Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
2

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
5

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Bjarni segist hafa meint annað en hann sagði og sakar aðra um „eftirsannleik“

Gögn Hagstofunnar, sem fjármálaráðherra vísar til, styðja ekki þá fullyrðingu sem hann setti fram í Kryddsíldinni. Fullyrðing hans um fjölda fólks á lágmarkstaxta stenst ekki skoðun.

Bjarni segist hafa meint annað en hann sagði og sakar aðra um „eftirsannleik“
Hélt fram rangri fullyrðingu Fullyrðing Bjarna Benediktssonar um að aðeins 1 prósent fullvinnandi fólks fái greitt samkvæmt lágmarkstaxta er röng.  Mynd: Pressphotos
johannpall@stundin.is

Fullyrðing Bjarna Benediktssonar í Kryddsíldinni um að einungis 1 prósent fullvinnandi fólks á vinnumarkaði starfi á 300 þúsund króna „lágmarkstaxta“ er röng. 

Skýringar hans á því hvað hann meinti ganga í berhögg við orðalagið sem hann notaði á gamlársdag. 

Þá styðja gögn Hagstofunnar, sem Bjarni vísar til á Facebook, ekki þá fullyrðingu sem hann setti fram í þættinum. 

Þrátt fyrir að hafa verið staðinn að því að fara með rangt mál sakar Bjarni aðra um „eftirsannleik“ í Facebook-færslu um málið og kallar eftir þjóðmálaumræðu sem byggi á hlutlægum staðreyndum. 

Orðrétt sagði Bjarni í Kryddsíldinni á gamlársdag: „Hvað er hátt hlutfall fullvinnandi sem starfar á lægsta taxta sem er 300 þúsund? Sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar er það 1% af vinnu­markaðinum sem starfar á 300 þúsund króna lág­marks­taxt­an­um.“ 

Vilhjálmur Birgissonverkalýðsforingi á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, svaraði fullyrðingu Bjarna samdægurs og vísaði til gagna frá Hagstofunni um að 50 prósent verkafólks væru með grunnlaun um og undir 300 þúsund krónum. 

Stefán Ólafssonprófessor við Háskóla Íslands

Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi, skrifaði svo grein í Kjarnann í gær og benti á að samkvæmt launarannsóknum Hagstofunnar hefðu tæplega 40 prósent fullvinnandi verkafólks verið með umsamin lágmarkslaun eða minna í grunnlaun árið 2017 og alls um 20 prósent á almenna vinnumarkaðnum.

Bjarni Benediktsson brást við skrifum Vilhjálms og Stefáns á Facebook. Þar útskýrði ráðherra hvað hann hefði meint með ummælum sínum í Kryddsíldinni. „Með þessu vísaði ég til þess að tölur Hagstofunnar sem birtust 13. september 2018 um laun á árinu 2017 hefðu sýnt að innan við 1% fullvinnandi Íslendinga væri með 300.000 kr. eða minna í heildarlaun á mánuði,“ skrifaði Bjarni

Raunin er þó sú að í Kryddsíldinni tók Bjarni aldrei fram að hann væri að vísa til heildarlauna, þ.e. til allra launa einstaklinga, reglulegra launa auk ýmissa óreglulegra greiðslna, t.d. greiðslna vegna yfirvinnu og vaktaálags, orlofs- og desemberuppbótar, eingreiðslna, ákvæðisgreiðslna og uppgjörs vegna uppmælinga.

Í þættinum talaði Bjarni einvörðungu um hlutfall fullvinnandi fólks starfandi á lágmarkstaxta og fullyrti að „samkvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar“ væri það „1% af vinnu­markaðinum sem starfar á 300.000 króna lág­marks­taxt­an­um“. Í þeim upplýsingum Hagstofunnar sem Bjarni Benediktsson vísar til er hins vegar ekki gefið upp hve margir fullvinnandi launamenn voru á lægsta dagvinnutaxta árið 2017. Þannig styðja gögnin ekki þá fullyrðingu Bjarna að það sé „1% af vinnu­markaðinum sem starfar á 300 þúsund króna lág­marks­taxt­an­um“. 

Í Facebook-færslunni sakar Bjarni Benediktsson talsmenn verkalýðsfélaganna um „eftirsannleik“ (e. post-truth) og kallar eftir þjóðmálaumræðu sem byggi á staðreyndum.

„Í upphafi nýs árs er hægt að láta sig dreyma um að einn helsti grundvöllur heilbrigðra skoðanaskipta í landinu fái áfram að standa óhaggaður – að við látum vera að deila um staðreyndir - það er nóg annað til að takast á um,“ skrifar Bjarni. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
2

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
5

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
4

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
5

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
6

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
4

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
5

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
6

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
3

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna
4

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

·
Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara
5

Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
6

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
3

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna
4

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

·
Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara
5

Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
6

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·

Nýtt á Stundinni

Ekki með 14 milljónir á mánuði

Ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·