Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Njósnaleikurinn (eftir Peter Singer)

Njósnaleikurinn (eftir Peter Singer)

Það er Edward Snowden að þakka að núna veit ég að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, er að njósna um mig. NSA notar Google, Facebook, Verizon, og önnur internet- og samskiptafyrirtæki til að safna ógrynni af stafrænum upplýsingum um mig sem innihalda án efa upplýsingar um tölvupóstana mína, símtöl og kreditkortanotkun.

Ég er ekki bandarískur ríkisborgari, og því er þetta allt löglegt. Og, jafnvel ef ég væri bandarískur ríkisborgari, þá er mögulegt að mikið af upplýsingum um mig myndu hafa verið safnað hvort sem væri þó það hefði ekki verið hluti af beinu markmiði eftirlitsaðgerða.

Ætti mér að vera ofboðið yfir þessum átroðningi á mitt einkalíf? Hefur heimur George Orwells úr 1984 lokins orðið að veruleika, þremur áratugum of seint? Er Stóri Bróðir að fylgjast með mér? 

Mér er ekki ofboðið. Byggt á því sem ég veit nú þegar þá er mér bara nokkuð sama. Það er líklega engin að lesa tölvupóstinn minn eða að hlusta á Skype samtölin mín. Magn stafrænna upplýsinga sem NSA safnar gerir slíkt ómögulegt.

Þess í stað þá leita tölvuforrit að mynstrum sem samræmast grunsamlegum atvikum og sérfræðingar greina gögnin í þeirri von að koma í veg fyrir hryðjuverk. Þetta ferli er ekki svo ólíkt þeirri gagnasöfnun og greiningu sem mörg fyrirtæki nota til að markaðsetja auglýsingar sínar, eða gefa leitarniðurstöður á netinu sem við erum líklegust til að vilja fá.

Spurningin er ekki hvaða upplýsingar ríkisstjórnir, eða fyrirtæki, safna heldur hvað þau gera við upplýsingarnar. Mér væri til dæmis oboðið ef bandaríska ríkisstjórnin væri að nota persónuupplýsingar sem hún safnar til þess að fjárkúga erlenda ráðamenn til að þjóna bandarískum hagsmunum, eða ef slíkum upplýsingum væri lekið í fjölmiðla til að koma óorði á gagnrýnendur Bandaríkjanna. Það væri raunverulegur skandall.

Ef, hinsvegar, ekkert slíkt hefur gerst og það eru skilvirkir öryggisventlar til staðar til að tryggja að það gerist ekki þá situr eftir spurningin hvort þessi mikla gagnasöfnun verndi okkur í raun og veru gegn hryðjuverkum og hvort við erum að fá virði frá peningunum sem eytt er í aðgerðina. NSA fullyrðir að samskiptaeftirlitið hafi komið í veg fyrir yfir 50 hryðjuverkaárásir síðan 2001. Ég veit ekki hvernig á að meta þá fullyrðingu, eða hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir þessar árásir á annan hátt.

Spurningin um virði peninganna er jafnvel enn vandasamari að svara. Árið 2010 birti Wahington Post stóra skýrslu um “Top Secret America”. Eftir tveggja ára rannsókn meir en tólf blaðamanna þá var niðurstaða skýrslunnar að engin vissi hversu mikið aðgerðir bandarískra upplýsingaöflunar kosta, né hversu margir starfsmenn eru þar að störfum.

Washington Post tilkynnti að á þessum tíma væru 854.000 manns með “top secret” öryggisheimildir. Í dag er þessi tala álytin vera 1.4 milljón manns. (Bara tölunar eru hugarefni þess hvort misbeiting á persónupplýsingum til fjárkúgunar eða annarskonar einkanota sé óumflýjanleg.)

Hvað sem okkur þykir um eftirlitsaðgerðir NSA þá hefur bandarískra ríkisstjórnin brugðist of harkalega við upplýsingunum um það. Hún ógilti vegabréf Snowdens og skrifaði ríkisstjórnum og bað um að þau myndu hafna öllum beiðnum um hæli sem hann kynni að biðja um. Stórmerkilegast af öllu þá lítur út fyrir að Bandaríkin hafi legið að baki þess að Frakkland, Spánn, Ítalía og Portúgal leyfðu ekki forsetaflugvél Evo Morales, forseta Bólivíu, að fljúga inn í lofthelgi þeirra þegar hann var á leið heim frá Moskvu. Morales þurfti að lenda í Vín og leiðtogar Suður-Ameríku voru bálreiðir yfir því sem þeir litu á sem móðgun við virðingu þeirra.

