Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisendurskoðun gagnrýnir samband ríkisins við Klíníkina og efast um að fyrirkomulagið samræmist lögum

Í nýrri stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar er því velt upp hvort „þrýst­ing­ur frá hags­muna­að­il­um“ frek­ar en fag­þekk­ing hafi áhrif á hvaða þjón­usta lend­ir á gjald­skrá Sjúkra­trygg­inga.

Ríkisendurskoðun gagnrýnir samband ríkisins við Klíníkina og efast um að fyrirkomulagið samræmist lögum

Það kann að ógna öryggi sjúklinga að brjóstaskurðaðgerðir vegna stökkbreytingar í BRCA-genum séu framkvæmdar hjá sérgreinalækni í Klíníkinni og fjármagnaðar með öðrum hætti en aðrir hlutar slíkra meðferða, enda eru þær viðamiklar og kalla á heildstæða og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, sérhæft eftirlit og aðkomu fjölda sérfræðinga og heibrigðisstarfsmanna. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um kaup Sjúkratrygginga Íslands á heilbrigðisþjónustu. 

Að mati stofnunarinnar skýtur skökku við að ríkið taki þátt í kostnaði vegna brjóstaskurðaðgerða Klíníkurinnar í Ármúla með þeim hætti sem nú er gert, það er að segja á grundvelli rammasamnings um lækningar utan sjúkrahúsa. Vandséð sé hvernig gera megi viðhlítandi gæðakröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu ef hún er keypt á grundvelli umrædds samnings.

Bent er á að kaup Sjúkratrygginga Íslands nái einungis til hluta þjónustunnar en ekki til dæmis til dvalar á legudeild og í ljósi þess sé vandséð að kaupin samræmist ákvæði sjúkratryggingalaga um að tryggja beri aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. 

Klíníkin eins og hver annar stofurekstur

Þann 13. desember 2016, í ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, lýsti heilbrigðisráðuneytið sig ósammála túlkun landlæknis á lögum um heilbrigðisþjónustu og ákvað að líta á rekstur Klíníkurinnar eins og hvern annan stofurekstur lækna sem þyrfti ekki sérstakt leyfi ráðherra.

Sem kunnugt er hefur  Klíníkin sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins, er fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, en á meðal hluthafa eru Hrólfur Einarsson, náfrændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona sem verið hefur einn stærsti hluthafi Morgunblaðsins undanfarin ár og Ásta Þórarinsdóttir sem Bjarni Benediktsson skipaði sem stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins árið 2015.

Birgir Jakobssonlandlæknir

Landlæknir gagnrýndi nálgun heilbrigðisráðuneytisins gagnvart Klíníkinni og túlkun þess á lögum um heilbrigðisþjónustu í yfirlýsingu 19. apríl 2017 og taldi vandséð hvernig heilbrigðisyfirvöld gætu haft stjórn á því hvert opinbert fjármagn rynni til heilbrigðismála ef lögin væru túlkuð með þeim hætti að heilbrigðisstofnanir þyrftu ekki leyfi ráðherra til að veita sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. 

Athugasemdir Ríkisendurskoðunar við fyrirkomulag fjármögnunar á aðgerðum Klíníkurinnar eru að vissu leyti í anda þeirra sjónarmiða sem landlæknir viðraði í fyrra. 

„Þrýstingur frá hagsmunaaðilum“ hefur
áhrif á hvaða þjónusta lendir á gjaldskránni

Fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðuanr að mikilvægt sé að efla fagþekkingu innan Sjúkratrygginga og getu þeirra til að annast greiningar, vinna að gerð samninga og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Bent er á að innleiðing nýrrar þjónustu hafi verið með þeim hætti að einstakir læknar sendi inn umsóknir til Sjúkratrygginga um gjaldskrárliða og þá komi það í hlut samstarfsnefndar Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands að fara yfir þær og meta hvort bæta skuli við nýjum gjaldskrárliðum. „Þannig hefur hagsmunafélag lækna aðkomu að undirbúningi ákvörðunar um breytingar á gjaldskránni sem hefur rík áhrif á með hvaða hætti útgjöld ríkisins vegna rammasamnings þróast,“ segir í skýrslunni. Er það talið sérstakt áhyggjuefni að Sjúkratryggingar Íslands búi ekki yfir sömu faglegu þekkingu á þeirri þjónustu sem samið er um og viðsemjendur stofnunarinnar. 

Í þessu samhengi er vikið sérstaklega að „þrýstingi frá hagsmunaaðilum“ sem hafi áhrif á ákvarðanir um innleiðingu nýrrar þjónustu í heilbrigðisgeiranum. „Í þeim viðtölum sem starfsmenn Ríkisendurskoðunar áttu við ýmsa sérgreinalækna kom fram að ákvarðanir um hvaða nýja þjónustu skuli innleiða væru ekki byggðar á nægilega faglegum grunni,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. „Þrýstingur frá hagsmunaaðilum hefði hins vegar mikil áhrif á þær. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að fullnægjandi fagþekking sé til innan Sjúkratrygginga Íslands til að stofnunin geti tekið ákvarðanir um samninga og kaup á heilbrigðisþjónustu án þess að reiða sig um of á fagþekkingu hagsmunaaðila.“

Umdeilanlegt að taka skurðaðgerðirnar út fyrir sviga

Kristján Skúli Ásgeirssonbrjóstaskurðlæknir

Fjallað er sérstaklega um aðgerðir hjá konum sem greinast með stökkbreytingu í BRCA-genum sem eykur líkur á brjóstakrabbameini. Frá og með 2016 hefur verið mögulegt að gangast undir slíka aðgerð hjá sérgreinalækni í Klíníkinni Ármúla, en sami læknir, Kristján Skúli Ásgeirsson, hafði áður séð um slíkar aðgerðir á Landspítalanum. 

„Í þessu sambandi hafa forsvarsmenn Landspítala bent fulltrúum Ríkisendurskoðunar á að líta verði á aðgerðir af þessum toga sem hluta af viðameiri meðferð sem kallar á heildstæða og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Konur með stökkbreytt BRCA-gen þurfi ekki einungis þjónustu skurðlækna heldur einnig krabbameinslækna, sérfræðinga í erfðalæknisfræði, hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og fleiri heilbrigðisstarfsmanna. Einnig þurfi þær sérhæft eftirlit það sem eftir er ævinnar og inngrip eftir atvikum,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. „Það sé því umdeilanlegt að taka einungis þann hluta meðferðarinnar sem snýr að skurðaðgerðum og fjármagna hann með öðrum hætti en aðra hluta meðferðarinnar. Hugsanlega gæti það ógnað öryggi sjúklinga.“ 

Ríkisendurskoðun telur að gera þurfi skýran greinarmun á kaupum á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu sem sérgreinalæknar veita á starfsstofum sínum og hins vegar sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Bent er á að samkvæmt 7. gr. laga um heilbrigðisþjónustu skuli sérhæfð sjúkrahúsþjónusta veitt á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og öðrum sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum samkvæmt ákvörðun ráðherra eða samningum. „Hvorki liggur fyrir ákvörðun ráðherra né samningur um veitingu sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu utan heilbrigðisstofnana ríkisins og skýtur það skökku við að ríkið taki þátt í kostnaði vegna slíkrar þjónustu á grundvelli rammasamnings um lækningar utan sjúkrahúsa,“ segir Ríkisendurskoðun sem telur vandséð „hvernig mögulegt er að gera viðhlítandi gæðakröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu ef hún er keypt á grundvelli rammasamnings um lækningar utan sjúkrahúsa“. Þarna er enn vísað til Klíníkurinnar, þar sem veitt er „sérhæfð sjúkrahúsþjónusta með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands samkvæmt rammasamningi um lækningar utan sjúkrahúsa“. 

Fram kemur að þótt Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði vegna skurðaaðgerða Klíníkurinnar taki stofnunin ekki þátt í kostnaðinum vegna allra þátta þeirrar heildrænu meðferðar sem aðgerðin kallar á. „Þann kostnað, t.d. vegna dvalar á legudeild, verða sjúklingar að bera sjálfir. Slíkar greiðslur eru ekki á allra færi. Því er vandséð hvernig kaup Sjúkratrygginga Íslands á einungis hluta þjónustunnar samkvæmt rammasamningi um þjónustu sérgreinalækna eru í samræmi við 40. gr. laga um sjúkratryggingar sem tilgreinir að við samningsgerð skuli tryggja aðgengi sjúkratryggða að þeirri heilbrigðisþjónustu sem samið er um óháð efnahag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár