Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég hef sagt upp reiðinni“

Í sex ár kvald­ist Kol­brún Ósk­ars­dótt­ir vegna mistaka sem gerð voru í að­gerð sem hún gekkst und­ir. Sárs­auk­inn var svo mik­ill að hún gerði tvær til­raun­ir til að binda enda á líf sitt. Hún fann sína lífs­björg á Kleppi og gekkst svo und­ir vel heppn­aða stofn­frumu­með­ferð í Banda­ríkj­un­um. Nú horf­ir hún björt­um aug­um til fram­tíð­ar, þótt bar­átt­an fyr­ir bættri heilsu sé rétt að byrja.

„Ég hef sagt upp reiðinni“

Þegar Erla Kolbrún Óskarsdóttir var ung og hraust kona í blóma lífsins var fótunum kippt undan henni. Hún hafði gengist undir skurðaðgerð við endaþarmssigi en missti í kjölfar þess heilsuna, sem hún rekur til alvarlegrar vanrækslu læknisins sem framkvæmdi aðgerðina. Við tók sex ára tímabil sem einkenndist af óbærilegum sársauka og sá Erla Kolbrún sér ekki annan kost en að svipta sig lífi. Hún þráði heitast að fá að sofa svefninum langa. Í dag hefur hún, vegna góðvilja Íslendinga sem tóku sig saman og söfnuðu fé fyrir hana, gengist undir árangursríka stofnfrumumeðferð í Bandaríkjunum. Hún segir meðferðina hafa bætt lífsgæði hennar til muna en hún sé þó hvergi nærri hætt að berjast fyrir bættum lífsgæðum. Baráttan fyrir heilsunni sé rétt hafin.  

Fundinn sekur um vanrækslu

Erla Kolbrún tók ákvörðun á vissum tímapunkti um að láta mótvindinn ekki fella sig heldur blása styrk í hjarta sitt og sál. Barátta Erlu Kolbrúnar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu