Benjamín Sigurgeirsson

Njósnaleikurinn (eftir Peter Singer)

Það er Edward Snowden að þakka að núna veit ég að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, er að njósna um mig. NSA notar Google, Facebook, Verizon, og önnur internet- og samskiptafyrirtæki til að safna ógrynni af stafrænum upplýsingum um mig sem innihalda án efa upplýsingar um tölvupóstana mína, símtöl og kreditkortanotkun.

Ég er ekki bandarískur ríkisborgari, og því er þetta allt löglegt. Og, jafnvel ef ég væri bandarískur ríkisborgari, þá er mögulegt að mikið af upplýsingum um mig myndu hafa verið safnað hvort sem væri þó það hefði ekki verið hluti af beinu markmiði eftirlitsaðgerða.

Ætti mér að vera ofboðið yfir þessum átroðningi á mitt einkalíf? Hefur heimur George Orwells úr 1984 lokins orðið að veruleika, þremur áratugum of seint? Er Stóri Bróðir að fylgjast með mér? 

Mér er ekki ofboðið. Byggt á því sem ég veit nú þegar þá er mér bara nokkuð sama. Það er líklega engin að lesa tölvupóstinn minn eða að hlusta á Skype samtölin mín. Magn stafrænna upplýsinga sem NSA safnar gerir slíkt ómögulegt.

Þess í stað þá leita tölvuforrit að mynstrum sem samræmast grunsamlegum atvikum og sérfræðingar greina gögnin í þeirri von að koma í veg fyrir hryðjuverk. Þetta ferli er ekki svo ólíkt þeirri gagnasöfnun og greiningu sem mörg fyrirtæki nota til að markaðsetja auglýsingar sínar, eða gefa leitarniðurstöður á netinu sem við erum líklegust til að vilja fá.

Spurningin er ekki hvaða upplýsingar ríkisstjórnir, eða fyrirtæki, safna heldur hvað þau gera við upplýsingarnar. Mér væri til dæmis oboðið ef bandaríska ríkisstjórnin væri að nota persónuupplýsingar sem hún safnar til þess að fjárkúga erlenda ráðamenn til að þjóna bandarískum hagsmunum, eða ef slíkum upplýsingum væri lekið í fjölmiðla til að koma óorði á gagnrýnendur Bandaríkjanna. Það væri raunverulegur skandall.

Ef, hinsvegar, ekkert slíkt hefur gerst og það eru skilvirkir öryggisventlar til staðar til að tryggja að það gerist ekki þá situr eftir spurningin hvort þessi mikla gagnasöfnun verndi okkur í raun og veru gegn hryðjuverkum og hvort við erum að fá virði frá peningunum sem eytt er í aðgerðina. NSA fullyrðir að samskiptaeftirlitið hafi komið í veg fyrir yfir 50 hryðjuverkaárásir síðan 2001. Ég veit ekki hvernig á að meta þá fullyrðingu, eða hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir þessar árásir á annan hátt.

Spurningin um virði peninganna er jafnvel enn vandasamari að svara. Árið 2010 birti Wahington Post stóra skýrslu um “Top Secret America”. Eftir tveggja ára rannsókn meir en tólf blaðamanna þá var niðurstaða skýrslunnar að engin vissi hversu mikið aðgerðir bandarískra upplýsingaöflunar kosta, né hversu margir starfsmenn eru þar að störfum.

Washington Post tilkynnti að á þessum tíma væru 854.000 manns með “top secret” öryggisheimildir. Í dag er þessi tala álytin vera 1.4 milljón manns. (Bara tölunar eru hugarefni þess hvort misbeiting á persónupplýsingum til fjárkúgunar eða annarskonar einkanota sé óumflýjanleg.)

Hvað sem okkur þykir um eftirlitsaðgerðir NSA þá hefur bandarískra ríkisstjórnin brugðist of harkalega við upplýsingunum um það. Hún ógilti vegabréf Snowdens og skrifaði ríkisstjórnum og bað um að þau myndu hafna öllum beiðnum um hæli sem hann kynni að biðja um. Stórmerkilegast af öllu þá lítur út fyrir að Bandaríkin hafi legið að baki þess að Frakkland, Spánn, Ítalía og Portúgal leyfðu ekki forsetaflugvél Evo Morales, forseta Bólivíu, að fljúga inn í lofthelgi þeirra þegar hann var á leið heim frá Moskvu. Morales þurfti að lenda í Vín og leiðtogar Suður-Ameríku voru bálreiðir yfir því sem þeir litu á sem móðgun við virðingu þeirra.

Þeir sem eru fylgjandi lýðræði ættu að hugsa sig vel og lengi áður en þeir lögsækja fólk eins og Julian Assange, Chelsea Manning, og Snowden. Ef við teljum að það sé gott að búa við lýðræði þá verðum við að trúa því að almenningur ætti að vita eins mikið og mögulegt er um hvað kjörin ríkisstjórn er að gera. Snowden sagði að hann hafði gert birtingarnar vegna þessa að “almenningur þarf að ákveða hvort þessar aðgerðir og stefnur séu réttar eða rangar.”

Ef við teljum að það sé gott að búa við lýðræði þá verðum við að trúa því að almenningur ætti að vita eins mikið og mögulegt er um hvað kjörin ríkisstjórn er að gera.

Þar hefur hann rétt fyrir sér. Hvernig getur lýðræði ákvarðað hvort það ætti að vera eftirlit á vegum ríkisins líkt og NSA stundar ef það hefur enga vitneskju að slíkt prógram sé til staðar? Vel að merkja þá leiddu gagnalekar Snowdens í ljós að James Clapper, forstjóri National Intelligence, afvegaleiddi þingið um eftirlitsaðgerðir NSA í vintisburði sínum við yfirheyrslur Senate Intelligence Committee.

Þegar Washington Post (ásamt The Guardian) birti upplýsingarnar sem Snowden veitti, þá voru Bandaríkjamenn spurðir hvort þeir studdu eða væru andsnúnir upplýsingasöfnun NSA. Um 58% aðspurðra studdu söfnunina. Samt sýndi sama könnun að aðeins 43% studdu það að lögsækja Snowden fyrir að birta upplýsingar um aðgerðir NSA á meðan 48% voru því andsnúnir.

Könnunin gaf einnig til kynna að 65% styðja obinberar yfirheyrslur þingsins um eftirlitsaðgerðir NSA. Ef það gerist þá verðum við öll miklu betur upplýst vegna birtinga Snowdens. 

 


Þessi pistill er eftir heimspekinginn Peter Singer og birtist fyrst á skoðannasíðunni Project Syndicate undir heitinu The Spy Games. Pistillinn var endurútgefinn í nýjustu bók Peter Singers: Ethics in the Real World - 82 Brief Essays on Things That Matter.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
2

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Hve lágt má leggjast?
3

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
4

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Dauðans alvara
5

Heiða Björg Hilmisdóttir

Dauðans alvara

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“
6

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
7

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest deilt

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
2

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“
3

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri
4

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

·
Hve lágt má leggjast?
5

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
6

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·

Mest deilt

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
2

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“
3

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri
4

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

·
Hve lágt má leggjast?
5

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
6

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
3

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
4

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
5

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
3

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
4

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
5

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Nýtt á Stundinni

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·
Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

·
Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

·
71% umsókna um vernd synjað

71% umsókna um vernd synjað

·
Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·
Þegar Marvin skrapp á mótmæli

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

·
Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·