Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stóru leigufélögin fara gegn lögum um persónuvernd með kröfu til umsækjenda

Heima­vell­ir og Al­menna leigu­fé­lag­ið gera kröfu til um­sækj­enda að þeir skili inn saka­vott­orði. Skil­yrð­ið stenst ekki per­sónu­vernd­ar­lög eins og fram hef­ur kom­ið í áliti Per­sónu­vernd­ar.

Stóru leigufélögin fara gegn lögum um persónuvernd með kröfu til umsækjenda

Stærstu leigufélög landsins Heimavellir og Almenna leigufélagið gera þá kröfu til umsækjenda að þeir skili inn sakavottorði með umsókn en annars sé hún ekki tekin gild. Skilyrðið stenst ekki persónuverndarlög eins og lesa má úr áliti Persónuverndar þar sem fjallað var um heimildir leigusala til að krefjast persónuupplýsingar.

Þá áskilur leigufélag Búseta sér rétt til að kalla eftir sakavottorði umsækjenda og reynist það ekki hreint fellur fólk af umsóknarlistanum. Þannig geta þeir sem teknir hafa verið með neysluskammta fíkniefna ekki sóst eftir íbúð hjá Búseta í þrjú ár frá dómi eða viðurlagaákvörðun.
Uppfært: Búseti hefur staðið í endurskoðun skilmála varðandi leiguíbúðir sínar í samræmi við nýju persónuverndarlöggjöfina og í kjölfar fréttarinnar fjarlægt af vefsíðu sinni áskilnaðinn um rétt til að kalla eftir sakavottorði umsækjenda.

Leiguauglýsing HeimavallaSé sakavottorði ekki skilað með umókn telst hún ekki gild samkvæmt skilmálum Heimavalla.

Í áliti Persónuverndar, sem kveðið var upp í kjölfar beiðni Samtaka leigutaka, um heimildir leigusala til að fara fram á viðkvæmar persónuupplýsingar kemur fram að leigusala sé almennt heimilt að óska eftir persónuuupplýsingum um væntanlegan leigutaka, í öryggis og eignarvörslutilgangi. Áður en hann kallar hins vegar eftir viðkvæmum persónuupplýsingum þarf hann haft lagt mat á hvaða upplýsingar séu honum nauðsynlegar til að hann geti lagt mat á áreiðanleika leigutaka. „Í slíkum tilvikum mætti ímynda sér að leigusala væri í ákveðnum tilvikum heimilt að óska eftir umsögn fyrrverandi leigusala sem einstaklingur var áður leigutaki hjá. Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti hann síðan tekið ákvörðun um hvort nauðsynlegt sé að óska frekari upplýsinga, t.a.m. með framlagningu sakavottorðs,“ segir í úrskurðinum.

„Miðað við þetta álit er gert ráð fyrir því að áður en beðið sé um sakavottorð þá hafi eitthvað gefið tilefni til þess í tengslum við samskiptin við viðkomandi leigutaka. Það að biðja um sakavottoð í öllum tilvikum, án undanfarandi mats á því hvort að einhver þörf sé á því, myndi væntanlega ekki teljast vera innan ramma meðalhófs samkvæmt þessu áliti,“ segir Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar.

Heimavellir er annað af tveimur stærstu leigufélögum landsins ásamt Almenna leigufélaginu, sem er á vegum GAMMA. Félögin eiga samtals rúmlega 3.000 íbúðir sem eru leigðar út víðsvegar um landið. Þá á Búseti rúmlega 900 íbúðir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Leigumarkaðurinn

Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.
Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar
FréttirLeigumarkaðurinn

Stjórn­ar­formað­ur Ölmu seg­ir breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um óþarf­ar

Gunn­ar Þór Gísla­son, stjórn­ar­formað­ur Ölmu íbúð­ar­fé­lags seg­ir frum­varp inn­viða­ráð­herra um breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um vera gegn­sýrt for­ræð­is­hyggju og skriffinnsku sem vegi að samn­inga­frels­inu. Í um­sögn sem Alma sendi til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is er lagst gegn öll­um helstu meg­in­at­rið­um frum­varps­ins.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.
Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
FréttirLeigumarkaðurinn

Slökkvi­lið­ið bann­ar bú­setu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik

Slökkvi­lið­inu var til­kynnt um eld­hættu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik fyr­ir einu ári. Birg­ir Finns­son slökkvi­liðs­stjóri seg­ir að út frá til­kynn­ing­unni hafi slökkvi­lið­ið ekki átt­að sig á því að um væri að ræða at­vinnu­hús­næði. Leigu­sal­inn er hætt­ur að leigja íbúð­ina því hann vill ekki brjóta lög. Fjöl­skylda frá Venesúela sem bjó í íbúð­inni er kom­in með nýja íbúð í Breið­holt­inu.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Ingrid Kuhlman
7
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár