Davíð Stefánsson

Fjöldamorð og Eurovision – opið bréf og áskorun til RÚV

B.t. Magnúsar Geirs Þórðarsonar og Skarphéðins Guðmundssonar

 

Kæru Magnús og Skarphéðinn.

Hér er opið bréf. Og til öryggis – vegna þess að ég læt oft móðan mása þegar mér liggur mikið á hjarta – er hér strax áskorun til ykkar beggja og allra innan RÚV sem hafa völd til að taka ákvarðanir: 

Ef Eurovision-keppnin verður þrátt fyrir allt haldin í Ísrael skora ég á ykkur að bjóða Palestínu til leiks árið 2019.

Það er vel hægt að tína til mótrök. Hér eru nokkur – og sennilega hafa mörg þeirra þotið í gegnum huga ykkar síðustu daga:

– Ísrael mátti taka þátt – af hverju má Ísrael þá ekki vinna keppnina og halda næstu?

– Við eigum ekki að blanda saman pólitík og afþreyingu.

– Reglurnar um þátttökuþjóðir leyfa það ekki.

– Það gengur ekki vegna þess að [ótal rök sem tengjast hefðum og ríkjandi reglum].

Ég skal játa að þátttaka Ísraels hefur ekki truflað mig mikið síðustu árin. Stundum hef ég hugsað „af hverju í ósköpunum er Ísrael með í keppninni?“ og stundum hef ég hugsað „djöfull erum við góð í að leiða hjá okkur óþægilegar staðreyndir um aðrar þjóðir“. En það hefur ekki náð neitt lengra.

Svona er ég – eins og kannski flestir – snjall í að pródúsera staðreyndir ofan í sjálfan mig.

Snjall í að afneita staðreyndum sem eiga sér stað í fjarlægu landi.

Snjall í að afneita ólöglegu hernámi – sem á 70 ára afmæli um þessar mundir.

Snjall í að afneita fjöldamorðum.

* * *

Ég þekki ykkur báða af góðu einu. Og ég þykist vita að hugur ykkar beggja er með Palestínumönnum og að sjálfir styðjið þið ekki málstað Ísraela.

Ég er að skora á ykkur að taka af skarið og æða af krafti inn í þá rótgrónu og íhaldssömu menningarstofnun sem Eurovision er.

Ég er að skora á ykkur að gefa skít í það sem er „við hæfi“ að gera.

Ég er að skora á ykkur að standa með manneskjum í ánauð, manneskjum sem eru myrtar með köldu blóði, manneskjum sem missa vini og ættingja í fjöldamorðum.

 Bíð svars, vongóður.

 

Virðingarfyllst,

Davíð Stefánsson

 

* * *

 

Til glöggvunar eru hér tenglar á nokkra pistla sem ýttu mér út í að skrifa þessa áskorun:

Tvær sláandi ljósmyndir, teknar á sama tíma fyrir skömmu: https://www.facebook.com/alexrezashams/posts/10106213686998275

Arnar Eggert með samantekt um Eurovision sem virkan hluta af „rebranding“ hjá Ísrael: https://www.facebook.com/arnareggert/posts/10156418048606340

Umfjöllun Þórunnar Ólafsdóttur um sama mál: https://www.facebook.com/thorunn.olafsdottir.3/posts/10157691455913438

Pistill Eiríks Arnar Norðdahl, sem tínir til ótal góð rök bæði með og á móti sniðgöngu:

http://starafugl.is/2018/oeirdir-i-leikfangalandi/

Heimskort sem sýnir þær þjóðir heims sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu: Höfundur: Night w, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=18142310  

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
1

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
2

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
3

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
5

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
6

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·

Mest deilt

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
1

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
2

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
3

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
5

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Vinstra megin við Garðabæ
6

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·

Mest deilt

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
1

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
2

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
3

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
5

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Vinstra megin við Garðabæ
6

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·

Mest lesið í vikunni

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
3

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
6

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·

Mest lesið í vikunni

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
3

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
6

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·

Nýtt á Stundinni

Listapúkinn lætur sólina skína

Listapúkinn lætur sólina skína

·
Sannleiksseggur lætur að sér kveða

Gunnar Hersveinn

Sannleiksseggur lætur að sér kveða

·
Vinstra megin við Garðabæ

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·
Breytileiki tekna á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Breytileiki tekna á Íslandi

·
Systraást og samstaða

Systraást og samstaða

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

Illugi Jökulsson

Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·