Samtök leigjenda kalla eftir regluverki til að koma í veg fyrir ömurlegt ástand á leigumarkaði þar sem fólk neyðist til að sækja í ósamþykkt og óleyfilegt húsnæði vegna hás leiguverðs. Ráðherrar og þingmenn virðast vel meðvitaðir um ástandið og flúðu sjálfir leigumarkaðinn við fyrsta tækifæri. Engu að síður er það niðurstaða nýlegrar rannsóknar að leigusalar hafi umboð stjórnvalda til að herja á leigjendur.
FréttirLeigumarkaðurinn
Norskur eigandi íslenska leigufélagsins Heimstaden hagnaðist um 126 milljarða
Norskur eigandi íslenska leigufélagsins Heimstaden ehf., sem áður hét Heimavellir, jók hagnað sinn um 55 prósent á milli áranna 2019 og 2020. Fyrirtækið sem á íslenska leigufélagið á nú 116 þúsund íbúðir í nokkrum löndum Evrópu, meðal annars rúmlega 1.600 á Íslandi.
FréttirLeigumarkaðurinn
Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
Berlínarþingið samþykkti nýlega sérstök lög um leiguþak og leigufrost í borginni. Sett hefur verið hámark á leigu íbúða auk þess sem leigusölum verður meinað að hækka leigu á næstu fimm árum. Gert til þess að veita leigjendum andrými segir húsnæðismálaráðherra.
FréttirLeigumarkaðurinn
Björgólfur Thor lítið sýnilegur á Íslandi
Björgólfur Thor er aðeins stjórnarmaður í einu íslensku félagi, þrátt fyrir að vera langríkasti Íslendingurinn. Tveir helstu samverkamenn Björgólfs Thors eru stærstu hluthafar leigufélagsins Ásbrúar á gamla varnarliðssvæðinu. Eignarhaldið er í gegnum Lúxemborg. Talskona Björgólfs segir hann ekki tengjast félaginu, þótt heimilisföngin fari saman.
ÚttektLeigumarkaðurinn
Berlínarbúar vilja banna sína Gamma
Íbúar höfuðborgar Þýskalands ræða nú um það í fullri alvöru hvort rétt sé að banna stóru leigufélögin í borginni, taka hús þeirra eignarnámi, og leigja íbúðirnar aftur út á samfélagslegum forsendum. Meirihluti Berlínarbúa eru hlynntir hugmyndinni sem gæti farið í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en langt um líður.
FréttirLeigumarkaðurinn
Spyr hvort „ofsinn á samfélagsmiðlum“ hafi þrýst upp leiguverði
Ásgeir Jónsson hagfræðidósent segir að Ísland þurfi á sterkum hagnaðardrifnum leigufélögum að halda. Segist grátt leikinn af netverjum sem hafi um sig ljót orð.
FréttirLeigumarkaðurinn
Með þrjár háskólagráður og í fullu starfi en samt í fjárhagslegum nauðum
Móðir í fullu starfi, sem er með þrjár háskólagráður, er að bugast á íslenskum leigumarkaði sem hún segir að sé að murka úr henni lífið. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, missir leiguíbúð sína á vormánuðum og íhugar að flytjast í ósamþykkt iðnaðarhúsnæði eða úr landi. Hún furðar sig á aðgerðarleysi stjórnvalda.
FréttirLeigumarkaðurinn
Fjármálaeftirlitið þegir um hæfi Hauks
Fjármálaeftirlitið segir ekki hvort viðskipti stjórnarformanns Íbúðalánasjóðs geri hann vanhæfan
FréttirLeigumarkaðurinn
Búið að borga upp þriðja hvert leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs
Fjárfestar og lántakendur leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs hafa gert upp 256 lán vegna fasteignaviðskipta á Reykjanesi. Íbúðalánasjóður neitar að gefa upp hvaða 20 lántakendur hafa fengið leiguíbúðalán hjá ríkisstofnuninni. Þótt ekki megi greiða arð af félagi sem fær leigulán er auðvelt að skapa hagnað með því að selja fasteignina og greiða upp lánið.
Fréttir
Stóru leigufélögin fara gegn lögum um persónuvernd með kröfu til umsækjenda
Heimavellir og Almenna leigufélagið gera kröfu til umsækjenda að þeir skili inn sakavottorði. Skilyrðið stenst ekki persónuverndarlög eins og fram hefur komið í áliti Persónuverndar.
FréttirLeigumarkaðurinn
Fyrrverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra kaupir elleftu íbúðina með lánum frá Íbúðalánasjóði
Matthías Imsland, fyrrverandi aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, er orðinn stórtækur fjárfestir í fasteignum.
FréttirLeigumarkaðurinn
FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup
Fjármálaeftirlitið hefur ekki metið Hauks Ingibergssonar, stjórnarformanns Íbúðalánasjóðs, eftir að félög í hans eigu eignuðust 10 af þeim 13 íbúðum sem félögin hafa keypt á liðnum árum. Hæfi Hauks sem stjórnarmanns var síðast metið árið 2013.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.