Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

Sjö ár­um eft­ir að grunn­ur að nýrri stjórn­ar­skrá var sam­þykkt­ur í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu verð­ur hald­inn rök­ræðufund­ur um nýja stjórn­ar­skrá. Í við­horfs­könn­un á veg­um stjórn­valda var ekki spurt út í við­horf til til­lagna stjórn­laga­ráðs.

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um breytingar á stjórnarskránni, þar sem Alþingi þurfi að samþykkja breytingarnar. Mynd: Shutterstock

Forsætisráðherra hefur kynnt að rökræðufundur verði haldinn fyrir almenning 9. til 10. nóvember næstkomandi í þeim tilgangi að þingmenn geti kynnst viðhorfi almennings til breytinga á stjórnarskránni. Þrjú hundruð manns er boðið til fundarins.

Samráðið á sér stað sjö árum eftir að 67 prósent kjósenda samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að „tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki fylgt. Núverandi ferli byggir hins vegar á annarri aðferðarfræði en fyrra ferli. Undirliggjandi eru áhyggjur af því að almenningur hafi ekki nægilega þekkingu á stjórnarskránni til að taka ákvarðanir um hana.

Rökræðufundur almennings

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði samráðið í grein í Fréttablaðinu fyrr í vikunni og sagði að spurningakönnun Félagsvísindastofnunar meðal almennings sem kynnt var í september, væri undanfari almenningssamráðsins. Í könnuninni kom fram að þótt 37 prósent svarenda væru ánægð með stjórnarskrána, en 27 prósent óánægð, vildi mikill meirihluti breyta henni, eða 59 prósent svarenda, á meðan 17 prósent svarenda töldu litla eða enga þörf á breytingum. Telur Katrín frekara ferli munu leiða fram hvers vegna almenningur vill breyta stjórnarskránni, þótt ánægja sé með hana.

„Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings“

„Könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðu­fundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana,“ segir í grein Katrínar.

Skoða hvernig viðhorf breytast við umræðu

Katrín sagði áður frá fyrirhuguðum rökræðufundi í umræðum á Alþingi í febrúar síðastliðnum. „Þetta virkar þannig að þátttakendur fá boð um að taka þátt í rökræðufundi um tiltekin mál, þeir eru látnir svara sömu könnun og þeir svöruðu áður en fundurinn hefst og svo svara þeir henni í þriðja sinn áður en fundinum lýkur. Þannig má kanna hvernig viðhorf manna breytast eftir því sem þeir kynnast málinu, fá tækifæri til að ræða við sérfræðinga og eiga samtal um viðfangsefnið í smærri hópi. Þegar við erum spurð í almennri viðhorfakönnun byggjum við á þeim viðhorfum sem við höfum fyrirfram og erum kannski ekki mikið búin að ígrunda og því er rökræðukönnunin ákveðið tæki til að eiga almenningssamráð um tiltekin viðfangsefni og kanna hvert rökræðan leiðir okkur,“ sagði hún.

Lítil þekking á stjórnarskránni

Aðeins fjögur prósent svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar í sumar, sem kynnt var í síðasta mánuði, kváðust hafa „mikla þekkingu á stjórnarskránni“. Samtals sagðist minnihluti, eða 42 prósent, hafa nokkra eða mikla þekkingu á stjórnarskránni.

13 prósent svarenda sögðust enga þekkingu hafa. Þetta gildir um hlutfall þeirra sem svöruðu yfirhöfuð. Aðeins 48 prósent úr úrtaki Félagsvísindastofnunar svaraði spurningunni af 4.566 manna úrtaki.

Athygli vekur að ekki var spurt út í viðhorf til tillagna stjórnlagaráðs í könnun Félagsvísindastofnunar. Spurt var hvort fólk hefði tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu almennt, sem 77 prósent höfðu gert, og hvort fólk hefði áhuga á stjórnmálum, en 44 prósent hafði „nokkurn áhuga“ og restin skiptist í tvö horn, þótt töluvert færri hefðu „engan áhuga“ en „mjög mikinn áhuga“.

Þess ber að geta að 48 prósent kjósenda kusu í kosningu til stjórnlagaráðs, en ekki var spurt út í það í könnun Félagsvísindastofnunar hvort fylgni væri milli þekkingar og þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gera má ráð fyrir því að þeir sem hafa þekkingu og áhuga á stjórnarskránni hafi kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Lægst svarhlutfall náðist úr yngsta hópnum, 18 til 25 ára, en þeir námu 8,4 prósent svarenda þrátt fyrir að vera 14,5 prósent þýðis. Svarhlutfallið fór síðan stighækkandi með aldri upp í 22,8 prósent hjá þeim sem  eru 66 ára og eldri, sem þó eru 17,3 prósent þýðisins. Þar sem niðurstöður eru birtar eftir mismunandi breytum er hægt að sjá að mun færri 18 til 40 ára eru „mjög ánægðir“ með stjórnarskrána, eða aðeins fjögur prósent.

Misjafnir hagsmunir þingmanna og kjósenda

Þegar ákveðið var að stofna til sérstaks stjórnlagaþings eftir efnahagshrunið árið 2009, var hugmyndin ekki síst að þannig mætti sneiða hjá hagsmunaárekstri í gerð nýrrar stjórnarskrár. Mörg atriði stjórnarskrárinnar hafa bein áhrif á þingmenn á Alþingi, sem og ákveðna stjórnmálaflokka. Til dæmis hafa flokkar sem eru sterkir á landsbyggðinni, en veikari á höfuðborgarsvæðinu, verulega, beina hagsmuni af því að viðhalda núverandi mismun á atkvæðavægi fólks eftir búsetu. Auk þess er aukið beint lýðræði um leið valdatilfærsla frá þingi til þjóðar.

En almenningur vill hins vegar breyta þessu. 64 prósent svarenda í áðurnefndri könnun segja að frekar eða mjög mikil þörf sé á að breyta kjördæmaskipan og atkvæðavægi, en aðeins 16% mjög eða frekar litla þörf á breytingum. 74 prósent svarenda vilja að atkvæðamagn vegi jafnt á öllu landinu.

Þá vekur athygli, í samhengi við beint lýðræði, að yfirgnæfandi meirihluti vill að kjósendur geti safnað undirskriftum til að skylda Alþingi til að taka þingmál til meðferðar, eða 74 prósent gegn 8 prósentum.

Stjórnarskrárfélagið gagnrýndi sérstaklega orð forsætisráðherra á grundvelli þess að núverandi ferli væri ekki lýðræðislegt. „Það að hefja nýtt almenningssamráð um stjórnarskrá án þess að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu (um að leggja skuli nýju stjórnarskrána til grundvallar) getur því miður ekki talist lýðræðisleg aðgerð,“ sagði í Facebook-færslu félagsins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekar hins vegar að stjórnarskrárferlið sé á forræði Alþingis. „Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá.“

Síðasta samráðsferli haft til hliðsjónar ásamt almennri umræðu

Kjósendur hafa þegar samþykkt tillögur stjórnlagaráðs sem grunn nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem framkvæmd var í kjölfar beinnar kosningar í sérstakt stjórnlagaþing eða stjórnlagaráð. Í aðdraganda þeirrar vinnu var haldinn þjóðfundur 6. nóvember 2010, þar sem 950 manns af öllu landinu mættu. Tilgangur þjóðfundarins var að „kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni“. Niðurstöðum Þjóðfundarins var síðan safnað saman og þær formlega afhendar stjórnlagaráði, en sem fyrr segir ákváðu stjórnvöld að fylgja ekki niðurstöðum þess ferlis nema til „hliðsjónar“, rétt eins og gildir um nefndarvinnu á Alþingi og „þá miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað“, eins og sagði í minnisblaði forsætisráðherra til flokksformanna á Alþingi í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár