Stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt fyrirlestur á ráðstefnu um löggæslu og afbrotavarnir með heimspekilegu ívafi. Hann sagði að innherjaviðskipti væru ekki óréttlát, samkvæmt kenningum miðaldaguðfræðings, og að skattasniðganga væri í reynd dyggð en ekki löstur.
Greining
Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“
Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, líkti búsáhaldabyltingunni á Íslandi árin 2008 og 2009 saman, við innrásina í þinghúsið í Washington í síðustu viku. Hann stýrði fjárfestingarbankanum VBS sem skilur eftir sig 50 milljarða skuldir, meðal annars við íslenska ríkið.
FréttirSamherjamálið
Háskólaprófessor segir starfsmenn Samherja lagða í einelti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fréttaumfjöllun um starfsmenn Samherja ógeðfellda og ákallar Blaðamannafélagið. Umrædd umfjöllun er um störf ráðgjafa Samherja fyrir fyrirtækið, meðal annars vinnu við kærur á hendur starfsmönnum RÚV fyrir að tjá sig á eigin samfélagsmiðlum.
Fréttir
Hannes Hólmsteinn furðar sig á því að Hildur Lilliendahl haldi starfi sínu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, spyr af hverju Hildur Lilliendahl, nemandi við deild hans, hafi ekki verið rekin frá Reykjavíkurborg.
Fréttir
Rúmlega 1.000 tilvísanir í Þorvald en 5 í Hannes – 3 frá honum sjálfum
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur gefið út nærri tvöfalt fleri ritrýndar fræðigreinar en Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við sama skóla. Þorvaldur þykir ekki „heppilegur“ samstarfsmaður fyrir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar vegna skoðana sinna en Hannes hefur fengið mörg verkefni frá flokknum og ráðuneyti Bjarna.
Fréttir
Formaður Frjálshyggjufélagsins segir bráðnun jöklanna ekki af mannavöldum
Jóhannes Loftsson varaði við „hamfarasóun“ á Fullveldisfundi í Háskóla Íslands sem var haldinn í samstarfi við samtök sem margir af hugmyndasmiðum Sjálfstæðisflokksins hafa tengst.
Fréttir
„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
Svein Harald Øygard, fyrrverandi Seðlabankastjóri, gefur lítið fyrir gagnrýni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á bók þess fyrrnefnda, „Í víglínu íslenskra fjármála“.
ÚttektSamherjaskjölin
Gripið til varna fyrir Samherja
Stjórnendur Samherja og vilhollir stjórnmálamenn og álitsgjafar hafa gagnrýnt viðbrögð almennings og stjórnmálamanna við fréttum af mútugreiðslum. Tilraunir hafa verið gerðar til að skorast undan ábyrgð eða nota börn starfsmanna fyrirtækisins sem hlífiskildi. „Þykir mér reiðin hafa náð tökum,“ skrifaði bæjarstjóri.
Fréttir
Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“
Áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafa stigið fram í morgun og réttlætt brottflutning kasóléttrar konu til Albaníu. Læknir á kvennadeild Landspítalans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoðkerfisvandamál. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur fallist á skýringar Útlendingastofnunar. „Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa.“
FréttirHrunið
Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
Timothy Geithner, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir utanríkisstefnu Íslands aldrei hafa verið rædda þegar hugmyndum um gjaldeyrisskiptasamning í hruninu 2008 var hafnað. Í skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sagði hann ástæðuna vera að Ísland hefði ekki lengur verið hernaðarlega mikilvægt í augum Bandaríkjanna.
FréttirStjórnmálaflokkar
Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi
Skoðanaágreiningur hefur risið meðal áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum um mannréttindi og rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga.
PistillAlþjóðamál
Jóhann Páll Jóhannsson
Frjálshyggja og fasisminn sem neyðarréttur hins sterka
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er duglegur að vekja athygli á grimmdarverkum sem framin voru í nafni kommúnisma. En ítrekaðar varnarræður hans fyrir einn ógeðslegasta þjóðarleiðtoga heims eru líka ágæt áminning um hvað stundum er stutt milli íhaldsfrjálshyggju og fasisma.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.