Ríkisstjórnin vill veikja tekjustofna og draga úr húsnæðisstuðningi en stórauka útgjöld til heilbrigðis- og samgöngumála

Út­gjöld og tekj­ur hins op­in­bera munu standa í stað sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu næstu ár­in sam­kvæmt fyrstu fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Út­gjöld og tekj­ur hins op­in­bera munu standa í stað sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu næstu ár­in sam­kvæmt fyrstu fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Útgjöld og tekjur hins opinbera munu standa í stað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu næstu árin samkvæmt fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem birtist á vef Alþingis í dag.

Dregið verður úr skattbyrði þrátt fyrir útgjaldaaukningu til flestra málaflokka. Fyrir vikið verður heildarafkoma ríkissjóðs lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlunum fyrri ríkisstjórna.

Tekjuráðstafanir til lækkunar verða um 25 milljarðar líkt og Stundin hafði áður reiknað út á grundvelli fyrirheita sem fram komu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þarna vega þyngst lækkun tekjuskatts einstaklinga og lækkun tryggingagjalds fyrirtækja. 

Samhliða lækkun skattprósentunnar í neðra þrepi tekjuskattkerfisins er stefnt að heildarendurskoðun tekjuskatts einstaklinga og bótakerfa „með það að markmiði að unnt verði að draga úr skattbyrði og koma á fót heildstæðu og einfaldara kerfi, ekki síst í þágu tekjulægri hópa“.

Tryggingagjald mun lækka úr 6,85% í 6,6% árið 2019 og verður virðisaukaskattur á bækur afnuminn sama ár. Loks verður sérstaki bankaskatturinn lækkaður úr 0,376% í 0,145%.

Þá stendur enn til að breyta reiknireglu fjármagnstekjuskattsins í því skyni að verja fjármagnseigendur sérstaklega fyrir verðbólguáhrifum.

Þetta gæti skipt miklu fyrir fjársterkustu hópa íslensks samfélags ef rætist úr áhyggjum Seðlabankans og annarra aðila af því að minna aðhald í ríkisfjármálum muni kynda undir verðbólgu á næstu árum.

Hækkun kolefnisgjalds verður miklu minni en Benedikt Jóhannesson, fyrirrennari Bjarna Benediktssonar á stóli fjármálaráðherra, stefndi að.

Í tíð síðustu ríkisstjórnar var lagt upp með tvöföldun kolefnisgjaldsins. Ný ríkisstjórn ákvað í staðinn að hækka það um helming. Ofan á þá hækkun, sem tók gildi í upphafi árs, mun gjaldið aðeins hækka um 10% til viðbótar árið 2019 og aftur 10% árið 2020 þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi sett fram háleit markmið um kolefnishlutlaust Ísland. 

Fjárfestingar vaxa umtalsvert á árinu 2019 eða um 13 milljarða og ná hámarki á árinu 2021. Aukningin er einna mest í samgöngu- og fjarskiptamálum en þar verður uppbyggingin meðal annars fjármögnuð með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. 

Hér má sjá áætlaða útgjaldaþróun næstu ára í samhengi við tölur úr fjárlögum áranna 2017 og 2018.

Framlög til heilbrigðismála verða í lok tímabilsins um 249 milljarðar á ári og munu þá hafa aukist uppsafnað um 40 milljarða frá fjárlögum 2018, eða rúmlega 19% að raunvirði. Uppsöfnuð aukning framlaga til félags-, húsnæðis- og tryggingamála nemur 28 milljörðum á tímabilinu. Framlög til háskólastigsins hækka um ríflega 2,8 milljarða á tímabilinu sem á að duga til að framlög á hvern nemanda hækki.

Húsnæðisstuðningur dregst saman frá fjárlögum ársins 2018 úr 13,4 milljörðum niður í 11,7 milljarða árið 2023. Þetta er einkum vegna þess að framlög til byggingar leiguíbúða munu lækka um helming þegar sérstöku átaki frá 2016 lýkur á næsta ári.

Útgjöld til lista, menningar, íþrótta- og æskulýðsmála dragast lítillega saman og jafnframt framlög til lýðheilsumála. Þá er ekki gert ráð fyrir sérstökum viðbótarframlögum til barna- og vaxtabótakerfisins. Hækkun útgjalda til málefna aldraðra samræmist kerfislægum vexti bótagreiðslna vegna fjölgunar ellilífeyrisþega.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Veitum öllum landvist
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Veit­um öll­um land­vist

Ill­ugi Jök­uls­son sting­ur upp á að við þess­ar for­dæma­lausu að­stæð­ur verði tek­in sú for­dæma­lausa ákvörð­un að öll­um hæl­is­leit­end­um og flótta­mönn­um sem hér eru nú stadd­ir verði veitt land­vist til fram­búð­ar.
Vorið er handan við hornið segir veðurfræðingur
Fréttir

Vor­ið er hand­an við horn­ið seg­ir veð­ur­fræð­ing­ur

Ei­rík­ur Örn Jó­hann­es­son veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands seg­ir enga ástæðu til að ör­vænta þó að snjó­að hafi víða um land í morg­un; vor­ið sé rétt hand­an við horn­ið. Hann seg­ir að bú­ast megi við að frem­ur kalt verði í veðri um land allt fram á laug­ar­dag, en það taki að hlýna eft­ir það.
Opinn fyrirlestur: Ferðalagið innanhúss með Emilíu Borgþórsdóttur
Myndband

Op­inn fyr­ir­lest­ur: Ferða­lag­ið inn­an­húss með Em­il­íu Borg­þórs­dótt­ur

Stund­in send­ir í dag út fyr­ir­lest­ur á veg­um End­ur­mennt­un­ar HÍ þar sem Em­il­ía Borg­þórs­dótt­ir fjall­ar um hvernig hægt er að hagræða um­hverf­inu svo það svari kalli ým­issa og mjög svo ólíkra verk­efna.
Finnar opna birgðageymslurnar í fyrsta sinn
FréttirCovid-19

Finn­ar opna birgða­geymsl­urn­ar í fyrsta sinn

Þeir voru sagð­ir gam­aldags og of­sókn­aróð­ir en búa nú að því að eiga um­tals­verð­ar birgð­ir and­lits­gríma, lyfja og lækn­inga­tækja. Finn­ar hafa hald­ið áfram að safna í neyð­ar­birgða­geymsl­ur sín­ar, nokk­uð sem flest­ar þjóð­ir hættu að gera þeg­ar kalda stríð­ið leið und­ir lok.
Kallar eftir styrkjum til fjölmiðla vegna faraldursins
FréttirCovid-19

Kall­ar eft­ir styrkj­um til fjöl­miðla vegna far­ald­urs­ins

Helga Vala Helga­dótt­ir þing­mað­ur seg­ir fjöl­miðla ekki geta nýtt sér sum­ar af að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á með­an aug­lýs­inga­tekj­ur þeirra drag­ast sam­an.
Segja nú að öllum beri að bera andlitsgrímur
FréttirCovid-19

Segja nú að öll­um beri að bera and­lits­grím­ur

Nokk­ur Evr­ópu­lönd skylda nú fólk til þess að bera and­lits­grím­ur. Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafa snú­ið af­stöðu sinni og mæl­ast nú einnig til þess. Ólaf­ur S. Andrés­son, pró­fess­or í erfða­fræði við Líf- og um­hverf­is­vís­inda­deild Há­skóla Ís­lands, seg­ir að grím­ur veiti falskt ör­yggi. Sótt­varna­lækn­ir taldi „vafa­samt“ að láta al­menn­ing bera grím­ur.
Eins og geimfarar á gjörgæslu
FréttirCovid-19

Eins og geim­far­ar á gjör­gæslu

„Hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir á Covid-stof­unni okk­ar minna helst á geim­fara á leið til tungls­ins. Vír­net­ið í ör­ygg­is­rúð­unni teng­ir mig hins veg­ar við rimla í fang­elsi, enda taka hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir okk­ar 3-4 klst. tarn­ir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nær­ast eða kom­ast á kló­sett.“ Á þenn­an hátt lýs­ir Tóm­as Guð­bjarts­son hjarta­lækn­ir ástand­inu á þeim hluta gjör­gæslu­deild­ar Land­spít­ala þar sem COVID-19 sjúk­ling­ar njóta með­höndl­un­ar.
Sævar Helgi og Stefán Ragnar ræða um heim veiranna
MenningKúltúr klukkan 13

Sæv­ar Helgi og Stefán Ragn­ar ræða um heim veir­anna

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag ræð­ir Sæv­ar Helgi Braga­son, jarð­fræð­ing­ur og vís­inda­miðl­ari, við Stefán Ragn­ar Jóns­son sam­einda­líf­fræð­ing um veir­ur í víðu sam­hengi. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.
Fastar á Kyrrahafseyju: „Lán í óláni“
FréttirCovid-19

Fast­ar á Kyrra­hafs­eyju: „Lán í óláni“

Þeg­ar vin­kon­urn­ar Ás­dís Embla Ásmunds­dótt­ir, Unn­ur Guð­munds­dótt­ir og Mar­grét Hlín Harð­ar­dótt­ir lögðu af stað í heims­reisu í fe­brú­ar ór­aði þær ekki fyr­ir því hvaða stefnu ferð­in myndi taka. Þær eru nú á Cook-eyj­um í Suð­ur-Kyrra­hafi, ætl­uðu að dvelja þar í viku, en hafa nú ver­ið þar í mán­uð, því nán­ast eng­ar flug­sam­göng­ur hafa ver­ið til og frá eyj­un­um und­an­farn­ar þrjár vik­ur vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þær hafa ving­ast við heima­fólk sem hef­ur að­stoð­að þær á alla lund og segj­ast vart geta ver­ið á betri stað, fyrst að­stæð­ur eru með þess­um hætti.
Tveir í haldi vegna andláts konu í Hafnarfirði
Fréttir

Tveir í haldi vegna and­láts konu í Hafnar­firði

Kon­an fannst lát­in í heima­húsi eft­ir að til­kynnt var um mál­ið og lög­regla hélt á stað­inn. Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í þágu rann­sókn­ar­inn­ar.
Tígrisdýr í New York greinist með COVID-19: Mælt með varúð í umgengni við dýr
Fréttir

Tígr­is­dýr í New York grein­ist með COVID-19: Mælt með var­úð í um­gengni við dýr

Grein­ing á tígr­is­dýri í New York vek­ur upp spurn­ing­ar um smit kór­ónu­veirunn­ar úr mönn­um í dýr.
Foxtrot commentary
Bíó Tvíó#170

Foxtrot comm­ent­ary

Andrea og Stein­dór horfa aft­ur á klass­íska Bíó Tvíó mynd, Foxtrot frá 1988, og ræða hana í raun­tíma.