Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Fullorðið fólk í löggu og bófa

Fullorðið fólk í löggu og bófa

Í nýlegum aðgerðum lögreglunnar, sem hún lýsir sjálf sem miklum sigri gegn skýru dæmi um skipulagða glæpastarfsemi, var lagt hald á efni sem átti að nota til að útbúa 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur. Rannsóknin sem leiddi til þessara aðgerða hófst árið 2014 og hefur því staðið í um þrjú ár en auk þess að leggja hald á efnin þá hafa þrír menn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

En hvaða afleiðingar mun slík siguraðgerð lögreglu hafa í för með sér? Eru íbúar Íslands öruggari fyrir vikið? Mun neysla á amfetamíni og e-töflum hríðfalla um ókomna framtíð? Mun það fólk sem hyggur á að selja ólögleg lyf á Íslandi nú hugsa sig tvisvar um?

Raunin er sú að í stóra samhenginu þá kemur líklega ekki neitt til með að breytast í kjölfar þessara aðgerða. Við getum verið svo gott sem viss um það, vegna þess að alveg síðan að lyf hafa verið ólögleg þá hafa yfirvöld unnið við að leggja hald á þau, og endrum og eins þá tekst þeim það. Á sama tíma hefur framboð, aðgengi og eftirspurn af mörgum þessara lyfja aukist til muna. Að því leitinu til er árangur þesskonar aðgerða lögreglu í skjóli ólaga um þessi lyf nákvæmlega enginn.

Þessar aðgerðir verða ekki til þess að ungir kaupendur ólöglegra lyfja verði beðnir um skilríki í komandi verslunarferðum. Þessar aðgerðir verða ekki til þess að framleiðendur efnanna koma sér upp gæðaeftirliti með tilheyrandi innihaldslýsingum, leiðbeiningum, skammtastærðum og fleira sem heyrir undir almenn réttindi neytenda. Þessar aðgerðir verða ekki til þess að glæpamenn veigri sér við að halda áfram að víla og díla með eftirsóttar vörur á svörtum markaði utan okkar almenna hagkerfis. Þessar aðgerðir munu ekki koma í veg fyrir dauðsföll eða slys af völdum vímuefnaneyslu og þessar aðgerðir munu ekki hljálpa þeim aðilum sem eru komnir í stökustu vandræði með sína neyslu. Það eina sem þessar aðgerðir koma til með að gera er að viðhalda glórulausum átökum á milli yfirvalda og undirheima með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinga.

Það er ljóst af störfum lögreglunnar að hún er slyng og vinnur vel til þeirra verka sem hún leggur metnað í. Eins eru glæpamennirnir sem hún keppir við afar vel skipulagðir og miðað við framboð ólöglegra vímuefna ná þeir oftar en ekki að sleppa framhjá radar lögrelglunnar. En þetta er í grunninn allt og sumt. Tvö lið í keppni um hvort er betra. Annað liðið reynir að framleiða og selja ólögleg lyf en hitt liðið reynir að koma í veg fyrir að það takist. Ólíkt mörgum keppnum þá hefur þessi keppni lítið um fylgismenn og klappstýrur. Reyndar er þessi keppni svo óvinsæl meðal almennings að lögreglan þarf sjálf að boða til blaðamannafundar til að vekja athygli á því þegar hún skorar flott mark. En svo þegar spurt er hver staðan í keppninni er þá er fátt um svör. Enda breytir eitt mark lögrelgunnar ekki stöðunni neitt. Það breytir engu hvort staðan er 9897-12 eða 9897-13.

Það er flestum ljóst sem hafa kynnt sér málið af einhverri festu að ólögleg lyf á borð við amfetamín og e-töflur eru í heilt yfir ekki skaðlegri en löglegu lyfin áfengi og tóbak. Því til marks má benda á að það er ekkert lyf sem leiðir fleiri einstaklinga til dauða heldur en tóbak og það er ekkert lyf sem hefur jafn skýr tengsl við ýmiskonar ofbeldishegðun líkt og áfengi gerir. Eins er áfengisneysla tengd ýmsum alvarlegum líkamlegum kvillum og þar er heilinn ekki undanskilinn.

Eðlilega þá óskar fólk engum að fara illa útúr neyslu vímuefna og við reynum að draga úr skaða neyslunnar að einhverju marki. Með lyf eins og áfengi og tóbak þá reynum við að draga úr skaða þeirra bæði með fræðslu og forvörnum en einnig með neyslustýringu og þá kannski aðallega með því að stjórna aldri þeirra sem kaupa lyfin. Með ólögleg lyf beitum við annarri nálgun. ­Þegar kemur að ólöglegum lyfjum þykir yfirleitt ekki vera forgangsatriði að draga úr skaða þeirra. Þvert á móti eru þau skaðleg samkvæmt skilgreiningu og það eitt að vímuefni eru á ólöglegum markaði gerir þau oft sjálfkrafa skaðlegri en ef þau væru á löglegum markaði.

Þótt áfengisneysla hafi minnkað eitthvað á bannárunum í Bandaríkjunum þá varð bæði varningurinn og markaðurinn hættulegri en án bannsins. Bannárin ein og sér gefa okkur í raun góða mynd hvers vegna við ættum að taka fleiri lyf úr höndum glæpagengja með því að færa þau yfir á löglegan markað. Í þeim fylkjum Bandaríkjanna þar sem kannabis er löglegt hefur orðið töluverð tekju- og atvinnusköpun, handtökum hefur fækkað til muna og engin aukning hefur orðið á kannabisneyslu ungmenna. Einnig hefur dregið úr bæði ávísunum og dauðsföllum vegna opíatalyfja ColoradoÍ Sviss hafa dauðsföll vegna ofskammta heróíns, og annarra sprautulyfja, orðið að engu í kjölfar þess að neytendur fengu efnin og aðstöðu til neyslunnar eftir löglegum leiðum. Í Portúgal er komin yfir 10 ára reynsla á afglæpun vímuefna með góðum árangri. Allt eru þetta dæmi þess hvernig samfélagi og einstaklingum er betur borgið við kerfi þar sem varsla og neysla lyfja er ekki mætt með refsiramma laganna, sem svo oft getur verið miskunarlaus.

Það er alveg kristaltært að þegar það kemur að vímuefnum almennt þá ættum við ekki að halda áfram á sömu braut refsinga og útskúfunar eins og hefur verið þrjóskast við í tugi ára. Við ættum ekki einu sinni að vilja halda áfram á þessari braut því sú stefna að halda lyfjum ólöglegum hefur ekki fært okkur neitt nema óþarfa kostnaðarliði í rekstri lögreglunnar, nær óstöðvandi streymi fjármagns í rekstur glæpagengja, óréttlátar handtökur og sektir á einstaklinga vegna neysluskammta, djúpa gjá milli lögreglu og almennings, ótímabær dauðsföll vímuefnaneytenda, útskúfun og jaðarsetningu vímuefnaneytenda, skert eftirlit á vímuefnaneyslu, skert eftirlit á vímuefnaframleiðslu, yfirfull fangelsi, burðardýr, valdníðslu, vonleysi, óhamingju og allskonar ógeðslegt ofbeldi.

Þessi keppni í löggu og bófa er hundleiðingleg og hættuleg. Meðan hún fær að viðgangast höldum við áfram að kasta fjármunum og mannlífum á glæ. Við verðum að stoppa þennan leik, breyta reglunum og byrja upp á nýtt.

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...

Nýtt á Stundinni

Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög
Fréttir

Rík­ið út­hlut­aði fyr­ir­tækj­um norsks eld­isrisa kvóta þvert á lög

Byggða­stofn­un gerði samn­ing um út­hlut­un 800 tonna byggða­kvóta á ári í sex ár í því skyni að treysta byggð á Djúpa­vogi. Þetta gerði Byggða­stofn­un þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæk­in sem hún samdi við séu í meiri­huta­eigu norskra lax­eld­isrisa og að ís­lensk lög banni slíkt eign­ar­hald í ís­lenskri út­gerð.
Stjórnvöld breyttu reglugerð eftir beiðni vinar forsætisráðherra
Fréttir

Stjórn­völd breyttu reglu­gerð eft­ir beiðni vin­ar for­sæt­is­ráð­herra

Ragn­ar Kjart­ans­son mynd­list­ar­mað­ur seg­ir ekki mik­ið hafa þurft til þess að sann­færa ónefnda emb­ætt­is­menn um að hjálpa Mariu Alyok­hinu, með­lim Pus­sy Riot, að flýja Rúss­land í vor. Hvorki hann né Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fást til að að svara því hvort stjórn­völd hafi breytt reglu­gerð um út­gáfu neyð­ar­vega­bréfa eft­ir að Ragn­ar, sem er yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur Katrín­ar, hafði sam­band við for­sæt­is­ráð­herra.
Fornar menntir í Úkraínu
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...
„Maður er líka alltaf að gera grín að sjálfum sér“ - Helga Braga Jónsdóttir
Karlmennskan#108

„Mað­ur er líka alltaf að gera grín að sjálf­um sér“ - Helga Braga Jóns­dótt­ir

Helga Braga Jóns­dótt­ir er lei­kona og grín­isti, leið­sögu­mað­ur, flug­freyja, maga­dans­frum­kvöð­ull og kvenuppist­ands­frum­kvöð­ull. Helga Braga hef­ur skap­að ódauð­lega karakt­era og skrif­að og leik­ið í ódauð­leg­um sen­um t.d. með Fóst­bræðr­um. Auk þess hef­ur Helga auð­vit­að leik­ið í fjöl­morg­um þátt­um, bíó­mynd­um, ára­móta­s­kaup­um og fleiru. Við spjöll­um um grín­ið, hvernig og hvort það hef­ur breyst, kryfj­um nokkr­ar sen­ur úr Fóst­bræðr­um og för­um inn á per­sónu­legri svið þeg­ar tal­ið berst að bylt­ing­um und­an­far­inna ára og mán­aða. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Vendipunkts að vænta í kjaraviðræðunum í fyrramálið
Fréttir

Vendipunkts að vænta í kjara­við­ræð­un­um í fyrra­mál­ið

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fund­aði í kvöld um stöð­una í kjara­við­ræð­um. Formað­ur VR seg­ir að það ráð­ist fljótt í fyrra­mál­ið hvort at­vinnu­rek­end­ur sætt­ist á þá hug­mynda­fræði sem verka­lýðs­fé­lög­in vilji leggja upp með í við­ræð­un­um.
Eldhringurinn minnir á sig á Jövu
Fréttir

Eld­hring­ur­inn minn­ir á sig á Jövu

Um 2.000 íbú­ar Aust­ur-Java hér­aðs­ins í Indó­nes­íu voru til­neydd­ir til þess að rýma hús­næði sitt og leita skjóls í op­in­ber­um bygg­ing­um eft­ir að eld­fjall­ið Mount Semeru gaus að­faranótt sunnu­dags. Mount Semeru er um 640 kíló­metr­um suð­aust­ur af höf­uð­borg­inni Jakarta á eyj­unni Java, sem jafn­framt er fjöl­menn­asta eyja Indó­nes­íu.
Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
ViðtalHamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.
Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Fréttir

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir upp vegna fjár­svelt­is stofn­un­ar­inn­ar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.
Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Flækjusagan

Ír­an: Stór­veldi í bráð­um 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.