Mest lesið

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
2

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
3

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum
4

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
5

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“
6

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
7

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·

Sævar Finnbogason

Þegar upp er snúið niður

„Þessi siðferðilega dómgreind er sérstaklega mikilvæg þegar fólki er treyst til að fara með æðstu embætti ríkisins,“ skrifar Sævar Finnbogason um lagahyggju stjórnmálamanna í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Sævar Finnbogason

„Þessi siðferðilega dómgreind er sérstaklega mikilvæg þegar fólki er treyst til að fara með æðstu embætti ríkisins,“ skrifar Sævar Finnbogason um lagahyggju stjórnmálamanna í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Sigmundur Davíð segir í pistli á heimasíðu sinni að stjórnmálin séu furðulegt fyrirbæri. „Ekki hvað síst hér á Íslandi þar sem menn veigra sér oft ekki við því að snúa hlutum algjörlega á haus.“ Óhætt er að taka undir það með honum og eru skýringar hans í Wintris málinu ágætt dæmi um slík furðulegheit.

Wintris er skráð á Tortóla og var upphaflega í eigu forsætisráðherra og eiginkonu hans en er nú aðeins skráð á eiginkonu forsætisráðherra og komið hefur í ljós að félagið er stór kröfuhafi í þrotabú föllnu bankanna. Sá sem hefur svo augljós og mikil hagsmunatengsl við kröfuhafa hefði þar af leiðandi ekki átt að koma að málefnum kröfuhafa sem ráðherra vegna vanhæfisreglna og skiptir þá ekki nokkru máli hvort búast hefði mátti við að afskipti Sigmundar sem forsætisráðherra af málinu gætu talist Wintris til hagsbóta eða ekki, eins og þeir sem hafa kynnt sér stjórnsýslulög, siðareglur ráðherra og hæfisreglur stjórnsýslunnar vita. Ráðherrar og flestir þingmenn Framsóknarflokksins hafa í ræðu og riti komið Sigmundi til varnar. Sigurður Ingi Jóhannesson, varaformaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er og hefur verið ötulastur í því og segir að Sigmundur hafi útskýrt málið vel og hér sé ekkert óeðlilegt á ferðinni og „erfitt að eiga peninga á Íslandi“. Það er því kannski skiljanlegt að Sigmundur leggi til að hann taki við starfi forsætisráðherra af sér, meðan hann sjálfur gegnir áfram þingmennsku og formennsku í flokknum og bíður af sér veðrið. Svona eins og Putin og Medvedev um árið.

Sigmundur um siðferði

Haft er eftir Sigmundi Davíð í Fréttablaðinu að hann byggi siðferði sitt á lögum og reglum og að sem stjórnmálamaður byggi hann siðferði sitt einnig á því að gera sem mest gagn. Þetta er í samræmi við það tvennt sem hann (og stuðningsmenn hans) hafa lagt höfuðáherslu á í viðtölum og skrifum sínum um það hvað snýr upp og niður í málinu; það að hann telji sjálfan sig hafa gríðarlegt gagn varðandi samningana við kröfuhafa og að honum hafi ekki brotið gegn formlegum siðareglum eða lögum með því að gera ekki grein fyrir hagsmunatengslum sínum. Sigmundur segist ennfremur hafa velt málinu fyrir sér og ákveðið að segja engum frá því og halda þar með augljósum hagsmunatengslum sínum við kröfuhafa í þrotabú föllnu bankana leyndum fyrir samstarfsfólki í ríkisstjórn, Alþingi og kjósendum. Hér er því hvorki um óviljaverk eða yfirsjón að ræða af hálfu Sigmundar heldur hreint og klárt ætlunarverk. Og það skiptir máli í siðferðilegu tilliti.  Og þetta sér Sigurður Ingi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við. Það er því ástæða til að skoða þetta tvennt nánar og byrja á þeirri hugmynd að gagnsemi Sigmundar hafi réttlætt að leyna hagsmunatengslum.

Helgar árangurinn leyndina?

Í skrifunum um það hvað snýr upp og niður kveðst forsætisráðherra hafa talið siðferðilega óverjandi að draga eiginkonu sína inn í umræðuna til að upphefja sjálfan sig, jafnvel þó hann teldi að það hefði gagnast honum í pólitískum tilgangi. 

Við þetta er sitthvað að athuga. Í fyrsta lagi er ótrúlegt að ekki hafið flogið að Sigmundi að viðbrögðin við þessum upplýsingum yrðu hávær umræða um það hvort hann væri rétti manninn til að leiða samninga við kröfuhafa, sökum hagsmunatengsla og mögulegs vanhæfis. Það hefði líka dregið úr trúverðugleika lofsöngsins um íslensku krónuna að forsöngvarinn í Framsóknarflokknum treysti henni ekki fyrir fjölskylduauðnum. Hvernig sem á það er litið og hversu oft það er endurtekið er ótrúlegt að málið hefði orðið sú lyftistöng fyrir Framsóknarflokkinn í kosningum 2013 og skilja má á Sigmundi. Og þar er vísast hundurinn grafinn. 

Í öðru lagi er vandasamt að leggja mat á frásögn forsætisráðherra af eigin gagnsemi þegar kemur að samningum við kröfuhafa. Þó má benda á að hann var ekki einn um að gera sér grein fyrir því að kröfuhafarnir yrðu að gefa eftir bróðurpartinn af kröfum sínum til að geta losnað undan fjarmagnshöftunum. Til þess voru höftin gerð og aftur hert enn frekar á þeim þegar þau þóttu ekki halda nógu vel. En eins og flestir muna greiddu hvorki núverandi fjármálaráðherra eða forsætisráðherra atkvæði með þeirri aðgerð. Seðlabankinn hefur allt frá því að höftin voru sett á leikið lykilhlutverkið í því að skapa Íslandi samningsstöðu með því að halda kröfuhöfum í járngreipum og í mars 2013 (mánuði fyrir alþingiskosningar) var því slegið upp að seðlabankastjóri byggist við að kröfuhafar þyrftu líklega að gefa eftir 75% af kröfum sínum. Stöðugleikaframlagið sem kröfuhafar voru snöggir að samþykkja reyndist ekki svo rausnarlegt. Ég er hvorki að segja að niðurstaðan hafi orðið verri vegna aðkomu Sigmundar eða að hann hafi ekki unnið að af heilindum, heldur einfaldlega það að þó Sigmundur hefði ekki orðið ráðherra hefðu náðst viðunandi samningar við kröfuhafana. Það er því erfitt að átta sig á því hvaða staðreyndum Sigmundur og stuðningsmenn hans byggja þá skoðun að aðkoma hans að málinu hafi skipt sköpum og að því hafi tilgangurinn helgað leyndina. 

Burtséð frá öllu eru „tilgangurinn helgar meðalið“ röksemdir yfirleitt í meira lagi siðferðilega vafasamar. Á það að stjórnmálamaður telji sjálfan sig ómissandi og öðrum fremri, að veita honum sjálfdæmi um hvað hann kýs að upplýsa kjósendur um og hvort hann ætti að segja sig frá því að fjalla um mál vegna hagsmunatengsla? Þess vegna er átakanlegt hversu ráðherrar, þingmenn og stuðningsmenn Sigmundar hafa beinlíns tekið undir þessi rök, þar með talið Sigurður Ingi Jóhannesson.

Siðferðileg lagahyggja

Það er að vísu erfitt að taka þau orð forsætisráðherra að siðferði hans byggist á lögum og reglum bókstaflega eða alvarlega. Öll þekkjum við að sumt kann að vera löglegt en siðlaust, þó svo að lögin reyni að orða siðferðileg viðmið samfélagsins, eða allavega að vera ekki á skjön við þau. Lög og reglur geta aldrei náð yfir allt það sem er á skjön við gott siðferði í stjórnmálum eða  lífinu almennt og þess vegna gerum við ráð fyrir að fólk hafi lágmarks siðferðilega dómgreind. Framhjáhald er ekki bannað með lögum, en flestir eru sammála um að það sé engu að síður siðlaust. Slíkt undirferli grefur undan trausti í hjónaböndum. Rétt eins og undirferli í stjórnmálum grefur undan trausti kjósenda og lýðræðinu sjálfu.  

Þessi siðferðilega dómgreind er sérstaklega mikilvæg þegar fólki er treyst til að fara með æðstu embætti ríkisins og leiða lagasetningar- og framkvæmdavaldið í umboði almennings. Og aldrei meira en nú þegar allir eru sammála um mikilvægi þess að byggja upp hið laskaða traust í garð stjórnmálanna. Þess vegna hefði Sigmundur átt að hafa hæfisreglur stjórnsýslulaga í huga og gera grein fyrir hagsmunatengslunum sínum og lýsa sig vanhæfan til að koma að samningum við kröfuhafa sem ráðherra. En það hefði auðvitað geta verið erfitt eftir að hafa ekki gert grein fyrir þessu sem þingmaður og því auðveldara að gera ekkert og treysta á leyndarhjúpinn á Tortóla.   
Þessi furðulega hugmynd um að siðferði byggi á lögum, frekar en að það séu lögin sem byggja á siðferði hefur afar óþægilega tengingu við orsakir efnahagshrunsins 2008. Eins og segir í viðauka

Rannsóknarskýrslu Alþingis um siðferði var lagahyggja áberandi í stjórnmálunum, störfum eftirlitsstofnana og fjármálalífinu hér á landi fyrir hrun. Algengt var að litið væri á lög og siðareglur sem hvimleiðar hindranir í vegi útsjónarsamra og áhættusækinna viðskiptamanna og reynt að finna leiðir framhjá þeim. Lítil stemning var fyrir því að lög og reglur kynnu að geyma mikilvægar leiðbeiningar byggðar á reynslu og sem ætlað væri að draga úr áhættu og verja samfélagið, viðskiptavini og fjármálastofnanirnar sjálfar. Til að auðvelda sér að finna leiðir framhjá reglunum túlkuðu aðilar þær túlkaðar þröngt og bókstaflega sér í vil. Enda var litið svo á að siðferðilegar skyldur takmörkuðust við að skila sem mestum arði til hluthafa og ganga eins langt í því og hægt væri án þess að vera dreginn fyrir dómstóla. 

Þegar fjármálakerfið hrundi loks til grunna og farið var að rannsaka málin var viðkvæðið að „engin lög voru brotin“ og bankamennirnir aðeins fórnarlömb aðstæðna og umsáturs um Ísland.  Hinir raunverulegu lögbrjótar að þeirra mati, dómstólar og sérstakur saksóknari, hefðu ekki túlkað lögin nógu þröngt og bókstaflega í einhverjum annarlegum tilgangi og til að sefa reiði almennings. 

Hvað má læra af þessu?

Lagahyggjan að koma í bakið á forsætisráðherra. Þingmaðurinn Sigmundur Davíð hefði kannski getað staðið á því í bókstaflegum og þröngum og skilningi laga að honum hafi ekki borið að gera grein fyrir því að félag eiginkonu hans væri einn af kröfuhöfunum, þó það megi færa góð siðferðileg rök fyrir því. En gagnvart Sigmundi ráðherra horfir málið öðruvísi við. Þannig hafa leyndarmál þingmannsins Sigmundar  læðst aftan að ráðherranum. Þetta sýnir hvernig hversu mikilvægt það er að huga að siðferðilegum gildum eins og trausti og gagnsæi í stjórnmálum, í stað þess að skáka í skjóli lagabókstafsins til að fá sínu framgengt. Með því að halda leyndum hagsmunatengslum sínum komst Sigmundur Davíð í æðstu valdastöðu samfélagins. Það er áhyggjuefni að Sigurður Ingi sem taka á við af Sigmundi virðist ekki átta sig á þessu frekar en Sigmundur sjálfur, ef marka má yfirlýsingar hans frá því málið kom upp.

Annar lærdómur er sá að lagahyggja góðærisins virðist enn lifa góðu lífi, að minnsta kosti í stjórnmálunum og það er nokkuð sem við ættum að hafa áhyggjur af.

Það er því dapurlegt að fylgjast með annars góðu og greindu fólki verða heltekin af umsáturshugarfari og reyna að verja forsætisráðherra með „svo skal böl bæta“ aðferðinni og tali um það hvað gagnrýnendur kunni að hafi sagt um allsendis óskyld mál á borð við Icesave-málið og verðtryggingu eða meintu hatri Ríkisútvarpsins og vinstrimanna á Framsóknarflokkum. Og ennfremur má að spyrja hvort að sú breyting sem stendur til að gera á ríkisstjórninni segi um að hún hafi lært á málinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
2

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
3

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum
4

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
5

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“
6

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
7

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·

Mest deilt

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
4

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi
5

Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
6

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest deilt

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
4

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi
5

Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
6

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
5

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
5

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Nýtt á Stundinni

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

Kvörtun undan Helga Hjörvari snerist um ósæmilega hegðun eftir fund Norðurlandaráðs

·
Lítil von að samningar náist fyrir áramót

Lítil von að samningar náist fyrir áramót

·
Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum

Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum

·
Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi

Ljóð Þórdísar Elvu veitir konum kraft til að greina frá ofbeldi

·
Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

·
Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

·
Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

·
Klausturbleikjur

Klausturbleikjur

·
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni

·
Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·
Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

·
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·