Davíð Stefánsson

Davíð Stefánsson

Davíð er áhugamaður um tungumál, menningu, samfélagsmál og stjórnmál. Hann er ljóðskáld, bókmenntafræðingur, námsefnishöfundur, þýðandi, ritstjóri og fyrirlesari ... svo fátt eitt sé nefnt.
Fjöldamorð og Eurovision – opið bréf og áskorun til RÚV

Davíð Stefánsson

Fjöldamorð og Eurovision – opið bréf og áskorun til RÚV

·

B.t. Magnúsar Geirs Þórðarsonar og Skarphéðins Guðmundssonar Kæru Magnús og Skarphéðinn. Hér er opið bréf. Og til öryggis – vegna þess að ég læt oft móðan mása þegar mér liggur mikið á hjarta – er hér strax áskorun til ykkar beggja og allra innan RÚV sem hafa völd til að taka ákvarðanir: Ef Eurovision-keppnin verður þrátt fyrir allt haldin...

Af hverju er Framsóknarflokkurinn ónýtur?

Davíð Stefánsson

Af hverju er Framsóknarflokkurinn ónýtur?

·

Sigmundur Davíð eyðilagði ekki Framsóknarflokkinn. Það voru meðvirk, huglaus og valdafíkin viðbrögð fólksins í kringum hann sem gerðu það. Allir í þingflokknum bera ríka ábyrgð á atburðum síðustu mánaða – og af þeim sökum eru þau öll sem eitt komin út af mínu sakramenti. Fyrir fullt og allt. Síðan í apríl hefur þetta gerst (listinn er alls ekki tæmandi): ...

Tækifærið: Eftir Útey (fimm árum síðar)

Davíð Stefánsson

Tækifærið: Eftir Útey (fimm árum síðar)

·

(Þessi pistill birtist fyrst á Vísi í júlí 2011 og er endurbirtur hér þegar fimm ár eru liðin frá hryðjuverkunum í Útey) Ég veit ekki mikið um Jens Stoltenberg. Hann er norskur stjórnmálamaður, og sem slíkur er hann líklega ekkert verri eða betri en önnur eintök úr þeirri stétt. En mig langar til að leggja út af nokkrum orðum...

„Fokk ný stjórnarskrá!“

Davíð Stefánsson

„Fokk ný stjórnarskrá!“

·

Valdastéttin segir: „Fokk ný stjórnarskrá!“ Ég er nánast orðlaus, þó ekki alveg. En orðin eru fá núna og þau einu sem skipta einhverju máli eru þessi: Íslensk valdastétt hefur aldrei birst okkur skýrar en núna, eftir Panama-skjölin og eftir hegðun stjórnarflokkanna undanfarinn mánuð. Íslensk valdastétt er núna að gera ALLT sem hún getur til að stöðva yfirvofandi stjórnarskrárbreytingar. Eftir að...

Unga fólkið og spillingin

Davíð Stefánsson

Unga fólkið og spillingin

·

Kannski hvarflaði að þér að þessi pistill fjallaði um það hversu spillt unga fólkið er á Íslandi nú til dags? Nei. Hann fjallar hins vegar um það hvar unga fólkið er í dag, hvar það er ekki – og hvað það getur gert til að breyta íslenskum stjórnmálum. Í mínum huga er ungt fólk einmitt andstæðan við spillingu og þess...

​Þess vegna líður okkur svona

Davíð Stefánsson

​Þess vegna líður okkur svona

·

Botninum er náð. Íslenskt lýðræði er ónýtt, eyðilagt af fáeinum toppum í ríkisstjórnarflokkunum og þeirri meðvirku og samábyrgu hjörð sem þá umkringir. Sigurður Ingi er formlega orðinn forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa lýst því yfir úr ræðustóli Alþingis að aflandsviðskipti væru í góðu lagi, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa varið Sigmund Davíð með því að...

„Við vorum ekki fædd með raddir út af engu“

Davíð Stefánsson

„Við vorum ekki fædd með raddir út af engu“

·

Mér var ýtt út í þessi skrif. Ég þurfti hjálp, áminningu. Það gerðist eiginlega óvart, eða fyrir hendingu, eins og svo margt gott sem gerist í þessum margræða heimi. Og það gerðist á Facebook, af öllum stöðum. Heróp til góða fólksins Allan síðastliðinn föstudag hugsaði ég um að skrifa grein sem átti að bera heitið „Heróp eða ákall til þeirra...