Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lagði til að aðgerðir á konum með krabbamein yrðu einkavæddar

Einka­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in ehf. reyndi að ná til sín að­gerð­um á krabba­meins­sjúk­um kon­um af Land­spít­al­an­um og stofna „sér­hæfða brjóstamið­stöð“. Um 1.200 ís­lensk­ar kon­ur eru arf­ber­ar fyr­ir stökk­breyt­ingu sem get­ur vald­ið brjóstakrabba­meini og ætl­aði Klíník­in að reyna að þjón­usta þess­ar kon­ur sér­stak­lega.

Lagði til að aðgerðir á  konum með krabbamein yrðu einkavæddar
Aukin einkavæðing stöðvuð Klíníkin, sem er meðal annars í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfélagið EVU Consortium, reyndi að fá leyfi til að gera umfangsmiklar aðgerðir á konum með brjóstakrabbamein en heilbrigðisráðuneytið hafnaði því.

Hér er því lagt til að heimilað verði að þær sérhæfðu brjóstaskurðaðgerðir sem undirritaður hefur sinnt innan LSH verði framkvæmdar í Brjóstamiðstöðinni,“ segir í bréfi frá Kristjáni Skúla Ásgeirssyni, brjóstaskurðlækni og eins af stofnendum lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar, til Kristján Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra þann 22. október í fyrra.

Klíníkin er lækningafyrirtæki sem nýverið opnaði í Ármúla 9 sem er í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur, nokkurra lækna og lífeyrissjóða. Lækningafyrirtækið hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikurnar vegna opnunar fyrirtækisins en heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum ehf. er einnig í eigu þeirra Ásdísar Höllu, Ástu og tólf lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfyrirtækið EVU Consortium.

Í bréfinu ræddi Kristján Skúli um stofnun „sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar“ á Íslandi sem reka átti utan Landspítalans og sem þjónusta átti konur með brjóstakrabbamein og konur sem líklegar eru til að fá þann sjúkdóm. Kristján Skúli lagði til tvær mögulegar leiðir til að gera þetta en báðar miðuðu þær að því að Brjóstamistöðin, fyrirtæki hans, fengi fjármuni frá ríkinu til að gera aðgerðirnar. „Tvær leiðir eru helst færar til þess. Annað hvort að samið verði sérstaklega við Brjóstamiðstöðina um tiltekna fyrirfram ákveðna fjárhæð og fjölda aðgerða sem eyrnamerktar eru miðstöðinni eða þá að ofangreindar aðgerðir verði settar á lista yfir þær aðgerðir sem greiddar eru af SÍ í samræmi við rammasamning sérfræðilækna.“

Þrenns konar krabbameinsaðgerðir

Í bréfinu reyndi Kristján Skúli því að sannfæra heilbrigðisráðuneytið um að heimila Brjóstamiðstöðinni, einkafyrirtæki Kristjáns Skúla sem starfa á innan Klíníkurinnar, að flytja brjóstaskurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein frá Landspítalanum og yfir til hins nýja einkafyrirtækis. 

Um er að ræða þrenns konar aðgerðir á sviði brjóstakrabbameins hjá konum: Aðgerðir á konum sem komnar eru með krabbamein í brjóst sín, skurðaðgerðir þar sem brjóst kvenna eru enduruppbyggð eftir krabbameinsmeðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem ekki eru komnar með krabbameinið en sem gætu fengið í ljósi þess að þær eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar, BRCAI og BRCAII, sem valdið geta brjóstakrabbameini. 

Kristján Skúli hefur hingað til verið eini skurðlæknirinn á Íslandi sem hefur framkvæmt skurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein og svo enduruppbyggt brjóstin í sömu aðgerðinni. Öllum heimildum ber saman um Kristján Skúli sé einstaklega fær skurðlæknir.

Erfitt að „manna þjónustuna“ eftir að Kristján hætti

Landspítalinn hafði framkvæmt þessar þrjár gerðir af skurðaðgerðum á grundvelli samnings við Krabbameinsfélag Íslands en sá samningur  rann út árið 2014 og ekki var hægt að endurnýja hann vegna erfiðleika við að „manna þjónustuna“ eins og segir í svarbréfi ráðuneytisins til Kristjáns Skúla frá 29. apríl síðastliðinn. Í því svarbréfi frá heilbrigðisráðuneytinu er beiðni Kristjáns Skúla um að fá að gera aðgerðirnar og njóta fjármögnunar frá Sjúktrayggingum Íslands hafnað.

Ein ástæða fyrir því að erfitt var að „manna þjónustuna“ var sú að Kristján Skúli hætti á Landspítalanum til að stofna áðurnefnt einkafyrirtæki en hann hafði verið sá skurðlæknir innan Landspítalans sem hafði framkvæmt flestar fyrirbyggjandi brjóstakrabbameinsaðgerðir og eins þær aðgerðir þar sem krabbamein var skorið úr brjóstum kvenna og þau endurbyggð, á spítalanum á árunum 2010 til 2014. Í svari frá Landspítalanum segir um þetta að 21 fyrirbyggjandi aðgerð hafi verið framkvæmd á Landspítalanum á árunum 2010 til 2014 og á sama tíma voru framkvæmdar 115 brjóstnáms- og brjóstauppbyggingaraðgerðir en Kristján Skúli var þá eini skurðlækirinn sem gat gert síðastnefndu aðgerðina. Í svarinu segir um fyrirbyggjandi aðgerðirnar að Kristján Skúli hafi komið að „flest öllum þessum aðgerðum ásamt öðrum sérfræðingum eins og brjóstaskurðlækni og kvensjúkdómalækni“. Þá var framkvæmd alls 1121 skurðaðgerð á Landspítalanum þar sem krabbamein var fjarlægt úr brjóstum kvenna og hefur Kristján Skúli einnig framkvæmt margar þeirra ásamt öðrum sérfræðingum á spítalanum. 

Kristján Skúli var því augljóslega afar mikilvægur starfsmaður innan Landspítalans þar sem sérhæfing hans er mikil. Á þetta benti Kristján Skúli líka sjálfur í bréfi sínu til Kristjáns Þórs í fyrra: „Á undanförnum árum hafa kröfur kvenna til betri útlitslegrar útkomu vaxið og því hefur sérhæfðum aðgerðum fjölgað mikið, en þær fela í sér að skera burt brjóstakrabbamein og byggja upp brjóst (að hluta eða öllu leyti) í sömu aðgerð. Þessar aðgerðir, líkt og aðrar brjóstaskurðaðgerðir, eru nú framkvæmdar innan almennrar skurðlækningadeildar á LSH þar sem undirritaður hefur starfað frá 2007 en á undanförnum 4-5 árum hefur meirihluti þessara sérhæfðu aðgerða á Íslandi verið framkvæmdar af undirrituðum.“

Kristján Skúli var því í góðri stöðu til að taka sína sérþekkingu með sér út af Landspítalanum og bjóða upp á sömu þjónustu í einkareknu lækningafyrirtæki. Eftir að Kristján Skúli hætti á spítalanum hefur Landspítalinn hins vegar þjálfað aðra skurðlækna upp í þessum aðgerðum en að mati sumra brjóstaskurðlækna er jafnvel talið betra að gera tvær aðgerðir í stað einnar þegar krabbamein er fjarlægt úr brjóstum og þau uppbyggð í kjölfarið. Þessi háttur er hafður á nú innan Landspítalans. 

Horft til kvenna með BRCA stökkbreytingar

Í bréfi Kristjáns Skúla ræðir hann umtalsvert um fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir BRCAI og BRCAII stökkbreytingarnar sem valdið geta brjóstakrabbameini. Þetta er umræðuefni sem Kristján hefur verið tíðrætt um enda er hægt að koma í veg fyrir krabbamein hjá þessum konum með fyrirbyggjandi skurðaðgerðum. Þekktasta dæmið um konu sem farið hefur í slíka fyrirbyggjandi brottnámsaðgerð er bandaríska leikkonan Angelina Jolie. Í viðtali við Kristján Skúla í Morgunblaðinu fyrir skömmu kom fram að frá árinu 2008 hefðu um fimmtíu konur á Íslandi farið í slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir og tólf síðastliðið ár. 

Í fyrirlestri um brjóstakrabbamein hjá Íslenskri erfðagreiningu síðla árs í fyrra undirstrikaði Kristján Skúli umfang vandamálsins varðandi BRCA-stökkbreytingarnar. „Ef við skoðum allar konur hérna í þjóðfélaginu þá er það ein af hverjum níu sem munu fá brjóstakrabbamein einhvern tímann á ævinni, 11 prósent af þessum konum. Æviáhætta þeirra kvenna, sem eru með þessa íslensku stökkbreytingu, BRCAII langoftast, á að fá sjúkdóminn er þá 60 til 80 prósent. Þetta er sjö til áttföld áhætta miðað við venjulega konu.“

Í bréfinu til Kristjáns Þórs sagði Kristján Skúli að hann byggist við að á milli 300 til 400 konur myndu vilja fara í fyrirbyggjandi aðgerð vegna brjóstakrabbameins á næstu árum. „Innan Brjóstamiðstöðvarinnar verður hins vegar lögð áhersla á að sinna forvörnum fyrir konur sem eru í aukinni hættu vegna ættgengis. […] T.d. er ljóst að íslenskar konur vilja vita og munu sækjast eftir því að fá að vita hvort þær séu arfberar stökkbreytinga í BRCAI/BRCA”. Mikilvægt er að skapa faglegan vettvang til að veita þessar upplýsingar auk þess að veita sérhæfða fræðslu, stuðning og ráðgjöf en áætlað er að þetta séu nú um 1.200 konur á Íslandi og þar af eru um 600 heilbrigðar konur á skimunaraldri. Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum (brjóstnám og eggjastokkanám) og er ætlunin að þessar aðgerðir verði framkvæmdar af sérhæfðum skurðlæknum Brjóstamiðstöðvarinnar. Ekki liggur nú fyrir með hvaða hætti konum verður veittur aðgangur að þessum upplýsingum en þegar það skýrist mun Brjóstamiðstöðin bjóðast til að starfrækja umrædda móttöku fyrir upplýsingagjöfina og ráðgjöf í framhaldinu.“

Þannig vildi Brjóstamiðstöðin einnig halda utan um viðkvæma upplýsingagjöf um arfgengi brjóstakrabbameins á Íslandi og eftir atvikum miðla þeim til þeirra kvenna sem um ræðir og þá væntanlega einnig ráðleggja þeim varðandi meðferðarúrræði.

„Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum.“

Rannsóknir Decode 

Í viðtali í nýjasta hefti Læknablaðsins ræðir Kristján Skúli um þann hóp íslenskra kvenna sem eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar BRCAI og BRACAII sem valda brjóstakrabbameini. Íslenska erfðatæknifyrirtækið Decode hefur rannsakað þessar stökkbreytingar og býr því yfir mikilli 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu