Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

Fréttir berast um þessar mundir af erlendum fyrirtækjum sem hafa prófað sig áfram með skemmri vinnuviku fyrir starfsmennina sína. Fréttirnar eru í senn, af árangri fyrirtækjanna við að reka sig og af betri lífsgæðum starfsfólksins. Hér á Íslandi hefur í það minnsta eitt einkafyrirtæki tekið upp skemmri vinnuviku, með góðum árangri. Þetta ætti að vera hvati fyrir stjórnendur og eigendur fyrirtækja að prófa sig áfram með styttingu vinnuvikunnar, enda til mikils að vinna.

Einkafyrirtæki erlendis stytta vinnuvikuna

Fyrirtækin sem hafa reynt skemmri vinnuviku erlendis eru meðal annars Perpetual Guardian1 og IHH Nordic2, en fyrrnefnda fyrirtækið stundar fjárfestingarráðgjöf og er staðsett í Nýja-Sjálandi, á meðan hið síðarnefnda er tæknifyrirtæki í Danmörku. Í báðum tilfellum var um að ræða talsvert mikla styttingu vinnuvikunnar: Í stað fimm daga vinnuviku, er unnið fjóra daga eftir styttinguna. Og áhrifin á rekstur fyrirtækjanna hafa síður en svo verið neikvæð, því Perpetual Guardian er í fullum rekstri og gengur vel, á meðan IHH Nordic jók hagnað sinn verulega eftir að vinnuvikan var stytt, en hagnaðurinn meira en tvöfaldaðist. Í báðum tilvikum var vinnuvikan stytt úr 37 tímum í 30 tíma, án launaskerðingar.

Og starfsfólkinu gengur líka vel: Hjá Perpetual Guardian minnkaði streita starfsfólksins, jafnvægi vinnu og einkalífs stórbatnaði, og virkni á vinnustaðnum varð mun meiri. Hjá IHH Nordic jókst framleiðnin um 20% og veikindadögum fækkaði, en Perpetual Guardian hefur ekki gefið út tölur um framleiðni – kannski af því að það á illa við um þeirra atvinnugrein – en hafa þó gefið út að öllum verkum sé sinnt eins og áður.

Nú nýverið bárust fregnir af fyrirtæki í Bretlandi, Simply Business að nafni, sem hefur ákveðið að stytta vinnuvikuna úr 37,5 stundum í 30 fyrir starfsfólkið sitt, og aftur er það án launaskerðingar.3 Um 500 manns vinna fyrir fyrirtækið, en það rekur símaver. Markmiðið er að innleiða tæknilausnir til að draga úr verkum sem þarf að vinna, en leyfa starfsfólkinu að njóta ávinningsins líka.

Í öllum tilvikum fer saman löngunin til að gera betur og leyfa starfsfólkinu að njóta ágóðans, áhrifin á reksturinn eru jákvæð og skila sér svo í betri líðan, færri veikindadögum og minni streitu.

… og hér heima líka

Á Íslandi hafa líka borist tíðindi af einkafyrirtækjum sem hafa prófað sig áfram með styttingu vinnuvikunnar. Hugsmiðjan, fyrirtæki sem sérhæfir sig í veflausnum, stytti vinnuvikuna fyrir sitt starfsfólk í 30 stundir – 6 klukkustundir á dag –4 fyrir um þremur árum. Árangurinn hefur verið góður, en framleiðni hefur aukist um 23%, veikindadögum fækkað um 44% og ánægja starfsfólksins aukist til muna. Þetta var gert án þess að skerða laun.

Hjá Hugsmiðjunni hefur starfsfólkið talað um fleiri gæðastundir með fjölskyldunni, meiri tíma fyrir sjálfsnám og þróun í starfi, og meiri tíma til að hugsa um sjálft sig, sem afleiðingu af styttingu vinnuvikunnar. Aftur er hugmyndin að leyfa starfsfólkinu að njóta ágóðans af árangri fyrirtækisins í formi meiri frítíma.

Á Íslandi hafa opinberir aðilar verið einna mest áberandi í styttingu vinnuvikunnar, einna helst Reykjavíkurborg, þar sem um 2.000 manns taka nú þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar á um 100 starfsstöðum.5 Útlit er fyrir að samið verið um styttingu vinnuvikunnar hjá opinberum starfsmönnum á næstunni.6 Einnig hefur verið í gangi tilraunaverkefni hjá ríkinu um styttingu vinnuvikunnar, en það nær til nokkurra tuga starfsmanna.7 Bæði tilraunaverkefnin eru rekin í samstarfi og samráði við BSRB og hafa þau gengið ákaflega vel.

Fleiri ættu að reyna styttingu vinnuvikunnar

Tilraunir einkafyrirtækja erlendis og hér heima með styttingu vinnuvikunnar hafa þannig gefist vel, og það sama má segja um tilraunaverkefni opinberra aðila á Íslandi. Þetta ætti að vera einkafyrirtækjum hvatning til að prófa sig áfram með að stytta vinnuvikuna fyrir sitt starfsfólk. Til að átta sig á því hvernig er best að gera það er gott að leita í reynslubanka annarra, svo sem hjá Reykjavíkurborg, IHH Nordic og Hugsmiðjunni, en auðvitað þarf að byrja hjá sjálfu starfsfólkinu – það vinnur verkin og veit hvernig tímanum er varið.

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu sem fyrst að innleiða hjá sér skemmri vinnuviku, starfsfólki sínu til góða. Fyrirtæki í tæknigeiranum og fyrirtæki sem reka fyrst og fremst skrifstofur eiga líklega auðveldast með að stytta vinnuvikuna – sbr. umfjöllunina að ofan – en eins og Reykjavíkurborg sýnir fram á með sínu framtaki er styttingin gerleg í mörgum öðrum greinum atvinnulífsins – Reykjavíkurborg stytti nefnilega vinnuvikuna hjá fólki sem vinnur ýmiss konar störf, allt frá umönnun til viðhalds umferðarmannvirkja.

Einkafyrirtæki á íslandi geta farið fram með góðu fordæmi og rutt veginn fyrir skemmri vinnuviku enn víðar í okkar samfélagi. Það er þeim og starfsfólki þeirra í hag að stytta vinnuvikuna.

 ***

1. Upplýsingar um styttinguna hjá Perpetual Guardian má finna í bæklingi sem settur var saman af fyrirtækinu og háskólasamfélaginu. Coulthard Barnes, et. al. (2019). Guidelines for an outcome-based trial – raising productivity and engagement.

2. Sjá umfjöllun á vef Informatíon, hér: https://www.information.dk/moti/2019/06/it-virksomhed-saenker-arbejdstiden-30-timer-oeger-overskuddet-233-procent – sótt þann 13. júlí 2019.

3. Sjá umfjöllun á vef The Guardian, hér: https://www.theguardian.com/money/2019/may/03/uk-call-centre-to-trial-four-day-week-for-hundreds-of-staff – sótt þann 13. júlí 2019.

4. Sjá upplýsingar á vef Hugsmiðjunnar, á http://hugsmidjan.is/6klst – sótt þann 13. júlí 2019.

5. Sjá skýrslu frá Reykjavíkurborg (júní 2019). Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. 2. áfangi. Reykjavík: Reykjavíkurborg. Sjá skýrslu á vef BSRB, hér: https://www.bsrb.is/static/files/Utgefid_efni/Skyrslur_stytting_vinnuviku/lokaskyrsla_2019._lokautgafa.pdf – sótt þann 13. júlí 2019.

6. Sjá frétt á vef BSRB, hér: https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/samid-um-innagreidslu-i-endurskodadri-vidraeduaaetlun – sótt þann 13. júlí 2019.

7. Sjá vef BSRB fyrir nánari upplýsingar um styttinguna, hér: https://www.bsrb.is/is/stytting-vinnuvikunnar – sótt þann 13. júlí 2019. Einnig má finna upplýsingar í BA-ritgerð: https://skemman.is/handle/1946/31067

***

Mynd: Kauphöllin í New York einhverntíma um miðja síðustu öld, frekari upplýsingar um myndina má finna hér.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

„Eitt glas af enska boltanum og þrjár teskeiðar af karlrembu“ - Dagur Hjartarson rithöfundur
Karlmennskan#104

„Eitt glas af enska bolt­an­um og þrjár te­skeið­ar af karlrembu“ - Dag­ur Hjart­ar­son rit­höf­und­ur

Dag­ur Hjart­ar­son er kenn­ari og rit­höf­und­ur sem hef­ur með­al ann­ars feng­ið hin virtu bók­mennta­verð­laun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar og Ljóð­staf Jóns úr Vör. Þá hef­ur Dag­ur einnig ver­ið til­nefnd­ur til bók­mennta­verð­launa Evr­ópu­sam­bands­ins og er einn af þeim út­völdu sem hafa feng­ið lista­manna­laun til að sinna ritstörf­un­um. Við Dag­ur rædd­um um fyr­ir­mynd­ir ungra drengja, hvað þurfi til svo skáld og rit­höf­und­ar taki við af fót­bolta- og popp­stjörn­um sem fyr­ir­mynd­ir, fjar­veru drengja og karla í um­ræðu um sam­fé­lags­lega knýj­andi mál­efni, karl­mennsku, karlrembu, prumpu­lykt og list­ina. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur tek­inn upp 6. sept­em­ber 2022. Þátt­ur­inn er í boði: Veg­an­búð­in Anamma Bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar
Samkeppniseftirlitið ætlar að kortleggja eignatengsl í sjávarútvegi
Fréttir

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið ætl­ar að kort­leggja eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið ætl­ar að kort­leggja bæði eign­ar- og stjórn­un­ar­tengsl í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Mat­væla­eft­ir­lit­ið hef­ur gert sér­stak­an samn­ing við eft­ir­lit­ið um þessa kort­lagn­ingu. Rann­sókn­in er lið­ur í heild­ar­stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegi.
Gleymdust við vinnslu Laugalandsskýrslunnar
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Gleymd­ust við vinnslu Lauga­lands­skýrsl­unn­ar

„Ég beið bara og beið eft­ir að vera boð­uð í við­tal. Það gerð­ist aldrei,“ seg­ir Harpa Særós Magnús­dótt­ir, sem vist­uð var á Laugalandi ár­ið 2000. Að minnsta kosti þrír fengu aldrei boð um við­tal við rann­sókn­ar­nefnd­ina.
Vaxtahækkanir Seðlabankans halda áfram
Fréttir

Vaxta­hækk­an­ir Seðla­bank­ans halda áfram

Vext­ir Seðla­bank­ans hækka um 0,25 pró­sentu­stig í dag og verða 5,75 pró­sent. Þetta er enn ein vaxta­hækk­un­in sem pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans kynn­ir í bar­áttu við verð­bólgu. Hún hef­ur þó hjaðn­að að und­an­förnu.
Líkir afleiðingum af skattheimtunni á eldislaxi í Noregi við upphaf Íslandsbyggðar
FréttirLaxeldi

Lík­ir af­leið­ing­um af skatt­heimt­unni á eld­islaxi í Nor­egi við upp­haf Ís­lands­byggð­ar

Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax, seg­ir að saga end­ur­taki sig kannski nú þeg­ar norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki flýi skatt­heimt­una þar í landi og komi til Ís­lands í leit að hag­stæð­ara skattaum­hverfi fyri iðn­að­inn.
„Sérkennileg blanda af hefðarsinna og róttæklingi“
Menning

„Sér­kenni­leg blanda af hefð­arsinna og rót­tæk­lingi“

Spænski rit­höf­und­ur­inn Javier Marías lést nú í sept­em­ber. Hann er af mörg­um tal­inn vera einn fremsti rit­höf­und­ur Spán­ar á síð­ustu ára­tug­um. Ís­lensk­ir rit­höf­und­ar eins og Jón Kalm­an Stef­áns­son, Her­mann Stef­áns­son og Ei­rík­ur Guð­munds­son höfðu dá­læti á hon­um og Guð­berg­ur Bergs­son var vin­ur hans. Ís­lensk­ur þýð­andi Marías, Sigrún Á. Ei­ríks­dótt­ir, seg­ist ætla að þýða meira eft­ir hann.
Gufuvél Rómaveldis
Flækjusagan#52

Gufu­vél Róma­veld­is

Ill­ugi Jök­uls­son býr hér til sögu um það sem hefði getað gerst ef vís­inda­menn á tím­um Róma­veld­is hefðu fylgt eft­ir upp­finn­ingu sem bú­ið var að gera– en eng­inn vissi til hvers átti að nota.
Matvælaráðherra lítur slysasleppingar í laxeldi alvarlegum augum
FréttirLaxeldi

Mat­væla­ráð­herra lít­ur slysaslepp­ing­ar í lax­eldi al­var­leg­um aug­um

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að nú standi yf­ir vinna sem geng­ur út á að end­ur­skoða laga- og reglu­verk með lax­eldi í sjókví­um á Ís­landi. Hún seg­ir að einnig sé til skoð­un­ar hvort heppi­legt sé að mik­ill meiri­hluti hluta­bréfa í ís­lensk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um sé í eigu er­lendra að­ila. Svandís seg­ir að lax­eldi hafi haft já­kvæð áhrif á byggða­þró­un á Ís­landi en að vanda þurfi til verka.
Rússneska sendiherranum stefnt í utanríkisráðuneytið til að taka við skömmum
Fréttir

Rúss­neska sendi­herr­an­um stefnt í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið til að taka við skömm­um

Ís­lenska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið kall­aði rúss­neska sendi­herr­ann hér á landi á fund í dag þar sem hon­um var sagt að ís­lenska rík­ið for­dæmi harð­lega til­raun­ir til að inn­lima úkraínsk land­svæði í Rúss­land.
Grunur um manndráp í Ólafsfirði
Fréttir

Grun­ur um mann­dráp í Ól­afs­firði

Lög­regl­an á Noð­ur­landi eystra rann­sak­ar nú hugs­an­legt mann­dráp í Ól­afs­firði og eru fjór­ir menn sem sitja í haldi vegna máls­ins. Grun­ur er að mað­ur­inn hafi lát­ist í kjöl­far þess að vera stung­inn með eggvopni.
Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði
FréttirHúsnæðismál

10 til 20 millj­óna króna mun­ur á lán­un­um í stöð­ugu ár­ferði

Þeg­ar heild­ar­kostn­að­ur verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána eru reikn­uð út frá nú­ver­andi verð­bólgu og vöxt­um á Ís­landi er nið­ur­stað­an að þessi lán eru af­ar dýr. Stund­in hef­ur reikn­að út heild­ar­kostn­að verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána upp á 50 millj­ón­ir til 40 ára mið­að við ákveðn­ar for­send­ur. Þeg­ar verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur er færð­ur í raun­hæf­ari átt en nú er kem­ur í ljós að mun­ur­inn á kostn­aði við verð­tryggð og óverð­tryggð lán er ekki svo hróp­andi.