Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hugsan­legt að höfðað yrði samnings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orku­pakkans

Lög­fræð­ing­arn­ir Stefán Már Stef­áns­son og Frið­rik Árni Frið­riks­son Hirst telja ekki úti­lok­að að ESA höfði samn­ings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orkupakk­ans. Skúli Magnús­son laga­dós­ent seg­ir þó af­ar hæp­ið að EFTA-dóm­stóll­inn myndi fall­ast á rök­semd­ir um að EES-sam­ing­ur­inn skyldi Ís­lend­inga til að leyfa sæ­streng.

Hugsan­legt að höfðað yrði samnings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orku­pakkans

Þrír lögfræðingar sem unnu álitsgerðir um stjórnskipuleg álitamál tengd þriðja orkupakkanum telja hugsanlegt að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA höfði samningsbrotamál gegn Íslandi og skuldbindingar Íslands vegna orkupakkans komi til kasta EFTA-dómstólsins í framtíðinni. 

Friðrik Árni Friðriksson Hirst

Einn þeirra, Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður, segir að þar kynni ESA að byggja á því að Íslendingum beri að inn­leiða þriðja orkupakk­ann að fullu í lands­lög. Að sama skapi geti komið til þess að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfði skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu á þeim grundvelli að ís­lensk lands­lög tryggi þeim ekki þau réttindi sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um. Þetta er haft eftir honum í viðtali á Mbl.is í dag.

Í álitsgerð Friðriks Árna og Stefáns Más Stefánssonar prófessors lýsa þeir efasemdum um að það valdframsal sem felist í innleiðingu þriðja orkupakkans standist stjórnarskrá og leggja til tvær mögulegar lausnir; annaðhvort að Ísland fari fram á undanþágur frá reglugerðunum í heild eða að þriðji orkupakkinn verði innleiddur með lagalegum fyrirvara um að ákvæði um grunnvirki yfir landamæri öðlist ekki gildi, enda sé slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á Íslandi. Kaus ríkisstjórnin að fara síðari leiðina, sem er þó ekki gallalaus að mati lögfræðinganna.

Aðspurður á Mbl.is hvort staða Íslands, með tilliti til stjórnarskrárinnar, veikist þegar stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna orkupakkans er aflétt segir Friðrik: „Vissu­lega erum við þá hugs­an­lega að gefa frá okk­ur þann mögu­leika að óska eft­ir und­anþágum á vett­vangi sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Ég held að það liggi í sjálfu sér í hlut­ar­ins eðli að ef vilji stæði til þess á síðari tíma­punkti þá eru þeir mögu­leik­ar af­skap­lega tak­markaðir þegar búið er að aflétta stjórn­skipu­lega fyr­ir­var­an­um og staðfesta þessa ákvörðun.“

Stefán Már Stefánsson

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hefur einnig tjáð sig um möguleikann á því að ESA höfði samningsbrotamál gegn Íslandi.

Hann telur þó að sameiginleg yfirlýsing Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Miguel Arias Cañete, orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins um gildi þriðja orkupakkans gagnvart Íslandi dragi úr líkunum á því. 

„Það er náttúrlega ekki hægt að útiloka málsókn. En í ljósi þessarar yfirlýsingar myndi ég telja mjög ósennilegt að slík málsókn eigi sér stað. Þetta er ekki lagalega bindandi en þetta eru yfirlýsingar af því tagi sem að minnsta kosti binda þá sem gefa yfirlýsingarnar,“ sagði Stefán í viðtali við Útvarp Sögu á dögunum

Haft er eftir Stefáni í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að sú leið sem ríkisstjórnin leggi til varðandi upptöku og innleiðingu gerða þriðja orkupakkans sé „heimil samkvæmt stjórnarskrá enda er lagalegur fyrirvari um að þessi tilteknu ákvæði komi ekki til framkvæmda fyrr en lagagrundvöllurinn, þar með talið stjórnskipunarvandinn, hefur verið tekinn til endurskoðunar á Alþingi“. 

Skúli Magnússon, dósent við Lagadeild Háskóla íslands, vann einnig álitsgerð um stjórnskipuleg álitamál tengd þriðja orkupakkanum. Þar veltir hann upp þeirri spurningu hvort unnt sé að túlka almennar reglur EES-samningsins með þeim hætti að íslenska ríkinu beri skylda til að leyfa lagningu sæstrengs. Telur hann afar ólíklegt að fallist yrði á slíka túlkun á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands. 

Skúli Magnússon

„Kemur þar helst til að ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði aðildarríkjanna og falla utan gildissviðs EES-samningsins (og raunar einnig reglna sambandsréttar),“ skrifar hann. „Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Jafnvel mætti einnig færa að því rök að hér sé um að ræða nýtingu auðlinda hafsbotnsins sem eru eign íslenska ríkisins í einkaréttarlegum skilningi, sbr. lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, og að heimild til lagningar sæstrengs feli í sér afsal eða kvöð á landi eða landhelgi þannig að samþykki Alþingis þurfi að koma til samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar. Að mínu mati er því útilokað að sæstrengur til flutnings raforku yrði lagður án þess að Alþingi tæki afstöðu til málsins, annað hvort með setningu almennra reglna eða með lögum sem lytu að framkvæmdinni sjálfri.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár