Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi Hrafns­son fékk 34,3 millj­ón­ir króna í árs­laun í fyrra, en fyr­ir­tæki sem hann kom að lentu í al­var­leg­um fjár­hags­vanda. Hann stofn­aði vef­mið­il­inn Vilj­ann í nóv­em­ber.

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórinn hækkaði í launum frá fyrra ári um 400 þúsund á mánuði. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, var með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði í laun samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Hafa mánaðarlaun hans hækkað frá 2017 þegar þau voru 2,5 milljónir króna, en þá rak Björn Ingi fjölmiðla Vefpressunnar.

Björn Ingi stofnaði Viljann í nóvember á síðasta ári og því ólíklegt að tekjur hans hafi að mestu komið frá því starfi. Var hann alls með 34,3 milljónir króna í árslaun í fyrra. Á tímabili átti hann félagið BOS ehf. sem rak Argentínu steikhús. Hefur það síðan verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Síðasta ár var stormasamt hjá Birni Inga. Hann var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókninni í byrjun árs 2019 og taldi ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. „En allt er gott sem endar vel,“ skrifaði Björn Ingi á Facebook þegar málinu var lokið. „Dag er farið að lengja og landið er að rísa.“

Þá greindi eiginkona Björns Inga, Kolfinna Von Arnardóttir, frá því í byrjun árs í færslu á Facebook að Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður hafi farið fram á persónulegt gjaldþrot hennar. Deilur hafa staðið á milli þeirra vegna fjárfestingar í fatamerkinu JÖR.

Nú síðast krafði Ríkisskattstjóri Björn Inga um tæpar 8 milljónir króna samkvæmt gerðarbók fjárnáms hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 12. júní. Gert var fjárnám í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
4
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár