Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Ríkisstjórnin vill veikja tekjustofna og draga úr húsnæðisstuðningi en stórauka útgjöld til heilbrigðis- og samgöngumála

Út­gjöld og tekj­ur hins op­in­bera munu standa í stað sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu næstu ár­in sam­kvæmt fyrstu fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Út­gjöld og tekj­ur hins op­in­bera munu standa í stað sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu næstu ár­in sam­kvæmt fyrstu fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Útgjöld og tekjur hins opinbera munu standa í stað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu næstu árin samkvæmt fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem birtist á vef Alþingis í dag.

Dregið verður úr skattbyrði þrátt fyrir útgjaldaaukningu til flestra málaflokka. Fyrir vikið verður heildarafkoma ríkissjóðs lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlunum fyrri ríkisstjórna.

Tekjuráðstafanir til lækkunar verða um 25 milljarðar líkt og Stundin hafði áður reiknað út á grundvelli fyrirheita sem fram komu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þarna vega þyngst lækkun tekjuskatts einstaklinga og lækkun tryggingagjalds fyrirtækja. 

Samhliða lækkun skattprósentunnar í neðra þrepi tekjuskattkerfisins er stefnt að heildarendurskoðun tekjuskatts einstaklinga og bótakerfa „með það að markmiði að unnt verði að draga úr skattbyrði og koma á fót heildstæðu og einfaldara kerfi, ekki síst í þágu tekjulægri hópa“.

Tryggingagjald mun lækka úr 6,85% í 6,6% árið 2019 og verður virðisaukaskattur á bækur afnuminn sama ár. Loks verður sérstaki bankaskatturinn lækkaður úr 0,376% í 0,145%.

Þá stendur enn til að breyta reiknireglu fjármagnstekjuskattsins í því skyni að verja fjármagnseigendur sérstaklega fyrir verðbólguáhrifum.

Þetta gæti skipt miklu fyrir fjársterkustu hópa íslensks samfélags ef rætist úr áhyggjum Seðlabankans og annarra aðila af því að minna aðhald í ríkisfjármálum muni kynda undir verðbólgu á næstu árum.

Hækkun kolefnisgjalds verður miklu minni en Benedikt Jóhannesson, fyrirrennari Bjarna Benediktssonar á stóli fjármálaráðherra, stefndi að.

Í tíð síðustu ríkisstjórnar var lagt upp með tvöföldun kolefnisgjaldsins. Ný ríkisstjórn ákvað í staðinn að hækka það um helming. Ofan á þá hækkun, sem tók gildi í upphafi árs, mun gjaldið aðeins hækka um 10% til viðbótar árið 2019 og aftur 10% árið 2020 þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi sett fram háleit markmið um kolefnishlutlaust Ísland. 

Fjárfestingar vaxa umtalsvert á árinu 2019 eða um 13 milljarða og ná hámarki á árinu 2021. Aukningin er einna mest í samgöngu- og fjarskiptamálum en þar verður uppbyggingin meðal annars fjármögnuð með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. 

Hér má sjá áætlaða útgjaldaþróun næstu ára í samhengi við tölur úr fjárlögum áranna 2017 og 2018.

Framlög til heilbrigðismála verða í lok tímabilsins um 249 milljarðar á ári og munu þá hafa aukist uppsafnað um 40 milljarða frá fjárlögum 2018, eða rúmlega 19% að raunvirði. Uppsöfnuð aukning framlaga til félags-, húsnæðis- og tryggingamála nemur 28 milljörðum á tímabilinu. Framlög til háskólastigsins hækka um ríflega 2,8 milljarða á tímabilinu sem á að duga til að framlög á hvern nemanda hækki.

Húsnæðisstuðningur dregst saman frá fjárlögum ársins 2018 úr 13,4 milljörðum niður í 11,7 milljarða árið 2023. Þetta er einkum vegna þess að framlög til byggingar leiguíbúða munu lækka um helming þegar sérstöku átaki frá 2016 lýkur á næsta ári.

Útgjöld til lista, menningar, íþrótta- og æskulýðsmála dragast lítillega saman og jafnframt framlög til lýðheilsumála. Þá er ekki gert ráð fyrir sérstökum viðbótarframlögum til barna- og vaxtabótakerfisins. Hækkun útgjalda til málefna aldraðra samræmist kerfislægum vexti bótagreiðslna vegna fjölgunar ellilífeyrisþega.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

I aukaþáttur: Femínistafélag MH og Versló
Karlmennskan - hlaðvarp

I auka­þátt­ur: Femín­ista­fé­lag MH og Versló

„Rauð­hærð­ur veg­an femín­isti, hann myndi ekki fá lim [...] Já, MH-inga“ sagði við­mæl­andi í fyr­ir­hug­uð­um podcast-þætti á veg­um nem­enda­fé­lags Versl­un­ar­skóla Ís­lands. Femín­ista­fé­lag MH og femín­ista­fé­lag Versló gagn­rýndu þetta orð­færi, rétti­lega, og út­skýra hér hvers vegna og hvaða áskor­an­ir femín­ist­ar í fram­halds­skól­un­um eru að tak­ast á við. Typpa- og píkufýla eru hug­tök sem koma fyr­ir og lýsa menn­ing­ar­fyr­ir­bær­un­um ráð­andi karl­mennska og styðj­andi kven­leiki á áhuga­verð­an hátt.
RÚV rak fréttamann sem átti í deilum um launagreiðslur
Fréttir

RÚV rak frétta­mann sem átti í deil­um um launa­greiðsl­ur

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri seg­ir að deil­ur séu uppi um túlk­un á kjara­samn­ingi. Fleiri en einn frétta­mað­ur eigi í þeirri kjara­deilu og hún hafi ekk­ert með upp­sagn­ir að gera. Fé­lag frétta­manna gagn­rýn­ir nið­ur­skurð á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.
Drottningarbragð
Mynd dagsins

Drottn­ing­ar­bragð

Þriðja bylgja skák­æð­is hef­ur skoll­ið á Ís­landi, eft­ir að hálf þjóð­in hef­ur sest nið­ur og horft á Net­flix serí­una The Qu­een's Gambit, eða Drottn­ing­ar­bragð. Fyrsta bylgj­an varð ár­ið 1958, þeg­ar Frið­rik Ólafs­son náði fimmta til sjötta sæti á HM í skák í Portorož, gömlu Júgó­slav­íu, og varð með þeim ár­angri fyrst­ur Ís­lend­inga að verða stór­meist­ari í skák. Áhugi lands­manna á skák­í­þrótt­inni náði svo nýj­um hæð­um í ann­ari bylgju, ár­ið 1972, þeg­ar heims­meist­arein­víg­ið í skák fór fram í Laug­ar­dals­höll­inni milli Bor­is Spassky og Bobby Fischer. Bobby vann að lok­um, eft­ir 21 skák. Seinna fékk hann ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og var jarð­sett­ur í Laug­ar­dals­kirkju­garði aust­ur í Flóa. Fyr­ir þá sem ekki vita, er drottn­ing­ar­bragð; 1. d4 d5 2. c4 og svart­ur á leik!
Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
FréttirCovid-19

Verða sér úti um falskt lækn­is­vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.
Síðasti dagurinn til að vera laus úr sóttkví yfir hátíðirnar er 18. desember
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Síð­asti dag­ur­inn til að vera laus úr sótt­kví yf­ir há­tíð­irn­ar er 18. des­em­ber

Hafi fólk sem ætl­ar að koma heim til Ís­lands frá út­lönd­um í des­em­ber ekki í huga að eyða há­tíð­un­um í sótt­kví þarf það að kom­ið til lands­ins í síð­asta lagi 18. des­em­ber. Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna nú á tólfta tím­an­um.
Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar
Fréttir

Gjald­þrot Capacent hef­ur áhrif á starf­semi Trygg­inga­stofn­un­ar

Upp­lýs­ing­ar um rétt­indi líf­eyr­is­þega, fjölda­þró­un og út­gjöld til mála­flokks­ins hafa ekki ver­ið birt með reglu­leg­um hætti á vef Trygg­inga­stofn­un­ar á hálft ár. Ástæð­an er sú að fyr­ir­tæk­ið Capacent, sem sá um rekst­ur mæla­borðs stofn­un­ar­inn­ar, varð gjald­þrota í júní.
Alvarlegt að ekki sé vitað hvar íslenskt plast endar
Viðtal

Al­var­legt að ekki sé vit­að hvar ís­lenskt plast end­ar

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra svar­ar fyr­ir mis­bresti í end­ur­vinnslu plasts og glers á Ís­landi. Hann kall­ar eft­ir ít­ar­legri skoð­un á end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu plasts í kjöl­far um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar sem sýn­ir ágalla á töl­fræði um end­ur­vinnslu og vill­andi upp­lýs­ing­ar um af­drif plasts. „Ég tel að það þurfi um­bylt­ingu í úr­gangs­mál­um á Ís­landi,“ seg­ir hann.
211. spurningaþraut: Vinsælt tónverk, vinsæl hljómsveit, vinsæl fjöll, vinsælt stöðuvatn
Þrautir10 af öllu tagi

211. spurn­inga­þraut: Vin­sælt tón­verk, vin­sæl hljóm­sveit, vin­sæl fjöll, vin­sælt stöðu­vatn

Hers­höfð­ingja­þraut­in frá því í gær er hér! * Fyrri auka­spurn­ing: Hver mál­aði mál­verk­ið hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hver samdi pí­anó­verk­ið Für Elise? 2.   Í hvaða inn­hafi eru Álands­eyj­ar? 3.   Fjall­garð­ur einn um­lyk­ur stór­an hluta Tékk­lands eða Bæheims, eins og svæð­ið kall­að­ist einu sinni. Hvað heita fjöll­in? 4.   Í hvaða þýsku borg fóru fram fræg­ustu stríðs­glæparétt­ar­höld­in eft­ir síð­ari heims­styrj­öld­ina?...
Veiran æðir áfram
Þorvaldur Gylfason
PistillCovid-19

Þorvaldur Gylfason

Veir­an æð­ir áfram

Ekk­ert lát er á veirufar­aldr­in­um held­ur sæk­ir hann þvert á móti í sig veðr­ið víða um heim­inn.
Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds
Menning

Góð við­brögð við nýrri plötu Ól­afs Arn­alds

Ný plata Ól­afs Arn­alds komst í 17. sæti vin­sældal­ista Bret­lands.
Ég, veiran Kóróna
Blogg

Stefán Snævarr

Ég, veir­an Kór­óna

Sælt veri fólk­ið! Þið kann­ist víst við mig, ég er hin ógur­lega veira Kór­óna sem drep­ið hef­ur all­nokk­urn slatta manna og jafn­vel átt þátt í að fella stjórn­málagoð af stalli. Veir­an sem sett hef­ur heim­inn á hvolf. Þið vit­ið sjálfsagt hvernig ég lít út, ég er hnött­ótt, al­sett öng­um, með þeim angra ég menn. Ég nota ang­ana til að ná...
Um samfélagslega ábyrgð Halldórs og Davíðs
Karl Th. Birgisson
Pistill

Karl Th. Birgisson

Um sam­fé­lags­lega ábyrgð Hall­dórs og Dav­íðs

Vilja fyr­ir­tæk­in í land­inu græða á veirukrepp­unni? Von­andi sem fæst, en sum þeirra hafa sann­ar­lega reynt. Og ekki síð­ur sam­tök þeirra. Á kostn­að rík­is­ins og starfs­fólks.