Þeir sem eru fylgjandi lýðræði ættu að hugsa sig vel og lengi áður en þeir lögsækja fólk eins og Julian Assange, Chelsea Manning, og Snowden. Ef við teljum að það sé gott að búa við lýðræði þá verðum við að trúa því að almenningur ætti að vita eins mikið og mögulegt er um hvað kjörin ríkisstjórn er að gera. Snowden sagði að hann hafði gert birtingarnar vegna þessa að “almenningur þarf að ákveða hvort þessar aðgerðir og stefnur séu réttar eða rangar.”

Ef við teljum að það sé gott að búa við lýðræði þá verðum við að trúa því að almenningur ætti að vita eins mikið og mögulegt er um hvað kjörin ríkisstjórn er að gera.

Þar hefur hann rétt fyrir sér. Hvernig getur lýðræði ákvarðað hvort það ætti að vera eftirlit á vegum ríkisins líkt og NSA stundar ef það hefur enga vitneskju að slíkt prógram sé til staðar? Vel að merkja þá leiddu gagnalekar Snowdens í ljós að James Clapper, forstjóri National Intelligence, afvegaleiddi þingið um eftirlitsaðgerðir NSA í vintisburði sínum við yfirheyrslur Senate Intelligence Committee.

Þegar Washington Post (ásamt The Guardian) birti upplýsingarnar sem Snowden veitti, þá voru Bandaríkjamenn spurðir hvort þeir studdu eða væru andsnúnir upplýsingasöfnun NSA. Um 58% aðspurðra studdu söfnunina. Samt sýndi sama könnun að aðeins 43% studdu það að lögsækja Snowden fyrir að birta upplýsingar um aðgerðir NSA á meðan 48% voru því andsnúnir.

Könnunin gaf einnig til kynna að 65% styðja obinberar yfirheyrslur þingsins um eftirlitsaðgerðir NSA. Ef það gerist þá verðum við öll miklu betur upplýst vegna birtinga Snowdens. 

 


Þessi pistill er eftir heimspekinginn Peter Singer og birtist fyrst á skoðannasíðunni Project Syndicate undir heitinu The Spy Games. Pistillinn var endurútgefinn í nýjustu bók Peter Singers: Ethics in the Real World - 82 Brief Essays on Things That Matter.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Andri Sigurðsson
3
Blogg

Andri Sigurðsson

Verka­lýðs­hreyf­ing­in í dauða­færi að krefjast fé­lags­legs hús­næð­is­kerf­is

Rík­is­stjórn­in er í her­ferð til að sann­færa kjós­end­ur um að hún ætli sér að leysa hús­næð­is­vand­ann. Tal­að er um að einka­að­il­ar, mark­að­ur­inn, byggi 35 þús­und íbúð­ir. En þessi her­ferð er auð­vit­að bara "smoke and mirr­ors" eins og venju­lega. Eins og bú­ast mátti við eru eng­ar hug­mynd­ir þarna um að rík­ið komi að mál­um á neinn hátt nema með því að beita...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
Gunnar Hersveinn
Pistill

Gunnar Hersveinn

Gerðu það, reyndu að vera eðli­leg!

„Hvað er eðli­legt?“ skrif­ar Gunn­ar Her­sveinn. „Hent­ar það stjórn­end­um valda­kerfa best að flestall­ir séu venju­leg­ir í hátt­um og hugs­un? Hér er rýnt í völd og sam­fé­lags­gerð, með­al ann­ars út frá skáld­sög­unni Kjör­búð­ar­kon­an eft­ir jap­anska höf­und­inn Sayaka Murata sem varp­ar ljósi á marglaga valda­kerfi og kúg­un þess. Hvaða leið­ir eru fær­ar and­spæn­is yf­ir­þyrm­andi hópþrýst­ingi gagn­vart þeim sem virð­ast vera á skjön?“