Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Guðmundur
Guðmundur Gunnarsson er sex barna faðir í Grafarvoginum. Hann hefur verið virkur pistlahöfundur í nær þrjá áratugi í prentmiðlum og síðar á blogginu. Pistlar hans hafa einkennst af vangaveltum um samfélagsgerðina frá sjónarhorni heimilanna og launamanna, auk hans helsta áhugamáls náttúru og útivistar. Hann er rafvirki auk framhaldsnáms í greininni. Hann lauk auk þess námi frá Kennaraháskólanum og margskonar áföngum í stjórnun og hagfræði í háskólum innanlands og utan. Hann starfaði sem rafvirki á almenna markaðnum og hjá Ísal. Síðan við uppbyggingu starfsmenntakerfis í atvinnulífinu og fór þaðan því yfir í fagpólitíkina sem formaður Félags rafvirkja og síðar Rafiðnaðarsambandsins. Síðustu ár hefur hann unnið sjálfstætt m.a. við ritstörf.

Hvers vegna njóta stjórnmálamenn ekki trausts?

Þessa daganna er full ástæða fyrir launamenn að velta fyrir sér hvers vegna sjónarmið og þarfir þeirra eru ávallt sett á hliðarlínuna í umræðum stjórnmálamanna. Allir kjarasamningar í landinu eru til eða verðs til endurskoðunar næstu vikurnar. Sú stjórnarstefna sem hefur verið framfylgt hér á landi hefur leitt til þess röskunar í samfélaginu og vaxandi ójafnaðar umfram hin Norðurlöndin. Málum...

Áramótapistill um SALEK og „Skæðustu svikamyllu auðvaldsins.“

Um áramót er hefð að líta tilbaka samhliða spá um væntingar á nýju ári. Nú er uppi sú staða á vinnumarkaði að kjarasamningar allmargra stéttarfélaga hafa verið lausir í nokkra mánuði þ.á.m. aðildarfélaga BHM og framhalds- og grunnskólakennara. Hvað varðar almenna markaðinn þá virkjast endurskoðunarákvæði gildandi allra aðildarfélaga ASÍ í febrúar og næsta víst að öllum kjarasamningum verði sagt upp...

Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar. Byltingin sem aldrei varð

Ég las um helgina bók Styrmis Gunnarssonar „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar, byltingin sem aldrei varð.“ Bókin er skilmerkileg lýsing á þeim þáttum sem Styrmir telur hafa valdið því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur fallið um helming á síðustu áratugum. Ég kannast vel við margt sem Styrmir lýsir, enda einn þeirra sem yfirgaf flokkinn á þessum tíma. Mér fannst af þeim sökum ég vera...

Árás á Stjórnarskrá Íslands

Það staðfestist í hverri viku að sá sem skrifar Reykjavíkurbréf á í einhverjum umtalsverðum erfiðleikum með sín mál. Það er svo sem af mörgu að taka en pistillinn í dag einkennist af kostulegri veruleikafirringu. Þar stendur í ramma : „Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir verður seint talin flott fordæmi um siðlegheit í stjórnsýslu. Hún gaf aldrei aðra skýringu á árás sinni...

Er útifundaformið dautt í Reykjavík?

Birti þennan pistil okt. 2011, finnst hann eiga allt eins við núna. Ég hef nokkrum sinnum velt því fyrir mér í pistlaskrifum hvort búið sé að eyðileggja útifundaformið hér í Reykjavík. Á undanförnum misserum hafa verið áberandi á útifundum í Reykjavík fámennur hópur ungs fólks, sem hefur það markmið eitt að stofna til óláta og vera með líkamlegt ofbeldi. Þessu...

Hvert stefnum við?

Íslensk spilling er óáþreifanlegt fyrirbæri en birtist okkur í sannfæringu hinna spilltu um að þeir séu einfaldlega alls ekki spilltir. Þessu er haldið að okkur þrátt fyrir reglulega opinberist spillingarmál tengd forystu hægri flokkanna. Frændhygli, fyrirgreiðslu- og leyndarhyggja. Borgunarmálið. Landsréttarmálið, lögbrot innanríkisráðherra. Þöggun og leyndarhyggju. Á tiltölulega skömmum tíma hefur þremur ráðherrum verið gert að hætta í stjórnmálum vegna spillingar....

Siðaskiptin á Íslandi

Fljótlega eftir að uppgröftur á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal hófst vorið 2002 varð ljóst að hlutverk klaustranna í íslensku miðaldasamfélagi var mun víðtækara en menn höfðu gert sér grein fyrir. Hugmyndum flestra um starfsemi íslensku klaustranna sem voru staðsett á 9 stöðum á fjölmennustu leiðum hér á land var kollvarpað í uppgreftrinum. Því hefur lengi verið haldið fram í sögukennslu...

Neyðarástand í öldrunarþjónustu

Allar samanburðarskýrslur sýna að Ísland hefur á undanförnum áratugum verið að dragast aftur úr hinum Norðurlandaþjóðunum í heilbrigðisþjónustu á þá sérstaklega öldrunarþjónustu. Þessi mál hafa verið ofarlega á dagskrá í öllum kosningar undanfarin ár og ekki hefur verið neinn skortur á loforðum frá stjórnmálamönnunum. En þrátt fyrir það gerist nánast ekkert hjá hinu opinbera og við blasir algjört neyðarástand í...

Þriðjungur þjóðarinnar stendur í vegi fyrir nýjum samfélagssáttmála

„Það er ekki til nein ný stjórnarskrá“ svaraði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í færslu á Facebook nýverið þegar sem spurt var um stöðuna í stjórnarskrármálinu. Þetta svar er dæmigert fyrir þá stjórnmálamenn sem setið hafa við stjórnvölinn hér á landi undandarna áratugi og hafa fært ákvörðunarvaldið til fjármálaflanna. Alþjóð veit að ný stjórnarskrá sem Stjórnlagaráð samdi í opnu ferli í...

Deilan um fjölmiðlalögin

Í sambandi við aðförina að ritfrelsinu undanfarna daga er ástæða að rifja upp átökin um fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar og deilunnar um 26. gr. stjórnarskrárinnar. Bakgrunn fjölmiðlalaga Davíðs er að finna í þeirri grundvallarbreytingu sem varð á íslenskum dagblaðamarkaði árið 2001 þegar Fréttablaðið hóf göngu sína. Blaðinu var dreift ókeypis um allt land og varð fljótt mest lesna dagblað landsins. Baugsfjölskyldan...

Duldar skattahækkanir

Það sem af er þessari öld hafa stjórnvöld vísvitandi látið skerðingar- og frítekjumörk í vaxta- og barnabótakerfunum fylgja falli krónunnar, með öðrum orðum þau hafa ekki verið látin fylgja lágmarkshækkunum til að tryggja umsamin kaupmátt og orðið til þess að allar kjarabætur barnafjölskyldna horfið í gegnum þessa jaðarskatta. Stjórnvöld hafa leikið samskonar leik með bætur og grunnlífeyri lífeyrisþega í formi...

Það er ákall um nýtt auðlindaákvæði

Þegar aukinn meirihluti þjóðarinnar samþykkt niðurstöðu Stjórnalagaráðs fannst hinni íslensku valdastétt illa að sér vegið. Aðilum úr Háskólaumhverfinu sem höfðu starfað með Stjórnlagaráði var skipað að taka U-beygju og berjast gegn tillögum Stjórnlagaráðs. Háskólinn varð þannig að háborði sýndarveruleikans þar sem hlutunum var snúið á haus og Stjórnlagaráðsmönnum stillt upp sem talsmönnum hins illa. Þess var vandlega gætt á þessum...

Ísland varaorkustöð Evrópu

Á þessari mynd sést vindmylla sem er verið að gangsetja við Skotland þessa dagana. Við hlið hennar eru stór skip sem eru ámóta og 10 hæða hús, sem segir okkur hverskonar ferlíki menn eru farnir að nýta . Myllurnar eru liðlega 170, til samanburðar þá er Hallgrímskirkjuturn um 70 m. hár. Þessi mylla framleiðir 6 MW miðað við 12...

Frídagur verslunarmanna - almennur frídagur

Sumarið 1874 var í fyrsta sinn haldin þjóðhátíð á Íslandi. Það var í tilefni þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar og heimsóknar Kristjáns konungs níunda sem þá færði Íslendingum „stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands“. Hátíðahöldin voru á ýmsum dögum víða um land en aðalhátíðin var í Reykjavík 2. ágúst og á Þingvöllum 7. ágúst. Þjóðhátíðin 1874 heppnaðist einkar vel. Menn þyrptust...

Skrokkalda Trójuhestur Landsvirkjunar og banamein Bjartrar framtíðar

Í morgun var birt skoðanakönnun sem staðfestir það sem hefur komið fram í umræðunni undanfarna daga að að þeir flokkar sem komu Sjálfstæðisflokknum til valda séu rúnir trausti. Það er t.d. ákaflega sorglegt að okkur sé gert að horfa upp á Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra leggja fram þingsályktun um rammaáætlun þar sem Skrokkalda í hjarta miðhálendisins verði færð úr biðflokki yfir...

Slæm staða Íslands

Fyrir áramót voru samþykkt lög um stöðu lífeyrisþega. Í dag er hins vegar ljóst að lífeyrisþegum var ekki greiddur lífeyrir í samræmi við þessi nýju lög Alþingis og því borið við að einhver embættismaður hafi veitt því athygli að hin nýju lög séu ekki í samræmi við hans eigin túlkun. Ríkisstjórnin hefur stokkið á þennan vagn og réttlætir þar með...

Hálendið mesta auðlind landsins

Hálendið var öldum saman að mestu lokaður heimur landsmönnum og þangað lögðu fáir leið sína án þess að eiga þangað brýn erindi. Við innflutning tækja hernámsins komu hingað öflugar bifreiðir og þjóðin eignaðist hálendiskappa. Ævintýraljóminn varð til þess að fleiri vildu kynnast hálendinu af eigin raun. Ferðaþjónustan skipulagði ferðir, sæluhús reist, ferðaleiðir mynduðust úr jeppaslóðunum og ímynd óspilltrar og ægifagrar...

Kjaramálin - stefnir í uppgjör

Undanfarna daga hafa komið fram allmargar greiningar því hvers vegna Trump vann. Úrslitin eru nær ætíð rakin til óánægju launamanna í Bandaríkjunum. Mikill hluti atkvæða Trump eru tilkomin vegna andmæla launamanna gegn yfirstéttinni/valdastéttinni og kröfu um efnahagslegar breytingar. Trump tókst að telja fólki í trú um að hann væri rétti maðurinn til þess gera þetta. Clinton væri búinn að vera...

Þjóðin á ekki neitt

Fyrsta ákvæði laga um fiskveiðar í tillögum Stjórnlagaráðs er : „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Með fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur það hins vegar gerst að auðlindin, eða aðgangur að henni, er í rauninni eign sem hægt er að selja og veðsetja. Þrír fjórðu alls fiskveiðikvóta landsins er í umsjón tuttugu fyrirtækja sem eru í eigu 90 einstaklinga og að óbreyttu...

Tillögur Stjórnlagaráððs

Í umræðum vegna komandi kosninga hafa stjórnarskrármál verið ofarlega á baugi. Í tilefni af því langar mig til þess að fara í stuttu máli yfir störf og niðurstöður Stjórnlagaráðs. Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um niðurstöður stjórnlagaráðs nálgaðist var fleytt út í umræðuna margskonar fullyrðingum um hvað breytingar á stjórnarskránni myndu hafa í för með sér. Margir klifa áfram á þessum klisjum þó...

Sjálftaka ríkissjóðs á skyldusparnaði launamanna

Í umræðunni sem fram fer þessa dagana um lífeyriskerfið er greinilega ástæða til þess að draga fram á hvaða stoðum íslenska lífeyriskerfið var reist. Fyrsta stoð lífeyrisskerfisins hefur frá upphafi verið grunnlífeyrir almannatrygginga sem er fjármagnaður af skatttekjum ríkissjóðs. Þeir sem hafa verið búsettir hér á landi amk þrjú almanaksár á tímabilinu frá 16-67 ára aldurs öðlast rétt á grunnlífeyri...

25% aukaskattar á Íslandi

Leigði mér íbúð í Kaupmannahöfn eina viku í byrjum september. Þegar ég kom þangað var póstkassinn fullur af allskonar bæklingum, m.a. frá nokkrum helstu dagvöruverslunum. Að venju fór ég daglega út í búð að versla inn dagvöruna og sá að töluverður munur var á verðinu heima. Þetta varð til þess að ég skrifaði hjá mér nokkur verð tekin úr Nettó,...

Drengskapur meirihluta fjárlaganefndar

Í Kastljósi og Spegli kvöldsins (12.09.16) komu Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður og kynntu fyrir okkur nýja skýrslu sem meirihluti fjárlaganefndar samdi. Í skýrslunni eru háfleygar lýsingar á aðdraganda Hrunsins þar sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir Haarde forsætisráðherra sköpuðu stórkostleg tækifæri fyrir Steingrím J. og helstu embættismenn íslenska ríkisins til þess að afla íslensku samfélagi...

Að krefjast en vilja ekki

Þessa dagana liggur fyrir Alþingi nýr búvörusamningur þar sem tekið er m.a. á starfsskilyrðum sauðfjárframleiðslu á Íslandi. Rætt er um að skuldbinda ríkissjóð um nokkra tugi milljarða króna greiðslu til sauðfjárræktar. Það fer ekki á milli mála að tryggja þarf byggð í sveitum þar sem sauðfjárrækt hefur verið undirstaða búsetu og tryggja framboð á lambakjöti fyrir innanlandsmarkað. Frumskilyrði fyrir ríkisstuðningi...

Alþingi og lánsveðsmálin

Það voru margar fjölskyldur sem gripu til þess ráðs fyrir hrun að kaupa íbúð með aðstoð ættingja og vina um lánsveð til þess að eiga fyrir útborgun við kaup á fyrstu íbúð. Þegar ákveðið var að fara 110% skuldaleiðréttingaleiðina árið 2011 voru þau alvarlegu mistök gerð að miða einungis við þau lán sem hvíldu á íbúð viðkomandi, en ekki taka...