Sögðu fáheyrt að ráðherrar lýstu ekki stuðningi við samráðherra
Stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu eftir því að Sigurður Ingi Jóhannsson kæmi fyrir þingið og svaraði fyrir rasísk ummæli sín. Forseti Alþingis kvaðst ekki ætla að breyta dagskrá þingsins.
Fréttir
4
Ummæli Sigurðar Inga mögulega brot á siðareglum
Rasísk ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Häsler gætu verið brot á siðareglum alþingismanna og siðareglum ráðherra. Af orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, má skilja að hún telji nóg að gert með afsökunarbeiðni Sigurðar Inga.
Fréttir
1
Sigurður Ingi biðst afsökunar á rasískum ummælum
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra játar að hafa látið „óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna“. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun Sigurður Ingi hafa spurt hvort taka ætti mynd af honum „með þeirri svörtu,“ og átti þar við Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra.
FréttirNý ríkisstjórn
Ótilgreindir „trúnaðarmenn“ ríkisstjórnarflokkanna komu að gerð stjórnarsáttmálans
Formenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins segja í svörum sínum til Stundarinnar að enginn aðili eða fyrirtæki hafi fengið greitt fyrir vinnu við stjórnarsáttmálann. Í svörum þeirra allra eru tilgreindir trúnaðarmenn sem ekki eru nafngreindir.
Fréttir
Hvað felldi Miðflokkinn?
Ris og fall Miðflokksins helst í hendur við ris og fall Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Framtíð flokksins ræðst af úthaldi hans. Lélega útkomu í síðustu kosningum má skrifa á Covid-faraldurinn og slaka frammistöðu formannsins.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Ráðherrar opna veskið á lokasprettinum
Á síðustu vikum í aðdraganda alþingiskosninga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar veitt verulega fjármuni til aðgreindra verkefna, komið umdeildum málum í ferli og lofað aðgerðum sem leggjast misvel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störfum og þingmenn hafa lítil færi á að sýna framkvæmdarvaldinu virkt aðhald.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Boða fjárfrek verkefni en því sem næst engar tillögur til tekjuöflunar
Aðeins tvö af áttatíu áherslumálum Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningar myndu afla ríkissjóði beinna tekna. Fátt er um skýr áhersluatriði. Áfengiskaupaaldur og kjörgengi til forseta myndi færast niður í 18 ár ef áherslur flokksins ná fram að ganga.
Fréttir
Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt
Ríkisstjórnin stóð ekki við fyrirheit í stefnuyfirlýsingu sinni um skref til afnáms verðtryggingar á kjörtímabilinu. Vísitölu til verðtryggingar verður heldur ekki breytt, en verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár.
Greining
Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá
Engin af þeim breytingum sem Katrín Jakobsdóttir vildi gera á stjórnarskránni náði í gegn, en verkefnið á að halda áfram næsta kjörtímabil. Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokks stöðvuðu að frumvarp hennar færi úr nefnd. Næsta tækifæri til að samþykkja stjórnarskrárbreytingar á Alþingi verður að líkindum árið 2025.
Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks og einnig Framsóknarflokks hafa gagnrýnt ýmis ákvæði stjórnarskrárfrumvarps Katrínar Jakobsdóttur sem gengið er til nefndar.
Fréttir
Sveitarfélögum mun fækka um fjórðung
Verði frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkt verður lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga lögbundin við 1.000 manns ekki síðar en 2026.
Fréttir
Starfsmönnum þingflokks Framsóknar sagt upp óvænt og fyrirvaralaust
Fullyrt að uppsagnirnar tengist valdabaráttu innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður sá sjálfur um að segja starfsmönnunum upp en ekki Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður. Sigurður Ingi segir enga óeiningu um málið, verið sé að auka faglega aðstoð við þingflokkinn.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.