Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

„Fokk ný stjórnarskrá!“

Valdastéttin segir: „Fokk ný stjórnarskrá!“

Ég er nánast orðlaus, þó ekki alveg. En orðin eru fá núna og þau einu sem skipta einhverju máli eru þessi:

Íslensk valdastétt hefur aldrei birst okkur skýrar en núna, eftir Panama-skjölin og eftir hegðun stjórnarflokkanna undanfarinn mánuð.

Íslensk valdastétt er núna að gera ALLT sem hún getur til að stöðva yfirvofandi stjórnarskrárbreytingar. Eftir að Andri Snær steig fram með áherslu sína á stjórnarskrána fór allt af stað. Þetta varð að stöðva.

Íslensk valdastétt hristist og skelfur – sama dag og hrunkvöðullinn Davíð Oddsson tilkynnir um forsetaframboð sendir Bjarni Ben frá sér tvenn skýr skilaboð:

  • ég styð Davíð Oddsson = kjósið Davíð Oddsson
  • stjórnarskrána verður að stöðva = kjósið Davíð Oddsson

Ef íslensku valdastéttinni tekst þetta verður erfitt að sjá fyrir sér heilbrigt Ísland næstu áratugina – við erum ekki einu sinni búin að jafna okkur á síðustu valdatíð Davíðs Oddssonar.

Valdastéttin segir: „Fokk ný stjórnarskrá!“ Hverju ætlum við að svara ... hvernig ætlum við að afstýra þessu slysi?

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu