Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ákæran svo óskýr að þeim sé „ógerlegt að taka til varna“

Far­ið er fram á að máli gegn þeim Jór­unni Eddu og Ragn­heiði Freyju, sem stóðu upp í flug­vél til að mót­mæla brott­vís­un hæl­is­leit­anda, verði vís­að frá dómi. Segja ákær­una of óskýra til að hægt sé að taka af­stöðu til sak­argifta auk þess ákærðu hafi ekki not­ið rétt­lát­ar máls­með­ferð­ar.

Ákæran svo óskýr að þeim sé „ógerlegt að taka til varna“

Verjendur tveggja kvenna, sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir að hafa staðið upp í flugvél Icelandair og mótmælt brottvikningu hælisleitanda, segja að þeim sé gert ógerlegt að taka til varna fyrir skjólstæðinga sína. Verknaðarlýsing í ákæru sé svo óskýr að þeim hafi ekki tekist að ráða hvað hvorum skjólstæðingi þeirra sé gefið að sök. Þar sem ekki sé að finna neina sundurgreininingu á meintri háttsemi þeirra sé þeim illmögulegt að taka afstöðu til sakargifta.

Þetta kemur fram í greinargerð sem lögmenn kvennanna, þau Páll Bergþórsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögðu fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, þann 20. nóvember síðastliðinn. Lögmennirnir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi, en til vara að konurnar tvær verði sýknaðar af öllum kröfum ákæruvaldsins.

Lögmennirnir gagnrýna rannsókn málsins harðlega og segja skjólstæðinga sína ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Þá benda þeir á að málsmeðferðin hafi dregist langt úr hófi fram, en tvö og hálft ár liðu frá því atvikið átti sér stað og héraðssaksóknari lagði fram ákæru í málinu. 

Óljósar sakargiftir 

Í ákæru héraðssaksóknara eru þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja sakaðar um að hafa með hátterni sínu brotið gegn 106. og 168. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa annars vegar tálmað lögreglumönnum við skyldustörf og hinsvegar raskað öryggi flugvélarinnar. Þá eru þær einnig sakaðar um að hafa brotið gegn 141. gr. loftferðalaga með því að óhlýðnast fyrirmælum áhafnarinnar í vélinni.

Hámarksrefsing við broti gegn 106. gr. almennra hegningarlaga er tveggja ára fangelsi en refsing við broti gegn 168. gr. sömu laga getur verið allt að sex ára fangelsi. Þá liggur allt að fimm ára fangelsisdómur við broti gegn 141. gr. loftferðalaga. Þær geta því átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar.

„Ákæruvaldið hefur valið þá leið að ákæra fyrir ýmis konar brot á almennum hegningarlögum sem og sérlögum í þeirri von að dómurinn fallist á að minnsta kosti eitthvert þeirra eigi við. Hinar óljósu sakargiftir og ónákvæma heimfærsla er til þess fallin að gera verjendum ákærðu erfitt fyrir,“ segir í greinargerð lögmanna þeirra Jórunnar Eddu og Ragnheiðar Freyju, sem lögð var fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í síðustu viku. „Verjendum ákærðu hefur ekki tekist að ráða hvað hvorum skjólstæðingi þeirra er gefið að sök og er því torvelt að verjast ákæruatriðum.“

Óskýr verknaðarlýsing 

Frávísunarkrafa lögmannanna byggir á því að ákæruskjal héraðssaksóknara fullnægi ekki kröfum 152. gr. laga um meðferð sakamála, sem kveður á um skýrileika í ákæru.

„Af verknaðarlýsingu eiga ákærðu að geta ráðið hvaða háttsemi þeim er gefin að sök og hvaða refsilagaákvæði þær eiga að hafa brotið gegn án þess að tvímælis orki í þeim efnum. Í ákæruskjali er engin sundurgreining á háttsemi ákærðu. Ákærðu er því illmögulegt að taka afstöðu til sakargifta og er ógerlegt fyrir verjendur að taka til varna fyrir skjólstæðinga sína,“ segir í greinargerðinni.

Þá sé ekki nóg að tilgreina í ákæru að um samverknað hafi verið að ræða til að komast megi hjá því að lýsa refsiverðri háttsemi hvers og eins ákærðu frekar. Lögmennirnir segja ennfremur að verknaðarlýsing í ákæru eigi ekkert skylt við það sem raunverulega gerðist og að hún eigi sér ennfremur ekki stoð í gögnum málsins. Er vísað til þess að ekki sé samræmi á milli þess sem ákærðu var gefið að sök við lögreglurannsókn og síðar í ákæruskjali.

Fari svo að kröfu um frávísun verið hafnað skora lögmennirnir á ákæruvaldið að leggja fram endurrit af skýrslutökum af þeim fimm vitnum sem teknar voru á rannsóknarstigi málsins, en það er mat ákærðu að samantektir lögreglu gefi „verulega skakka mynd af raunverulegum framburði vitna á rannsóknarstigi.“

Óréttlát málsmeðferð

Krafa um sýknu byggir á því að það sé bæði rangt og með öllu ósannað að þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja hafi gerst sekar um þá háttsemi sem tilgreind er í ákæru. Gera lögmennirnir alvarlegar athugasemdir við rannsókn málsins og fullyrða meðal annars að ákærðu hafi ekki notið réttlátar málsmeðferðar.

„Að undanskildum frumskýrslum af sjálfum ákærðu er stuðst við skýrslur af starfsmönnum kæranda. Ákærðu telja að rannsakendur hafi ekki annast rannsóknina á hlutlægan hátt og kannað jafnt það sem horfi til sektar og sýknu þeirra. Ákærðu hafa ekki notið réttlátar málsmeðferðar að þessu leyti.“

Í því sambandi er vísað til þess að málsmeðferðin öll hafi dregist langt úr hömlu í brýnni andstöðu við 53. gr. laga um meðferð sakamála, 70. gr. stjórnarskrárinnar sem og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveði á um að hraða skuli málsmeðferð eins og kostur er.

„Rannsókn málsins virðist hafa legið niðri í a.m.k. 15 mánuði hjá lögreglu. Þá leið tæpt ár frá því að rannsókn málsins var lokið og ákæra var loks gefin út. Engar skýringar réttlæta þessa áralöngu málsmeðferð en ljóst er að ákærðu er ekki um að kenna,“ segir í greinargerðinni.

Frestur til brottvísunar útrunninn

Það var að morgni dags þann 26. maí 2016 sem þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla brottvísun hælisleitandans Eze Okafor sem hafði verið handtekinn og færður með lögregluvaldi í flugvélina þar sem vísa átti honum til Svíþjóðar.

Þá þegar lá fyrir að sænsk yfirvöld myndu ekki taka mál hans fyrir heldur senda hann aftur til heimalandsins Nígeríu en Eze hefur greint frá því að hann hafi flúið þaðan í kjölfar árása Boko Haram liða, sem veittu honum stungusár og myrtu bróður hans. Ragnheiður og Jórunn stóðu upp áður en vélin tók á loft og báðu aðra flugfarþega um að sýna hælisleitandanum samstöðu en flugstjóri flugvélarinnar neitaði að taka á loft fyrr en allir farþegar höfðu sest niður.

Stundin ræddi við þær Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju stuttu eftir að ákæran hafði verið lögð fram í síðasta mánuði, en þá sögðust þær hafa gripið til þessa örþrifaráðs til þess að vernda vin sinn sem þær óttuðust mjög um. Þá þegar hefði legið fyrir að verið væri að vísa Eze úr landi á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar þrátt fyrir að kærunefnd útlendingamála hefði verið búin að úrskurða um að að frestur til þess gera slíkt væri útrunninn. Þær hafi því einfaldlega verið að bregðast við þessu lögbroti Útlendingastofnunar: 

Allt að sex mánaða fangelsiHin 21 árs gamla Elin Ersson gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsis fyrir sambærilegt brot og þær Jórunn og Ragnheiður eru ákærðar fyrir. Þær gætu hinsvegar átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm.

Málinu svipar til máls sænsku háskólastúdínunnar Elin Ersson sem vakið hefur heimsathygli en hún neitaði í júlí síðastliðnum að setjast í sæti sitt til að hindra brottvísun afgansks flóttamanns. New York Times fjallaði nýlega ítarlega um mótmæli Ersson sem urðu til þess að hún og flóttamaðurinn voru leidd út úr vélinni en hann var sendur úr landi nokkru síðar.

Ersson hefur nú verið ákærð fyrir brot á lögum um loftferðir og getur hún átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm verði hún fundin sek. New York Times hefur eftir Ersson að hún líti á það sem skyldu sína að rísa upp fyrir hönd þeirra sem sendir eru í opinn dauðann til stríðshrjáðra landa. Athygli vekur að þeim Jórunni og Ragnheiði var birt ákæra nákvæmlega sama dag og Ersson eða föstudaginn 19. október, en þá voru tvö og hálft ár síðan atvikið átti sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
10
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár