Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Ísland: Langur vinnutími, lélegt kaup

Endurskoðun kjarasamninga er nú lokið. En núna er kominn tími til að hugsa um næstu kjarasamninga. Ein krafna fyrir næstu samninga hlýtur að verða stytting vinnudags; enda full ástæða til.

Til að skilja af hverju dugar að velta fyrir sér tveimur staðreyndum um Ísland. Önnur er að vinnutími hér á landi er langur og hin er að vinnutíminn er vandamál sem kemur m.a. fram í þreytu.

Það er vert að skoða þessar tvær staðreyndir betur. Alþjóðleg rannsókn sem gerð var fyrir fáum árum sýndi fram á að í engu öðru þátttökulandi rannsóknarinnar voru fleiri (hlutfallslega) sem sögðust koma of þreyttir úr vinnu til að sinna heimilisstörfum, en einmitt á Íslandi (um fjórðungur). Þá kom einnig í ljós að í aðeins tveimur löndum voru fleiri sem sögðust eiga erfitt með að klára öll verkefni í vinnunni, en hér á landi. Þátttökulöndin voru m.a. öll Norðurlöndin, fjöldi Evrópulanda, Bandaríkin og fleiri.1

Hagstofa Evrópusambandsins gaf nýlega út niðurstöður rannsóknar á vinnutíma sem náði til allra aðildarríkja sambandsins, auk sjö annarra ríkja, þar á meðal Íslands.² Hér að neðan má sjá nokkrar af áhugaverðustu niðurstöðunum – niðurstöður sem varða mjög vinnutíma á Íslandi.

 

Myndin er fengin úr skýrslu Hagstofu Íslands² – höfundur aðlagaði myndina.

Myndin sýnir hvað við á Íslandi unnum margar vinnustundir sem hlutfall af því sem unnið var í hinum löndunum sem tóku þátt. Ísland er efst Norðurlanda og Danmörk er neðst allra landanna í könnuninni. Þetta sýnir hversu mikið meira er unnið hérlendis en á hinum Norðurlöndunum.
Í rannsókninni var sérstaklega skoðað hversu mikil yfirvinnan var og reyndist hún vera mest á Íslandi af öllum þeim löndum sem voru skoðuð.

Myndin er fengin úr skýrslu Hagstofu Íslands, en höfundur aðlagaði.²

Þessi mynd sýnir tímakaup á svonefndu jafnvirðisgildi, sem þýðir að tekið er tillit til áhrifa mismunandi gjaldmiðla. Ísland er hér talsvert fyrir neðan meðaltal Evrópusambandslandanna; á Íslandi er tímakaup að meðaltali 82% þess tímakaups sem fólk hefur í Evrópusambandlöndum. Hin Norðurlöndin eru öll með hærra tímakaup en gengur og gerist í aðildarlöndum Evrópusambandsins. Við á Íslandi erum langt á eftir.

Framleiðni

Með aukinni framleiðni má framleiða meira á skemmri tíma. Þannig má vinna minna, án þess að tapa lífsgæðum. Nú er það svo að á Íslandi er framleiðni á hverri vinnustund heldur léleg miðað við nágrannalöndin (og Evrópu almennt), en hins vegar er framleiðni á hvern mann svipuð miðað við þessi lönd. Þau lönd sem fylgja fast á eftir Íslandi í þessum efnum eru einkum lönd í Austur- og Suður-Evrópu.³

Mjög líklega er lágt tímakaup, langur vinnudagur og erfiðleikar við að klára verkefnin og léleg framleiðni tilkomin vegna lélegs vinnuskipulags. Skipulagið er líklega verra en á öðrum Norðurlöndum og mörgum öðrum löndum, t.d. Þýskalandi og Frakklandi.

Þetta lélega vinnufyrirkomulag verður ekki upprætt svo auðveldlega og til þess þarf að gera eitthvað róttækt. Sumir verkalýðsforingjar sem ég hef rætt við virðast halda að við byrjum á því að bæta framleiðnina og skipulagið, og styttum svo vinnutímann eftir það. Nú er svo komið að síðastliðin þrjátíu ár hefur vinnutími á Íslandi lítið sem ekkert styst, en framleiðni hefur aukist um næstum helming.4 Eigum við bara að halda uppteknum hætti, láta vinnutímann eiga sig,og bíta á jaxlinn varðandi vinnutímann? Halda áfram að vinna miklu meira en önnur samfélög?

Nei, takk. Styttum vinnutímann rækilega í næstu kjarasamningum og bætum vinnufyrirkomulagið í kjölfarið. Það myndi strax skila sér í bættri líðan fjölskyldna. Og eru allar líkur á því að það sé hægt. Þjóðverjar hafa reynslu af því með því að stytta vinnutímann og bæta vinnufyrirkomulagið. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Athugasemdir:

  1. Kolbeinn H. Stefánsson (2008). Samspil vinnu og heimilis: Álag og árekstrar. Rannsóknarstöð þjóðmála: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Óútgefið handrit.

  2. Hagstofa Íslands (18. desember 2012). Evrópskur samanburður á launum 2010 . Hagtíðindi: Laun, tekjur og vinnumarkaður (2012:11).

  3. Þorvaldur Gylfason (2007, vor). Evrópa: Minni vinna, meiri vöxtur. Skírnir, 181, 61-81.

  4. Gögn úr Total Economy Database. Sótt af http://www.conference-board.org/data/economydatabase/ .

 

***

Þessi pistill birtist áður á bloggsíðu höfundar á DV.is

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði
FréttirHúsnæðismál

10 til 20 millj­óna króna mun­ur á lán­un­um í stöð­ugu ár­ferði

Þeg­ar heild­ar­kostn­að­ur verð­tryggðra og óverð­tryggðra lán eru reikn­uð út frá nú­ver­andi verð­bólgu og vöxt­um á Ís­landi er nið­ur­stað­an að þessi lán eru af­ar dýr. Stund­in hef­ur reikn­að út heild­ar­kostn­að verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána upp á 50 millj­ón­ir til 40 ára mið­að við ákveðn­ar for­send­ur. Þeg­ar verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur er færð­ur í raun­hæf­ari átt en nú er kem­ur í ljós að mun­ur­inn á kostn­aði við verð­tryggð og óverð­tryggð lán er ekki svo hróp­andi.
Jón Baldvin „hagar sér eins og rándýr“
Fréttir

Jón Bald­vin „hag­ar sér eins og rán­dýr“

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ráð­herra og borg­ar­stjóri, seg­ir ákveð­ið munst­ur birt­ast í frá­sögn­um af fram­ferði Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar. Hann hafi aldrei við­ur­kennt mis­gjörð­ir sín­ar og enn sé hon­um hamp­að vegna af­reka sinna.
Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran
Fréttir

Slæð­ur brenna og klerk­ar skjálfa í Ír­an

Kon­ur hafa sést brenna slæð­ur í mót­mæl­um gegn rík­is­stjórn Ír­an sem stað­ið hafa yf­ir frá því að bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna lést í varð­haldi lög­reglu. Bú­ið er að loka fyr­ir að­gang að in­ter­net­inu að mestu til að reyna að tor­velda skipu­lag mót­mæl­anna. Frétta­skýrend­ur segja klerka­stjórn­ina ótt­ast að kven­rétt­inda­bar­átt­an geti haft dómínó-áhrif um allt sam­fé­lag­ið.
Er Páleyju lögreglustjóra treystandi fyrir „forvirkum rannsóknarheimildum“?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Er Páleyju lög­reglu­stjóra treyst­andi fyr­ir „for­virk­um rann­sókn­ar­heim­ild­um“?

Hafi Páli Stein­gríms­syni skip­stóra á Ak­ur­eyri ver­ið eitt­hvert mein gert, þá er sjálfsagt að rann­saka það mál í þaula — og refsa svo mein­vætt­inni, ef rétt reyn­ist. Það er hins veg­ar löngu orð­ið ljóst að það er ekki það sem Páley Borg­þórs­dótt­ir lög­reglu­stjóri á Ak­ur­eyri og henn­ar fólk er að rann­saka. Held­ur hitt hvort og þá hvernig ein­hver gögn úr...
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Stúlkan „hefur einlægan vilja til að verða aumingi og geðsjúk“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stúlk­an „hef­ur ein­læg­an vilja til að verða aum­ingi og geð­sjúk“

Börn á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi voru beitt kerf­is­bundnu, and­legu of­beldi sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Slá­andi lýs­ing­ar er að finna í fund­ar­gerð­ar­bók­um starfs­manna. Þar er einnig að finna frá­sagn­ir af al­var­legu lík­am­legu of­beldi.
Dæld í mannúðarstefnu sænskra stjórnvalda
Fréttir

Dæld í mann­úð­ar­stefnu sænskra stjórn­valda

Fylgisaukn­ing Sví­þjóð­ar­demó­krata, sem bygg­ir hluta af stefnu sinni á and­stöðu gegn inn­flytj­end­um, er dæld í mann­úð­ar­stefnu sænskra stjórn­valda. Sænsk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir að sam­kvæmt flokkn­um sé ekki hægt að vera Svíi og múslimi á sama tíma. Formað­ur frjáls­lynda íhalds­flokks­ins Moderata, stend­ur nú frammi fyr­ir því erf­iða verk­efni að mynda hægri­stjórn með stuðn­ingi frá flokkn­um um­deilda.
„Þeir sem tjá sig opinberlega á Íslandi eru í mikilli hættu heima fyrir“
Fréttir

„Þeir sem tjá sig op­in­ber­lega á Ís­landi eru í mik­illi hættu heima fyr­ir“

Rúss­nesk­ir rík­is­borg­ar­ar sem mót­mæla stríð­inu eiga á hættu að verða fyr­ir of­sókn­um í heima­land­inu. Andrei Mens­hen­in blaða­mað­ur seg­ir frá sinni reynslu af rúss­neska sendi­ráð­inu en bend­ir um leið á að ferl­arn­ir sem eru til stað­ar hjá Út­lend­inga­stofn­un geri ekki ráð fyr­ir rúss­nesk­um hæl­is­leit­end­um.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“
Dagbók skólastúlku um Jón Baldvin
Á Bakvið Fréttirnar#3

Dag­bók skóla­stúlku um Jón Bald­vin

Blaða­menn Stund­ar­inn­ar ræða efni og vinnslu nýj­asta tölu­blaðs Stund­ar­inn­ar. Mar­grét Marteins­dótt­ir ræð­ir upp­ljóstrun úr hálfr­ar ald­ar göml­um dag­bók­um ung­lings­stúlku sem lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um sín­um við gagn­fræða­skóla­kenn­ar­ann Jón Bald­vin Hanni­bals­son. Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, seg­ir frá fundi dag­bók­anna, sem móð­ir henn­ar heit­in, Þóra Hreins­dótt­ir, skrif­aði um sam­band sitt við Jón og dul­ar­full­um draumi sem leiddi til þess að lyk­il­gagn í mál­inu kom í leit­irn­ar. Blaða­mað­ur­inn Ingi Freyr Vil­hjálms­son rek­ur sögu ásak­ana og mál­svarn­ar Jóns Bald­vins, þann ára­tug sem lið­in er frá því fyrst var fjall­að um ásak­an­ir gegn hon­um. Að­al­steinn Kjart­ans­son lýs­ir raun­um blaða­manns við að fjalla um mik­il­vægt mál­efni á manna­máli og Freyr Rögn­valds­son fer yf­ir rann­sókn­ar­skýrslu um Lauga­lands­heim­il­ið og við­brögð þeirra sem þar dvöldu.