Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Braga fannst ótrúverðugt að barn hefði „viðurkennt“ meint brot föður

Sam­kvæmt fund­ar­gerð sem Barna­vernd­ar­stofa hef­ur af­hent var „rætt al­mennt um að þeg­ar for­eldr­ar deili hart um um­gengni þá geti það leitt til þess að ljót­ar ásak­an­ir komi fram“.

Braga fannst ótrúverðugt að barn hefði „viðurkennt“ meint brot föður
Ráðuneytið taldi Braga hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Bragi Guðbrandssson er í framboði til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en undanfarna daga hefur Stundin birt fjölda gagna sem sýna að Bragi hafði afskipti af barnarverndarmáli í Hafnarfirði. Þau afskipti voru talin þess eðlis, samkvæmt niðurstöðu skoðunar velferðarráðuneytisins, að Bragi hefði þar farið út fyrir valdsvið sitt. Mynd: Government.is

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, taldi ótrúverðugt að barn hefði „viðurkennt“ samkvæmt skýrslu listmeðferðarfræðings að faðir hefði brotið gegn því. 

Hann sagði orðalagið einkennilegt og benda til þess að „gengið hefði verið á eftir þessum upplýsingum hjá barninu“.

Sjónarmið Braga birtist í fundargerð um fund sem var haldinn að hans frumkvæði þann 20. janúar 2017 og snerist um barnaverndarmálið í Hafnarfirði sem Stundin hefur fjallað um. Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV fundargerðina fyrr í vikunni.

Fram kemur að í lok fundarins hafi verið „rætt almennt um að þegar foreldrar deili hart um umgengni þá geti það leitt til þess að ljótar ásakanir komi fram sem eigi ekki við rök að styðjast“. 

Þegar fundurinn var haldinn hafði Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu vegna vísbendinga um kynferðisbrot og lögreglan brugðist hratt við með bréfi, aðeins þremur dögum síðar, um að embættið hygðist bíða eftir niðurstöðum könnunarviðtals í Barnahúsi. Tilvísunin sem var send þangað lá óhreyfð í pósthólfi Barnahúss í mánuð auk þess sem tölvupóstkerfi stofnunarinnar bilaði á sama tíma. Þar var málið statt þegar Bragi Guðbrandsson skipti sér af störfum Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar og beitti sér fyrir umgengni stúlknanna við föðurfjölskylduna.

Undanfarna daga hefur Bragi hafnað því að afskipti hans af barnaverndarmálinu hafi tengst umgengni föðurins við dætur sínar en eins og Stundin hefur rakið stangast sá málflutningur á við gögn málsins og skráningu samskiptanna. Hér má sjá frumgögn um afskipti Braga, en velferðarráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að með þeim hefði Bragi farið út fyrir starfssvið sitt

Fundargerðin sem Barnaverndarstofa hefur afhent sýnir að Bragi hélt áfram að hafa áhrif á framgang umrædds barnaverndarmáls eftir að tilvísunarbréfið var móttekið. Það var á ráðgjafarfundi hjá Barnaverndarstofu, en samkvæmt minnisblaði Braga um málið var það „samhljóða niðurstaða fundarins“ að ekki yrði tekið könnunarviðtal við aðra stúlkuna þótt lögregla hefði tilkynnt um beðið væri eftir niðurstöðu slíks könnunarviðtals. 

Í upphafi fundarins ræddi Bragi um að starfsmenn barnaverndarnefnda þyrftu að gæta þess að „stíga ekki inn í deilur milli foreldra um umgengni“. Vísar hann þá væntanlega til þess að Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði ráðlagt móðurinni að halda stúlkunum í „öruggu skjóli“ meðan meint kynferðisbrot föður væru könnuð. Hafði föðurfjölskyldan gagnrýnt þá ráðgjöf harðlega og fengið Braga til að beita sér fyrir umgengni.

Fram kemur í fundargerðinni að teknar hefðu verið „tvennar skýrslutökur af stúlkunni að beiðni lögreglu“, en hátt í tvö ár voru liðin síðan þessar skýrslur höfðu verið teknar. Samkvæmt minnisblaði Braga um málið var talið að það gæti gengið gegn hagsmunum barnsins að fara aftur í könnunarviðtal.

Á fundinum var vikið að tilkynningu listmeðferðarfræðings og áhyggna hans af meintum kynferðisbrotum. „Að mati BG [Braga Guðbrandssonar] var það mjög einkennilegt orðalag í tilkynningu þar sem sagt var að barnið viðurkenndi að faðir hefði brotið gegn því. Orðalag tilkynningarinnar þótti benda til þess að gengið hefði verið á eftir þessum upplýsingum hjá barninu.“

„Að mati BG var það mjög einkennilegt orðalag
í tilkynningu þar sem sagt var að barnið viðurkenndi að faðir hefði brotið gegn því“

Samkvæmt skjali frá 21. febrúar 2017 komst forstöðumaður Barnahúss skömmu síðar að þeirri niðurstöðu að listmeðferðarfræðingurinn hefði ekki gert sekur um neitt slíkt. Í minnisblaði frá Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar er fjallað um símtal sem starfsmaður átti við Ólöfu Ástu Farestveit, forstöðumann Barnahúss. Fram kemur fram að hún hafi rætt við listmeðferðarfræðinginn og farið yfir það með honum hvernig upplýsingarnar komu fram. „Hún sagði að það væri ljóst að upplýsingarnar hefðu komið fram í frjálsri frásögn.“ Auk þess er greint frá því að listmeðferðarfræðingurinn sé með mikla og góða reynslu, m.a. af barna- og unglingageðdeild Landspítalans, og sé meðvituð um að spyrja ekki leiðandi spurninga. 

Eins og lögmaður föðurins í málinu benti á í samtali við Stundina í gær er listmeðferðarfræðingum almennt ekki ætlað það hlutverk að rannsaka grun um meint kynferðisbrot. Þrátt fyrir þetta ákvað Barnahús að verða ekki við þeirri beiðni Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar að meint kynferðisbrot yrðu rannsökuð og önnur eða báðar stúlkurnar teknar í könnunarviðtal. Í staðinn var ákveðið að þær yrðu áfram hjá listmeðferðarfræðingnum.  Þar héldu áfram að koma fram „sterkar vísbendingar um kynferðislega misnotkun föður“ sem barnaverndarnefndin hafði áhyggjur af. Hvergi í þeim gögnum sem Stundin hefur komist yfir, hvort sem heldur formlega frá Barnaverndarstofu eða eftir óformlegum leiðum, kemur fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um þá ákvörðun Barnahúss að verða ekki við beiðni barnaverndarnefndarinnar um könnunarviðtal. 

Uppfært kl. 16:30:
Ólöf Ásta Farestveit hafði samband og sagðist telja ummælin rangt höfð eftir. „Í símtalinu var ekki verið að meta trúverðugleika frásagnar barnsins hjá listmeðferðarfræðingi heldur upplýsa barnavernd Hafnarfjarðar hvað viðkomandi listmeðferarfræðingur hefði sagt undirritaðri,“ segir Ólöf. „Eins og fram kemur ef barnið færi að tala um kynferðisbrot hefði undirrituð að sjálfsögðu óskað eftir því að málið yrði kært á nýjan leik til lögreglu og það er hlutverk barnaverndar Hafnarfjarðar að aðhafast um slíkt.  Undirrituð taldi vinnu listmeðferðarfræðings faglega með tilliti til úrvinnslu tilfinninga en ekkert mat var gert á trúverðugleika upplýsinganna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár