Guðmundur

Guðmundur

Guðmundur Gunnarsson er sex barna faðir í Grafarvoginum. Hann hefur verið virkur pistlahöfundur í nær þrjá áratugi í prentmiðlum og síðar á blogginu. Pistlar hans hafa einkennst af vangaveltum um samfélagsgerðina frá sjónarhorni heimilanna og launamanna, auk hans helsta áhugamáls náttúru og útivistar. Hann er rafvirki auk framhaldsnáms í greininni. Hann lauk auk þess námi frá Kennaraháskólanum og margskonar áföngum í stjórnun og hagfræði í háskólum innanlands og utan. Hann starfaði sem rafvirki á almenna markaðnum og hjá Ísal. Síðan við uppbyggingu starfsmenntakerfis í atvinnulífinu og fór þaðan því yfir í fagpólitíkina sem formaður Félags rafvirkja og síðar Rafiðnaðarsambandsins. Síðustu ár hefur hann unnið sjálfstætt m.a. við ritstörf.
Sjálfsskaparvíti stjórnenda álversins í Straumsvík

Guðmundur

Sjálfsskaparvíti stjórnenda álversins í Straumsvík

Enn eina ferðina teflir stjóriðjan fram heimasmíðuðum fjölmiðlaspuna. Rifjum aðeins upp aðdraganda raforkusamnings álversins í Straumsvík. Árið 2006 stóðu yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um að Alcan fengi stærri lóð. Fyrirtækið vildi bæta við kerskálum svo ná mætti meiri hagkvæmni í rekstrinum. Bæjarstjórn tók málinu með jákvæðni og setti málið í lögformlegan farveg sem endar með atkvæðagreiðslu meðal allra íbúa Hafnafjarðar....

Skilið sparifé okkar!!

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Nú hefur komið fram að Alþingi hefur tekið 23 milljarða úr Ofanflóðasjóð og nýtt þá fjármuni í önnur gæluverkefni í stað þess að verja heimili landsmanna. Við samþykktum á sínum tíma að greiða þann aukaskatt í kjölfar mikilla hörmunga, en nú liggur fyrir að það hefur ekki verið gert. Félagsmálaráðherra hefur nýverið upplýst okkur að ríkisstjórnin tæki til sín árlega...

Og svo kom blessað rafmagnið

Guðmundur

Og svo kom blessað rafmagnið

Þar sem maður situr hér í aðdraganda jólanna í öllum þeim þægindum sem við höfum búið okkur reikar hugurinn til þess að það er ekki langt síðan að hin þægilegu rafmagnstæki voru ekki til staðar til að gera okkur lífið þægilegra, og reyndar svipaður tími síðan vatnsveitur voru heldur ekki til hér á landi. Við vorum reyndar nýverið minnt harkalega...

Ríkiskapitalismi auðstéttarinnar

Guðmundur

Ríkiskapitalismi auðstéttarinnar

Það slær mann hversu ofsafengin viðbrögð leiðandi stjórnmálaflokka verða þegar þess er krafist að farið verði að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 82% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem eru ekki í einkaeigu yrðu lýstar sem þjóðareign. Viðbrögð stjórnmálamanna og tiltekinna fjölmiðla segja manni að þar býr eitthvað að baki. Eitthvað sem þolir ekki dagsljósið. Og svo var tjöldunum svipt frá og...

Drengir sjáið þið ekki veisluna?

Guðmundur

Drengir sjáið þið ekki veisluna?

Þessa dagana birtist skýrslan á fætur annarri þar sem flett er ofan af þeim sýndarveruleika sem ríkisstjórnir Framsóknar og Sjálfstæðisflokks héldu á lofti árin fyrir Hrunið með dyggri aðstoð Seðlabankans og Viðskiptaráðs. Afleiðingarnar urðu skelfilegar fyrir mikinn hluta íslenskrar þjóðar þar sem 10 þús. heimili urðu gjaldþrota, þúsundir launamanna misstu vinnuna og sátu í óviðráðanlegri skuldasúpu. Fjölmargir lífeyrisþegar horfðu á...

Stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna

Guðmundur

Stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur Stjórnlagráðs þ. 20. okt. 2012 var spurt um hvort þjóðin teldi ástæðu að í nýrri stjórnskrá væru ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi. Þar var ekki verið að spyrja um hvort aðskilja ætti kirkju og ríki og þaðan af síður hvort þjóðkirkja ætti að vera í íslensku samfélagi eða ekki. Spurningin snérist einfaldlega um það hvort þjóðin...

Auðlindir í náttúru Íslands

Guðmundur

Auðlindir í náttúru Íslands

Nefnd formanna stjórnmálaflokka á Alþingi hefur nú samið sína eigin tillögu að grein um náttúruvernd í stjórnarskrá. Þessi tillaga gengur of skammt, meðal annars vegna þess að hún tryggir ekki með nægilega góðum hætti sjónarmið um sjálfbæra þróun. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sett fram alvarlegar athugasemdir við tillögu sem Alþingi hyggst leggja fram. Samstökin benda á að um væri...

Í tilefni dags íslenskrar náttúru : Hvað er hálendisþjóðgarður?

Guðmundur

Í tilefni dags íslenskrar náttúru : Hvað er hálendisþjóðgarður?

Undanfarnar vikur hefur borið á margskonar harla einkennilegum fullyrðingum um þann skaða sem hugmyndir um þjóðgarða geti valdið íslensku samfélagi og hagkerfinu. Því er blákalt haldið fram haldið fram að með þjóðgörðum verði komið í veg fyrir nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir, beitilandi verði tekið af bændum og gengið svo langt að fullyrða að með þjóðgarði á hálendinu verði komið í veg fyrir...

Þráin eftir frelsi

Guðmundur

Þráin eftir frelsi

Þéttbýliskjarnar mótuðust hér á landi ekki með sama hætti og var annarsstaðar í Evrópu. Fólksfjölgun var hér lítil á miðöldum og lausamennska mun minni. Því var haldið fram í kennslubókum fram eftir síðustu öld eða allt fram til 1960-1970, að saga Íslands hefði einkennst af baráttu milli góðra Íslendinga og vondra erlendra manna. Fullyrðingu reistri á einfaldaðri mynd af verslunareinoki...

Hinn séríslenski kraftur. Lausnin á efnahagsvandanum?

Guðmundur

Hinn séríslenski kraftur. Lausnin á efnahagsvandanum?

Þegar maður hlustar á umræðuna eins og hún gengur þessa dagana rifjaðist upp kröftug umræða sem fór fram á snaggaralegum sambandsstjórnarfundi Rafiðnaðarsambandsins í apríl 2008. Á árinu 2006 og 2007 fór að bera á dökkum skýjabökkum á himni efnahagslegrar stefnu ríkisstjórna Geir H. Haarde. Ráðherrar nágrannalanda okkar höfðu samband við ríkisstjórnina og Seðlabankann með ábendingum um að Ísland yrði að...

Félagslega húsnæðiskerfið lagt af

Guðmundur

Félagslega húsnæðiskerfið lagt af

Í tengslum við þau átök sem nú standa yfir um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins er eiginlega nauðsynlegt að rifja upp hvernig staðið var að því að slátra verkamannabústaðakerfinu. Það er búið að svelta heilbrigðiskerfið undanfarin ár í þeim tilgangi einum að einkavæða það eins og umræðan í kringum Klinikina er dæmi um. Þetta er nákvæmlega sama aðferðafræði og ríkistjórnir Davíðs Oddsonar og...

Sólskinsblettirnir munu vonandi stækka þegar þjóðin fer að átta sig á umheiminum

Guðmundur

Sólskinsblettirnir munu vonandi stækka þegar þjóðin fer að átta sig á umheiminum

Þorvaldur Thoroddsen (1855 – 1921) er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðfræði Íslands og með mikilvirkustu rithöfundum Íslandssögunnar og snúast flest hans skrif um það og náttúru landsins, eins og sjá má á Vísindavef Háskólans. Þorvaldur skrifaði ákaflega áhugaverða grein í Eimreiðina 1. sept. 1910 þar sem...

Þriðji orkupakkinn

Guðmundur

Þriðji orkupakkinn

Þingmenn komast ekki upp úr spori sjálfstortímingar og viðhalda falli trausts Alþingis. Þar má nefna örfá dæmi Hrunið, Wintris, Panamaskjölin, Icesave, Klausturheimsókn, Kjararáð, Landsdómur og Mannréttindadómstóll og nú fer fram umræðan um 3ja orkupakkann. Enn eina ferðina eru þingmenn komnir í þekktan farveg með upphrópunum, lýðskrumi og innistæðulausum fullyrðingum og virðing Alþingis visnar. Í umræðu þeirra er sjaldgæft að bent...

Þetta gengur ekki lengur Katrín

Guðmundur

Þetta gengur ekki lengur Katrín

Við upplifum það nánast daglega að í fréttatímana mætti ráðherrar og stjórnarþingmenn og endurtaki fullyrðingar um eittvað sem fáir kannast við. Þar er dreginn upp einhver sýndarveruleika sem yfirstéttin vill að við trúum. Þar er purrkunarlaust breitt yfir misgjörðir manna úr þeirra eigin röðum og öllum brögðum beitt til þess að viðhalda völdunum. Við fólkið í landinu upplifun það að...

Árás á fullveldi Íslands

Guðmundur

Árás á fullveldi Íslands

 Viðbrögð ráðherra vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu eru vægt sagt einkennileg. Ríkisstjórnin átti ekki von á því að dómur MDE í Landsréttarmálinu myndi falla á þann veg sem hann gerði. Það er harla einkennileg afstaða því að af 15 dómurum sem voru skipaðir í Landsrétt höfðu einungis 11 þeirra verið valdir hæfastir af valnefnd. Dómsmálráðherra sótti fjóra nýja dómara án viðunandi...

Pálslögin og verkfallsaðgerðir

Guðmundur

Pálslögin og verkfallsaðgerðir

Í umræðum um komandi kjaraviðræður í byrjun nýs árs, sem verða þær umfangsmestu sem hér hafa farið fram um langt skeið þar sem nánast allir kjarasamningar verða lausir á næstu vikum, hefur komið fram þekkingarleysi á ákvæðum núgildandi vinnulöggjafar og jafnvel vísað til fyrirvaralítilla skæru verkfalla sem voru oft ástunduð í kjarabaráttunni fram eftir síðustu öld. Í þessum pistli er...