Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Heilbrigt ástand að vera hamingjusamur

Hrefna Guð­munds­dótt­ir vinnusál­fræð­ing­ur hjá Vinnu­mála­stofn­un lærði margt um ham­ingj­una af rann­sókn­um og líka af afa sín­um, sem sagði að besta ráð­ið við van­líð­an væri að vera góð­ur við ein­hvern og taldi göngu­túra allra meina bót.

Heilbrigt ástand að vera hamingjusamur

Margt hefur rekið á fjörur Hrefnu Guðmundsdóttur, vinnusálfræðings hjá Vinnumálastofnun og meðhöfundar bókarinnar Why are Icelanders so happy, þegar hún hefur stúderað hamingjuna, sem lengi hefur verið henni hugleikin.

„Það kom mér á óvart í árdaga rannsókna á sviði hamingju að það væri heilbrigt ástand að vera tiltölulega hamingjusamur. Í einni þeirra laut rannsóknarspurningin að því hversu hamingjusamir einstaklingarnir væru á kvarðanum frá einu prósenti til tíu. Ef við skoðum aðeins kvarðann um það hversu hamingjusöm við erum á bilinu eitt til tíu, þá telst það ekki heilbrigt ástand að vera einungis fimm í hamingju, nema þegar við tökumst á við mjög erfið verkefni líkt og sorg og djúpstæð áföll. Að vera sjö í hamingju er nær því sem manneskjunni er eðlislægt. Það er mikil fegurð í því, ekki satt? Eins þótti mér virkilega ánægjulegt þegar að ég komst að því að hamingjan vex frekar með árunum heldur en hitt, þótt auðvitað sé það einstaklingsbundið. Ef við ætlum að reyna að mæla hamingjuna eins og við mælum sársauka, nota kvarðann frá einum til tíu, ef mesta hugsanlega hamingjutalan sé tíu og sú minnsta hugsanlega einn, þá er einnig deilt um það hvort betra sé að vera með töluna átta eða tíu í hamingju. Hugsanlega er þetta eina prófið í heiminum þar sem átta er kannski betri en tía. Í þessari hugmynd felst að í áttunni býr meiri yfirvegun og sátt, taka því sem að höndum ber og mæta örlögum sínum. Að í tíunni sé mögulega boginn full spenntur og því líkur á að hamingjuástandið sé tímabundið og því minni farsæld til lengdar. Nema að einstaklingurinn  nái að vera mjög oft og til langs tíma í tíu í hamingju sem hlýtur að vera algjör sæla. Það var ekki nema 1% svarenda við spurningunni sem svöruðu á þá leið að þeir skildu ekki spurninguna.“

Gleðin Skálað fyrir lífinu í íslenskri náttúru.

„Þetta er allt að koma“ 

„Þegar ég hugsa um mína eigin hamingju og þau bjargráð sem ég hef lært þá finnst mér ég búa ekki síst að þeim bjargráðum sem afi minn kenndi mér. Hann var fæddur árið 1920 og ein af hans ráðleggingum var þess lútandi að þegar mér liði illa væri besta ráðið að vera góð við einhvern. Einnig sagði hann oft að það væri ekki til það sem ekki rættist úr og að margir kviðu þeim degi sem aldrei kæmi, það tók mig þó einhverja áratugi að skilja þetta. Hann afi minn var einnig á því að það að ganga væri besta lyfið og ég er ekki frá því að þetta sé allt saman rétt hjá honum. Við finnum þetta á eigin skinni að ef við göngum talsverðan spotta þá fer eitthvað í gang, það er sem hugurinn léttist og maður fær jafnvel nýja sýn og nýjar lausnir. Eins er það með sönginn, við syngjum ekki lengi án þess að brúnin léttist. Ella þurfum við að hætta að syngja vegna harms.

En öllu má nú þó ofgera, allavega fannst ömmu minni það þegar hún var að fara að fæða sitt fyrsta barn og kvaldist af hríðum og afi stakk þá upp á því hvort það væri ekki gráupplagt að rölta hringinn í kringum þorpið. Mér skilst að amma mín hafi lítið hresst við þessa uppástungu. Við afi fórum margar göngur í Fljótshlíðinni og í kringum Hvolsvöll og þar voru málin skeggrædd og gat ég trúað honum fyrir hinum ýmsu raunum og gleðiefnum, hann stappaði í mig stálinu og á sama tíma var  ekkert í umhverfinu sem truflaði samveruna.

„Hún var að fara að fæða sitt fyrsta barn og kvaldist af hríðum og afi stakk þá upp á því hvort það væri ekki gráupplagt að rölta hringinn“

Hún amma mín reyndist mér einnig ráðagóð og ráðlagði mér að leggja mig fram við að trúa því ávallt að eitthvað gott gæti gerst.

Við vinkonurnar leystum oft málin hér á árum áður símleiðis eða í göngutúrum. Við ræddum eitt og annað sem við vorum að takast á við hverju sinni sem gátu verið hin ýmsu lífsverkefni. Samtölin okkar enduðu yfirleitt á því að setningunni „þetta er allt að koma“ var flaggað. Á þeim augnablikum vorum við farnar að hlæja að hver annarri, þó ekki nema vegna eigin ófarnaðar, ólukku og óheppni. Þessi litla gildishlaðna setning var svona áminning til okkar um að þetta væri tímabundið ástand þegar upp var staðið og að nú færi þetta allt að koma hjá okkur. Að ástandið gæti nú varla versnað meira úr þessu.“

Með syni sínum Við viljum vera með þeim sem okkur eru kærastir og mikið er gott að knúsa. Hrefna og sonur hennar Jóhannes.
Með vinkonuHamingja er sannur vinskapur, segir Hrefna.

Það sem núið kennir okkur 

„Nú á tímum Covid-19 höfum við sum hver haft töluvert meiri tíma en áður til þess að líta inn á við og reyna að bera kennsl á okkar eigin tilfinningar og átta okkur á því í leiðinni hvernig okkur líður og hvert við í raun viljum stefna. Þá er gott að hlusta á okkar innri rödd, sem er innsæið sjálft. Á sama tíma erum við nú að finna sterkt hversu mikið við viljum vera nálægt þeim sem okkur eru kærastir og finnum í leiðinni hversu innihaldsríkara líf okkar er vegna allra þeirra sem við erum að deila lífinu með. Við söknum og fáum að hlakka til. Hamingjan er nefnilega ekki það að vera laus við sorgir eða áhyggjur, heldur hvernig við tökumst á við þau örlög sem við fáum í fangið.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu