Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Ríkisstjórnin vill veikja tekjustofna og draga úr húsnæðisstuðningi en stórauka útgjöld til heilbrigðis- og samgöngumála

Út­gjöld og tekj­ur hins op­in­bera munu standa í stað sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu næstu ár­in sam­kvæmt fyrstu fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Út­gjöld og tekj­ur hins op­in­bera munu standa í stað sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu næstu ár­in sam­kvæmt fyrstu fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Útgjöld og tekjur hins opinbera munu standa í stað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu næstu árin samkvæmt fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem birtist á vef Alþingis í dag.

Dregið verður úr skattbyrði þrátt fyrir útgjaldaaukningu til flestra málaflokka. Fyrir vikið verður heildarafkoma ríkissjóðs lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlunum fyrri ríkisstjórna.

Tekjuráðstafanir til lækkunar verða um 25 milljarðar líkt og Stundin hafði áður reiknað út á grundvelli fyrirheita sem fram komu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þarna vega þyngst lækkun tekjuskatts einstaklinga og lækkun tryggingagjalds fyrirtækja. 

Samhliða lækkun skattprósentunnar í neðra þrepi tekjuskattkerfisins er stefnt að heildarendurskoðun tekjuskatts einstaklinga og bótakerfa „með það að markmiði að unnt verði að draga úr skattbyrði og koma á fót heildstæðu og einfaldara kerfi, ekki síst í þágu tekjulægri hópa“.

Tryggingagjald mun lækka úr 6,85% í 6,6% árið 2019 og verður virðisaukaskattur á bækur afnuminn sama ár. Loks verður sérstaki bankaskatturinn lækkaður úr 0,376% í 0,145%.

Þá stendur enn til að breyta reiknireglu fjármagnstekjuskattsins í því skyni að verja fjármagnseigendur sérstaklega fyrir verðbólguáhrifum.

Þetta gæti skipt miklu fyrir fjársterkustu hópa íslensks samfélags ef rætist úr áhyggjum Seðlabankans og annarra aðila af því að minna aðhald í ríkisfjármálum muni kynda undir verðbólgu á næstu árum.

Hækkun kolefnisgjalds verður miklu minni en Benedikt Jóhannesson, fyrirrennari Bjarna Benediktssonar á stóli fjármálaráðherra, stefndi að.

Í tíð síðustu ríkisstjórnar var lagt upp með tvöföldun kolefnisgjaldsins. Ný ríkisstjórn ákvað í staðinn að hækka það um helming. Ofan á þá hækkun, sem tók gildi í upphafi árs, mun gjaldið aðeins hækka um 10% til viðbótar árið 2019 og aftur 10% árið 2020 þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi sett fram háleit markmið um kolefnishlutlaust Ísland. 

Fjárfestingar vaxa umtalsvert á árinu 2019 eða um 13 milljarða og ná hámarki á árinu 2021. Aukningin er einna mest í samgöngu- og fjarskiptamálum en þar verður uppbyggingin meðal annars fjármögnuð með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. 

Hér má sjá áætlaða útgjaldaþróun næstu ára í samhengi við tölur úr fjárlögum áranna 2017 og 2018.

Framlög til heilbrigðismála verða í lok tímabilsins um 249 milljarðar á ári og munu þá hafa aukist uppsafnað um 40 milljarða frá fjárlögum 2018, eða rúmlega 19% að raunvirði. Uppsöfnuð aukning framlaga til félags-, húsnæðis- og tryggingamála nemur 28 milljörðum á tímabilinu. Framlög til háskólastigsins hækka um ríflega 2,8 milljarða á tímabilinu sem á að duga til að framlög á hvern nemanda hækki.

Húsnæðisstuðningur dregst saman frá fjárlögum ársins 2018 úr 13,4 milljörðum niður í 11,7 milljarða árið 2023. Þetta er einkum vegna þess að framlög til byggingar leiguíbúða munu lækka um helming þegar sérstöku átaki frá 2016 lýkur á næsta ári.

Útgjöld til lista, menningar, íþrótta- og æskulýðsmála dragast lítillega saman og jafnframt framlög til lýðheilsumála. Þá er ekki gert ráð fyrir sérstökum viðbótarframlögum til barna- og vaxtabótakerfisins. Hækkun útgjalda til málefna aldraðra samræmist kerfislægum vexti bótagreiðslna vegna fjölgunar ellilífeyrisþega.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Enginn vill kannast við rasisma
Úttekt

Eng­inn vill kann­ast við ras­isma

Ras­ismi er mik­ið í um­ræð­unni þessa dag­ana en jafn­vel hörð­ustu kyn­þátta­hat­ar­ar vilja oft­ast ekki kann­ast við ras­ista-stimp­il­inn og segja hug­tak­ið ekki eiga við sig. Orð­ið sjálft er þó tölu­vert yngra en marg­ir kynnu að halda og hef­ur skil­grein­ing­in tek­ið breyt­ing­um. Við skoð­um bæði sögu orðs­ins og sögu þeirr­ar kyn­þátta­hyggju sem það lýs­ir.
77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?
Þrautir10 af öllu tagi

77. spurn­inga­þraut: Eitt mesta hraungos sög­unn­ar, hvar varð það?

Auka­spurn­ing­ar: Hver er reffi­legi ungi mað­ur­inn á efri mynd­inni? Og hver er stúlk­an á neðri mynd­inni? Hinar tíu af öllu tagi eru aft­ur á móti þess­ar: 1.   Í hvaða kjör­dæmi er Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins formað­ur? 2.   Hvernig er fram­hald­ið á þess­um orð­um: „Baul­aðu nú Bú­kolla mín ...“ 3.   Hvað heit­ir þorp­ið í Pat­reks­firði? 4.   Hverj­ir urðu heims­meist­ar­ar í...
Sjáanlegt réttlæti
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Sjá­an­legt rétt­læti

Það er ekki nóg að mylla rétt­læt­is­ins mali, við þurf­um líka að sjá hana mala.
Söguhetjur og skúrkar í stjórnmálum
Símon Vestarr
Blogg

Símon Vestarr

Sögu­hetj­ur og skúrk­ar í stjórn­mál­um

Skáld­ið Muriel Ru­keyser skrif­aði eitt sinn að al­heim­ur­inn væri gerð­ur úr sög­um, ekki úr atóm­um. Þetta skilj­um við öll. Al­heim­ur­inn sem slík­ur er auð­vit­að sam­sett­ur úr frum­eind­um — eng­inn nema enda­tímaspá­menn með skegg nið­ur að hnjám og lög­heim­ili í Laug­ar­vatns­helli myndu and­mæla því — en hér er­um við ekki að tala um efn­is­heim­inn sjálf­an. Við er­um að tala um al­heim­inn...
Rasískt kynferðisofbeldi gegn konum af asískum uppruna
Úttekt

Rasískt kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um af asísk­um upp­runa

Stund­in ræddi við fjór­ar ís­lensk­ar kon­ur af asísk­um upp­runa, Díönu Katrínu Þor­steins­dótt­ur, Donnu Cruz, Önnu Jia og Dýrfinnu Benitu, sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa lent í rasísku kyn­ferð­isof­beldi og kyn­ferð­is­leg­um ras­isma frá því þær voru á grunn­skóla­aldri. Þær segja þol­in­mæð­ina að þrot­um komna og vilja skila skömm­inni þar sem hún á heima.
76. spurningaþraut: Við hvaða fljót stóðu hinar dularfullu menningarborgir?
Þrautir10 af öllu tagi

76. spurn­inga­þraut: Við hvaða fljót stóðu hinar dul­ar­fullu menn­ing­ar­borg­ir?

Auka­spurn­ing­ar: Hvað heit­ir skip­ið á efri mynd­inni? Hvað heit­ir kon­an á neðri mynd­inni? Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Fyr­ir nokkr­um ár­um kom út fyrsta hljóm­plata Vík­ings Heið­ars Ólafs­son­ar pí­anó­leik­ara á snær­um þýska út­gáf­uris­ans Deutsche Grammoph­o­ne. Þar lék hann ein­göngu verk eft­ir eitt og sama tón­skáld­ið. Hvað var það? 2.   Hvað heit­ir per­són­an sem Will Fer­rell leik­ur í mynd­inni um Eurovisi­on? 3.   Hvað er...
Vakning 2020
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Pistill

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Vakn­ing 2020

Hvað ef við gæt­um hætt við þetta ár?
Jörðin eftir endalok mannkynsins, formleysi og búrlesk
Stundarskráin

Jörð­in eft­ir enda­lok mann­kyns­ins, form­leysi og búr­lesk

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 10.-30. júlí.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Fyrir Ísland
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Fyr­ir Ís­land

Þeg­ar út­lend­ing­arn­ir komu og björg­uðu ís­lensku efna­hags­lífi stóðu land­vætt­ir vakt­ina, vörðu sín vígi og vörn­uðu þeim upp­göngu.
Peningar tala sænsku
Hallgrímur Helgason
Pistill

Hallgrímur Helgason

Pen­ing­ar tala sænsku

Hall­grím­ur Helga­son skrif­ar um kaup Stor­ytel á For­laginu.
Jóhannes hafnar ásökunum fjölda kvenna: „Sannleikurinn kemur í ljós“
FréttirMeðhöndlari kærður

Jó­hann­es hafn­ar ásök­un­um fjölda kvenna: „Sann­leik­ur­inn kem­ur í ljós“

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son hafn­ar því að hafa fram­ið þau brot sem hann er ákærð­ur fyr­ir og seg­ir kon­urn­ar ljúga. Þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort hann hefði brot­ið á öðr­um kon­um skellti hann á.