Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra mætti á samkomu hjá stuðningskonu Assad-stjórnarinnar

„Ég hafði ekki kynnt mér sjón­ar­mið þess­ara að­ila fyr­ir fund­inn,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir.

Forsætisráðherra mætti á samkomu hjá stuðningskonu Assad-stjórnarinnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti á fyrirlestur bloggarans Vanessu Beeley í Safnahúsinu í gær, heilsaði henni með handabandi og tók við fyrsta eintakinu af nýþýddri bók ástralska rithöfundarins Tim Anderson um stríðið í Sýrlandi. 

Vanessa Beeley og Tim Anderson eru einna þekktust fyrir umdeildan málflutning – það sem í raun mætti kalla málsvörn – fyrir stjórn Bashar al Assad, en fáni Assad-stjórnarinnar var dreginn upp á fundinum.

„Ég hef í gegnum tíðina mætt á ýmsa fundi með fjölbreyttum sjónarmiðum, óháð því hvort ég er sammála frummælendum eða ekki og ég lít ekki svo á að fundarmenn á þessum fundi fremur en öðrum slíkum, hafi endilega verið sammála sjónarmiðum frummælanda,“ segir Katrín Jakobsdóttir í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

„Að þessu sinni bauð félagi minn Ögmundur Jónasson mér á þennan fund. Ég hafði ekki kynnt mér sjónarmið þessara aðila fyrir fundinn sem átti að fjalla um gagnrýni á fréttaflutning af stríðinu í Sýrlandi en ég sat hann raunar ekki til enda. Mín skoðun á Sýrlandsstríðinu er að þar verði að finna pólitíska lausn og málin verði ekki leyst með frekari hernaði.“

Útgáfa bókarinnar The Dirty War on Syria á íslensku var tileinkuð minningu Hauks Hilmarssonar sem féll í hernaðaraðgerðum Tyrkja í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á fjölskyldu hans og vinum enda var Haukur anarkisti sem hafði andstyggð á harðstjórn og kúgun. 

Beeley hefur birt mynd af sér með Assad á samfélagsmiðlum undir yfirskriftinni „mín stoltasta stund“ og jafnframt skálað fyrir árangri Assad-stjórnarinnar í Aleppo þar sem fjöldi óbreyttra borgara lét lífið í umsátri og sprengjuárásum stjórnarhersins árið 2016. Tim Anderson hefur ekki aðeins borið í bætifláka fyrir Sýrlandsstjórn heldur einnig fyrir stjórnvöld í Norður-Kóreu sem hann telur að sæti ósanngjarnri meðferð í vestrænum fjölmiðlum

Nýlega fjallaði The Guardian ítarlega um aðkomu Beeley og Anderson að eins konar ófrægingarherferð gegn Hvítu hjálmunum, sveit sjálfboðaliða sem hefur aðstoðað þúsundir óbreyttra borgara, verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels og átt lykilþátt í að afhjúpa mannréttindabrot Sýrlandsstjórnar, meðal annars efnavopnaárásir gegn óbreyttum borgurum. Beeley og Anderson þrættu fyrir að sýrlenski stjórnarherinn hafi notað slík vopn, þvert á niðurstöður stríðsglæparannsakenda Sameinuðu þjóðanna.

Nettröll og „Rússablæti“

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, boðaði til fundarins og var fundarstjóri. Samkoman hefur sætt talsverðri gagnrýni. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur tekið þátt í hjálparstarfi í Miðausturlöndum, gerir málið að umtalsefni á Facebook og segir Vanessu gera lítið úr þjáningum óbreyttra borgara sem hafi þurft að kenna á grimmd Assads og stjórnarhersins í Sýrlandi. 

„Til að gera langa sögu stutta, þá ætla ég ekki að mæta á þennan fund. Ég þarf ekki að taka mér stöðu gegn sýrlenskum almenningi til þess að trúa því að Vesturlönd beri líka ríka ábyrgð á þjáningum Sýrlendinga, rétt eins og Rússland, Íran, Saudi Arabía og gott fólk, við sjálf. Vopnaflutningarnir, munið þið? Þetta veit flest skynsamt fólk. Það gerir samt stríðsglæpamanninn Assad ekki að öðru en því sem hann er,“ skrifar hún. „Ég þarf ekki nettröll eins og þessa konu eða miðaldra karla með Rússablæti til að segja mér múkk um þetta stríð sem er alltof nálægt mér, alla daga.“ 

Benjamín Julian, vinur Hauks Hilmarssonar til margra ára, gagnrýnir harðlega að nafn Hauks hafi verið dregið inn í samkomuna. Benjamín, sem sat fyrirlestur Vanessu, segir hana hafa boðið upp á „klukkutíma lofræðu um staðfestu sýrlenska ríkisins og óréttlætið sem Bashar al Assad hafi þurft að líða“ og bætir við: „Það hefði verið furðulegur gjörningur alla daga ársins, enda er Assad á lífi og við hestaheilsu á meðan uppreisnarmenn gegn einræði hans og almennir borgarar verða fyrir tunnubombum. En á degi sem þessum er það ekki furðulegt, heldur bíræfið og grimmt. Haukur Hilmarsson var drepinn á víglínu uppreisnarmanna, fólks sem barðist gegn einræði, fasisma, þjóðernishyggju, karlrembu og heimsku. Hann dó við að verja heimavígi uppreisnarinnar í Kúrdistan. Assad, á hinn bóginn, rembist við að sölsa undir sig restina af landinu sem hann álítur sína persónulegu eign.“

Benjamín segir að allir sem þekktu Hauk „hljóti að  hljóta að vita afstöðu hans gagnvart yfirmönnum ríkja, ríkisvaldinu og lögreglunni, stofnununum sem Vanessa Beeley taldi upp eina á eftir annarri og sagði hafa sýnt svo mikla "staðfestu" gegn ásókn uppreisnarmanna. Hún sagði arabíska vorið í Sýrlandi vera lygi og uppreisnarmennina vera terrorista“. 

Haukur Hilmarsson

Þá skrifar Benjamín: „Hersveitir YPG eru ekki terroristar og samfélag þeirra í Rojava, sýrlenska Kúrdistan, er ekki eign Assad. Þar hefur orðið lýðræðisbylting við erfiðustu aðstæður allt frá 2012. Ríkjunum umhverfis finnst þeim ögrað, og þau óttast svipaðar uppreisnir minnihlutahópa hjá sér. Tyrklandsforsetinn vill útrýma þessari tilraun sunnanvið landamærin. Í dag sagði hann að þegar hann hefði lokið sér af í Afrin myndi hann ganga frá hinum kúrdísku borgunum. Evrópulönd, sem borga Tyrklandi fyrir að halda flóttamönnum úr álfunni, hafa litið undan. Enginn hjálpar Kúrdum þegar það verður pólitískt óheppilegt. Svoleiðis hefur það verið gegnum aldanna rás, enda er sagt í Kúrdistan að "enginn er vinur nema fjöllin." Öll spjót standa á þeim.

„Fáni Assads hékk á púltinu þegar nafn Hauks Hilmarssonar var dregið inní þennan ömurlega gjörning. Haukur, vinur minn, sem hataði einræði og yfirvald og móralska uppgjöf“

Kannski var á einhverjum degi ársins hægt að hlusta á málstað Assad í þessu stríði. Kannski var á einhverjum degi hægt að hlusta á mál Vanessu Beeley, sem kennir meðal annars George Soros um uppreisna í Sýrlandi, og byrjaði fyrirlesturinn með mynd af fyrirsögninni: "To save Syrians, let Assad win". Fáni Assads hékk á púltinu og þessi glæra var uppá vegg, stórum björtum stöfum, þegar nafn Hauks Hilmarssonar var dregið inní þennan ömurlega gjörning. Haukur, vinur minn, sem hataði einræði og yfirvald og móralska uppgjöf.“

RÚV hafnaði boði um viðtal við Vanessu

Ögmundur Jónasson greindi frá því í upphafi fundarins að hann hefði boðið fréttamanni Ríkisútvarpsins að taka viðtal við Vanessu Beeley. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttmaður á RÚV hefði svarað: „Ég nenni ekki að hlusta á samsæriskenningar frá fólki sem dreifir rugli og rússneskum lygum eins og þessi kona gerir. Hún er eiginlega bara rússneskt nettrōll. Hefurðu skoðað feril hennar og hverju hún dreifir? Rugl útí eitt!“ Telur Ögmundur að svarið sé til marks um fordóma og þöggun. Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason hefur gagnrýnt Ögmund og hæðst að samkomunni á bloggi sínu.

Uppfært kl. 17:15:
Stefán Þorgrímsson, sem kynnti bók Tim Andersons á fundinum og stóð að útgáfunni, hafði samband við Stundina og gerði athugasemd við fréttina. Taldi hann framsetninguna einhliða. Ósanngjarnt væri að fjalla um veru Katrínar Jakobsdóttur á fyrirlestrinum enda hefði hún ekki verið þar sem forsætisráðherra heldur sem prívatpersóna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár