Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Herkænska gegn örveruárásum

Herkænska gegn örveruárásum

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (e. World Health Organization) þá er sýklalyfjaónæmi baktería ein mesta ógn við hnattræna heilsu mannkyns. Það að bakteríur myndi með tímanum ónæmi gegn sýklalyfjum er eðlileg þróun, en aukin notkun á sýklalyfjum hraðar ferlinu til muna og hjálpar bakteríum til þess að koma upp sterkum stofni með ónæmi.

Með auknu sýklalyfjaónæmi þá verður erfiðara að meðhöndla alvarleg veikindi og léttvæg veikindi á borð við sár, hálsbólgu og eyrnabólgu, geta orðið alvarleg. Nú þegar hýsa milljónir manna ónæmar bakteríur og um 750 þúsund manns láta lífið af völdum ónæmra baktería á hverju ári. Sýklalyfjaónæmi á meðal baktería hefur aukist mikið á seinustu árum og má ætla, ef ekkert verður að gert, að margar milljónir manna komi til með að deyja í auknum mæli. Spár sýna að árleg dauðsföll vegna þessa gætu verið í kringum 10 milljónir árið 2050. Það er því ljóst að til þess að takast á við þetta vandamál af einhverju ráði þá verðum við að draga verulega úr notkun á sýklalyfjum.
   Hvernig ætli það sé best farið að því? Í hvað erum við að nota þessi sýklalyf og er mögulega hægt að draga úr þeirri notkun? Það eru sennilega fæst okkar sem aldrei hafa notað sýklalyf og flest erum við þakklát fyrir það aðgengi sem við höfum að sýklalyfjum þegar á þarf að halda.
   Ættum við þá sjálf að forðast, eða bíða með að nota sýklalyf þegar við verðum veik? Myndi sú minnkun sýklalyfjanotkunar stuðla að því að stemma stigu við stökkbreytingum baktería í átt að ónæmi? Kannski að einhverju leyti. Það er í sjálfu sér skynsamlegt að taka ekki sýklalyf að óþörfu en notkun mannfólks á sýklalyfjum er í raun ekki helsti drifkraftur að ónæmi baktería gegn sýklalyfjum.

Staðreyndin er sú að það eru önnur dýr heldur en mannfólk sem neyta hvað mest af sýklalyfjum. Þettu eru dýr sem búa við mjög fábrotnar og þröngar aðstæður, til að mynda langflest svín og langflest hænsn sem búa á jörðinni. Önnur dýr sem búa við sambærilegar aðstæður eru svo laxar í laxeldi. Þetta ferli sem gengur út á að fjöldaframleiða þessi dýr til manneldis krefst þess að dýrunum sé gefið mikið af sýklalyfjum. Þeim eru ekki gefin þessi lyf beinlínis til þess að meðhöndla eða lækna einhver veikindi, líkt og við mannfólkið notum þessi lyf yfirleitt, heldur eru þeim gefin sýklalyf í massavís til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og veikindi áður en þau spretta fram.
   Ástæðan fyrir því að þessi dýr, fremur en önnur, þurfa að taka inn sýklalyf í fyrirbyggjandi skyni er tilkomin vegna þeirra aðstæðna sem við búum þeim í framleiðsluferlinu en þær aðstæður einkennast einna helst af óeðlilega miklum þrengslum og frelsisskerðingu. Þessar aðstæður fela bæði í sér að dýrin eru mjög nálægt hverju öðru sem og eigin úrgangi. Þessi tvö atriði skapa svo kjöraðstæður fyrir bakteríur til að þrífast, þróast og valda usla.
   Þessar aðstæður og almenn sýklalyfjanotkun í dýraiðnaði eins
korðast samt engan vegin við þessa þrjá hópa dýra sem nefndir eru hér að ofan. Meir að segja íslenska kindin er stórtækur neytandi sýklalyfja, eða öllu heldur íslensku lömbin. Íslensk lömb eiga það nefninlega á hættu á fá sjúkdóm sem heitir slefsýki sem leiðir til dauða (lömbin missa matarlystina og deyja úr hungri). Valdur slefsýki eru e. coli bakteríur sem finnast í saur. Ef að spenar mæðranna eru skítugar þá geta lömbin innbyrt þessar bakteríur við að næra sig. Eins eru eflaust aðrar skítugar leiðir fyrir bakteríunar að komast í lömbin. 
   Fyrir utan þessa notkun á sýklalyfjum, til þess að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma, þá eru sýklalyf í dýraiðnaði einnig mikið notuð einfaldlega vegna þess að neyslan hefur þau áhrif að dýrin
 þurfa minni fæðu til þess að ná fullnægjandi þyngd fyrir slátrun.Hvernig getum við minnkað þessa notkun á sýklalyfjum á meðal laxa, svína og kjúklinga? Á meðal lambanna okkar og annarra dýra? Ein hugmynd væri, að þar sem að þessi dýr eru ekki að taka þessi lyf sjálfviljug heldur erum við að gefa þeim þau, að þá liggur beinast við að við ættum að hætta að gefa þeim öll þessi sýklalyf. Það er góð hugmynd en ekki fullkomin því ef við hættum að gefa þessum dýrum þessi lyf í forvarnarskyni þá kemur stór hluti þeirra til með að veikjast, jafnvel deyja, og hugsanlega smita aðra. Þá mætti nálgast vandamálið frá annarri hlið:

Í stað þess að fallast á að það sé nauðsynlegt að gefa þurfi ótal dýrum, sem alin eru til manneldis, gífurlegt magn sýklalyfja þá ættum við að breyta framleiðsluháttum á þann veg að notkun sýklalyfja væri nær óþörf.

Besta leiðin að því markmiði er að draga úr framleiðslu okkar á þessum dýrum á afgerandi hátt og samhliða því að auka verulega það rými sem þessi dýr hafa þar sem þau myndu fá að búa við mun meira frelsi og meira hreinlæti en þau þekkja í dag. Með færri dýr við betri heilsu þá eru allar líkur á því að notkun sýklalyfja komi til með að minnka verulega.
   Sýklalyfjaónæmi er ógn sem þarf að bregðast við. Við vitum hvernig á að gera það og við vitum að við getum gert það. Verum til fyrirmyndar og gerum róttækar breytingar til þess að stöðva verksmiðjuframleiðslu á dýrum til manneldis, sér í lagi þar sem að sjúkdómaáhætta og sýklalyfjanotkun er sem mest. Þannig verjumst við hvað best næstu árásum örvera á heilsufar mannkyns.Myndefni tengt þessu:
Í hnotskurn: The Antibiotic Apocalypse Explained

NY Times: Revenge of the bacteria: Why we're losing the war

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...

Nýtt á Stundinni

Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög
Fréttir

Rík­ið út­hlut­aði fyr­ir­tækj­um norsks eld­isrisa kvóta þvert á lög

Byggða­stofn­un gerði samn­ing um út­hlut­un 800 tonna byggða­kvóta á ári í sex ár í því skyni að treysta byggð á Djúpa­vogi. Þetta gerði Byggða­stofn­un þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæk­in sem hún samdi við séu í meiri­huta­eigu norskra lax­eld­isrisa og að ís­lensk lög banni slíkt eign­ar­hald í ís­lenskri út­gerð.
Stjórnvöld breyttu reglugerð eftir beiðni vinar forsætisráðherra
Fréttir

Stjórn­völd breyttu reglu­gerð eft­ir beiðni vin­ar for­sæt­is­ráð­herra

Ragn­ar Kjart­ans­son mynd­list­ar­mað­ur seg­ir ekki mik­ið hafa þurft til þess að sann­færa ónefnda emb­ætt­is­menn um að hjálpa Mariu Alyok­hinu, með­lim Pus­sy Riot, að flýja Rúss­land í vor. Hvorki hann né Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fást til að að svara því hvort stjórn­völd hafi breytt reglu­gerð um út­gáfu neyð­ar­vega­bréfa eft­ir að Ragn­ar, sem er yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur Katrín­ar, hafði sam­band við for­sæt­is­ráð­herra.
Fornar menntir í Úkraínu
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...
„Maður er líka alltaf að gera grín að sjálfum sér“ - Helga Braga Jónsdóttir
Karlmennskan#108

„Mað­ur er líka alltaf að gera grín að sjálf­um sér“ - Helga Braga Jóns­dótt­ir

Helga Braga Jóns­dótt­ir er lei­kona og grín­isti, leið­sögu­mað­ur, flug­freyja, maga­dans­frum­kvöð­ull og kvenuppist­ands­frum­kvöð­ull. Helga Braga hef­ur skap­að ódauð­lega karakt­era og skrif­að og leik­ið í ódauð­leg­um sen­um t.d. með Fóst­bræðr­um. Auk þess hef­ur Helga auð­vit­að leik­ið í fjöl­morg­um þátt­um, bíó­mynd­um, ára­móta­s­kaup­um og fleiru. Við spjöll­um um grín­ið, hvernig og hvort það hef­ur breyst, kryfj­um nokkr­ar sen­ur úr Fóst­bræðr­um og för­um inn á per­sónu­legri svið þeg­ar tal­ið berst að bylt­ing­um und­an­far­inna ára og mán­aða. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Vendipunkts að vænta í kjaraviðræðunum í fyrramálið
Fréttir

Vendipunkts að vænta í kjara­við­ræð­un­um í fyrra­mál­ið

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fund­aði í kvöld um stöð­una í kjara­við­ræð­um. Formað­ur VR seg­ir að það ráð­ist fljótt í fyrra­mál­ið hvort at­vinnu­rek­end­ur sætt­ist á þá hug­mynda­fræði sem verka­lýðs­fé­lög­in vilji leggja upp með í við­ræð­un­um.
Eldhringurinn minnir á sig á Jövu
Fréttir

Eld­hring­ur­inn minn­ir á sig á Jövu

Um 2.000 íbú­ar Aust­ur-Java hér­aðs­ins í Indó­nes­íu voru til­neydd­ir til þess að rýma hús­næði sitt og leita skjóls í op­in­ber­um bygg­ing­um eft­ir að eld­fjall­ið Mount Semeru gaus að­faranótt sunnu­dags. Mount Semeru er um 640 kíló­metr­um suð­aust­ur af höf­uð­borg­inni Jakarta á eyj­unni Java, sem jafn­framt er fjöl­menn­asta eyja Indó­nes­íu.
Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
ViðtalHamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.
Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Fréttir

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir upp vegna fjár­svelt­is stofn­un­ar­inn­ar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.
Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Flækjusagan

Ír­an: Stór­veldi í bráð­um 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.