Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hannes birtir hrunskýrslu: Erlendir aðilar ollu hruninu

Hann­es Hólm­steinn birti í dag skýrslu um hrun­ið á vef hug­veitu evr­ópskra íhalds­manna. Skýrsla um sama mál­efni fyr­ir fjár­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur ekki ver­ið birt og er þrem­ur ár­um á eft­ir áætl­un. „Alls ekki sama skýrsl­an,“ seg­ir Hann­es, sem dreg­ur þá álykt­un að er­lend­ir að­il­ar hafi or­sak­að banka­hrun­ið.

Hannes birtir hrunskýrslu: Erlendir aðilar ollu hruninu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Rit Hannesar fjallar að miklu leyti um það sama og skýrsla hans fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið og byggir að hluta á sömu rannsóknum, að hans sögn.

Samstaða evrópskra seðlabankastjóra, áhugaleysi Bandaríkjanna og ákvarðanir breskra stjórnvalda voru nauðsynleg skilyrði fyrir því að bankahrun varð á Íslandi 2008. Þetta er niðurstaða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, í riti hans „Lessons for Europe from the 2008 Icelandic bank collapse“, sem Hannes gaf út á vegum evrópskrar hugveitu íhaldsmanna í dag.

Skýrslu Hannesar og Félagsvísindastofnunar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins hefur verið beðið í þrjú ár, en áætluð skil voru sumarið 2015. Samningur við fjármála- og efnahagsráðuneytið um skýrsluskrifin hljóðar upp á 10 milljónir króna.

„Hún er alls ekki sama skýrslan og fyrir fjármálaráðuneytið, enda hafði ég frjálsari hendur um að láta í ljós eigin skoðanir í þessari skýrslu.“

„Hún er alls ekki sama skýrslan og fyrir fjármálaráðuneytið, enda hafði ég frjálsari hendur um að láta í ljós eigin skoðanir í þessari skýrslu, en hún hvílir auðvitað að nokkru leyti á sömu rannsóknum,“ segir Hannes. „Skýrslan er frá því í árslok 2017, þótt hún hafi ekki verið sett á netið fyrr en nú.“

Rannsóknarskýrslan ófullnægjandi

Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir Hannes að ákvarðanir erlendra aðila hafi verið skilyrði fyrir bankahruninu. „Helsta niðurstaða þessarar skýrslu er að útskýringin á íslenska bankahruninu 2008 sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis 2010 sé ekki beint röng, en ófullnægjandi,“ skrifar Hannes í þýðingu blaðamanns. „Það er satt, það sem Rannsóknarnefndin sá, að íslensku bankarnir uxu of hratt og langt umfram það sem Seðlabankinn og ríkissjóður gætu stutt gegn áfalli. En þrátt fyrir stærð bankanna hafi verið nauðsynlegt skilyrði fyrir hruni bankakerfisins, þá dugir það eitt ekki til. Íslenska bankakerfið var vissulega viðkvæmt, en eitthvað þurfti að gerast til að það hryndi í heild sinni. Það var alþjóðlega fjármálakreppan, en ennfremur voru það ákvarðanir sem teknar voru erlendis.

Samstaða myndaðist meðal evrópskra seðlabankastjóra vorið 2008 að ekki ætti að veita íslenskum bönkum sama stuðning og öðrum innan EES. Bandaríkin, áður helsti bandamaður Íslands, höfðu misst áhuga á landinu og gerðu ekkert til að hjálpa henni [sic] á hættustund, sumarið og haustið 2008. Í október 2008 lokaði breska ríkisstjórn Verkamannaflokksins tveimur breskum bönkum í eigu íslenskra banka, Heritable og KSF, á sama tíma og hún bauð öllum öðrum breskum bönkum björgunarpakka upp á 500 milljarða punda. Afleiðingin var að ákvæði í lánasamningum voru virkjuð svo að móðurfélag KSF, Kaupþing, féll síðastur íslenskra banka. Til að bæta gráu ofan á svart, þá notaði Verkamannaflokks-stjórnin einnig hryðjuverkalög að óþörfu gegn Íslandi - NATO-bandamanni sem er ekki einu sinni með eigin her - ekki aðeins gegn Landsbankanum, heldur einnig íslenskum stjórnvöldum.“

Davíð missti traust vegna Jóns Ásgeirs

Í ritinu eru langir kaflar um það traust og þá virðingu sem Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, naut á sínum stjórnmálaferli. Fjölmiðlaáróðri Jóns Ásgeirs Jóhannessonar viðskiptamanns hafi verið um að kenna að ekki var hlustað á Davíð árið 2008.

„Óvild sem leiðtogar Samfylkingarinnar sýndu Davíð bæði fyrir hrun og á meðan því stóð er varla hægt að útskýra eingöngu með gömlum átakalínum í stjórnmálum, sem eru venjulega settar til hliðar á meðan á neyðarástandi stendur,“ skrifar Hannes. „Að einhverju leyti gæti hún hafa stafað af fjölmiðlaáróðrinum gegn hans mannorði.“

Stór hluti af ritinu er til varnar Davíðs og hans verkum í hruninu. „Gagnvart útlendingum hlýtur það að vera ráðgáta af hverju varnarorð seðlabankastjórans Davíðs Oddssonar féllu fyrir daufum eyrum á Íslandi. Áður, sem stjórnmálaleiðtogi, hafði Davíð notið áður óþekkts stuðnings og trausts,“ skrifar Hannes. „Venjulega væri komið fram við manneskju með svo góðan feril af virðingu, ekki aðeins af öðrum Sjálfstæðismönnum, heldur einnig stuðningsmönnum annarra flokka.“

Birt á hugveitu sem er nátengd Evrópuflokki Sjálfstæðisflokksins

Rit Hannesar er gefið út af New Direction, hugveitu evrópskra íhaldsmanna. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var verndari hugveitunnar við stofnun hennar. New Direction er nátengd ACRE, flokki íhaldssamra Evrópusambandsandstæðinga á Evrópuþinginu, sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að ásamt Réttlætis- og þróunarflokki Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, Sönnum Finnum og breska Íhaldsflokknum meðal annarra.

Hannes hefur gefið út tvö önnur rit hjá hugveitunni, eitt um and-kommúnískar bókmenntir og annað um hvernig eignarrétturinn stuðlar að verndun umhverfisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
5
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár