Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásmundur Einar svarar því ekki hvort hann las sjálfur gögnin um afskipti Braga

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra svar­aði því ekki til hvort hann hafi séð gögn­in sem um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar um mál Braga Guð­brands­son­ar byggj­ast á fyr­ir fund með vel­ferð­ar­nefnd. Að­stoð­ar­mað­ur ráð­herra tók við gögn­un­um fyr­ir hans hönd.

Ásmundur Einar svarar því ekki hvort hann las sjálfur gögnin um afskipti Braga
Segist halda að hann hafi komið hreint fram Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í viðtali eftir fund velferðarnefndar að hefði leitast við að bjóða nefndinni alla samvinnu sem hún vildi hvað varði mál Braga Guðbrandssonar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra svaraði því ekki með óyggjandi hætti í morgun hvort hann hefði sjálfur lesið þau gögn sem umfjöllun Stundarinnar um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmáli byggir á fyrir fundinn með velferðarnefnd Alþingis 28. febrúar síðastliðinn.

Í viðtali eftir opinn fund velferðarnefndar nú í morgun sagðist hann ekki hafa efnislegar forsendur til að meta þær upplýsingar sem fram komu í fréttum Stundarinnar á föstudag. 

Ásmundur Einar mætti á opna fundinn til að svara spurningum nefndarmanna um embættisfærslur sínar í máli Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu.

Tilefni fundarins er forsíðuumfjöllun Stundarinnar frá því á föstudaginn þar sem greint var frá því að Bragi hefði, í samráði við föður málsaðila í barnaverndarmáli, beitt sér fyrir því að faðir, sem barnaverndarnefnd og meðferðaraðili óttuðust að hefði brotið kynferðislega gegn dætrum sínum, fengi að umgangast þær. Þá kom fram í umfjöllun Stundarinnar að aðstoðarmaður Ásmundar, lögfræðingur og skrifstofustjóri hefðu tekið við gögnum um málið – símtalslýsingu og tölvupóstssamskiptum sem Stundin birti í dag – fyrir hönd ráðherra á fundi þann 31. janúar 2018. Þannig hefði Ásmundi Einari mátt vera kunnugt um eðli afskipta Braga Guðbrandssonar af umræddu barnaverndarmáli áður en hann mætti á fund velferðarnefndar þann 28. febrúar en látið hjá líða að greina nefndarmönnum frá því sem hann vissi.

Boðar að fram fari óháð úttekt

„Ég sagði á þessum fundi að það hefðu meðal annars komið fram upplýsingar í fjölmiðlum á föstudaginn og í yfirlýsingum frá einstaka málsaðilum. Málið hefði verið til mikið til umfjöllunar og í því ljósi væri mjög mikilvægt og jákvætt að málið yrði skoðað ofan í kjölinn,“ sagði Ásmundur í viðtali við Stundina eftir fundinn.

Þegar þau atriði sem Stundin greindi frá á föstudag bárust í tal sagðist Ásmundur ekki hafa efnislegar forsendur til að meta upplýisingarnar og hvort þær væru réttar. „Það er það sem þarf að koma í ljós í úttekt á málinu.“ Þess ber að geta að á fundinum sjálfum boðaði Ásmundur Einar að hann hygðist fara fram á að óháð úttekt yrði gerð á málinu.

Breytingar á framboði Braga komi fram nýjar upplýsingar

Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að slík úttekt hefði farið fram áður en ákveðið var að bjóða Braga fram sem fulltrúa Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna svaraði Ásmundur Einar því til að ráðuneytið hefði gert úttekt á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda á hendur Bragar og skilað niðurstöðum.

„Niðurstaðan var sú að Bragi Guðbrandsson hefði ekki brotið af sér í starfi. Sú niðurstaða lá til grundvallar þegar ákveðið var að hann yrði boðinn fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Verði breyting á þessu þá að sjálfsögðu verða breytingar á framboðinu.“

Svarar ekki hvort hann hafi leynt nefndina gögnum

Aðspurður um upplýsingagjöf sína til velferðarnefndar Alþingis þann 28. febrúar, þegar ráðherra þagði um gögnin sem hann hafði fengið afhent í gegnum aðstoðarmann sinn, skrifstofustjóra og lögfræðing í ráðuneytinu mánuði áður, ítrekaði Ásmundur það sem fram kom á opna fundinum í morgun; að hann hefði boðið nefndinni frekara samtal og aðgang að upplýsingum og gögnum.

„Á þessum fundi sem haldinn var 28. febrúar bauð ég fram allar upplýsingar og öll gögn sem menn vildu um þetta mál. Sérstaklega ef menn vildu fjalla um einstaka anga þess. Ég held að ég hafi komið hreint fram við nefndina í öllu sem að þessu lýtur. Svo heyri ég ekkert frá nefndinni fyrr en kemur ítarleg gagnabeiðni mánuði seinna. Ég hef því leitast við að bjóða nefndinni allt það sem hún vill í þessu máli.“

„Ég held að ég hafi komið hreint fram við nefndina í öllu sem að þessu lýtur“

Ásmundur bendir á að umtalsvert magn af gögnum liggi til grundvallar vinnu í málum sem þessum. „Það er auðvitað þannig að félagsmálaráðuneytið fór með eftirlitsskyldu í þessu máli og ráðuneytið sjálft var að vinna í málinu. Niðurstaða ráðuneytisins var síðan auðvitað kynnt fyrir ráðherra og var það sem var kynnt opinberlega.“ Eins og Stundin hefur áður greint frá var ráðherra þó einnig kynntur fyrir minnisblöðum ráðuneytisins um málið, meðal annars minnisblaði um hið viðkvæma mál í Hafnarfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár