Ítalíu, og er eitt stærsta fyrirtæki Spánar, Mondrágon, einmitt lýðræðilegt fyrirtæki.

Þetta eru tvær hugmyndir sem ættu að geta orðið hluti framtíðrasýnar hvaða umbótaflokks sem er á Íslandi. Báðar ættu þær að geta orðið vinsælar meðal kjósenda, og báðar myndu þær geta haft grundvallaráhrif á gang hagkerfisins eftir því sem á líður, hvort sem er vegna áhrif á jöfnuð eða lýðræðislega ákvarðanatöku í samfélaginu.

Umbótasinnar verða að mynda fylkingar, vinna saman og hafa áhrif á þær hugmyndir sem stýra samfélaginu, með bæði gagnrýni og eigin hugmyndum sem verkfæri. Þetta þarf að gerast í gegnum fjölmiðla, í gegnum félagasamtök, í gegnum fulltrúa stjórnmálaflokka, og svo framvegis. Lykillinn er alltaf sá sami: Framtíðarsýn og boðun hennar, ekki bara fyrir kosningar, heldur sí og æ yfir langan tíma.

Þannig hefst þetta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.