Þessi grein er rúmlega 11 mánaða gömul.

Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“. „Ég þarf ann­að­hvort að ger­ast „tálm­un­ar­móð­ir“ og vera með­höndl­uð sem slík af kerf­inu, eða að senda dótt­ur mína í að­stæð­ur þar sem ég veit að hún er ekki ör­ugg, af því ég trúi henni og trúi öðr­um sem hafa sagt frá kyn­ferð­is­brot­um hans,“ seg­ir móð­ir­in.

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“. „Ég þarf ann­að­hvort að ger­ast „tálm­un­ar­móð­ir“ og vera með­höndl­uð sem slík af kerf­inu, eða að senda dótt­ur mína í að­stæð­ur þar sem ég veit að hún er ekki ör­ugg, af því ég trúi henni og trúi öðr­um sem hafa sagt frá kyn­ferð­is­brot­um hans,“ seg­ir móð­ir­in.

„Ég vona að frásögn mín geti orðið til þess að hjálpa litlu frænku minni, aftra því að hún verði skilin eftir ein með þessum manni.“

Þetta segir ung kona sem nýlega lagði fram yfirlýsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi hálfbróður síns þegar hann var táningur og hún fimm ára gömul.

Móðir konunnar hefur undirritað yfirlýsingu sem styður frásögnina. „Með þessu er ég bara að gera það litla sem ég get til að hindra að maður sem ég veit að misnotaði dóttur mína þegar hún var lítil stúlka haldi áfram slíkri hegðun,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Þá hefur þriðja konan, sem einnig tengist manninum fjölskylduböndum, lagt yfirlýsingu fyrir dóm þar sem hún segir hann hafa brotið gegn sér þegar hún var barn og hann á framhaldsskólaaldri.

Ástæðan fyrir því að frásagnirnar eru nú lagðar fram, mörgum árum eftir að meint brot áttu sér stað, er sú að maðurinn stendur í forsjárdeilu við barnsmóður sína og hefur sætt rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn barnungri dóttur þeirra. 

Lögregla lauk rannsókn kynferðisbrotamálsins án þess að rætt væri við barnið í Barnahúsi eða læknisskoðun framkvæmd. Hafa tvö dómsstig nú úrskurðað um að maðurinn skuli fá að umgangast stúlkuna án eftirlits meðan forsjármálið er leitt til lykta. Barnsins vegna er fjallað með almennum hætti um málið hér á eftir, án ítarlegra lýsinga og án þess að nein nöfn komi fram.

Hafnaði ásökunum um kynferðisbrot

Barnsmóðir mannsins leitaði til barnaverndarnefndar og lögreglu síðasta haust og greindi frá hegðunarbreytingum og frásögnum stúlkunnar sem henni fannst benda sterklega til kynferðislegrar misnotkunar. Þá upplýsti hún um að maðurinn fengi ítrekað holdris þegar hann væri með barnið, hegðaði sér undarlega í kringum það og sýndi kynfærum þess óeðlilegan áhuga.

Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður af lögreglu auk þess sem leitað var í tölvum hans þar sem ekkert saknæmt fannst. Sagðist hann alltaf hafa átt auðvelt með að fá lítils háttar holdris, hann fengi það jafnvel við það eitt að stúlkan hoppaði í fangið á honum, en það væri ekki kynferðislegs eðlis. Hann bæri engar kynferðislegar hvatir til stúlkunnar og ásakanir um kynferðisbrot ættu ekki við rök að styðjast.

Læknisskoðun ómöguleg vegna „ósamvinnuþýði stúlkunnar“

Meira en mánuður leið milli þess að málið var tilkynnt til barnaverndarnefndar og stúlkan var send í læknisskoðun í Barnahúsi. Samkvæmt gögnum málsins var það „skortur á sérfræðingum sem framkvæma þess háttar skoðanir“ sem olli töfunum. Þegar framkvæma átti skoðunina hrökk stúlkan í baklás, harðneitaði að klæða sig úr fötunum og fór að gráta. „Ekki tókst að framkvæma læknisskoðun vegna ósamvinnuþýði stúlkunnar í skoðuninni,“ segir í niðurstöðu könnunar barnaverndarnefndar sem lokaði málinu skömmu síðar.

Móðir féllst á það með starfsmönnum Barnahúss að það væri óþarflega mikið inngrip að svæfa stúlkuna svo læknisskoðun gæti farið fram. Síðar komst hún að því að afstaða lögreglu hafði verið önnur: lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild hafði, samkvæmt lögregludagbók, lagt áherslu á það í samskiptum sínum við barnaverndarstarfsmann að barnið yrði svæft og læknisskoðun framkvæmd. 

Í dagbók lögreglu er haft eftir barnaverndarstarfsmanni að málið sé „orðið leiðinlegt umgengnismál og að móðir neitaði að afhenda barnið til föður á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir“. Lögreglan lauk rannsókninni þann 21. febrúar 2019 og barnavernd lokaði málinu 15. mars. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“
Þrautir10 af öllu tagi

104. spurn­inga­þraut: „Þeir eru til sem telja að land­svæð­ið og þó einkum ná­grenni þess sé ein­stak­lega hættu­legt.“

Hér er þraut­in frá í gær! Auka­spurn­ing­ar: Á efri mynd­inni má sjá svo­nefnt Is­ht­ar-hlið (eða Bláa hlið­ið) sem eitt sinn var í borg­ar­múr­un­um um­hverf­is kon­ungs­höll­ina í Babýlon, en var í upp­hafi 20. ald­ar flutt til annarr­ar borg­ar og er þar til sýn­is. Hvar? Og hver er mað­ur­inn á neðri mynd­inni? +++ 1.   Hvað heita fjöll­in með um­lykja rúm­ensk/ung­versku slétt­una í...
DÓMARINN OG ÞUMALLINN. Svar við svari Jóns Steinars.
Blogg

Stefán Snævarr

DÓM­AR­INN OG ÞUM­ALL­INN. Svar við svari Jóns Stein­ars.

Ég vil þakka Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni fyr­ir kurt­eis­legt og mál­efna­legt svar við færslu minni um laga­sýn hans („Margra kosta völ?“). Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort hug­mynd­ir mín­ar um lög séu að ein­hverju leyti inn­blásn­ar af föð­ur mín­um en svo er ekki. Við rædd­um þessi mál aldrei svo ég muni. Upp­lýst dómgreind. Laga­sýn mín er mest­an part ætt­uð úr...
Stundaði Samherji arðrán í Namibíu? Mútur og greiðslur í skattaskjól tvöfalt hærri en bókfært tap
GreiningSamherjaskjölin

Stund­aði Sam­herji arð­rán í Namib­íu? Mút­ur og greiðsl­ur í skatta­skjól tvö­falt hærri en bók­fært tap

Sam­herji og Morg­un­blað­ið full­yrða að „ekk­ert arð­án“ hafi átt sér stað í rekstri Sam­herja í Namib­íu. Þetta er nið­ur­staða þess­ara að­ila þeg­ar ein­göngu er horft á rekst­ur dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu. Þeg­ar horft er rekst­ur­inn í stærra sam­hengi flæk­ist mynd­in.
Birtingur tapaði 236 milljónum í fyrra
Fréttir

Birt­ing­ur tap­aði 236 millj­ón­um í fyrra

Ta­prekst­ur út­gáfu­fé­lags­ins sem gef­ur út Mann­líf og fleiri blöð jókst milli ára. Hluta­fé fé­lags­ins hef­ur ver­ið auk­ið um rúm­lega hálf­an millj­arð króna til að fjár­magna tap­ið á þrem­ur ár­um.
Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
Fréttir

Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir að borg­in aug­lýsi störf kenn­ara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.
Huawei, „Kínaveiran“ og gula ógnin
Úttekt

Huawei, „Kína­veir­an“ og gula ógn­in

Banda­rísk­ir fjöl­miðl­ar á borð við New York Times tala um að nýtt kalt stríð sé haf­ið, í þetta sinn á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Í því stríði sé bar­ist með há­tækni, í net­heim­um og með áróðri og við­skipta­höft­um. Eft­ir að hafa snú­ið baki sínu við al­þjóða­sam­fé­lag­inu í fjög­ur ár seg­ist Trump Banda­ríkja­for­seti nú reiðu­bú­inn að leiða Vest­ur­lönd í bar­átt­unni gegn heims­yf­ir­ráð­um Kín­verja en efa­semd­ir eru um að hann hafi til þess burði.
103. spurningaþraut: „Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“
Þrautir10 af öllu tagi

103. spurn­inga­þraut: „Eng­in kona hef­ur hing­að til getað orð­ið tón­skáld. Því skyldi ég bú­ast við að verða sú fyrsta?“

Hér er þraut­in „10 af öllu tagi“ frá því í gær! Auka­spurn­ing­ar í dag eru þess­ar: Hvaða orr­ustu er lýst á þeirri út­saum­uðu mynd, sem sést hér að of­an? Hver er kon­an á neðri mynd­inni? Hér eru svo 10 af öllu tagi: 1.   Hvaða pest er tal­in hafa borist til Ís­lands ár­ið 1402? 2.   Banda­rísk­ur hers­höfð­ingi lét að sér kveða...
Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði
Fréttir

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi keypti fyr­ir­tæki af fé­lagi sem for­stjór­inn stýrði

Bæði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi, og stjórn­ar­formað­ur­inn, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, tengj­ast Bjarna Ár­manns­syni fjár­festi nán­um bönd­um. Festi ákvað að kaupa orku­sölu­fyr­ir­tæki af Bjarna og með­fjár­fest­um hans fyr­ir rúm­lega 722 millj­ón­ir. Eggert Þór hef­ur ekki vilj­að svara spurn­ing­um um mál­ið.
Margra kosta völ?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Aðsent

Jón Steinar Gunnlaugsson

Margra kosta völ?

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son svar­ar skrif­um Stef­áns Snæv­arr í Stund­inni.
Kapítalisminn drepur lýðræðið um hábjartan dag
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

Kapí­tal­ism­inn drep­ur lýð­ræð­ið um há­bjart­an dag

Á vafri mínu ný­lega datt ég nið­ur á svar frá Hall­grími Helga­syni sem vakti hjá mér áhuga. Á þræði um Sósí­al­ista­flokk­inn ákvað Hall­grím­ur að lýsa skoð­un sinni á sósí­al­isma og seg­ir: "Sósí­al­ismi hef­ur því mið­ur yf­ir­leitt end­að í ein­ræði, þar sem hann hef­ur ver­ið reynd­ur". Ég verð að við­ur­kenn að mér brá svo­lít­ið við að lesa þetta. Hvernig get­ur mað­ur...
Frásagnir mæðra af ofbeldi kerfisins
Fréttir

Frá­sagn­ir mæðra af of­beldi kerf­is­ins

Sam­tök­in Líf án of­beld­is birta sög­ur mæðra sem hafa yf­ir­gef­ið of­beld­is­sam­bönd, en upp­lifa hörku kerf­is­ins sem hygl­ir hags­mun­um of­beld­is­manna og lít­ur fram hjá frá­sögn fórmar­lamba þeirra.