Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmaður fær engin svör um mál Hauks Hilmarssonar

Mán­uð­ur lið­inn síð­an Logi Ein­ars­son ósk­aði eft­ir minn­is­blaði frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Eng­in svör borist þrátt fyr­ir ít­rek­an­ir. Seg­ir vinnu­brögð­in óskilj­an­leg og ólíð­andi.

Þingmaður fær engin svör um mál Hauks Hilmarssonar
Þingmaður fær ekki svör Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur beðið í mánuð eftir svörum um mál Hauks Hilmarssonar frá utanríkisráðuneytinu. Hann segir aðgerðarleysið ólíðandi.

Tæpur mánuður er síðan að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór fram á að fá minnisblað frá utanríkisráðuneytinu varðandi mál Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi. Enn hefur ekkert svar borist við þeirri beiðni, þrátt fyrir að Logi hafi ítrekað beiðnina í tvígang. Logi furðar sig á þessum vinnubrögðum og segir þau ólíðandi.

Fyrstu fréttir af hvarfi Hauks bárust 6. mars síðastliðinn en hann var þá sagður hafa fallið í bardögum Kúrda við tyrkneska herinn 24. febrúar, í norðurhluta Sýrlands. Átta dögum síðar, 14. mars, fór Logi fram á það, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis, að fá minnisblað frá utanríkisráðuneytinu um þær verklagsreglur sem giltu hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins í málum sem þessum, og lagði hann sérstaka áherslu á að fá upplýsingar um mál Hauks, til hvaða aðgerða hefði verið gripið til að finna hann og hver staða mála væri. Viku síðar, 21. mars, ítrekaði nefndasvið Alþingis beiðni Loga, að hans ósk. Enn barst ekkert svar og 4. apríl var beiðni um að utanríkisráðuneytið skilaði slíku minnisblaði enn ítrekuð, án árangurs.

Mjög knýjandi að fá svör

Logi EinarssonUtanríkisráðuneytið hefur ekki svarað beiðni formanns Samfylkingarinnar um minnisblað vegna máls Hauks Hilmarssonar.

Logi segir í samtali við Stundina að þessi seinagangur sé bæði óskiljanlegur og algjörlega ólíðandi. „Þetta er ekki boðlegt. Látum það allt vera hvernig þetta birtist gagnvart mér og þinginu, þessi þögn, en þetta á bara fullt erindi við samfélagið og almenning. Þess vegna skil ég ekki þetta verkleysi. Spurning mín fjallaði líka almennt um hvernig fylgst væri með Íslendingum erlendis og hvaða verklagsreglur giltu hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, um hvernig haldið væri á þessum málum en ekki síst auðvitað í þessu sorglega máli. Það er mjög knýjandi að fá svör því þetta er það hörmulegasta sem fólk lendir í, að vita ekki um afdrif ástvina sinna.“

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis stendur nú yfir og þegar Stundin heyrði í Loga, rétt áður en fundurinn hófst, sagði hann ekki sjá að neitt kynna í útsendum gögnum fyrir fundinn gæfi það til kynna að umrætt minnisblað myndi berast í dag. „Ég sendi á formann nefndarinnar og aðra nefndarmenn í gær beiðni um að fá stuðning við að nefndin myndi senda athugasemd til ráðuneytisins vegna þessa.“

Logi segir jafnframt ómögulegt annað en að utanríkisráðuneytið búi í það minnsta yfir einhverjum upplýsingum sem það geti miðlað. „Ég get ekki trúað því að það hafi ekkert það gerst, á þessum mánuði sem liðinn er, að það hafi ekki verið tilefni til þess að setja það niður á blað og birta það utanríkismálanefnd. Já, og alþjóð auðvitað líka.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
3
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
5
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár