Mest lesið

Spillingarsögur Björns Levís birtar
1

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
2

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
3

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
4

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
5

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Saklausasta fólk í heimi
6

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf
7

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Jón Baldvin kærir: „Sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni“

Aldís Schram skrifaði handrit byggt á eigin lífi og sýndi meðal annars Elísabetu Ronaldsdóttur kvikmyndagerðarkonu. Elísabet segir Bryndísi Schram hafa hringt í sig í kjölfarið og sagt að barnung Aldís hafi „reynt við“ föður sinn. Jón Baldvin Hannibalsson segir að handitið sé uppsprettan að sögum 23 kvenna sem saka hann um kynferðislega áreitni.

Jón Baldvin kærir: „Sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni“
Aldís og Jón Baldvin Elísabet Ronaldsdóttir segist hafa fengið símtal eftir að hafa lesið handrit Aldísar. 
steindor@stundin.is

Jón Baldvin Hannibalsson spyr hvort sögur 23 kvenna sem sakað hafað hann um kynferðislega áreitni séu allar sprottnar upp úr handriti sem dóttir hans, Aldís Schram, skrifaði fyrir rúmum áratug. Hann segir málaferli væntanleg og að hann hafi kært „slúðurbera í fjölmiðlum fyrir tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, sem ber titilinn „Leikhússmiðjan ehf?“ segist Jón Baldvin hafa séð handritið, sem fjallaði um valdamann, sem í skjóli nætur og ölvunar níðist á konum og börnum, árið 2006.

„Söguþráðurinn er sá sami og í sögum #metoo-kvennanna,“ skrifar Jón Baldvin. –„Sömu sögupersónur. Sama kynlífsþráhyggjan. Sama heilagsanda upphafningin. Meira að segja keimlíkar verknaðarlýsingar. Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni? Mér láðist að geta þess áðan, að þegar nánar er að gáð reynist höfundarnafnið – Júrí Khristovski – vera skáldanafn. Höfundurinn, sem leynist þar að baki, er Aldís Baldvinsdóttir, nú þekktari undir nafninu Aldís Schram.“

Í samtali við Stundina í janúar greindi Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarkona frá því að hún hafi hitt Aldísi á fundi og lesið handrit um persónulega reynslu hennar af Jóni Baldvini. Í handritinu var fjallað um meint kynferðisofbeldi hans, sem byggði á upplifunum Aldísar sjálfrar og öðrum frásögnum sem henni höfðu borist.

Barnið „reyndi svo mikið“ við Jón Baldvin

Elísabet sagði fundinn og atburðina í kringum hann hafa verið sláandi. „Ég þekkti Aldísi ekki fyrr og ég þekkti ekki þetta fólk nema að Bryndís var framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs og ég var í einhverjum samskiptum við hana,“ sagði hún. „Við Aldís mæltum okkur mót og í millitíðinni, áður en ég hitti hana, þá labbaði ég fram á Bryndísi og Jón Baldvin þar sem þau voru á kaffihúsi.

Ég heilsaði kumpánlega og sagði að þetta væri skemmtilegt þar sem ég væri að fara að hitta Aldísi. Ég vissi ekkert, algjörlega bláeyg og hafði ekki grænan grun um hvað væri í gangi. Sagði þeim að hún væri að fara að sýna mér handrit. Þá kom einhver undarleg dauðaþögn á hópinn en enginn sagði neitt. Ég var hvort sem er að fara á fund þannig að ég kvaddi og fór bara.“

Elísabet talaði við Aldísi og las handritið. Málið hafi komið henni í opna skjöldu. Hún hafi ekkert vitað af þessum sögum af Jóni Baldvini. Nokkrum dögum síðar, nálægt miðnætti, hafi hún óvænt fengið símtal frá Bryndísi Schram.

„Bryndís fór að tala um hvað þetta væri allt erfitt með Aldísi og að hún væri ekki heil á geði,“ segir Elísabet. „Ég sagði henni að í handritinu væri talað um kynferðisofbeldi og þá bara allt í einu fór Bryndís að útskýra hvernig Aldís hafi sem barn verið að reyna svo mikið við Jón Baldvin og þetta væri allt henni að kenna. Hún hefði verið þannig barn að hún hafi ekki getað látið hann í friði. Þetta var mjög sláandi og óþægilegt símtal og síðan þá hef ég ekki talað við Bryndísi. Ég sagði henni að mér fyndist ekki hægt að tala svona um börn, þau bæru ekki ábyrgð, og endaði þetta símtal.“

Í samtali við Stundina hafnaði Bryndís því að hafa sagt þetta við Elísabetu. „Guð minn góður, þetta get ég ekki hafa sagt,“ segir Bryndís. „Handritið er uppspuni frá rótum.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Spillingarsögur Björns Levís birtar
1

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
2

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
3

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
4

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
5

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Saklausasta fólk í heimi
6

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
4

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
5

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
4

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
5

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Heldur í gamla sjarmann

Heldur í gamla sjarmann

Ekki missa af ...

Ekki missa af ...

Lúkasjenkó þaulsetinn á valdastólnum

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Lúkasjenkó þaulsetinn á valdastólnum

Þegar nasisminn lá í dvala

Ásgeir H. Ingólfsson

Þegar nasisminn lá í dvala

Jólabasar, jólatónleikar og hamfarahlýnun

Jólabasar, jólatónleikar og hamfarahlýnun

Blaðamenn Stundarinnar samþykktu kjarasamninga

Blaðamenn Stundarinnar samþykktu kjarasamninga

Íslendinga þyrstir í japanskar kvikmyndir

Íslendinga þyrstir í japanskar kvikmyndir

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja