HÍ og Útlendingastofnun stefna að samkomulagi um tanngreiningar – Stúdentaráð: „Með öllu ólíðandi“
Rektor segir rannsóknirnar valkvæðar en samkvæmt skjölum frá Útlendingastofnun getur það haft íþyngjandi afleiðingar fyrir hælisleitendur að hafna boðun í tanngreiningu. „Ég tel tanngreiningarnar stangast á við vísindasiðareglur Háskólans,“ segir formaður Stúdentaráðs.
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
3
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Orkuveita Reykjavíkur gerði gjaldmiðlaskskiptasamninga við Glitni banka árið 2008 sem deilt hefur verið um fyrir dómi. Þessir samningar voru gerðir til þess að verja fyrirtækið fyrir gengisbreytingum krónunnar. Nú loks, 15 árum eftir að samningarnir voru gerðir, koma eftirstöðvar samninganna til greiðslu eftir að Orkuveita Reykjavíkur tapaði dómsmáli út af þeim. 2,6 milljarðar króna fóru úr bókum Orkuveitu Reykjavíkur út af uppgreiðslu samninganna samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins nú í maí.
5
GreiningLaxeldi
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Nú stendur yfir þriðja bylgja laxeldis á Íslandi en hinar tvær tilraunirnar fóru út um þúfur á árum áður. Þessi tilraun til að koma laxeldi á hér á landi hefur gengið betur en hinar. Fyrir vikið hafa nokkrir fjárfestar selt sig út úr laxeldisiðnaðnum fyrir metfé eða halda nú á hlutabréfum sem eru mjög mikils virði.
6
Pistill
3
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
7
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Samið um tanngreiningarJón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að aðkoma skólans lúti að því að „tryggja eftir föngum að staðið sé faglega að slíkum aldursgreiningum“.
Háskóli Íslands og Útlendingastofnun vinna nú að gerð þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson rektor. „Leitað hefur verið til Háskólans og lýtur aðkoma skólans að því að að tryggja eftir föngum að staðið sé faglega að slíkum aldursgreiningum,“ segir hann í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Áður hefur tannlæknadeild HÍ framkvæmt tanngreiningar á fylgdarlausum ungmennum án þess að þjónustusamningur sé fyrir hendi, en þetta gæti breyst á næstu misserum. „Í því efni koma til athugunar vísindaleg og siðferðileg atriði. Háskólinn lítur ekki á þetta sem sérstakt hagsmunamál skólans, en hann starfar í þágu íslensks samfélags.“
Aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda eru umdeildar, enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“. Þær geti aldrei gefið nákvæmar upplýsingar um aldur og auk þess sé óverjandi að láta ungmenni í viðkvæmri stöðu gangast undir röntgenrannsóknir án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess.
Telur tanngreiningar á skjön við vísindasiðareglur
Mótfallin tanngreiningumElísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist sjálf þeirrar skoðunar að tanngreiningar á hæisleitendum eigi ekki að líðast innan veggja háskólans.
Mynd: Facebook
Nemendur í Stúdentaráði sem Stundin hefur rætt við eru hissa á því að háskólinn vilji taka þátt í starfseminni og leggja nafn sitt við hana. „Mín persónulega skoðun er sú að háskólinn eigi ekki að hafa neina aðkomu að þessu,“ sagði Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs, í samtali við Stundina á dögunum. „Ég tel tanngreiningarnar stangast á við vísindasiðareglur Háskólans, aðferðin er mjög umdeild í fræðasamfélaginu og þá sérstaklega vegna ónákvæmni niðurstaðna sem og siðferðissjónarmiða. Það er erfitt að tala um val í tilfelli einstaklinga sem eru í jafn viðkvæmri stöðu og þessi hópur.“
„Aðferðin er mjög umdeild í fræðasamfélaginu og þá sérstaklega vegna ónákvæmni niðurstaðna sem og siðferðissjónarmiða“
Stúdentaráð fjallaði um málið í júní síðastliðnum og fékk kynningu frá Önnu Kristínu Blöndal Jóhannesdóttur, hjúkrunarfræðingi sem hefur gagnrýnt tanngreiningar harðlega og sent vísindasiðanefnd Háskóla Íslands erindi um málið. „Stúdentaráðsliðar voru á einu máli á þeim fundi um að þetta ætti ekki að líðast innan veggja háskólans,“ sagði Elísabet þegar Stundin ræddi við hana á dögunum.
Nú í dag sendi Stúdentaráð frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ráðið leggist einróma gegn því að gerður verði þjónustusamningur við Útlendingastofnun um aldursgreiningar á hælisleitendum. „Sömuleiðis harmar Stúdentaráð að Háskóli Íslands hafi haft aðkomu að aldursgreiningum hingað til án opinbers þjónustusamnings,“ segir í yfirlýsingunni.
Rektor segir hælisleitendur hafa val
Í svari rektors við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að unnið hafi verið að undirbúningi „mögulegs samkomulags á milli Útlendingastofnunar og Háskólans um tiltekna þjónustu er varðar aldursgreiningu út frá tönnum“. Þetta sé eitt af þeim atriðum sem geti komið til skoðunar við mat Útlendingastofnunar á aldri einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eða dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Slík aldursgreining er valkvæð og því óheimilt að þvinga viðkomandi til að gangast undir hana. Vafi er metinn umsækjanda í hag,“ segir Jón Atli.
Stundin hefur undir höndum staðlaða boðun í tanngreiningu sem Útlendingastofnun hefur notast við. Þar segir meðal annars – á íslensku – að heimilt sé að neita því að gangast undir aldursgreiningu, en „neiti umsækjandi að gangast undir aldursgreiningu án fullnægjandi ástæðu getur það haft áhrif á trúverðugleika umsækjanda auk þess sem það getur orðið til þess að umsækjandi verði metinn fullorðinn“. Slíkt felur í sér réttindamissi, enda er réttarstaða fylgdarlausra barna undir 18 ára aldri mun sterkari en staða hælisleitenda sem eru eldri en 18 ára.
Höfnun hefur afleiðingar fyrir fólkið
Í boðunarbréfinu er tekið fram að synjun á hælisumsókn geti ekki byggst einvörðungu á því að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu. Er hælisleitendum veittur sá möguleiki að haka við eftirfarandi afstöðu: „Ég neita að gangast undir aldursgreiningu á tönnum og geri mér grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur á meðferð máls míns, synjun á umsókn um alþjóðlega vernd getur ekki byggst á því eingöngu að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu.“
Í vísindasiðareglum Háskóla Íslands kemur meðal annars fram að rannsakendur skuli forðast neikvæðar afleiðingar fyrir þátttakendur og gæta þess að fólk verði ekki fyrir skaða af þátttöku í rannsókn. Þá verði þátttakendur að geta tekið afstöðu „án utanaðkomandi þrýstings eða þvingana“ enda sé upplýstu samþykki ætlað að „verja sjálfræði og mannhelgi þátttakenda“. Jafnframt verði rannsakendur að hafa hugfast að fólk sem tilheyrir hópi í erfiðri stöðu sé ekki alltaf fært um að gæta hagsmuna sinna gagnvart rannsakendum.
Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Stúdentaráðs í heild:
Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst einróma gegn því að gerður verði þjónustusamningur við Útlendingastofnum varðandi aldursgreiningar á hælisleitendum. Sömuleiðis harmar Stúdentaráð að Háskóli Íslands hafi haft aðkomu að aldursgreiningum hingað til án opinbers þjónustusamnings.
Forsaga málsins er sú að þrír einstaklingar, Elínborg Harpa, Anna Kristín og Eyrún Ólöf, nálguðust forseta Stúdentaráðs og óskuðu eftir að flytja erindi á Stúdentaráðsfundi um málefni hælisleitenda. Á fundi Stúdentaráðs 19. júní síðastliðinn fjallaði Anna Kristín Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur, um aðkomu Háskóla Íslands að aldursgreiningum á hælisleitendum. Hún greindi frá því þær hefðu fundað með rektor og fulltrúum úr vísindasiðanefnd Háskólans en þótti þeim fátt hafa verið um svör. Í kjölfar Stúdentaráðsfundar fóru forseti Stúdentaráðs, forseti sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs og Anna Kristín á fund með rektor, forseta heilbrigðisvísindasviðs og ráðgjafa rektors. Þar kom í ljós að verið væri að undirbúa mögulegan þjónustusamning við Útlendingastofnun og koma þessu málefni þannig í formlegri farveg.
Kaupandi þjónustunnar, Útlendingastofnun, nýtir meðal annars niðurstöður rannsóknanna sem eru framkvæmdar innan veggja Háskólans til að úrskurða um málefni hælisleitenda. Aldursgreiningar sem byggja á tannrannsóknum eru umdeildar í fræðasamfélaginu á heimsvísu og þá sérstaklega vegna ónákvæmni niðurstaðna rannsóknanna sem og siðferði þeirra. Því hefur verið haldið fram að rannsóknin sé valkvæð, en fyrir einstaklinga sem eru í jafn viðkvæmri stöðu og hælisleitendur er erfitt að tala um val, þar sem hinn möguleikinn er að vera vísað úr landi. Sömuleiðis er erfitt að fullyrða og ganga úr skugga um að upplýst samþykki liggi fyrir rannsókninni.
Útlendingastofnun hefur áður sagt að þau byggi úrskurð sinn um aldur ungra hælisleitenda nær eingöngu á þessum niðurstöðum frá Háskólanum, og þar af leiðandi hafa niðurstöðurnar áhrif á framvindu mála og afdrif umsækjenda um alþjóðlega vernd. Einnig hefur verið fjallað um að einstaklingar sem undirgangast þessar greiningar kunni að hljóta af þeim andlegan skaða.
Við Háskóla Íslands eru vísindasiðareglur í gildi sem voru samþykktar af háskólaráði árið 2014. Bendir Stúdentaráð sérstaklega á 1.2. gr. sem gerir kröfu til rannsakenda um að þeir forðist eftir fremsta megni að valda skaða og „tryggi að ábata og byrði af rannsókn sé dreift af sanngirni og að þeir misnoti ekki aðstöðu sína gagnvart viðkvæmum einstaklingum. “ Jafnframt bendir Stúdentaráð á 2.3. gr. um skyldu til aðvalda ekki skaða: „Rannsakendur skulu gæta þess að rannsóknin valdi þátttakendum ekki skaða, hvorki andlegum né líkamlegum, og skulu forðast neikvæðar afleiðingar fyrir þátttakendur .“ Í 2.15. gr. segir enn frekar: „Rannsakendur skulu gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks sem tilheyrir hópi í erfiðri stöðu.“ Í reglunum er einnig lögð mikil áhersla á samþykki þátttakenda í rannsóknum.
Án þess að kafa dýpra í siðferðisleg sjónarmið telur Stúdentaráð jafnframt vert að benda á 2. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 um hlutverk háskóla en þar segir í 2. málslið: „ Hann miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar.” Einnig bendir Stúdentaráð á 3.mgr. 2. gr. fyrrgreindra laga: „ Háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið.” Til skýringar á þessu ákvæði segir m.a. í frumvarpi laganna: „ Þessu ákvæði er ætlað að tryggja að stjórnvöld eða aðrir hlutist ekki til um fræðilegt starf innan háskóla heldur virði rannsóknafrelsi og sjálfstæði þeirra í fræðilegu tilliti. Þeim verða ekki gefin fyrirmæli af hálfu stjórnvalda eða hagsmunaaðila um viðfangsefni, aðferðir og efnistök við kennslu, rannsóknir, þekkingarleit eða sköpun.”
Stúdentaráð telur að Háskóli Íslands sé fyrst og fremst menntastofnun. Háskóli Íslands hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á að styðja betur við fjölskyldur innflytjenda og gera menntun fyrir þann hóp aðgengilegri. Aðkoma Háskólans að tanngreiningum skýtur því skökku við í því samhengi.
Stúdentaráð leggst einróma gegn því að rannsóknir sem þessar séu stundaðar innan veggja Háskólans. Háskólinn hefur á undanförnum árum öðlast mikla alþjóðlega athygli, alþjóðlegir nemendur koma í auknum mæli til Íslands til að stunda nám við stofnunina og þar á meðal eru innflytjendur. Þessir einstaklingar, sem verið er að aldursgreina, geta orðið framtíðarstúdentar við stofnunina og Stúdentaráði er umhugað um gott orðspor Háskólans fyrir alla í samfélaginu, á alþjóðlegum vettvangi sem og jafnt aðgengi allra að skólanum. Stúdentaráð telur að það sé með öllu ólíðandi að verið sé að styðja við vísindarannsóknir innan Háskólans sem eru umdeildar, ónákvæmar og vekja upp spurningar um siðferðislegt eðli.
Stúdentaráð hvetur því Háskóla Íslands til þess að taka ekki þátt í slíkum aldursgreiningum, hvorki með beinum né óbeinum hætti né að þær séu framkvæmdar innan veggja Háskólans. Stúdentaráð hvetur þó Háskólann til dáða í áætlum sínum um aukinn stuðning við fjölskyldur innflytjenda.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
3
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Orkuveita Reykjavíkur gerði gjaldmiðlaskskiptasamninga við Glitni banka árið 2008 sem deilt hefur verið um fyrir dómi. Þessir samningar voru gerðir til þess að verja fyrirtækið fyrir gengisbreytingum krónunnar. Nú loks, 15 árum eftir að samningarnir voru gerðir, koma eftirstöðvar samninganna til greiðslu eftir að Orkuveita Reykjavíkur tapaði dómsmáli út af þeim. 2,6 milljarðar króna fóru úr bókum Orkuveitu Reykjavíkur út af uppgreiðslu samninganna samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins nú í maí.
5
GreiningLaxeldi
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Nú stendur yfir þriðja bylgja laxeldis á Íslandi en hinar tvær tilraunirnar fóru út um þúfur á árum áður. Þessi tilraun til að koma laxeldi á hér á landi hefur gengið betur en hinar. Fyrir vikið hafa nokkrir fjárfestar selt sig út úr laxeldisiðnaðnum fyrir metfé eða halda nú á hlutabréfum sem eru mjög mikils virði.
6
Pistill
3
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
7
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
Mest deilt
1
Fréttir
15
Fiskistofa tilkynni útgerðunum þegar hún ætlar í eftirlitsflug
Atvinnuveganefnd vill gera Fiskistofu skylt að tilkynna um það þegar hún sendir eftirlitsdróna á loft. Fjöldi mála sem varða brottkast á íslenskum fiskiskipum hefur margfaldast með tilkomu eftirlitsins. Persónuvernd sjómanna ræður mestu um breytingarnar sem nú eru boðaðar.
2
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
3
Leiðari
12
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
4
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
5
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
6
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
7
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
Kona sem vistuð var á meðferðarheimilinu Varpholti og ber að hafa verið beitt ofbeldi af Ingjaldi Arnþórssyni, forstöðumanni þar, segir vinnubrögð nefndar sem rannsaka á heimilið fyrir neðan allar hellur. Aldrei hafi verið haft samband við hana til að upplýsa um gang mála eða kanna líðan hennar. „Mér finnst að það hefði átt að útvega okkur sálfræðiþjónustu,“ segir Anna María Ingveldur Larsen. Hún hefur misst alla trú á rannsókninni.
4
GreiningLaxeldi
4
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
Íslenska stórútgerðin Síldarvinnslan er orðin stór fjárfestir í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði eftir að hafa keypt sig inn fyrir 13,7 milljarða króna. Hlutabréfin voru að langmestu leyti í eigu fyrirtækis á Kýpur sem pólski fjárfestirinn Jerzy Malek. Í kjölfarið er útgerðarfélagið Samherji beint og óbeint orðin einn stærsti hagsmunaðilinn í íslensku landeldi og sjókvíaeldi á eldislaxi.
5
Greining
Þórður Már sver af sér ábyrgð á aðkomu að starfslokum Eggerts
Þórður Már Jóhannesson, hluthafi og fyrrverandi stjórnarformaður í Festi, vísar á tilkynningu almenningshlutafélagsins þegar hann er spurður um aðkomu sína að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar. Stjórn Festar sagði Eggerti upp í byrjun júní af óljósum ástæðum. Villandi tilkynningar voru sendar til Kauphallar Íslands út af starfslokum hans.
6
Flækjusagan
Paul McCartney og krakkarnir hans
Góður hluti af heimsbyggðinni fagnar nú áttræðisafmæli Pauls McCartneys sem einu sinni var ímynd æskuljómans en er nú jafn öflug ímynd virðulegrar og fallegrar elli. Hér lítum við á börnin hans fimm. Paul gekk í hjónaband með Lindu Eastman árið 1969. Paul og Heather McCartney, kjör Linda átti þá sex ára gamla dóttur af fyrra hjónabandi sem Heather hét og...
7
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
Mest lesið í mánuðinum
1
Viðtal
2
Að deyja úr fordómum
Elísabet Jökulsdóttir er með nýrnabilun á lokastigi eftir röð læknamistaka. Ríkið hefur þegar viðurkennt mistökin og ekki síður þá staðreynd að einkenni og beiðnir Elísabetar um aðstoð voru hunsaðar árum saman. Lögmaður hennar segir að í málinu kristallist fordómar gegn geðsjúkum sem talsmaður Geðhjálpar segir allt of algenga.
2
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
3
Úttekt
3
Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
Ekkert hámark er á þéttingu byggðar nærri Borgarlínu. Ásta Logadóttir, einn helsti sérfræðingur í ljósvist á Íslandi, reynir að fá sólarljós og dagsbirtu bundna inn í byggingarreglugerðina. Hún segir það hafa verið sett í hendurnar á almenningi að gæta þess að kaupa ekki fasteignir án heilsusamlegs magns af dagsbirtu.
4
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
5
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
6
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna
3
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.
7
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
Nýtt á Stundinni
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
Pistill
3
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
ÞrautirSpurningaþrautin
790. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru skjáskotin?
Þemaþraut dagsins snýst um erlendar kvikmyndir. Aukaspurningarnar eru um íslenska sjónvarpsþætti. * Fyrri aukaspurning: Hér fyrir ofan er auglýsing fyrir íslenska sjónvarpsþætti sem nefndust ... ? Aðalspurningar: 1. Úr hvaða bíómynd er þetta? 2. Úr hvaða mynd er þetta? * 3. Kannski hafa ekki margir séð þessa mynd núorðið. En þið ættuð samt að þekkja hana með nafni....
GreiningLaxeldi
Laxeldiskvótakóngarnir sem hafa grætt á sjókvíaeldi á Íslandi
Nú stendur yfir þriðja bylgja laxeldis á Íslandi en hinar tvær tilraunirnar fóru út um þúfur á árum áður. Þessi tilraun til að koma laxeldi á hér á landi hefur gengið betur en hinar. Fyrir vikið hafa nokkrir fjárfestar selt sig út úr laxeldisiðnaðnum fyrir metfé eða halda nú á hlutabréfum sem eru mjög mikils virði.
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
Fréttir
1
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
Fréttir
Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu
Fleiri þolendur kynferðisbrota tilkynntu þau síðustu ár en áður samkvæmt nýrri rannsókn. Leitt er líkum að því að aukin umræða hafi þar haft áhrif. Þó tilkynna hlutfallslega mjög fáir þolendur til lögreglu að brotið hafi verið á þeim. Kerfisbundin skekkja er til staðar í opinberri afbrotatölfræði.
ÞrautirSpurningaþrautin
4
789. spurningaþraut: Hér þurfiði að kunna lotukerfið utanbókar. Nei, djók!
Fyrri aukaspurning: Hvaða hljómsveit er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver hannaði glerhjúpinn á hliðum tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík? 2. Merrick Garland er Bandaríkjamaður sem Obama forseti tilnefndi til ákveðins embættis vestanhafs en Repúblikanar komu í veg fyrir að tilnefningin næði fram að ganga. Hvar vildi Obama koma Garland í starf? 3. En við starfar Garland núna? 4. Owada heitir kona...
Fréttir
3
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Orkuveita Reykjavíkur gerði gjaldmiðlaskskiptasamninga við Glitni banka árið 2008 sem deilt hefur verið um fyrir dómi. Þessir samningar voru gerðir til þess að verja fyrirtækið fyrir gengisbreytingum krónunnar. Nú loks, 15 árum eftir að samningarnir voru gerðir, koma eftirstöðvar samninganna til greiðslu eftir að Orkuveita Reykjavíkur tapaði dómsmáli út af þeim. 2,6 milljarðar króna fóru úr bókum Orkuveitu Reykjavíkur út af uppgreiðslu samninganna samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins nú í maí.
ÞrautirSpurningaþrautin
788. spurningaþraut: Hve langt er flug til New York, ef við kjósum að fljúga þangað?
Fyrri aukaspurning: Hver málaði málverkið hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Undir hvaða nafni er Steinþór Hróar Steinþórsson þekktastur? 2. Nú í byrjun júlí hefst Evrópumeistaramót kvenna í fótbolta. Ísland verður meðal þátttakenda. Hvar fer mótið fram? 3. Síðasta mót var haldið í Hollandi 2017. Þá var Ísland líka með en gekk ekki sem skyldi. En hvaða þjóð varð þá Evrópumeistari?...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir