Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lilja svarar fyrir sig og segir ummælin lýsa „vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum“

Gunn­ar Bragi Sveins­son hvatti til hefndarað­gerða gegn Lilju á fundi Mið­flokks­manna með þing­mönn­um frá Flokki fólks­ins á barn­um Klaustri.

Lilja svarar fyrir sig og segir ummælin lýsa „vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum“
Lilja Alfreðsdóttir Sinnti ekki boði um að ganga til liðs við Miðflokkinn og er nú kölluð „tík“ af þingmanni Miðflokksins og sögð „spila á karlmenn“ af formanni flokksins. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins eru óafsakanlegar. Trúnaðarbrestur hefur átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. Vísar hún þar til ummæla þingmanna Miðflokksins sem þeir viðhöfðu þar sem þeir sátu með þingmönnum frá Flokki fólksins og lýstu því meðal annars yfir að tími væri kominn á hefndaraðgerðir gegn Lilju, kölluðu hana „tík“ og ræddu um hana með kynferðislegum hætti.

Hvatti til hefndaraðgerða

Hvatti Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og varaformaður Miðflokksins, að þeir myndu hjóla í helvítis tíkina, hann væri að verða brjálaður á henni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagðist þá geta sjálfum sér um kennt, og vísaði þar til þess að Lilja var skipuð ráðherra að tillögu hans. Virtust þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum að Lilja hefði ekki hug á nánara samstarfi við þá.

Ræddu þeir Sigmundur Davíð og Bergþór Ólasson um kynþokka hennar, eða skort á honum, sögðu að henni væri ekki treystandi og að hún spilaði á karlmenn eins og kvenfólk kann.

„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ sagði Bergþór

„Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“.

„Þú getur riðið henni, skilurðu,“ sagði Bergþór og virtist einnig vísa til Lilju.

Lítilsvirðandi ummæli  

Stundin hefur fjallað með ítarlegum hætti um þá kvenfyrirlitningu sem birtist í samskiptum þingmannanna, en þar kom fram að þeir sem voru viðstaddir þennan fund viðhöfðu fjölmörg lítilsvirðandi ummæli gagnvart konum, samkynhneigðum og fötluðum.  

Kölluðu þeir meðal annars um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu,“ auk þess sem þingmennirnir sögðu eðlilegt að kona sem væri ekki jafn „hot“ og áður yrði látin gjalda fyrir það í prófkjörum. „Það fellur hratt á hana,“ sagði Bergþór um stjórnmálakonu.

Þá gerðu þeir lítið úr Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, meðal annars með því að líkja eftir hljóðum sela þegar þeir ræddu um hana.

Baðst afsökunar, óviss um að ummælin ættu við hana

Gunnar Bragi var gestur Kastljóssins, en sá sér ekki fært um að mæta í beina útsendingu þar sem hann hafði ráðgert að mæta á þingmannaball á Bessastöðum í kvöld. Innslagið var því tekið upp fyrr í dag, áður en Stundin greindi frá því hvernig þingmennirnir töluðu um Lilju.

Í viðtalinu taldi Gunnar Bragi upp þá sem hann hefði beðið afsökunar; Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem var hann kallaði trúð, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem Gunnar sagði hafa samþykkt að hann sjálfur ætti inni greiða frá flokknum fyrir að skipa Geir H. Haarde sendiherra, Oddnýju Harðardóttur þingkonu Samfylkingarinnar vegna ummæla um að hún væri apaköttur.

Greindi Gunnar Bragi einnig frá því að hann hefði beðið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir afsökunar, með þeim fyrirvara að hann væri ekki viss um að hann hefði átt við hana, í umræðum um að ónefnd stjórnmálakona væri ekki jafn hot og áður og ætti að gjalda sig þess pólitískt. „Ef að ég er að tala um hana þarna, ég er ekki klár á því.“

Sömuleiðis sagðist hann hafa beðið Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur afsökunar á að hafa sakað hana um nauðgunartilraun í umræðum þar sem grín var gert að #Metoo-byltingunni.

Hvergi kom fram að hann hefði í hyggju að biðja Lilju Alfreðisdóttur afsökunar á ummælum sínum um hana.  

„Ég hef ekkert brotið af mér“

„Þetta var ekki góð staða sem við lendum á þarna,“ sagði Gunnar Bragi og kenndi áfengisdrykkju um framgöngu sína. „Það er annað að tala frjálslega en að vera drukkinn á einhverjum bar og tala eins og fífl,“ sagði Gunnar Bragi, en tók undir að það væri kannski „ódýr“ afsökun. 

Sá hann enga ástæðu til þess að hann eða aðrir þáttakendur í þessu samtali verði að segja af sér þingmennsku þó að framganga hans hafi orðið honum til minnkunar. „Nei, nei auðvitað segi ég ekki af mér,“ sagði hann. „Af því að ég hef ekkert brotið af mér. Ég hagaði mér asnalega og ég er ekki fyrsti þingmaðurinn í sögunni sem gerir það.“

„Ég hagaði mér asnalega og ég er ekki fyrsti þingmaðurinn í sögunni sem gerir það“

Það yrði að koma í ljós hvort hann nyti trausts annarra stjórnarandstöðuflokka. „Það eru einhverjir dagar í að við komumst í gegnum þetta og við verðum bara að sjá til.“

Þá sagði hann eins með þá eins og aðra sem hefur orðið á. „Við þurfum að biðjast afsökunar og við þurfum að leita sátta við það fólk sem við höfum komið illa fram við. Það er fleira en þetta fólk. Það eru flokksmenn, það eru vinir og fjölskylda sem við þurfum að skýra hlutina út fyrir. Það er bara verkefni. Sem betur fer er það þannig að ég held það að fólk muni skilja það að við fórum vissulega yfir strikið og við eigum að skammast okkar fyrir það. Við höfum séð það áður í þessum þingsölum að fólki hefur fyrirgefist ýmislegt, en fyrirgefningin er nú yfirleitt sterkust.“

Fyrr í dag sagðist hann ekki eiga neitt inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra. „En ég held hins vegar að ég geti alveg vel staðið undir slíku starfi,“ sagði hann í samtali við Vísi. Þar kom einnig fram í máli hans að þar sem þau sætu svo mörg í súpinni, af þingmönnum Miðflokksins, að hann ætti ekki von á neinum aðgerðum þaðan. 

Íhugar stöðu sína

Fram hefur hins vegar komið að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins sem sat með þeim á barnum og tók þátt í samtalinu, sé að hugsa stöðu sína innan Alþingis. „Mér finnst afar leitt hvernig við flest höguðum okkur þetta kvöld,“ sagði hún í kvöldfréttum RÚV. Hún situr í velferðarnefnd sem fer með málefni fatlaðra og kvaðst ekki hafa liðið vel þar í dag, í ljósi þess að þingmennirnir gerðu grín að fötluðum þetta kvöld. Það væri henni mikilvægt að axla ábyrgð. „Ég á mér engar málsbætur.“

Sigmundur Davíð hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag og hafnaði boði Kastljóssins um að mæta þangað.  Sameiginleg yfirlýsing þessara fjögurra þingmanna Miðflokksins, sem tóku þátt í samtalinu, barst fyrr í dag og báðust þeir afsökunar á framferði sínu. Áður hafði Sigmundur Davíð þó birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann sakaði fjölmiðla að ósekju um hleranir og kvaðst vonast eftir aðgerðum. Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag átti hann að mæta á karlakaffi í Fella- og Hólakirkju á morgun en hann hefur afboðað sig. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár