Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Herkænska gegn örveruárásum

Herkænska gegn örveruárásum

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (e. World Health Organization) þá er sýklalyfjaónæmi baktería ein mesta ógn við hnattræna heilsu mannkyns. Það að bakteríur myndi með tímanum ónæmi gegn sýklalyfjum er eðlileg þróun, en aukin notkun á sýklalyfjum hraðar ferlinu til muna og hjálpar bakteríum til þess að koma upp sterkum stofni með ónæmi.

Með auknu sýklalyfjaónæmi þá verður erfiðara að meðhöndla alvarleg veikindi og léttvæg veikindi á borð við sár, hálsbólgu og eyrnabólgu, geta orðið alvarleg. Nú þegar hýsa milljónir manna ónæmar bakteríur og um 750 þúsund manns láta lífið af völdum ónæmra baktería á hverju ári. Sýklalyfjaónæmi á meðal baktería hefur aukist mikið á seinustu árum og má ætla, ef ekkert verður að gert, að margar milljónir manna komi til með að deyja í auknum mæli. Spár sýna að árleg dauðsföll vegna þessa gætu verið í kringum 10 milljónir árið 2050. Það er því ljóst að til þess að takast á við þetta vandamál af einhverju ráði þá verðum við að draga verulega úr notkun á sýklalyfjum.
   Hvernig ætli það sé best farið að því? Í hvað erum við að nota þessi sýklalyf og er mögulega hægt að draga úr þeirri notkun? Það eru sennilega fæst okkar sem aldrei hafa notað sýklalyf og flest erum við þakklát fyrir það aðgengi sem við höfum að sýklalyfjum þegar á þarf að halda.
   Ættum við þá sjálf að forðast, eða bíða með að nota sýklalyf þegar við verðum veik? Myndi sú minnkun sýklalyfjanotkunar stuðla að því að stemma stigu við stökkbreytingum baktería í átt að ónæmi? Kannski að einhverju leyti. Það er í sjálfu sér skynsamlegt að taka ekki sýklalyf að óþörfu en notkun mannfólks á sýklalyfjum er í raun ekki helsti drifkraftur að ónæmi baktería gegn sýklalyfjum.

Staðreyndin er sú að það eru önnur dýr heldur en mannfólk sem neyta hvað mest af sýklalyfjum. Þettu eru dýr sem búa við mjög fábrotnar og þröngar aðstæður, til að mynda langflest svín og langflest hænsn sem búa á jörðinni. Önnur dýr sem búa við sambærilegar aðstæður eru svo laxar í laxeldi. Þetta ferli sem gengur út á að fjöldaframleiða þessi dýr til manneldis krefst þess að dýrunum sé gefið mikið af sýklalyfjum. Þeim eru ekki gefin þessi lyf beinlínis til þess að meðhöndla eða lækna einhver veikindi, líkt og við mannfólkið notum þessi lyf yfirleitt, heldur eru þeim gefin sýklalyf í massavís til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og veikindi áður en þau spretta fram.
   Ástæðan fyrir því að þessi dýr, fremur en önnur, þurfa að taka inn sýklalyf í fyrirbyggjandi skyni er tilkomin vegna þeirra aðstæðna sem við búum þeim í framleiðsluferlinu en þær aðstæður einkennast einna helst af óeðlilega miklum þrengslum og frelsisskerðingu. Þessar aðstæður fela bæði í sér að dýrin eru mjög nálægt hverju öðru sem og eigin úrgangi. Þessi tvö atriði skapa svo kjöraðstæður fyrir bakteríur til að þrífast, þróast og valda usla.
   Þessar aðstæður og almenn sýklalyfjanotkun í dýraiðnaði eins
korðast samt engan vegin við þessa þrjá hópa dýra sem nefndir eru hér að ofan. Meir að segja íslenska kindin er stórtækur neytandi sýklalyfja, eða öllu heldur íslensku lömbin. Íslensk lömb eiga það nefninlega á hættu á fá sjúkdóm sem heitir slefsýki sem leiðir til dauða (lömbin missa matarlystina og deyja úr hungri). Valdur slefsýki eru e. coli bakteríur sem finnast í saur. Ef að spenar mæðranna eru skítugar þá geta lömbin innbyrt þessar bakteríur við að næra sig. Eins eru eflaust aðrar skítugar leiðir fyrir bakteríunar að komast í lömbin. 
   Fyrir utan þessa notkun á sýklalyfjum, til þess að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma, þá eru sýklalyf í dýraiðnaði einnig mikið notuð einfaldlega vegna þess að neyslan hefur þau áhrif að dýrin
 þurfa minni fæðu til þess að ná fullnægjandi þyngd fyrir slátrun.Hvernig getum við minnkað þessa notkun á sýklalyfjum á meðal laxa, svína og kjúklinga? Á meðal lambanna okkar og annarra dýra? Ein hugmynd væri, að þar sem að þessi dýr eru ekki að taka þessi lyf sjálfviljug heldur erum við að gefa þeim þau, að þá liggur beinast við að við ættum að hætta að gefa þeim öll þessi sýklalyf. Það er góð hugmynd en ekki fullkomin því ef við hættum að gefa þessum dýrum þessi lyf í forvarnarskyni þá kemur stór hluti þeirra til með að veikjast, jafnvel deyja, og hugsanlega smita aðra. Þá mætti nálgast vandamálið frá annarri hlið:

Í stað þess að fallast á að það sé nauðsynlegt að gefa þurfi ótal dýrum, sem alin eru til manneldis, gífurlegt magn sýklalyfja þá ættum við að breyta framleiðsluháttum á þann veg að notkun sýklalyfja væri nær óþörf.

Besta leiðin að því markmiði er að draga úr framleiðslu okkar á þessum dýrum á afgerandi hátt og samhliða því að auka verulega það rými sem þessi dýr hafa þar sem þau myndu fá að búa við mun meira frelsi og meira hreinlæti en þau þekkja í dag. Með færri dýr við betri heilsu þá eru allar líkur á því að notkun sýklalyfja komi til með að minnka verulega.
   Sýklalyfjaónæmi er ógn sem þarf að bregðast við. Við vitum hvernig á að gera það og við vitum að við getum gert það. Verum til fyrirmyndar og gerum róttækar breytingar til þess að stöðva verksmiðjuframleiðslu á dýrum til manneldis, sér í lagi þar sem að sjúkdómaáhætta og sýklalyfjanotkun er sem mest. Þannig verjumst við hvað best næstu árásum örvera á heilsufar mannkyns.Myndefni tengt þessu:
Í hnotskurn: The Antibiotic Apocalypse Explained

NY Times: Revenge of the bacteria: Why we're losing the war

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Úkraínu, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.