Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
6

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
7

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
8

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Aldurshópurinn yfir sjötugu er einn eignamesti hópur landsins. Samkvæmt kosningaloforðum Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins verður þessi hópur undanþeginn fasteignasköttum.

Eyþór Arnalds Kynnti kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í hádeginu í dag.  Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds
jontrausti@stundin.is

Kosningaloforð Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um undanþágu frá fasteignasköttum fyrir 70 ára og eldri, hagnast best einum eignamesta hópi borgarinnar.

Samkvæmt svörum Eyþórs minnkar skattaafslátturinn tekjur borgarinnar um hundruð milljóna króna, en fasteignaskattar fjármagnar meðal annars viðhald gatnakerfis borgarinnar. Tekjulægri eldri borgarar eru nú þegar undanþegnir fasteignaskatti, og því nýtist breytingin ekki þeim hópi.

Á kynningarfundi sínum í hádeginu boðaði Eyþór meðal annars færri hættuleg umferðarljós, breytta stillingu umferðarljósa til að hraða umferð, meiri tíðni almenningssamgangna og tíðari þrif á götum borgarinnar.

Eignamestir fá skattaundanþágu

Að meðaltali eiga Íslendingar yfir 67 ára aldri tæpar 46 milljónir króna í eignir, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en aðeins einn aldurshópur á meira, og eru það Íslendingar á aldrinum 60 til 66 ára, sem eiga 48 milljónir að meðaltali.

Rétt er að taka fram að meðaltalstölur sýna ekki misskiptingu innan aldurshópsins. Hinn dæmigerði Íslendingur sem er eldri en 67 ára á 34,4 milljónir króna í eignir, samkvæmt miðgildistölum, eða rúmlega 13 milljónum króna minna en meðaltalið.

Samkvæmt núgildandi reglum fá eldri borgarar undanþágu frá fasteignagjöldum ef þeir hafa tekjur undir 325 þúsund krónum á mánuði og helmingsafslátt af sköttum séu tekjurnar undir 434 þúsund krónum. Leið Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gerir hins vegar ráð fyrir því að elsti og einn eignamesti hópurinn fái skattaafslátt óháð tekjum.

Þegar horft er til þess hversu mikið eigið fé fólk af ákveðnum aldurshópi á í fasteign kemur elsti hópurinn, sem verður undanþeginn fasteignaskatti samkvæmt kosningaloforðunum, einna best út. Fólk eldra en 67 ára á að meðaltali 26,6 milljónir króna í eigið fé á mann, en mest eigið fé eiga 60 til 66 ára, eða að meðaltali 26,7 milljónir króna. Sem dæmi á fólk á aldrinum 40 til 44 ára, sem þarf áfram að borga fasteignaskatt, að meðaltali 10,6 milljónir króna í eigið fé.

Þannig á hver einstaklingur yfir 67 ára aldri á Íslandi að meðtalali 12 milljónum króna meira í eigin fé í fasteign sinni, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu að meðtalali. Þegar horft er til miðgildis á dæmigerður íbúi á höfuðborgarsvæðinu 9 milljónir krónir í eignir í heildina, eða um 25 milljónum króna minna en dæmigerður eldri borgari yfir 67 ára aldri. Þar sem fasteignaskattar taka mið af fasteignamati er ljóst að mestan skattaafslátt fá þeir sem eiga mestar eignir.

Tekjur dæmigerðs eldri borgara, á aldrinum 67 ára og eldri, eru hins vegar aðeins rétt fyrir ofan miðgildistekjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu, eða 5,3 milljónir króna á ári.

Eyþór ArnaldsKynnti í dag kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar.
Viðstödd í IðnóGestir kynntu sér tillögur Sjálfstæðisflokksins í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í hádeginu í dag.

Tíðari almenningssamgöngur, en ekki borgarlína

Eyþór kynnti einnig loforð um að betrumbæta stillingar á umferðarljósum til að hraða umferð. Þá lofaði hann bættum almenningssamgöngum, tíðari ferðum strætó, betri biðskýlum og úrbótum í vegamálum. Í heildina sagðist Eyþór ætla að stytta ferðatíma til og frá vinnu um 20 prósent. Eyþór og framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík leggjast hins vegar gegn sameiginlegu verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kallast borgarlína, og gengur út á almenningssamgöngur í forgangsakstri og á sérakreinum.

Eyþór hefur áður rætt þær hugmyndir að fjölga hringtorgum. Í kosningaloforðum hans er kveðið á um að „fækka hættulegum ljósastýrðum gatnamótum“.

„Grasið er ekki slegið, götur og stígar ekki sópaðir.“

Eyþór kvaðst einnig vilja bregðast við svifryksmengun með tíðari þrifum á götum borgarinnar. „Borgin er skítug,“ segir í glærukynningu Eyþórs. „Grasið er ekki slegið, götur og stígar ekki sópaðir.“

Að auki kveðst Eyþór vilja tryggja öllum börnum leikskólapláss við 18 mánaða aldur, með því að auka sjálfstæði leikskólanna og fjölga dagforeldrum.

Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, lagði á dögunum fram þá hugmynd að auka tækifæri eldri borgara til að starfa á leikskólum til að bregðast við manneklu.

Þá sagðist hann lofa sparnaði í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, en útlistaði ekki þær tillögur nánar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
6

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
4

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
5

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
4

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
5

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Nýtt á Stundinni

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Bill Cosby bíður dóms

Bill Cosby bíður dóms

·
Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

·
Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum

·
Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

·
Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·