Ríkisstjórnin vill veikja tekjustofna og draga úr húsnæðisstuðningi en stórauka útgjöld til heilbrigðis- og samgöngumála

Útgjöld og tekjur hins opinbera munu standa í stað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu næstu árin samkvæmt fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

johannpall@stundin.is

Útgjöld og tekjur hins opinbera munu standa í stað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu næstu árin samkvæmt fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem birtist á vef Alþingis í dag.

Dregið verður úr skattbyrði þrátt fyrir útgjaldaaukningu til flestra málaflokka. Fyrir vikið verður heildarafkoma ríkissjóðs lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlunum fyrri ríkisstjórna.

Tekjuráðstafanir til lækkunar verða um 25 milljarðar líkt og Stundin hafði áður reiknað út á grundvelli fyrirheita sem fram komu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þarna vega þyngst lækkun tekjuskatts einstaklinga og lækkun tryggingagjalds fyrirtækja. 

Samhliða lækkun skattprósentunnar í neðra þrepi tekjuskattkerfisins er stefnt að heildarendurskoðun tekjuskatts einstaklinga og bótakerfa „með það að markmiði að unnt verði að draga úr skattbyrði og koma á fót heildstæðu og einfaldara kerfi, ekki síst í þágu tekjulægri hópa“.

Tryggingagjald mun lækka úr 6,85% í 6,6% árið 2019 og verður virðisaukaskattur á bækur afnuminn sama ár. Loks verður sérstaki bankaskatturinn lækkaður úr 0,376% í 0,145%.

Þá stendur enn til að breyta reiknireglu fjármagnstekjuskattsins í því skyni að verja fjármagnseigendur sérstaklega fyrir verðbólguáhrifum.

Þetta gæti skipt miklu fyrir fjársterkustu hópa íslensks samfélags ef rætist úr áhyggjum Seðlabankans og annarra aðila af því að minna aðhald í ríkisfjármálum muni kynda undir verðbólgu á næstu árum.

Hækkun kolefnisgjalds verður miklu minni en Benedikt Jóhannesson, fyrirrennari Bjarna Benediktssonar á stóli fjármálaráðherra, stefndi að.

Í tíð síðustu ríkisstjórnar var lagt upp með tvöföldun kolefnisgjaldsins. Ný ríkisstjórn ákvað í staðinn að hækka það um helming. Ofan á þá hækkun, sem tók gildi í upphafi árs, mun gjaldið aðeins hækka um 10% til viðbótar árið 2019 og aftur 10% árið 2020 þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi sett fram háleit markmið um kolefnishlutlaust Ísland. 

Fjárfestingar vaxa umtalsvert á árinu 2019 eða um 13 milljarða og ná hámarki á árinu 2021. Aukningin er einna mest í samgöngu- og fjarskiptamálum en þar verður uppbyggingin meðal annars fjármögnuð með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. 

Hér má sjá áætlaða útgjaldaþróun næstu ára í samhengi við tölur úr fjárlögum áranna 2017 og 2018.

Framlög til heilbrigðismála verða í lok tímabilsins um 249 milljarðar á ári og munu þá hafa aukist uppsafnað um 40 milljarða frá fjárlögum 2018, eða rúmlega 19% að raunvirði. Uppsöfnuð aukning framlaga til félags-, húsnæðis- og tryggingamála nemur 28 milljörðum á tímabilinu. Framlög til háskólastigsins hækka um ríflega 2,8 milljarða á tímabilinu sem á að duga til að framlög á hvern nemanda hækki.

Húsnæðisstuðningur dregst saman frá fjárlögum ársins 2018 úr 13,4 milljörðum niður í 11,7 milljarða árið 2023. Þetta er einkum vegna þess að framlög til byggingar leiguíbúða munu lækka um helming þegar sérstöku átaki frá 2016 lýkur á næsta ári.

Útgjöld til lista, menningar, íþrótta- og æskulýðsmála dragast lítillega saman og jafnframt framlög til lýðheilsumála. Þá er ekki gert ráð fyrir sérstökum viðbótarframlögum til barna- og vaxtabótakerfisins. Hækkun útgjalda til málefna aldraðra samræmist kerfislægum vexti bótagreiðslna vegna fjölgunar ellilífeyrisþega.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Betri hugmynd handa Óla Birni

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Zeitgeist

Hermann Stefánsson

Zeitgeist

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Hvernig dirfistu?

Símon Vestarr

Hvernig dirfistu?

·
Eitt Kína, margar mótsagnir

Eitt Kína, margar mótsagnir

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

·