Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

Í síðustu viku sendu sóttvarnalæknir og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íbúum í fjölbýlishúsi eldri borgara á Grandavegi 47 orðsendingu þar sem íbúarnir voru varaðir við því að töluvert magn af umhverfisbakteríunni Legionella hefði fundist í vatnssýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók úr sturtuhaus í einni af íbúðum hússins. Umrædd baktería er þekkt undir heitinu hermannaveiki og getur verið bráðdrepandi, sérstaklega fyrir þá sem eru veikir fyrir eða komnir á háan aldur. Sólveig Bjarnadóttir, dóttir níræðrar konu sem býr á Grandavegi 47, furðar sig á orðsendingunni sem hafi skilið eftir sig mun fleiri spurningar en svör á meðal íbúa. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir ekkert athugavert við vinnubrögðin.

Kanna útbreiðslu bakteríunnar

„Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á að nýlega greindist töluvert magn af umhverfisbakteríunni Legionella í vatnssýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók úr sturtuhaus í einni af íbúðum í Grandavegi 47. Þessi baktería er stundum kölluð hermannaveikisbaktería eftir að hafa valdið hópsýkingu meðal hermanna á ráðstefnu í Bandaríkjunum 1976,“ segir meðal annars í  orðsendingu sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitsins sem er dagsett þann 28. febrúar síðastliðinn og var sett í alla póstkassa hússins og hengd upp á veggi þess.

OrðsendinginHér gefur að líta orðsendingu þá sem sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi íbúum Grandavegi 47 í síðustu viku.

Þá kemur fram að fullfrískir einstaklingar geti fengið bakteríuna í öndunarveg án þess að veikjast en aðra sögu megi segja um þá sem eru veikir fyrir. „Alvarleg veikindi, lungnabólga, verða einna helst hjá einstaklingum með undirliggjandi áhættuþætti en þeir eru helstir hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.“ Íbúum er jafnframt greint frá því að Legionella sé baktería sem lifi í vatni og algeng um allan heim. „Hún þolir hitastig frá 0–63°C en lifir best í 30–40°C,“ segir í tilkynningunni, en þar eru íbúar meðal annars hvattir til þess að láta vatnið í sturtum sínum renna af fullum krafti í 2–3 mínútur áður en þeir fari í sturtu, til þess að koma í veg fyrir mögulegt smit.

„Til að gæta fyllsta öryggis þar til niðurstöður frekari rannsókna liggja fyrir er íbúum ráðlagt að skrúfa frá vatninu í sturtunni af fullum krafti og láta renna í 2–3 mínútur áður en þeir fara undir sturtuna. Ef bakterían er til staðar minnkar rennslið magn hennar í vatnspípum og sturtuhausum og dregur þar með úr líkum á að smit eigi sér stað. Þetta á sérstaklega við ef sturtan er sjaldan notuð,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en þar eru þessar leiðbeiningar sagðar eiga við á meðan verið sé að kanna mögulega útbreiðslu „bakteríunnar í pípunum og hvað er helst til ráða til að losna við hana úr vatnspípunum“.

Furðar sig á vinnubrögðunum

„Ég er alveg gapandi yfir þessu vegna þess að þetta er alveg hræðilegur sjúkdómur,“ segir Sólveig, sem gagnrýnir meðal annars að í orðsendingunni komi ekkert fram um það hvenær búið verði að kanna mögulega útbreiðslu. „Það er engin nánari skýring, sem mér finnst fyrir neðan allar hellur, ekkert símanúmer og enginn tölvupóstur.“ Þá tekur hún fram að móðir hennar sé mjög óörugg vegna þessa en Sólveig, sem er búsett erlendis og á leiðinni aftur út í bráð, hefur sjálf áhyggjur af því að skilja aldraða móður sína eftir í þessari aðstöðu. „Svo er þeim bara sagt að láta vatnið renna og ekkert meira en það. Er þetta bara eitthvað sem er almennt gert?“ spyr Sólveig sem furðar sig á vinnubrögðunum. 

Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þeim finnist miður ef íbúar upplifi það þannig að þeir séu illa upplýstir. Hins vegar komi skýrt fram í orðsendingunni hvaða embætti komi að málinu og hvert eigi að leita. Þá séu símanúmer til dæmis aðgengileg á ja.is og víðar ef þörf sé á því. „Heilbrigðiseftirlitið var kallað til af sóttvarnalækni varðandi sýnatökuhlutann og til samráðs sem og að kortleggja útbreiðslu,“ segir Árný í skriflegu svari við spurningum Stundarinnar, en hún segir eftirlitið ekki geta svarað fyrir þann hluta sem snýr að sóttvörnum, eða mögulega hættu fyrir íbúana, og vísar á lækna og heilsugæslu líkt og gert er í orðsendingunni.

Árný segir jafnframt að verið sé að skoða lagnakerfi hússins í samráði við húsvörð og hvar mögulega þurfi að grípa til aðgerða af hálfu húseigenda. Þá sé heilbrigðiseftirlitið í þéttu samstarfi við sóttvarnalækni varðandi málið. „Það er svo sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitsins að meta hvort einhverra frekari viðvarana sé þörf eða upplýsinga til íbúa en þegar hafa komið fram, og eins ef nýjar upplýsingar koma fram,“ segir Árný sem tekur fram að íbúar skuli áfram fylgja þeim leiðbeiningum sem fram komi í orðsendingunni.

Ekki náðist í sóttvarnalækni við vinnslu þessarar fréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár