Kristín Margrét Kristmannsdóttir

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“

Dagur Steinn Elfu Ómarsson tók áskorun vina sinna og er þessa dagana að undirbúa af kappi uppistand í Bæjarbíói. Hann fæddist með CP og notar hjólastól til þess að komast um en lætur það ekki stoppa sig í að njóta lífsins. Hann vonast til þess að borgin gyrði í brók svo hann þurfi ekki að dúsa á biðlista fyrir mannréttindum.

Frelsaði sig frá fortíðinni

Frelsaði sig frá fortíðinni

Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Arnar Oddgeirsson var staddur í vinnuferð erlendis þegar honum var byrluð ólyfjan og hann misnotaður kynferðislega. Eftir að hann sagði frá ofbeldinu mætti hann þögn, sem varð til þess að hann ræddi ekki aftur um ofbeldið næstu árin. Sex árum síðar ákvað hann að horfast í augu við sársaukann og heila brostið hjarta. Síðan þá hefur hann aldrei verið sterkari. Honum tókst ekki aðeins að öðlast frelsi frá fortíðinni heldur finna tilgang með sársaukanum og umbreyta honum í eitthvað ótrúlega gott.

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Ingamaría Eyjólfsdóttir var á hjóli í Kaupmannahöfn þegar hún var ekin niður af ökumanni á ofsahraða, með þeim afleiðingum að hún var í bráðri lífshættu. Við tók endurhæfing og endurmat á lífinu. Ingamaría segir hér frá ásamt móður sinni, Rannveigu Vigfúsdóttur.

Aukalitningur á ekki að standa í vegi tækifæra

Aukalitningur á ekki að standa í vegi tækifæra

Leiklistarneminn Berta Sigríðardóttir hefur hafið tökur á stuttmyndinni 3:21 sem fjallar um fóstursystur hennar og vinkonu, Glódísi Erlu Ólafsdóttur, sem er með Downs-heilkenni. Tilgangur myndarinnar er að benda á að einstaklingar með Downs-heilkenni eigi rétt á sömu tækifærum og aðrir.

Skiptu út borgarlífinu fyrir hamingju í íslenskum smábæ

Kristín Margrét Kristmannsdóttir

Skiptu út borgarlífinu fyrir hamingju í íslenskum smábæ

Hjónin Katla Rut Pétursdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson kvöddu borgina og settust að á Seyðisfirði þar sem þau geta nýtt tímann betur með börnunum, tengst náttúrunni og samfélaginu sem tók svo vel á móti þeim.

Rekur bakarí í Kambódíu

Rekur bakarí í Kambódíu

Kristín Bára Haraldsdóttir býr í Kambódíu þar sem hún kennir konum listina að baka og færir börnum sem búa við sárafátækt smákökur.

„Ég hef sagt upp reiðinni“

„Ég hef sagt upp reiðinni“

Í sex ár kvaldist Kolbrún Óskarsdóttir vegna mistaka sem gerð voru í aðgerð sem hún gekkst undir. Sársaukinn var svo mikill að hún gerði tvær tilraunir til að binda enda á líf sitt. Hún fann sína lífsbjörg á Kleppi og gekkst svo undir vel heppnaða stofnfrumumeðferð í Bandaríkjunum. Nú horfir hún björtum augum til framtíðar, þótt baráttan fyrir bættri heilsu sé rétt að byrja.

Eldar hollan mat sem börnin elska

Eldar hollan mat sem börnin elska

Heilnæmar og hollar matarvenjur barna standa nærri hjarta Magneu Guðnýjar Ferdinandsdóttur, sem fyrir fjórtán árum fann ástríðu sinni farveg í starfi þegar hún réð sig sem matráð á Leikskólanum Reynisholti. Þar töfrar hún fram hina ýmsu grænmetisrétti og hreina fæðu sem falla vel í kramið hjá börnunum. Hún hefur helgað sig næringu ungra barna og segir aldrei of seint að breyta matarvenjum barna til góðs.

Aldrei of seint að láta draumana rætast

Aldrei of seint að láta draumana rætast

Guðrún Ísleifsdóttir lagði allt í sölurnar er hún lét gamlan draum rætast þegar hún lauk stúdentsprófi áttatíu og eins árs gömul að aldri. En hún hætti ekki þar, því nú á tíræðisaldri hafa komið út eftir hana tvær bækur. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að vera fylgin sjálfri sér og finna draumum sínum farveg á öllum þeim lífsins árum sem okkur eru gefin.

Fékk ástríðuna fyrir góðgerðarmálum frá afa

Fékk ástríðuna fyrir góðgerðarmálum frá afa

Hin ýmsu góðgerðarverkefni hafa notið góðs af ástríðu Heklu Guðmundsdóttur. Frá því að hún var lítil stelpa hefur hún fundið hjá sér ríka þörf til að hjálpa öðrum. Hún lærði það af afa sínum hversu gefandi það væri að létta öðrum lífsbyrðina.

Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

„Að verða faðir hefur gert hjartað mitt stærra,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem varð nýlega faðir í fyrsta sinn og skrifar á meðan sonurinn sefur. Barnamenning hefur verið honum hugleikin síðustu ár og hann er óhræddur við að sækja tækifærin, en segir þetta vanmetna grein. Nýlega var hann tilnefndur til menningarverðlauna Astridar Lindgren.

Flestir lifa af barnsmissi en enginn verður samur

Flestir lifa af barnsmissi en enginn verður samur

Einn daginn var Hildur Óladóttir á leið út úr dyrunum þegar hún fann að eitthvað var að, það var sem hún væri með kveikjuþráð innra með sér sem sífellt styttist í þar til hún sprakk, brotnaði niður og hágrét. Langan tíma tók að greina hana með kulnun sem má rekja til röð áfalla og streitu, en eftir barnsmissi varð lífið aldrei samt. Hún fann sig á ný með því að gera upp hús í gamla þorpinu sínu á Kópaskeri þar sem hún hyggst reka ferðaþjónustu, með heitum pottum, sjóböðum og litlum bát í höfninni.

„Ef þú þarft að kyrra hugann, finndu tré“

„Ef þú þarft að kyrra hugann, finndu tré“

„Þannig er það einnig með rætur okkar mannanna, ef þær eru sterkar er með öllu ástæðulaust fyrir okkur að óttast vindinn,“ segir Margrét Bárðardóttir, sem er ekki aðeins sérfræðingur í núvitund heldur á einnig tré ársins, sem staðsett er undir Eyjafjöllum þar sem þau hjónin hafa komið sér upp sælureit. Með núvitund lærir fólk að verða meðvitað um tilfinningar sínar, hugsanir og líkama.

Við verðum að tala um dauðann

Við verðum að tala um dauðann

Hrefna Hugosdóttir hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur sem sérhæft hefur sig í sorgarúrvinnslu í mismunandi fjölskyldugerðum telur mikilvægt að almennt sé talað meira um dauðann.

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

Hrikalegir atburðir sem Stefán Jakobsson upplifði sem nítján ára piltur koma fram í lagatextum á nýrri plötu.

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

Sálfræðingur varar við því að sýnd sé dómharka eftir framhjáhald.