Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Árangurslaust fjárnám í steikhúsi Björns Inga

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf. sem rak Argentínu steikhús. Björn Ingi Hrafnsson er stjórnarformaður félagsins, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum.

Björn Ingi Hrafnsson Fjölmiðlaveldi hans borgaði ekki opinber gjöld, og sama virðist gilda um steikhús sem hann tók yfir. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gert árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf. sem rekur Argentínu steikhús. Stjórnarformaður félagsins er Björn Ingi Hrafnsson. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum síðasta haust.

Tilkynnt var í október síðastliðnum að Björn Ingi væri tekinn við rekstri Argentínu steikhúss. Félagið sem áður rak Argentínu, Pottur ehf., var úrskurðað gjaldþrota í mars 2017. Kristján Þór Sigfússon átti félagið, en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá stofnun þess.

„Ég er spennt­ur fyr­ir þessu verk­efni,“ sagði Björn Ingi í samtali við vef Morgunblaðsins 6. október. „Ég hef alltaf haft mjög mikl­ar mæt­ur á þess­um veit­ingastað og veit að svo er um fleiri. Af því að Arg­entína bygg­ir á góðum og gild­um hefðum steik­húsa verður ekki um neina bylt­ingu að ræða, frem­ur ýms­ar hæg­fara breyt­ing­ar. En það er ým­is­legt spenn­andi á döf­inni sem gam­an verður að setja í gang.“

Árni Harðarson, forsvarsmaður Dalsins ehf., sagði í tilkynningu 20. febrúar að Björn Ingi hefði hótað sér og boðist til að greiða sex milljóna króna skuldir með úttektarheimildum á steikum á Argentínu. Dalurinn keypti Birtíng útgáfufélag í maí í fyrra eftir að kaupum Pressunnar á Birtíngi hafði verið rift vegna bágrar fjárhagsstöðu Pressunnar. Aðstandendur Dalsins hafa kært Björn Inga fyrir fjárdrátt. Hann lýsti því yfir í febrúar að hann hefði kært þá á móti fyrir fjársvik. Fjölmiðlaveldi Björns Inga sleppti því að greiða opinber gjöld um langt skeið, til dæmis skatta af launum starfsfólks og lífeyrissjóðsgjöld. Svo virðist sem sama sé upp á teningnum hjá Argentínu Steikhúsi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Drög að skurðaðgerð: Austur-evrópsk framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Fréttir

Sigríður þrengdi að réttindum hælisleitenda sama dag og hún fékk stuðning frá þingmönnum Vinstri grænna

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins