Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur

Alls 24 börn frá Pak­ist­an, Ír­ak, Alban­íu, Af­gan­ist­an, Kosovo, Molda­víu, Tún­is og Níg­er­íu eru um þess­ar mund­ir við nám í grunn­skól­um Reykja­vík­ur, með­an þau bíða þess að yf­ir­völd kom­ist að nið­ur­stöðu um hvort þau fái að setj­ast hér að. Sér­deild fyr­ir börn hæl­is­leit­enda verð­ur opn­uð í Háa­leit­is­skóla á næstu haustönn.

24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur
Skólakrakkar Frá og með næsta hausti munu börn umsækjenda um alþjóðlega vernd hefja nám í sérstakri stoðdeild í Háaleitisskóla, í stað þess að fara í sinn hverfisskóla. Mynd: Kristinn Magnússon

Um þessar mundir eru 24 börn hælisleitenda við nám í grunnskólum Reykjavíkur, meðan þau bíða niðurstöðu í málum fjölskyldna þeirra. Þetta sýna tölur frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þrjú þeirra frá Pakistan, sex frá Írak, tvö frá Albaníu, fjögur frá Afganistan, tvö frá Kosovo, fjögur frá Moldavíu, eitt frá Túnis og tvö frá Nígeríu. Tölur um þróun fjöldans undanfarna mánuði lágu ekki fyrir þegar óskað var eftir þeim.

Á meðal þessara barna eru systkinin Zainab og Amil Safari.

Skólafélagar Zainab í Hagaskóla hafa barist fyrir því að fjölskyldan verði ekki send úr landi. Meðal þess sem lögmaður fjölskyldunnar hefur notað sem rök fyrir því að mál þeirra verði tekið fyrir hér, er að þau hafi myndað sterk tengsl við skólafélaga sína og nærumhverfi. Í síðustu viku hafnaði kærunefnd útlendingmála því að að mál þeirra verði tekið fyrir hér, á grundvelli þess að þau hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Nefndin hafnaði auk þess frestun réttaráhrifa, sem hefði þýtt að þau fengju að dvelja hér meðan mál þeirra fer fyrir dóm. 

Tekin hefur verið ákvörðun að frá skólaárinu 2019–2020 fari börn á borð við þau, börn umsækjenda um alþjóðlega vernd, ásamt þeim sem hafa mjög rofna skólagöngu erlendis að baki, í sérstaka stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri. Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs 9. apríl síðastliðinn. Um miðjan febrúar var tilkynnt að til stæði að opna slíka sérdeild í Vogaskóla. Ekki var samstaða um val á þeim skóla og því var ákveðið að deildin yrði opnuð í Háaleitisskóla.

Það vakti á sínum tíma talsverð viðbrögð þegar tilkynnt var að til stæði að opna sérdeild fyrir börn hælisleitenda í Vogaskóla. Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu við skólann, sagði meðal annars í viðtali við RÚV að það væri í algjörri mótsögn og andstöðu við allt sem gert væri í skólanum. „Og ég get ekki betur séð en að þetta sé hreinlega lögbrot vegna þess að það sem kemur fram í lögum um grunnskóla, í aðalnámskrá og í barnasáttmálanum, sem er lögbundinn og lögfestur síðan 2013, bendir til þess að þetta sé ólöglegt.“

Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs, stendur með þeirri ákvörðun að opnuð verði sérdeild fyrir börnin og er ánægður með niðurstöðuna að deildin verði í Háaleitisskóla.

Helgi GrímssonForstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að börnum hælisleitenda verði tryggð félagsleg tengsl við önnur börn, í gegnum list- og verkgreinar og íþróttastarf.

Markmiðið sé að gera móttöku barna hælisleitenda markvissari, byggja upp sérfræðiþekkingu og nota staðla til að vita hver skólaganga barnsins hefur verið, hver færni þeirra í eigin móðurmáli er. Þannig megi sníða nám þeirra að þörfum þeirra með markvissari hætti, meðan þau dvelja hér á landi. „Ef barn kemur hingað með mjög brotna skólagöngu, dúkkar upp í einhverjum hverfisskóla þar sem jafnvel er ekki fagþekking í að vinna með börnum af erlendum uppruna, er engum greiði gerður með því að hafa slíkt fyrirkomulag. Það er reynsla okkar og reynslan erlendis frá, að það þurfi að byggja upp fagþekkingu, að hafa einhvers konar miðstöð þar sem við getum tryggt sérfræðiþekkingu og mat á skólagöngu barnsins sé með samræmdum hætti. Það er stóra markmiðið með þessu hjá okkur.”

Hann segir að börnunum verði tryggð tengsl við önnur börn. Þau muni til að mynda sækja list- og verkgreinar með öðrum nemendum Háaleitisskóla. Þá muni íþróttafélagið Fram koma að starfi með börnunum. „Það er leynivopnið í samhenginu, því Fram er kappsamt um að vera með gott fjölmenningarlegt starf. Börnunum verður þannig tryggt farsælt skóla-, frístunda- og íþróttastarf.“

Markmiðið sé svo að börnin fari í sína hverfisskóla, hvort sem það verði í sömu viku eða eftir 2–3 mánuði, allt eftir því hvernig þeim gengur. Takist yfirvöldum hins vegar að hraða umsóknarferli umsækjenda um alþjóðlega vernd, eins og hefur verið boðað, geti verið að einhver börn fari aldrei í ákveðinn hverfisskóla. „Ef við vitum að einhver börn verði aðeins hér á landi í tvo til þrjá mánuði geri ég ráð fyrir því að þau yrðu hér þangað til þau fara. En það er enn óljóst og við munum teikna það upp með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Við munum tryggja þeim tengsl við önnur börn, rækta mennskuna og veita þeim eins góðar aðstæður og kostur er, meðan þau eru hérna, hvort sem það er í 3 mánuði eða lengur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár