Landlæknisembættið
Aðili
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

·

Úttekt Embættis landlæknis leiddi í ljós að bið eftir tíma hjá gigtarlækni er frá tveimur mánuðum upp í ár. Áhyggjur komu fram um stöðu barna með vefjagigt.

Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu

Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu

·

Fjöldi íslenskra kvenna lýsir sams konar líkamlegum einkennum sem komu fram eftir að þær létu græða í sig brjóstapúða. Í viðtali við Stundina segja þrjár þeirra einkennin hafa minnkað verulega eða horfið eftir að brjóstapúðarnir voru fjarlægðir. Lýtalæknir segir umræðuna mikið til ófaglega. Eftirliti með ígræðslum er ábótavant hérlendis.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

·

Íbúum á Grandavegi 47 barst nýlega orðsending frá sóttvarnarlækni og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þess efnis að mikið magn hermannaveikisbakteríunnar hefði fundist í einni íbúð blokkarinnar. Dóttir níræðrar konu í blokkinni hefur verulegar áhyggjur af móður sinni en hermannaveiki er bráðdrepandi fyrir fólk sem er veikt fyrir.

Önnur rang­færsla í feril­skránni: Fé­lag sér­kennara segir ekki rétt að Anna Kol­brún hafi verið rit­stjóri Glæða

Önnur rang­færsla í feril­skránni: Fé­lag sér­kennara segir ekki rétt að Anna Kol­brún hafi verið rit­stjóri Glæða

·

Í gær sendi Félag þroskaþjálfa á Íslandi út yfirlýsingu þar sem fram kom að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði hvorki hlotið tilskylda menntun né fengið starfsleyfi frá landlækni þótt hún titlaði sig þroskaþjálfa í ferilskrá. Nú staðfestir Félag sérkennara á Íslandi að Anna Kolbrún hafi aldrei verið ritstjóri Glæða þrátt fyrir að titla sig þannig.

Fimmta hver kona tekur þunglyndislyf

Fimmta hver kona tekur þunglyndislyf

·

Ísland sker sig úr á alþjóðavísu með mikilli notkun þunglyndis- og svefnlyfja. Tvöfalt meira er notað hér af þunglyndislyfjum en meðaltal OECD. Langtímanotkun á svefnlyfjum er einnig áhyggjuefni.

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsvíg á einum degi

·

Tíðni sjálfsvíga í ár er sú sama og í fyrra, samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú. Fullyrt var í vinsælli grein í síðustu viku að fjórir karlmenn hefðu tekið eigið líf sama daginn.

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

„Það tók mig bara tvo mánuði að lenda á götunni“

·

Móður tókst að missa börn sín, heimili, bíl og aleigu eftir að ánetjast morfíni og rítalíni. Annar maður hefur sprautað sig nánast daglega í tuttugu ár, og kallar fíknina þrældóm.

Yfirlýsing SÁÁ: Fréttaflutningur „til þess fallinn að gera stöðu sjúklinga á Vogi tortryggilega“

Yfirlýsing SÁÁ: Fréttaflutningur „til þess fallinn að gera stöðu sjúklinga á Vogi tortryggilega“

·

Í yfirlýsingu frá Arnþóri Jónssyni, formanni SÁÁ, er varað við fréttaflutningi af reynslu kvenna sem hafa verið þolendur kynferðisofbeldis og yfirgefa meðferð í kjölfar kynferðislegrar orðræðu, vegna þeirra áhrifa sem „slíkar dylgjur geta valdið“.

Ungur maður lést á AA-fundi

Ungur maður lést á AA-fundi

·

Lögreglan rannsakar svipleg dauðsföll ungmenna á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og mánuði. Þeirra á meðal er andlát ungs manns á AA-fundi í gær. Þau og fleiri eru syrgð á samfélagsmiðlum.